Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 12

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 12
12 Ó Ð I N N Jón Baldvinsson bankastjóri. Alþýðuflokknum hefur mjög vaxið fylgi hjer á landi á siðari árum, einkum í kaupstöðunum, og áhrif hans á löggjöfina fara par af leiðandi vaxandi. Jón Baldvinss. hefur lengi verið formaður flokks- ins og miklu ráðandi um öll málefni hans og stefnu. Hann var um hríð eini fulltrúi flokksins á Alþingi, kosinn í Reykjavík, en nú ræður flokkurinn fimm pingsætum og J. B. er fyrsti landskjörni alpingismaður hans. Hann hefur haft pað álit og traust innan flokksins, að honum hafa jafnan verið fengnar pær trúnaðar- stöður par, sem mest er um vert. Og er fiokkurinn skyldi nú Jón Baldvinsson bankasljóri. fyrir skömmu leggja til mann i stjórn hins nýja Utvegsbanka, varð hann fyrir kjörinu. Verður ekki annað sagt en að ferill hans á stjórnmálabrautinni hafi verið hinn glæsilegasti. J. B. er fsfirskur að ælt, lærði ungur prentiðn i prentsmiðju Skúla Thoroddsen og fluttist með honum til Bessastaða, en var slðan leDgi við prentstörf í prentsmiðjunni »Gutenberg«, þar til hann fór að gefa sig allan að störfum fyrir Alþýðuflokk- inn, og hefur hann í mörg ár ve. ið forstöðumaður Al- pýðubrauðgerðarinnar, en hún er eitt af peim fyrir- tækjum, sem stofnað er að tilhlutun flokksins. skjálftar á þessum slóðum, enda mundi varla annars vera þannig bygt yfirleitt þar. En mikið fanst og finst mjer fólkið þarna eiga gott, að mega ávalt vera örugt fyrir þeim ægilega nátt- úrugangi. — Um landslag í umgetnum löndum fanst mjer ekki sjerlega mikið; víðast hvar heldur lágkúru- legt og yfirleitt ekki fjölbreytilegt, nema þá helst í skotsku hálöndunum. En þá þótti mjer þó fjöllin þar, ef fjöll má kalla, heldur lág og koll- húfuleg, og eiginlega engin fjöll, heldur öllu heldur hvalbakaðar, grasi vaxnar stórhæðir eða öldur. En um gróðurinn var annað mál, enda var þá aðalgróður og blómatími árs. Hann var nær alstaðar mikill og fagur og þó hvergi meiri nje fegri en á Sjálandi. En þá þótti mjer þó þar að, að sumt af gróðrinum, t. d. skógurinn, væri óþarflega og óþægilega mikill og stórfeldur, svo að jafnvel litlum manni gæti fundist þröngt um sig. Því að víða er hann þar svo mikill og stór, þjettur og hár, að hann byrgir fyrir bæði sól og útsýni, og skyggir stórum á vistarverur og leiðir manna niðri á grundinni. Eru trjen víða svo þjett, að illa verður milli komist og svo há, að nema mun vel hæð turnsins á Apó- tekinu við Austurgötu í Reykjavík, og mörg gild að sama skapi. Er mesl af beykitrjám í Sjá- landsskógum og trjágörðum, en nokkuð einnig af eik og greni. En mikið og gott er lika skjólið, sem skógar þessir veita öllum smærri og veik- ari gróðri, og einnig allri mannabygð og býlum, sem innanum þá eru eða við jaðra þeirra, og eiga þeir þá og ærinn þált í hinni miklu frjó- semd, mildi og fegurð, blóma og friðsæld, sem þarna er svo víða eða víðast. Taka þeir við stormum og hretum og hlífa öllu hinu veikara. En mikill er þá þyturinn og hvínandinn, eða súgurinn i þeim, svo að óvaningum, eins og mjer, getur orðið hverft við, og jafnvel skotið skelk í bringu. Innanum og í skjóli þessara skóga voru stórir, frjóir og blómlegir gras,- hafra- og rúgakrar, og annara jarðarávaxta, og í skógargörðum rnannabýlanna undur fagrir blóma- og skrautjurtareitir með allskonar fyrir- komulagi, ekki aðeins í höfuðborginni, heldur og úti um alt land, hvar sem við komum. I grasa- og engjareitunum mörgum mátti, af umferðarvegunum, víða sjá stórgripafjöld mikla tjóðraða í nær beinum röðum, og voru gripirnir auðsjáanlega færðir til eftir þvi, sem þeir átu upp í kringum sig og framundan sjer, hið háa gras; en sauðfje sáum við fremur fátt. En bú- sældarlegt var alstaðar úti um Sjáland, hvar sem við fórum um, og sjerlega mikill þrifnaður og snyrtibragur á bændabýlunum og umhverfis þau, að sjá. I’ótli okkur eftirtektarvert, að hvergi var að sjá óræktaðan blett, nema samgöngu- brautirnar einar rennisljettar, eins og bestu Reykjavikurgötur, og líka einkennilegt, að allur sá sægur nautgripa úti um land, sem meðfram vegunum sást, var allur með einum og sama aðallit, rauðum og mest dökkrauðum, nær und- antekningarlaust. Var af því auðsætt, að Sjá- lendingar búa við ákveðið úrval nautpenings, og sjálfsagt hið best reynda, enda eru Danir al- ment taldir ein hin best menta og myndarleg-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.