Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 18

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 18
18 ÓÐINN um og safnaðarmönnum, sem við gátum nokkuð kynst — hverjar væri trúarhugsanir og tilfinn- ingar þeirra, og þar með þá líka heimsskoðun þeirra, lífshugsjón og starf. — Mjer virtist ekki þurfa að kynnasl þessum mönnum mjög mikið eða lengi til þess, að ganga úr skugga um, að þeir eru yfirleitt há- lúterskir, og innilega og heittrúaðir á svo nefnda »gamla eða eldri« visu, og sjerlega alvörumiklir og áhugasamir um viðhald og eflingu kristilegrar trúar og siðgæða i Lúthers anda — náttúrlega misstrangir og umburðarlyndir, en allir hjartan- lega einlægir í sömu áttina —. Eru þeir þó engir aular eða gamaldagsgaurar dönsku klerk- arnir, sem við kyntumst, heldur nettustu og prúðustu nútímamenn og sumir þeirra þjóð- frægir menn og skörungar. — En innilega við- kvæmir virtust þeir flestir, og iðandi af ótta fyrir illum áhrifum og afdrifum alls, sem í bága riður við þeirra kristilegu trú og kenn- ing og siðfræði, þar á meðal svo nefnda »ný- guðfræði«, »guðspeki«, »spiritisma« o. fl., að minsta kosti eins og þessar andastefnur koma nú fram hið ytra, með oflæti og frekju, að því er þeim finst. Leyndi það sjer eigi, að sumir þeirra voru hjartanlega og án allrar uppgerðar angistarfullir um örlög þeirra manna, sem gefa sig þessum andastefnum algerlega á vald, eða svo, að þeir höfnuðu og hyrfu frá kjarna kristin- dómsins. Þó voru þeir til, og sjer í lagi einn þeirra, sem gátu litið nokkru mildara á, og vildu, eftir því sem mjer skildist, að nokkru leyti skoða þessar nýstefnur sem örþrifaleit að sannleikanum og lífinu af hendi þeirra, sem vilst hefðu af rjettum vegi; og höfðu þá von, að sú villuleit mundi þó að lokum sannfæra þá um villuna og leiða aftur á rjetta leið fyrir handleiðslu Guðs. Þessi fanst og skildist mjer vera andinn og þetta hljóðið í þeim dönskum kennimönnum, sem jeg heyrði og sá til um þessi efni. Og að svo miklu leyti, sem jeg gat sjeð og heyrt til safnaðarfólks þeirra, þá fanst mjer andinn þar og ytri táknin vera hin sömu eða mjög svipuð. Um kirkjurækni og sókn hjá Dönum yfirleitt get jeg auðvitað ekki dæmt; en ekkert fanst mjer frábært um þessa hluti, þar sem jeg kynt- ist og var í kirkju. Að sjálfsögðu ber að taka til- lit til þess, að við vorum nú staddir þarna meðal Dana á þeim árstima, hásumrinu, er úti- og ferðalíf er sem mest og geisileg gestaaðsókn og allskyns stórfundahöld taka upp tíma og krafta fjölda heimila og einstaklinga. Jeg var við 4 kirkjur alls, eina í Vemmetofte í Suður-Sjá- landi og 3 í Kaupmannahöfn, og þótti mjer hvergi tiltakanlega vel sótt, heldur jafnvel þvert á móti, eftir atvikum. Við Vemmetofte-klaustur- kirkju þjónar vafalaust einn hinn mikilhæfasti, glæsilegasti og vinsælasti prestur, islensk-danski lslandsvinurinn sjera Þórður Tómasson, elsk- aður og virtur af sóknarfólki sínu; og þó var ekki full kirkjan hans, er við vorum þar við messu 23. júní, eða 4. sunnud. eftir Trinitatis, og það þrátt fyrir það, að vitanlegt var, að þennan dag hafði hann fengið til að prjedika fyrir sig einn hinn lærðasta og mælskasta guð- fræðing og prjedikara meðal Dana, sjera Skov- gaard Petersen, eins og líka varð, og að í kirkju yrðu auk þess 3 íslenskir prófastar. Næsta sunnudag vorum við aftur við Simeons- kirkju í Kaupmannahöfn, þar sem sjera Friðrik Hallgrímsson, ferðafjelagi okkar, öllum fyrirfram vitanlega, prjeöikaði — og það gerði hann líka vel og skörulega — og prestur safnaðarins er mjög virðulegur og vinsæll prestur, og þó var ekki nærri full kirkjan, og því siður í Hólms- kirkju, sem við gengum í til guðsþjónustu siðar sama dag. Er þó sú kirkja frábærlega fögur og yndislegt þar að sitja eina stund; og við hana þjónar prestur prýðilega mælskur, hjartanlega trúaður, vel að sjer og vinsæll og fyrirtaks maður. En nokkuð var og líkt jafnvel um aðsóknina að dómkirkju borgarinnar í þau skiftin, sem við vorum þar. Hún tekur að vísu ógrynni fólks og var nokkurnveginn alskipuð niðri, en fáskipuð var hún uppi á svölunum og í há- stúkum þar. Voru þar þó óvenjuleg og fágæt tækifæri og ástæður til fylstu kirkjusóknar, þar eð margra þjóða merkustu menn stigu í stól og fluttu ræður af tilefni kirkjulegs heimsfundar í borginni. Þykist jeg viss um, að víðast hvar, og líklega hvar sem væri á íslandi, yrðu kirkjur yfirfyltar, svo að margir yrðu frá að hverfa, ef önnur eins eða svipuð tækifæri biðust, á besta og blíðasta árstíma vorum. En svipað þessu heyrði jeg einnig sagt um kirkjusókn víða þar í Höfn um þessar mundir. Við fyrsta og fljótlegt álit furðaði jeg mig tals- vert á þessu, og það því fremur sem jeg hafði

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.