Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1971, Blaðsíða 3
Hannes Jónsson VETRARDAGAR Á ÞÓREYJARNÚPI Af minnisblöðum afa og ömmu Á KVÖLDIN lá vel á mér, þá settist jaðir minn við að kveða rímur. Hann var góð- ur raddmaður, og skipti um kvœðalög eftir bragarhátt- um. Hann las líka sögur, og þá var gleðskapurinn enn meiri. Sérstaklega var hleg- ið er hann las „Pilt og stúlku", eftir Jón Thorodd- sen. Það var hreinasta snilld, því um leið og hann las lék hann hverja persónu, og það svo náttúrulega, að enn í dag dáist ég að, hvað hann gat hugsað sér málróm hvers og framburð, eftir því sem sögulegt lífshlaup og framkoma hverrar mann- eskju var. Sagan varð um leið sýning. Bœkur, sem aðallega voru lesnar voru íslendingasög- urnar, fornaldarsögur, miklu fleiri en voru gefnar út í bindum nú nýlega, Árbœkur Espólins, Biskupasögurnar, Þúsund og ein nótt, og ég held flestar rímur kveðnar. Faðir minn kvað aÚtaf, en hann og Jakob bróðir minn lásu til skiptis. Jakob las og þýddi jafnhratt danskar og enskar bækur, dönsku las hann jafngreitt og íslenzku, og ensku svo skilmerkilega, að létt var að fylgjast með efninu. Þegar íslendingasög- urnar voru lesnar grét ég, er Grettir, Gísli og Gunnar féllu. Þá langaði rmg til að liafa verið þar með þeim, stór og sterkur. Það var oft gaman á kvöldin heima. Þrjár til fjórar vinnukon- ur voru við ullarvinnu, og meðan við brœðurnir vorum ungir, voru tveir vinnu- menn. Þeir unnu á kvöldin úr hrosshári, garðalóg og togi reiptögl, sila, hnapp- heldur, gjarðir, bandbeizlis- höfuðleður og taumbönd. Reipin voru öll látin hanga á ás úti í bœjarsundi, hnapp- heldur aftur á stórri tréuglu inni í skemmu, á annarri voru bandbeizli og klifbera- gjarðir á þeirri þriðju. Ef við gleymdum að láta hnapp- heldur á sinn stað fengum við harðar ákúrur, því fað- ir minn var reglusamur og stjórnsamur mjög. Ólareipi voru til á fjóra liesta, og gerðasili á hverju reipi, var hann festur við reípissilann. Hann var þanh- ig, að ekki var rist frarn úr á káljunum, er þeir voru skornir. En svo var hólkur- inn skorinn jraman af skinn inu og þaninn út. Þessi sili var látinn á klakkinn, ef bagginn var oj hár. Þessi reipi voru brúkuð í allar viðarferðir, skreiðarferðir og í kaupstaðarferðir og þá jafnframt bandreipi, ef fleiri þurftu. Taðklájar voru til á fjóra hesta. Þeir stóðu allir í röð frammi á hlaðinu, við kál- garðinn. Ofan á þeim var staflað reiðingum (melreið- ingum), og var ákveðinn reiðingur neðst. Þannig var sami reiðingur á hverjum hesti. Var saumað utan á hverja klakkatorfu órakað kálfskinn, og í hrygginn á álagsdýnunni þunn roðskinn, sem kallað var. En að öðru var þéttur strigi utan um hana. Við hvert fénaðarhús var hurð á járnum, og féllu þœr allar inn úr dyrunum, allar hespaðar með járnhespu, og hékk við hverja hespu hval- beinsloka, til að láta fram- an við hespuna, Nú þykist ég haja lýst heimili mínu, þar sem ég ólst upp hjá for- eldrum mínum. Gestagangur var mikill, og hvergi meiri þar nær- lendis. Bar þetta helzt til: Heimilið var stórt og mann- margt, vel gert við gesti, og það var eins og allir hefðu yndi af að tala við föður minn. Hann var fljótur að finna hvað hver og einn var hneigðastur fyrir, og hafði gaman af, og þá var faðir minn þar heima. Torfi í Ólafsdal kom alltaf, þegar hann fór austur að Þingeyr- um að hitta Ásgeir jrænda sinn og gisti oftast. Er það til marks um, að honum hafa þótt viðrœður við föður m.inn góðar. Ég man eftir, að menn komu tvisvar að vetri til noröan úr Skaga- firði, til að fá föður minn til að afrita gömul skjöl. Hann las gamla skrift hvað Framh. á bls. 22 Guðmuiulur Arnfinnsson þýðdli. Sigbjörn Obstfelder EG HORFI Ég horfi á hvítt himinhvolfið, ég horfi á gráblá skýin, ég horfi á dreyrrauða sólina. Þeí.ta er þá heimurinn. Þetta er þá heimkynni hnattanna. Begndropi! Ég horfi á háhýsin, ég horfi á þúsund gluggana, ég horfi á kirkjuturninn í fjarska. Þetta er þá jörðin. í»etta ea’ þá heimkynni mannanna. Gráblá skýin hranna sig. Sóíin hverfur. Ég horfi á veibúna herramennina, ég horfi á brosandi konumar, ég horfi á lötrandi hestana. Hve gráblá skýin verða þung. Ég horfi, ég horfi.... Ég hef vist lent á ókunnd st jörau! Hér er svo untíarlegt.... 11. apodfl 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.