Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 24

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 24
24 ÓÐINN ist svo giftusamlega að framtíð heimilanna reynd- ist borgið. Einn sterkasti þátturinn í öllu lífi Jóhannesar Hannessonar hygg jeg að hafi verið fórnfýsi hans. Sjálfs sín hag hugsaði hann að jafnaði lítið um, en var boðinn og búinn til að Jeysa ann- ara vandkvæði hvenær sem færi gafst. Menn treystu honum og manna best til slíkra hluta. Og ósjaldan bar það við, að heimsóknir manna höfðu það í för með sjer, að hann gekk heim með orfið, og tókst á hendur heiðarferðir, án þess að spyrja um laun eða þakklæti. Guðrún, kona Jóhannesar, andaðist 21. okt. 1909. Þau hjón eignuðust tvær dætur: Sigríði, fædda 1879, gifta Kr. A. Kristjánssyni, kaupm. á Suðureyri, og Hansínu f. 1893, d. 1925 (sjá 19. Júní 9. tbl. IX. ár). Auk þess ólu þau upp 3 fóst- urbörn, og reyndust þeim í öllu frábærlega vel. Síðustu 20 árin dvaldi Jóhannes á heimili Kristjáns kaupm. og Sigríðar dóttur sinnar. Hann kom nokkrum sinnum heim til mín. Jeg hlakkaði i hvert skifti til komu hans eins og krakkar til Jólanna. Mjer fanst birta yfir, þegar brosmilda, svipmikla andlitið birtist í dyrunum. Kveðjan innileg, handtakið hlýtt. Alt dægurþras og hversdagsstrit varð að víkja. Hans áhugamál voru framfarir, andlegar og efnalegar. Honum sárnaði mjög óþörf eyðsla fjármuna, og alt tísku- tildur í klæðaburði og framkomu. Hann virti ýmsa nýbreytni mikils, en fanst að fjöldinn þyrfti að læra betur að velja og hafna rjett. »Af- komendur hraustra lslendinga«, sagði Jóhannes eitt sinn, »verða andlega volaðir aumingjar og heilsulausar, ósjálfstæðar rolur, ef taka á hugs- unarlaust móti hverjum þeim straum, er hingað flýtur frá fjarlægum, óskyldum löndum«. Þröngar heimilisástæður ollu þvi, að Jóhannes var ei til menta settur. Jeg inti hann eitt sinn eftir, hver áhrif það mundi hafa haft á lífsstarf hans. Eitt af svörum hans þá vil jeg mega flytja íslenskri æsku, þetta: »/ sjerhverju starfi blður það göfuga hlutverk, að göfga sjálfan sig«. Jóhannes andaðist 14. júlí 1929 og var jarð- sunginn 23. s. m. Þá var Staðarkirkja í Súg- andafirði þrisvar sinnum of lítil. Friðbert Friðbertsson. m • Einar Einarsson byggingameistari. Einar er fæddur 3. september 1882 í Svína- dal í Skaftártungu í Vestur-Skaftafellssýslu. Voru foreldrar hans Einar bóndi Jónsson og kona hans Valgerður Ólafsdóttir. Þau hjón eignuðust 5 börn og var Einar þeirra yngstur. Foreldrar Einars stunduðu búsknpinn af hinni mestu ráðdeild og dugnaði, enda þóttu þau allvel fjáð, eftir því sem gerist, og bjuggu rausnar búi. Tæpum 5 mán- uðum áður Ein- ar fæddist misti móðir hans mann sinn; tók þá við búsforráðum hjá henni ólafur bróðir hennar. Þetta var harða vorið, er svo var nefnt, eitt hið mesta fellisár og hörmunga, eryfir þetta land hefur gengið; voru skepnuhöld hin bágustu, enda mistu margir bústofn sinn allan eða því nær, og var móðir Einars ein þeirra. Fjórum árum eftir lát manns síns giftist móðir Einars Birni Eiríkssyni frá Hlíð í Skaftártungu, bróður sjera Sveins í Ásum, og er sú ætt mjög kunn. Björn var búforkur mikill og ráðdeildar- maður um alla hluti svo sem kona hans, enda græddist þeim furðufljótt fje eftir fellirinn. Þau bjuggu saman þar til er hún andaðist 1895. Dvaldist Einar þá áfram með fóstra sínum, uns hann var 19 ára, en ekki mun hugur hans hafa hneigst mjög að búskap, þótt hann þætti lið- tækur í besta lagi við þá vinnu sem önnur störf. Einar var snemma mikill vexti og gervilegur, og mun hinn meðfæddi dugnaður hans og fram- sækni, sem jafnan hefur fylgt honum til allra verka, hafa ráðið því, að í ársbyrjun 1901 fór hann frá fóstra sínum og fluttist til Eyrarbakka til trjesmíðanáms hjá Þorsteini Ásbjörnssyni. Sveinsbrjef tók hann um vorið 1904 og stund-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.