Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 28

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 28
28 ÓÐINN Bogi Th. Melsteð. F. 4. maí 1860 — d. 12. nóvember 1929. Bogi Th. Melsteð. Að dagsetri miklu þú heldur nú heim og hóglega traðirnar ekur að garðinum hljóða, er sigra og seim og sjerhvað í kyrðina tekur. — — — Menn hóuðu og kváðu þinn hugsjóna vagn of hægfara á þjóðlífsins vegi; en naskleg var hleðslan um nytsemi og gagn, og nálega haggaðist eigi. Þú kunnir ei frelsisins frægasta söng með flugið og tónana gjöllu, og hrindingar ólmar i þjóðvega þröng var þóf, sem þú sleptir með öllu. Svo hleyptu menn fram úr með feiknlegum þys, á fákum og hjólum og prikum, og skjálfti varð ærinn og skrjáfur og ys af skrefunum snörpum og kvikum. Þú seigst þar á eftir með fágætan farm, með falsleysi, hollræði og trygðir og raungæði og heilhug, sem bjó þjer í barm’, — hálf broslegar, úrellar dygðir. Þvi hinum, sem Ijeku þá hauk eða svan við háfleygi og allskonar snildir, þeim fanst þetta eindæma ónýtis skran, sem íslandi færa þú vildir. Hitt dylst þó víst fáum, sem gistu þinn garð, að geymsluna skilið þú eigir við ættjarðar brjóstið, sem óskin þín varð, og öruggur hvíla þar megir. Jak. Thor. hafa 10, til að sjá, hve lengi hann þraukaði. En er jeg var að ná þeirri fimtu stökk hann upp, sló sessunaut sinn og þaut á dyr. ]eg þaut á eftir og náði honum fyrir neðan tröppurnar og sagði honum að koma inn. Nei, það vildi hann ekki. »]æja«,sagði jeg, »þá ætla jeg að leiða þig heim til hans pajbba þíns«, og stakk hendinni undir handlegg hans.- Þá ætlaði hann að kasta sjer niður í forina, en þá tók jeg hann í fangið og tók að drösla honum upp tröppT urnar; það var erfttt verk, því þær voru háar og hann spyrntist við. Samt fann jeg að hann neytti ekki allra krafta sinna, því að hann var áreiðanlega fult svo sterkur og jeg. Loks kom jeg honum inn og setti hann við borðið og aflæsti stofunni. Þá þaut hann í hina drengina, en þá tók jeg hann og settist með hann á bekk og sat þar undir honum og hjelt honum föstum, og svo sat jeg með hann þangað til tíminn var búinn. Svo bað jeg drengina að opna dyrnar og fara, þeir fóru allir þegjandi út, og inn kom með það sama unglingspiltur, Konráð R. Kon- ráðsson, seinna læknir. Hann lærði hjá mjer dönsku og var einn í tíma, frá kl. 8V2—9V2. ]eg ljet hann setjast við hlið mína og kendi honum, en sat alt af með drenginn. Hann var hættur að veita viðnám. Það bullaði um mig svitinn. Þegar dönskutíminn var langt kominn, var opnuð innri hurðin í hálfa gátt, meira varð hún ekki opnuð vegna skólaborðanna. Það var mamma, sem opnaði, og rjefti inn mjólkur- glas. ]eg sagði við drenginn: »Farðu og taktu glasið og seftu það á borðið*. Hann stóð upp, tók glasið, setti það á borðið og — kom og settist alveg eins og í leiðslu á hnje mjer, þegjandi. Mjer lá við að hlæja, en stilti mig. Svo kl. 9V2 fór Konráð. Þá stóð jeg upp og setti peyja við borðið og lagði skrifbók- ina fyrir framan hann. Hann tók til að skrifa orða- laust. Hann skrifaði til kl. 10, sinn hálftíma. Svo

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.