Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 14
’jtDj'a The Ejjdless Tré Kabbala. Fiillkoinnun á jörðu. Hringimir benda til þess, að tíu aflstöðvar fullkomminarinnar liafi verið byggðar á tölunni 36. Á þessu Tré Kéttlætisins byggðist samfélag manna. Margt bendir til, að svipaðar hugmyndir hafi verið til viða um heim árþúsundin fyrir Krists burð. Vafalítið voru Váfuðir Lagarins tengdir þessu Tré. J.aunhelg þjóðfélagsspeki Gyðinga hefur þannig byggzt á sömu tölvísi og hugmyndafræði samfélaga er bundu landsvæði sín stjörnuhimni. Niðurstöður af rannsókn á táknmáli íslenzkra goðsagna eru þær, að íslenzkir landnáms- menn hafi tengt landsvæði sín við himinhvolf. (Mynd úr bók Sir Wallis Budge, Amulets and Talismans). Hugmyndafræðilegur grundvöllur konungum hafi verið fórnað við tímaskil í elztu samfélög- um síðsteinaldar, og að slík fóm hafi verið sett í samband við gaezku guðanna — er fólst í góðu ári. Þetta gefur eindregnar ábendingar um túlkun FETSINS: 36 byggkorn eru táknmynd þjóðarlíkamans er fólst i konunginum, sem gat verið tiltekinnar „stærðar" í samfélagi sem byggt var á ná- kvæmum mælingum og tima- skeiðum, enda kemur talan heim. Af þessu verður sú álykt un dregin, að þjóðarlíkaminn, er fólst í komkonunginum, hafi þá i táknrænum skilningi verið 36 byggkom. Nú vitum við annars vegar, að sumir helztu landnámsmenn Islands komu frá Bretlandseyj- um, og hins vegar, að Hákon góði, sem stendur að Gulaþings lögum — eða nýmyndun þeirra — er talinn hafa fyrirmyndir að vissri lagasetningu frá brezku konungdæmi, enda fóstr aður af Aðalsteini Englakóngi eins og frægt er (12). Isl. lög earu sniðin eftir Gulaþingslögum — eða sömu fmmmynd — 36 er tala dómenda í Gulaþingi. Allt bendir þannig til að stuðuli- inn 36 hafi verið ginnheilagur þeim er gerðu Gulaþingslög —- og að þeir inir sömu hafi þekkt merkingu hins enska FETS. Hver er þá lausnin á hug- myndafræðilegum grundvelli goðadæmisins? Hún er þessi: Þjóðarlíkaman um — líkama konungs -— var einfaldlega skipt í 36 hluta. Þannig urðu 36 einstaklingar á miðpalli Lögréttu jafngildi eins konungs. Þeir tóku jafn- framt eðli af konungi — geist- legt og veraldlegt vald rann saman í hverjum hinna 36 goða. Goðamir urðu þannig fulltrú- ar og milliliðir guðlegra vætta og þjóðarheildarinnar. Fjöldi gagna styður, að þessu hafi verið svo farið. Ef við gerum með öðrum orðum ráð fyrir þvi, að goðaveldið íslenzka hafi i innsta eðli sínu verið 36- skipt konungdæmi, þá gengur hvert einasta dæmi goðsagn- anna upp — eftir því sem ég fæ bezt séð. Og þá fæst jafn- framt skýring á efniviði sumra helztu íslendingasagna, svo og á hinum torskilda grundvelli hins íslenzka ,,þjóðveldis“. Og skoðum nú þá frásögn hins suðurameríska skálds, er hratt greinarkorni þessu af stað: VÁFUÐIR LAGARINS (13) Á jörðu hér eru, og hafa ávallt verið, þrjátiu og sex rétt látir menn, sem hafa það hlut verk með höndum að réttlæta veröldina fyrir Guði. Þetta eru Váfuðir Lagarins. Þeir þekkja ekki hver annan og eru mjög fátækir. Ef maður kemst að því að hann