Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 19

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 19
ÓÐINN 19 fengið þá hugmynd inn í mig, að ekki aðeins prestarnir, heldur og fjöldinn allur af safnaðar- fólki, væri yfirleitt guðrækið fólk. Jeg fór þá að líta belur í kring um mig og skygnast lengra og dýpra, og þóttist þá finna ýmsar eðlilegar og góðar ástæður fyrir þvi, að ekki væri allaf mjög margt við kirkjurnar þarna, eða við há- messur þar. Eina ástæðuna tel jeg þá, að prestar þeir, er jeg kyntist, eru miklu oftar og víðar við prestsverk en við kirkjuþjónustu. Þeir eru næstum alla daga, og helgidaga líka, meir og minna úti meðal safnaða sinna við sálusorgan, aukaguðsþjónustur og kristilega uppfræðslu ung- dómsins. Við kirkjurnar margar eða útúr þeim, eða þá annarsstaðar í sambandi við þær, eru kapellur eða salir fyrir sunnudagaskóla og barna eða unglinga guðþjónustur, og þangað sækir svo ungdómurinn og fjöldi eldra fólks með honum, úr viðkomandi sókn, en prestarnir veita þar og þjónustu sína sem prestar og fræðarar, ekki síst á helgum, bæði á undan og eftir hámessu. Á þennan hátt verður fjöldi safnaðarfólks sama sem við kirkju, og þá eðlilegt, að færri verði við aðalmessu en ella. En þessi prestlega þjónusta og kirkjulega starf- semi bæði presta og samvinnandi safnaðar- manna þeirra í kyrþey og leynum, ber sjer líka best vitni með ávöxtum sinum í ytra lifi og starfi safnaðanna, líklega flestra þar, og fjölda einstaklinga meðal þeirra. Þeir ávextir eru hvorki fáir nje smáir; og fagrir og ómetanlegir munu þeir flestir. Því að óvíða mun meira og fleira um kirkjulega og kristilega uppbyggingarstarf- semi og mannkærleiksframkvæmdir en meðal danskra safnaða og safnaðareinstaklinga í Kaup- mannahöfn. Má vel til þessa nefna flesta sunnu- dagaskólana og margskonar hjálparstofnanir og líknarhæli, sem þar eru stofnuð og starfrækt af fjölmörgum eða flestum söfnuðum borgarinn- ar, sem og einnig sýna samúð og hjálp sams- konar starfsemi út um alt land, og utanlendis einnig. Þar til má nefna tiltölulega stórkostlega trúboðs og hjálparstarfsemi heiðnum mönnum til handa, einkum í Austur- og Suðurálfu. Og þá munum við þrír samfjelagar í umræddri utanför síst gleyma einni hinni stærstu, merk- ustu og bestu kirkju- og kristilegri stofnun, sem danskur kirkjulýður hefur komið á fót og starf- rækt nú, bæði lengi og vel, Skt. Lúkasarstofn- uninni, sem tók við okkur opnum örmum úr vinarhöndum sjera Þórðar, og fór síðan með okkur, líkt og hann, eins og við værum mjög kærkomnir og ástkærir vinir — eins og við einnig vildum svo hjartanlega vera. Upphaflega er þessari ómetanlegu stofnun hrundið af stað og komið á fót af einni kristi- lega trúaðri konu í einum söfnuði Kaupmanna- hafnar, og hefur siðan svo blessast og blómg- ast, að nú er hún orðin ein af þeim stærstu, mikilvirkustu og merkustu samkynsstofnunum. Er áður stuttlega minst á stærð og starfssvið þessa mikla og góða hælis og helstu starfsgreinar þess. — En auk þeirra skildist mjer, að stofnun þessi láti sig varða öll mannleg mein og reyni að vinna að græðslu þeirra. Öll þessi upptalda starfsemi er bygð og rekin á kirkjulegum, kristi- legum grundvelli einum, öll í nafni og anda Jesú Krists, og öll framkvæmd í og með kyr- læti og yfirlætisleysi og auðmjúkri bæn og trú um velþóknun og blessun Drottins, og með trú- bót, siðbót, meinabót og farsæld allra fyrir aug- um sem takmark, sem altaf nálgast meir og meir. Og enn má og er skylt að geta einnar stór- feldrar kirkjulegrar slarfsemi Hafnarbúa, sem einmitt lýtur að þvi, að efla kirkjurækni og safnaðarstarfsemi enn meir, og gera sem flest- um unt að rækja og sækja kirkjulegar guðs- þjónustur, eða vinna að þvi, að Hafnarbúar geti orðið kirkjurækið fólk, en það er hin mikla almenna safnaðarstarfsemi að þvi, að fjölga kirkjum í borginni og þá prestum líka, en smækka hinar ógurlega fjölmennu sóknir. Til marks um þessa starfsemi, áhugann og dugn- aðinn, eða alvöruna í þessu efni, er það, að á sárfáum siðustu árum hafa söfnuðirnir í þessari borg komið upp einum 7 kirkjum nýjum, sum- um mjög stórum og prýðilegum, ýmist hver söfnuður fyrir sig eða með samúðarfullri hjálp annara safnaða, og mun það tíðast vera. Okkur voru sýndar þessar kirkjur; voru þær flestar fullgerðar og veglegar, en sumar til bráða- byrgðar og biðu fullkomnunar eftir því, sem efni gæfist til. Er nú sú hugmynd og sá ásetningur hinna kirkjulega sinnuðu manna og safnaða í borg- inni uppi látinn, að láta ekki staðar numið fyr en fenginn er ein góð kirkja með 2 prestum handa hverjum 10 þús. borgarbúa. Alt þetta, hvað fyrir sig og hvað með öðru, er fóstur trúarinnar, trúarhugsjónanna og til-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.