Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 48

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 48
ÓÐINN 4& öfundsverðastir. Úr þessum bygðarlöoum heim- sóttu margir merkir menn foreldra mína. Voru þeir þá stundum lausríðandi með mikinn hóp gæðinga. Virtist unglingum, sem hneptir voru á smalaþúfunni, það girnileg staða, sem slíkir menn átlu. Jeg öfundaði Skagfirðinga líka af hagyrðingunum og skáldunum, sem þeir höfðu þar í hjeraðinu og þeir kunnu margar vísur eltir. Sigvalda Jónsson þekti jeg og þótti mjer gaman að sumum hnittilegum vísum eftir hann, en mest öfundaði jeg Skagfirðinga af Bólu- Hjálmari. Vísur hans voru þá í hvers manns munni og þólti ekki litið bragðið að þeim. Var jeg oft að óska þess, að hann kæmi suður að Húsafelli, en þá ósk fjekk jeg ekki uppfylta. Yfir Úingeyjarsýslunni var þá minni Ijómi en síðar varð, þegar hinn mikla hjarma fór að leggja þaðan frá hinum mörgu skáldum og rit- höfundum, sem spruttu þar upp á síðustu ára- tugum 19. aldar. Sá eini Úingeyingur, sem mjer var kunnugt um að tæki sjer bólfestu í Hvítársíðu, hjet Magnús Erlingsson. Hann hjó í Fljótstungu á fyrri helm- ingi 19. aldar. Ekki fór neitt orð af því, að hann væri gáfaðri en fólk gerist alment, en mikið orð fór af því, hvað hann var kaldur í lundu. Sú skýring var á því, að hann hefði verið fæddur á bjarnarfeldi. Hann var líka talinn allra manna ókulvísastur, og var það líka sett í sam- band við áhrif frá bjarnarfeldinum. Halldór Pálsson hinn fróði á Ásbjarnarstöðum minnist á kaldlyndi Magnúsar í skrifum sinum og telur hann ekki heilan á sönsum. Hvergi hefur þess samt orðið vart hjá afkomendum hans, sem nú eru orðnir margir, að geðveiki væri í ættinni. Dætur Magnúsar í Fljótstungu voru: Ólöf kona Stefáns í Kalmanstungu, Guðrún kona Einars Árnasonar frá Kalmanstungu, Þórunn kona Er- lings Árnasonar á Kirkjubóli. Er margt fólk komið frá þeim systrum öllum. Halldór bóndi í Fljótstungu var bróðir þeirra systra. Húsafell var í Hvítársiðuhreppi til ársins 1850, en það ár var gerð sú breyting, að láta það fylgja Hálsahreppi. Þessi breyting svifti mig þeim vegsauka að heita Hvítsíðingur, er jeg var á Húsafelli. Og þá leit jeg svo á, að Húsafell hefði mist nokkuð af áliti sínu fyrir það að færast í Hálsasveitina, sem á þeim árum var hálfgerður örbirgðarhreppur, en hin mesta velmegun í Hvítársíðu. Var ýmislegt, sem að þvi studdi að svo var, og meðal annars niðurskurður sauðfjár sunnan Hvítár í sambandi við kláðagrun. Hvít- síðingar urðu lausir við þá plágu. Eftir landslagi að dæma er Hvítársíðan mjög einkennileg sveít. Frá hinum neðsta bæ til hins efsta, sem er Iíalmanstunga, er ekki minna en sjö klukkutíma lestaferð. Nú eru aðeins sextán bæir í hrepnum. Eru þeir allir móti suðri undir nokkuð brattri fjallshlíð. Standa bæirnir neðst í hlíðarhallanum, en túnin, sem flest eru bæði stór og sljett, ná niður á jafnsljettuna. Neðan við túnin og á milli bæjanna er hinn ákjósanlegasti reiðvegur. Var því lengi viðbrugðið, hve yndislegt það væri að prófa gæðinga á þeim góða vegi, og heimsækja hina glöðu og reifu bændur, sem sátu hin blómlegu býli meðfram veginum. Ekki ber Hvitársíðan það með sjer, þegar yfir hana er litið, að þar geti verið um meiri búsæld að ræða en í öðrum sveitum Borgarfjarðar, enda hefur það nú jafnast í seinni tíð. Ber hún nú ekki svo af sem áður var. — Fjallið, sem bæirnir standa undir, nefnist Síðu- fjall. Er það mjög sundurskorið af giljum og gróðurlausum melum. Þess á milli eru harð- vellisbrekkur með kjarngóðu grasi. Eru þar aðal- slægjulöndin. Bakvið Síðufjallið liggur hinn gróð- ursæli Kjarrardalur. Eftir honum fellur Kjarrará. Er hún mjög veiðisæl. Úar eiga nokkrar jarðir í Hvitársíðu veiðirjett. Þegar kemur austur í Gilsbakkaland, lækkar Síðufjallið, en gróður- sældin vex. Úr því skiftast á skógarhlíðar, grös- ugir engjablettir og fjölskrúðugar blómabrekkur. En norðan við brúnir fjallsins taka við víðáttu- miklir heiðarflákar, vaxnir stör og broki og ýms- um kjarngrösum. Helst sá gróður alla leið norð- ur um Arnarvatnsheiði. Úað, sem Hvítársíðunni var sjerstaklega talið til ágætis fram yfir aðrar sveitir þessa hjeraðs, voru hinir góðu sauðfjár- hagar. Sauðir Hvítsíðinga voru orðlagðir fyrir stærð og fitu. Voru það jafnan talin bestu með- mæli með sölufje, að það væri úr Hvítársiðu. Pað sannaði líka best hvað landið var trygt til fjárbeitar, að Hvítsíðingum hjeltst oftast vel á fje sínu, þótt óáran dyndi yfir. Og í sjálfum móðuharðindunum, þegar fjölda margar jarðir í Mýrasýslu lögðust í eyði, var aðeins ein jörð í Hvítárslðu, Hallkelsstaðir, sem ekki bygðist eitt eða tvö ár. Hafa þá heiðarmóarnir helst bjargað fjenaði frá dauða. Frh> o

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.