sé einn af Váfuðum Lagarins, þá deyr hann þegar í stað, og einhver annar, ef til vill í öðrum hluta heims, kem- ur í hans stað. Váfuðir Lagar- ins eru, án þess þeir sjálfir viti, hinar duldu burðarstoðir al- heimsins. Ef þeirra nyti ekki við, mundi Guð útrýma öliu mannkyni Óafvitandi eru þeir frelsarar vorir. Max Brod segir frá þessari dulrænu trú Gyðinga í verkum sínum. Er hugsanlegt, að fjar- lægt upphaf hennar sé átjándi kafli Fyrstu Mósebókar, þar sem lesa má eftirfarandi orð: „Og Jahve mælti: Finni ég í Sódómu fimmtíu réttláta inn- an borgar, þá þyrmi ég öllum staðnum þeirra vegna“ (14). Móhameðstrúarmenn eiga sér iikar verur í Kutb (15). ----O----- Þessi stutta frásögn er með eindæmum fróðleg fyrir fs lendinga. Við vitum, að goða- veldið islenzka og hliðstæða þess í Gulaþingi byggðust á ein ingunni 36. Nú blasir hér við bein hliðstæða úr menningar- samfélögum suðurs. Enda þótt vtð höfum ekki frumheimildim ar sjálfar fyrir augum, ætti að verða auðvelt með tímanum að finna verkin eftir Max Brod, Kutb þeirra Móhameðstrúar- manna — og sjálfsagt töluvert annarra gagna er að málinu lúta. Ástæðan til þess að ég tel iitla þörf á að gera fyrirvara um þetta er sú, að þótt fræði- mönnum hafi gengið örðuglega að finna botn hins islenzka goðaveldis, þá virðist hann í rauninni enginn óskiljanlegur leyndardómur. Allt frá fyrstu tölvísi ritaðra heimilda hefur Hringur bundizt tölunni 36. Ein þekktasta skiptingin á ári forn aldar nefndist Tíundimar 36 og tengdist 12 merkjum Dýra- hrings (Zódíaks) Enn þann dag í dag er hringur 36 tíund ir, þ.e. 360 gráður. Stóðu 5 helg- ir dagar eftir, er ári hafði verið svo skipt. Yfirleitt rekja fræði- menn Tiundimar til Egypta- lands, og var þeim skipt á fjór ar megináttir, Norður, Suður, Austur og Vestur, þannig að 9 voru í hverri átt — 3 í hverju húsi Dýrahrings. Ef við skoð- um nú hina upphaflegu hug- mynd að goðaveldinu íslenzka samkvæmt íslendingabók, þá stingur í augu, að 9 goðar skyldu i hverjum landsfjórð- ungi. Skipting hinna 36 goða á landsíjórðunga svarar nákvæm lega til skiptingar Hrings sam- kvæmt heimildum fomra menn ingarsamfélaga. Þarf vart að skýra fróðum íslendingum frá þvi, að talan 9 var ginnheilög í germanskri heiðni — en hitt virðast færri hafa kynnt sér, að taltan 4 var eitthvert helzta tákn rikisheilda fornaldar. Þar sem slíkar rikisheildir vom jafnan KONUN GDÆMI varð talan 4 eins konar tákn þess stjórnskipulags —- yfirleitt bundið höfuðáttunum fjórum. Nú sýna ýmis forn gögn, að vissir konungar Miðaustur- landa voru taldir „frelsarar" manna. Þaninig bar egypzki korn-konungurinn Ptolemæus sotei* beinlínis virðingarheitið FRELSARI — orðið SOTER merkir „frelsari". Flest gögn er hið germanska og keltneska konungdæmi varða benda til þess, að þau hafi miðazt við lík ar hugmyndir, enda blótuðu slíkir konungar til árs og frið- ar. Sagnir tengdar goðum er báru nöfn eins og Baldur, Freyr og Njörður sýna ótví- rætt, að frjóhugmyndir — eink um KORNS — voru fast bundn ar íslenzkum heiðindómi. Þegar jafnframt er tekið