Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 23

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 23
ÓÐINN 23 Jóhannes Hannesson hreppstjóri. Hann var fæddur að Stað í Grunnavík, í N.- Isafjarðarsýslu, 17. nóv. 1846. Foreldrar hans voru Hannes prestur Arnórsson, prófasts í Vatnsfirði, og Guðrún Sigurðardóttir Hinriks- sonar, bóndi á Seljalandi i Skutulsfirði. Hannes prestur druknaði 1851, en móðir Jóhannesar giftist aftur 1856 Friðrik Verner Gíslasyni. Flutt- ust þau skömmu síðar á eignarjörð sína, Kvía- nes í Súgandafirði, og bjuggu þar þangað til Guðrún andaðist, 1883. Var Jóhannes vinnu- maður hjá þeim hjónum, þar til hann giftist 1878. Kona hans var Guðrún Ólafsdóttir frá Görðum í Önundarfirði, mesta skýrleiks og myndarkona. Bjuggu þau fyrst á nokkrum hluta af jörðinni Kvíanes, en 1886 tóku þau til ábúðar jörðina Botn í Súgandafirði og bjuggu þar síðan í 18 ár. Oft var þar gestkvæmt mjög, en aldrei brást risna og alúðlegar viðtökur þeirra hjóna. Munu margir minnast með ánægju þeirra stunda, er húsbóndinn ræddi við gestina, skýr, skemtinn og fróður um marga hluti, en húsfreyjan gekk um beina, glaðleg og viðmóts- þýð, og fjörgaði samtalið með smellnum, kjarn- yrtum setningum. Á unga aldri byrjaði Jóhannes að stunda sjó- mensku. Þótti þar snemma fara saman dugnaður og gætni. Stundaði hann ávalt sjó jafnhliða bú- skapnum, og hepnaðíst vel. Var hann formaður 42 ár, þar af 4 ár á þilskipinu »Sjófuglinn«. Komu aldrei nein óhöpp fyrir hjá honum allan þann tíma. Jóhannes var fremur lágur maður vexti, en mjög þrekvaxinn. Augun dökk og hvöss, svip- urinn hreinn og festulegur. En yfir öllu andlit- inu hvildi einskonar mannúðarblær. Skapið var mikið, en stilling með afbrigðum góð. Hafa kunnugir sagt svo frá, að þá er deilt var af kappi, og umræður tóku að harðna, hafi krept- ur hnefinn oft þokast með hægð fram á borðið, og augun líkt og skostið gneistum. En röddin var róleg að vanda, sáryrðalaus og sannfærandi. Hann gekk óskiftur að þvi að vinna sveit sinni og ættjörð alt það gagn er staða hans og kjör leyfðu. Hann hafði brennandi áhuga á hvers- kyns framförum, og var öruggur og ótrauður liðsmaður, enda oft brautryðjandi að velferðar- málum sveitar sinnar. Og um 30 ára skeið hygg jeg að fátt hafi verið gert til hjeraðsumbóta, er Jóhannes ætti ekki drjúgan þátt í. Hann forðað- ist allar illdeilur af fremsta megni, vildi ræða hvert mál með stillingu, en hjelt þó fast á þeim málstað, er hann taldi rjeltan, og ljet hvergi undan síga, þótt við ofurefli virtist að etja. Glögg- skygni hans, lægni og lipurð, ásamt harðfylgi ef á þurfti að halda, fleyttu áhugamálum hans oft til sigurs. Og hvert tillit menn tóku til orða Jóhannesar, má nokkuð marka af því, að þau 30, ár er hann var í sáttanefnd, varað- eins eitt mál, er ekki var sætst á, af frekum 20, er fyrir komu. Fyrir sveit sína gegndi Jóhannes ýmsum trúnaðar- störfum. Hrepp- stjóri var í 26 ár. Auk þess sat hann í sýslunefnd og hreppsnefnd, þar af 6 ár oddviti. Öll þessi störf, og mörg fleiri, rækti hann af dugnaði og mikilli samvitskusemi. Hef jeg með höndum brjef frá tveim yfirboðurum hans, þar sem þeir að skilnaði flytja »alúðar þakkir fyrir vel unnin störf« — »því hjá yður var alt jafnan í röð og reglu«. Ýmsir þættir í æfistarfi Jóhannesar munu geym- ast með þakklæti í brjóstum allra hugsandi Súg- firðinga. Á eitt skal aðeins drepið. Veturinn 1898 fórst í fiskiróðri sexæringur úr Staðardal í Súgandafirði. 1 dalnum bjuggu þá sex bændur og druknuðu fimm þeírra. Menn stóðu steini lostnir. Yfir sveitarfjelaginu vofði sú ógæfa, að fjölskyldurnar kæmust á vonarvöl. Ekkjurnar voru, sem vonlegt var, ráðþrota með barnahóp- ana sina. — Ef til vill hefur Jóhannes þá unnið sitt mesta þrekvirki. Mánuð eftir mánuð var hann á sífeldu ferðalagi, innan sveitar og utan, huggandi og leiðbeinandi. Og árangurinn varð sá, að í stað þess að margir höfðu ei sjeð önnur úrræði en leysa heimilin upp, hafði Jóhannes útvegað þeim öllum forstöðu, og val þeirra manna tek-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.