Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 18
í I I ER STÉTTASKIPTING Á ÍSLANDI? Framh. af bls. 1 hjú, sem venjulega áttu efcki neitt og voru gjaman mjög háð húsbændum sínum. Mjög erfitt var að hreyfast á milli stétta. Hjúi tókst stundum að verða bóndi, en að hjú, eða bam þess, yrði sýslumaður eða prestur mátti heita útilokað. Giftingar é milii þessara stétta ollu oft útskúfun og hatri og ómæld- tun sálarkvölum. Raunar má segja að kjör hjúa hafi hjá slæmum húsbændum, nálgast þræiahald. Stéttaskipting sem þessi er úr sögxmni og ekki verður um það deilt að hún er núna miklu minni og möguleikar til hreyfingar innan þjóðfélags- ins miklu meiri. Vissulega er hér til skipting í atvinnu- stéttir, en það er ekki það, sem flestir eiga við með stéttaskiptingu. Venjulega er átt við stöðu einstakra manna og Iiópa í þjóðfélaginu, borið sama-n við aðra, það sem á er lendum tungum er kallað status. Með öðrum orðum er það uppröðun á þjóðfélaginu í lóðrétta röð og er þá sá mestur, sem er efstur. Erlendis eru notuð hugtök eins og yfirstéitt og aðall, miHi- stétt og lágstétt. Ég tel ekki réttmsett að nota þessi orð um íslenzkt þjóðfélag. Við eig- utm t.d. ekki til erfða-aðal og við eigum ekki heldur til fólk eins og dreggjar samfélagsins í erlendum hafnarborgum, sem ttkjast vart mannlegum verum. Stéttaskipting getur ekki ver ið til, nema almennt samkomu- lag sé um srtöðu einsrtakra hópa og manna innan þjóðfélagsins. f»eir sem eru ofarlega i bunkan ir hverjir eru fyr- ir neðan og þeir neðri verða að gera sér ljóst hverjir eru fyrir ofan. Til að stéttaSkipt- ing geti orðið varanleg verða Iþeir neðstu ekki aðeins að gera sér grein fyrir stöðu sinni, held ur einnig að telja hana rétt- imeta. f>að verður erfitt að fá Islendinga til að fallast á það. Hvað veldur skiptingu? Þó að stéttaskipting sé lítii er einhver munur á stöðu fólks li þjóðféiaginu og fer nokkuð eftir því hver er til umsagnar. I»eir hlutir, sem venjulega eru taldir hafa áhrif á stöðu manna í þjóðfélaginu eru pen ingar, völd, virðuleg embætti, ættir og langskólaganga. Önnur atriði, sem ekki eru eins augljós, eru gáfur, al- menn menntun, titlar, orður og ættarnöfn. Hér á eftir skulum við athuga hvort þess ir hlutir veita raunverulega hærri þjóðfélagsstöðu. I gamalgrónum þjóðlöndum, sem lengi hafa verið sjáltfstæð, hafa allir þessir hiutir þýð- ingu, enda stéttaskipting rót- gróin. Góð dasmi um þetta eru Bretland, Danmörk og Svíþjóð. Yfirstéttir þessara landa geta meira að segja fletit upp í bók- um til að finna nákvæmllega hvar einstaMingar standa I röð inni og á þetita ekki aðeins við aðaJinn, heldur einnig embættis menn og auðmenn. Hér er öðru vísi farið. Á fiimmtiíiu árum hef- ur ísland breytzt úr stveitaþjóð tfélagi í þétitbýlisþjóðtfélag og um leið hefur gamia stéttaskipt inigin horfið. En hvað kemur í staðmm? Peningum fyflgir alltaf status, hér á landi sérstalMega, ef menn hafa aflað þeirra sjáifir. Tilhneiiging er til að líta hom- auga menn, sem erft hafa pen- inga, enda hefur fáum hatdizt á þeim hér. >á hetfur gengið illa að fá Islendinga til að bera virð ingu fyrir óhófi og íburði í lifn aðarháttum. Að vera langskólagengiinn nægði einu sinni til að tryggja sér virðingu og aðstöðu í þjóð- féiaginu. Nú nægir það eitt ekki, nema eitthvað annað kocmi til viðbótar. Völd í stjómmálum nægja ekM heldur til virðingar. Til dasmis nægir það ekki til virðingar, að vera kosinn á Al- þingi. Geta st j ómmálamenn sjáXfum sér um kennt og gætu breytt þessu áliti með annairi framkomu, sérstaMega á þing- inu. Almenningur teliur, að af þingmönnum sé aldrei nema nokkur hópur, þar sem öll raumveruleg völd eru saman komin. >á telur fólk almennt, að áíkvarðanir í flestum málum, séu ekíki teknar i þingsölum, heldur áður en mál komi þamg að, sem ekki eykur virðingu Alþingis. Stjómméilaimenm verða að hafa annað til að bera en að vera í kosinni stöðu, til að njóta aimennrar virðingar. Þá er mikið embætti og merkilegt ekki trygging fyr- ir hárri þjóðfélagsstöðu. All- ir þekkja dæmi þess, að all- ur svipur embættis breytist, þegar skiptir þar um mann. Getur annar maðurinn notið mikillar virðingar, en liinn verið nánast óþekktur, eða jafnvel litinn tortryggnisaug um. 18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. april 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.