tillit til þess, að jarðneskt og geistlegt vald var samofið í goðanum — og a* allar líkur benda til sam- ræmis milli fomrar hugmynda- fræði, tölvisi, stjörnuspeki og íslenzkra menningarhátta að öðru leyti, þá er ekki að furða þótt Frelsaramir 36 skjóti upp kollinum í vitundinni. Fá rök benda í þá átt, að unnt sé að skilja norræn skipulagsform frá menningarháttum Miðjarð- arhafslanda að fomu. Lang- flestar iíkur goðsagna og tákn máls benda í gagnstæða átt: að norræn heiðni verði EKKI frá meginstraumum suðrænni menn ingar skilin. ---o— Og ættu menn nú að sjá hvert fleytuna ber. Hafi það verið launhelg staðreynd með- al ýmissa fomþjóða, að 36 ein- staklingar mynduðu eins konar grundvöll alheimsbyiggingarinn ar — þá feilur slík hugmynd þétt að skipulagi hins fomís- lenzka goðaveldis. Miðgarður norrænna manna virðist bein- línis vera á slíkri hugmynd reistur — nákvæm eftirmynd æðri stærðar. Sú æðri stærð er að ölllum líkindum aiheimsbygg ingin, röðun goða á heimshorn- in sýnir nákvæma samsvörun við Tiundirnar 36 — sem Frels ararnir 36 hafa vafalaust verið á reistir. Hversu náin hliðstæð- an er sjá menn ef til vill bezt með því að hyggja að Kristi. Hafi Jesús þekkt launhelga speki Gyðinga, þá má búast við að hann hafi kynnzt sögninni um Frelsarana 36, eða öðrum hliðstæðum. Jesús virðist feta i fótspor kornguðsins, er kemur fram sem „Frelsari" manna. Hinn heiðni „Frelsari“ sýnist fórna sér fyrir heildina sem kornið, fæða manna. Af heil- agri kvötdmáltíð verður með öllu ljóst, að Jesús notar KORN sem tákn um helgi sína. Allt öðlast þetta einfalda og eðlilega skýringu, ef við ger- um ráð fyrir þvi, að Konungur Konunganna hafi orðið Frels- ari er kom í stað hins heiðna „Frelsara“, þ.e. að þau hugtök er menn þekktu hafi verið not- uð til að skýra komu Krists. Þannig er hugsanlegt, að Kon- ungur Konunganna hafi orðið dæmigervingur 36 byiggkorna í vitund innvígðra — að hinn andlegi konungur hafi notað táknmál hins jarðneska korn- konungsdæmis til skýringar á æðra veldi. Ekki er jafnvel úti lokað, að lærisveinarnir hafi verið 36 talsrns — ellegar að hver postulanna tólf hafi verið þríeinn. Hið launhelga hlut- verk þeirra hefur þá verið — að þeirrar tiðar hugsunaihætti — að réttlæta veröldina fyrir Guði. Slíkt kemur nákvæmlega heim við hlutverk Jesú Krists. Innan slíkrar hugmyndafræði eru eðli og verkefni hins jarðn Hjól Kabbala (úr bók Von Rosenroths baróns, Kabbala Denudata, Sulzbach, 1677). Hjól Kabb- ala er myndað af Höfiiðdyggðiiniini Tíu — hin- um Tfl ..Sephiroth". Þetta sýnir enn á ný, að hver bessara dyegða merkir 36, því að hjól var þá sem nú 360 geirar eða gráður, 10 sinn- um 36. í þessum Imginyndum Gyðinga spegl- ast þannig sama tölvísi og í ári Egypta og ýmissa annarra fornþjóða. Mjög er ósennilegt, að heiðin tiilvísi Evrópu sé írá Gyðingum runn- in. Sennilegra er, að þessi tölvísi hafi verið þekkt nm mestan hluta hins „siðmenntaða heims“ urii þúsundir ára FVRIR daga Gyðínga sem þjóðar. 11, appid 1971 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.