Óðinn - 01.01.1930, Síða 44

Óðinn - 01.01.1930, Síða 44
14 Ó Ð I N N Eftirmæli. Fráfalls hinna merku hjóna, Jóns Bjarnasonar kaupmanns á Laugavegi 33 í Reykjavik og Guð- ríðar Eiríksdótlur, konu hans, hefur enn ekki verið getið opinberlega og vil jeg því minnast þeirra með nokkrum orðum, Jón Bjarnason var fæddur að Nesi í Selvogi 1. ágúst 1858. Faðir hans var Bjarni Pjetursson hreppstjóri í Nesi. Druknaði Bjarni heitinn þar i brimi 19. marts 1861, með 13 há- setum sínum, að- eins 38 ára gam- all. Var Jón heit- inn þá lítt á legg kominn, er hann misti föður sinn. Vil jeg nu leyfa mjer að rckja að nokkru ælt Jóns, þvi skapgerð sú, er mótaði mest lif hans og starf, mun hafa verið nokkuð rík í ætt- inni. Eins og áður er getið, var Jón sál. sonur Bjarna Pjeturssonar í Nesi i Selvogi. Var Bjarni heitinn fæddur að Súlholtshjáleigu í Flóa 1. janúar 1823. Faðir hans var Pjetur bóndi í Súlholtshjáleigu (f 1836) Guðmundsson frá Galtarstöðum (-[- 1790) Björnssonar á Efravelli, Guðmundssonar sama staðar (f. c. 1640) Þórólfssonar lögrjettu- manns á Sandlæk, Guðmundssonar á Hofi á RangárvöIIum, Eyjólfssonar. Móðir Þórólfs var Ásdís Sigmundsdóttir frá Hofi, Þórólfssonar á Suðurreykjum í Mosfells- sveit, Eyjólfssonar á Hjalla í Ölfusi, er átti Ás- dísi Pálsdóltur, systur Ögmundar biskups. Móðir Pjeturs í Súlholtshjáleigu var Guðlaug Pjetursdóttir frá Nesi í Selvogi Sigurðssonar á Iljalla Loftssonar, föðursystir Bjarna Sigurðs- sonar riddara og kaupmanns í Hafnarfirði, svo að hann og Pjetur voru systkinasynir og ekki ósennilegt, að Bjarni sonur Pjeturs hafi einmitt borið nafn Bjarna riddara frænda síns. Móðir Bjarna Pjeturssonar í Nesi og síðari kona Pjeturs í Súlholtshjáleigu var Elín Jóns- dóttir smiðs í Vestra-Geldingaholti í Eystrihrepp (f 1823) Jónssonar bónda í Hjálmholti og viðar (f 1787, 83 ára) Gissurarsonar í Tungufelli, Oddssonar í Jötu, Jónssonar. En móðir Elínar var Elín Sigurðardóttir frá Vestra-Geldingaholti, Jónssonar lögrjettumanns á Stóranúpi, Magnús- sonar í Bræðratungu (f í Kaupmannahöfn 1707) Sigurðssonar sýslumanns í Þingeyjarsýslu, Magn- ússonar sýslumanns á Reykhólum (f 1635) Ara- sonar, sýslumanns í Ögri (f 1652) Magnússonar hinsprúða,sýslu- manns i Bæ á Rauðasandi (f 1591) Jónsson- ar á Svalbarði Magnússonar, og má rekja ælt þessa á ýmsa vegu til stór- menna, bæði til Lofts ríka á Möðruv., Eggerls Hanness., Guð- brands biskups, Gísla lögmanns Hákonars., Jóns biskups Vigfús- sonar o. s. frv. Kona Bjarna Pjeturssonar í Nesi var Ingveldur Gísladótlir hreppstjóra í Nesi (f 1853) Þorláks- sonar á Bjarnastöðum í Selvogi (f 1801) Hildi- brandssonar á Syðraseli í Ytrihrepp og síðar á Kálfbóli á Skeiðum (f. c. 1698) Eyvindssonar í Hlið í Ytrihrepp (f. c. 1647) ólafssonar. Síð- asta kona Gísla í Nesi og móðir Ingveldar var Petrónella Jónsdóltir frá Neistastöðum í Flóa, Jónssonar og Gróu Helgadótlur í Fjalli á Skeið- um, er hin fjölmenna Fjallsætt (Ófeigsætt) er frá komin. En bróðir Gísla í Nesi var Hildi- brandur Þorláksson i Hafnarfirði, faðir Árna Hildibrandssonar og þeirra systkina (Hildi- brandsætt). Guðríður sál. var fædd að Miðbýli á Skeið- um 27. sept. 1864. Hún var dóttir Eiríks bónda í Miðbýli (f. 1828, f 1865) Eiríkssonar smiðs á Laugarbökkum í (ílfusi, Þorsteinssonar á Kíl- hrauni á Skeiðum, Eirikssonar í Bolholti á Rangárvöllum, Jónssonar s. st. (f. c. 1680) Þór- arinssonar í Næfurholti (f. c. 1653) Brynjólfs- Jón Bjarnason. Guðriður Eiríksdóltir.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.