Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 21

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 21
ÓÐINN 21 Hf. Völundur var þá stofnað fyrir ekki löngu. Og á þeim tíma, er hjer um ræðir, átti jeg sæti í stjórn þess fjelags. Stofnendur fjelagsins voru allir trjesmiðir. Nú hafði það fram að þessum tímum verið nokkurnveginn algild regla, að þegar reist voru stórhýsi hjer í þessum bæ, eða þær byggingar, er eitthvað þótti meira um vert en alment gerist um smærri hús, þá voru ætíð fengnir útlendir byggingameistarar til þess að hafa yfirumsjón með byggingu slíkra húsa. Skiftir hjer ekki máli, hvort heldur húsin voru bygð úr timbri eða steini. Pað ræður að likum, að oss smiðum þessa bæjar — bæði trje- og steinsmiðum — hafi með þessu fyrirkomulagi þólt gengið full nærri virðingu okkar. Það atvikaðist svo, að það fjell í hlut hf. Völundar, að sjá um bygg- ingu hinna tveggja áðurgreindu húsa: íslansbanka og Safnahússins. Og með því að stjórn »Völundar« fanst virð- ing iðnaðarmannasljettarinnar í landinu liggja við, að ekki yrði haldið uppteknum hætti um út- lenda yfirsmiði, þá ákváðum við nú að leita innanlands, og bárum þá auðvitað niður á þeim manninum, er við treystum best, en það var Guðjón Gamalíelsson. Tók hapn við verkinu, þótt mikið væri hjer í húfi, að vel tækist. En honum skildist líka hitt, að ekki átfi hf. Völ- undur, sem trúði honum fyrir verkinu, minna i húfi. En það fór hjer sem oftar endra nær, að hepnin fylgir áræðinu, þegar hyggindi eru með. Guðjón leysti störf sín við bæði þessi hús svo prýðilega af hendi, að ekki varð að fundið. Hefur og síðan, mjer vitanlega, aldrei verið fenginn útlendur maður til þess að standa fyrir stórbyggingum hjer á landi. Varð Guðjón þannig brautryðjandi iðnaðarmannastjettarinnar í þeirri grein., Ein af bestu endurminningum Guðjóns frá byggingu þessara húsa mun hafa verið sú, að hann þar steypti hið fyrsta steinsteypuloft hjer á landi, loftið yfir lestrarsal Safnahússins. Það, sem mjer fanst mest um vert hjá Guð- jóni sem starfsmanni, var áræði hans og orka, ráðdeild og stjórnsemi, verkhygni og trúmenska. Honum varð aJdrei ráðafátt, ef leitað var upp- lýsinga hjá honum í hans iðngrein, og þótt í fleiru væri. Iðnaðarmannafjelagið hefur stundum veitt efni- legum mönnum innan sinna vje- banda lítilsháttar styrk til siglingar, til þess að þeir mættu fá víðtæk- ari þekkingu í sinni iðngrein. Guðjón var einn i þeirra tölu. Er það álit mitt, að enginn hafl borg- að betri vexti af sínum litla styrk en hann gerði. Af því, sem hjer hefur sagt verið um Guðjón Gama- líelsson, mun það ekki undra neinn, að hann um allmörg síðustu ár æfi sinnar var trúnaðarmaður landsstjórnarinnar við opinberar byggingar. Guðjón Gamalíelsson var fæddur að Hækings- dal í Kjós hinn 7. des. 1862. Árið 1902 kvænt- ist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Maríu Guð- mundssdóttur frá Bergstöðum hjer í bænum, hinni mestu ágætiskonu. Er María fyrirmyndar kona, ekki aðeins í framgöngu allri og prúð- mensku, heldur og að mannkostum. Hjá þeim hjónum hefur heimilislíf og heimilisbragur ávalt verið fyrirmynd. — Þau hjón hafa eignasl 3 börn, tvo sonu og eina dóttur. Hafa þau öll slundað nám í Þýskalandi. Eldri sonurinn, Guð- mundur, nam húsb)rggingarlist, en yngri sonur- inn, Oddur, les hagfræði. Dóttirin, Sigríður, stundaði hljómlistarnám. Enginn maður kemst jafnvel áfram og nýtur sín jafnvel í sinu æfistarfi eins og Guðjón heit- inn Gamalíelsson gerði nema því aðeins að Guðjón Gamalielsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.