Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 45

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 45
ÓÐINN 45 sonar og nefnist það Bolholtsœtl, sem frá Jóni Þórarinssyni er komin, og er hún mjög fjölmenn. Kona Eiriks á Laugarbökkum og móðir Eiriks í Miðbýli var Ingibjörg Eiríksdóttir dannebrogs- manns á Reykjum á Skeiðum (ý 1839) Vigfús- sonar s. st. Gíslasonar prests á Ólafsvöllum (f 1744) Erlingssonar lögrjeltumanns, Eyjólfssonar á Melum á Kjalarnesi, ísleifssonar stúdents og lögrjetlumanns í Saurbæ, er átti Sesselju Magn- úsdóttur sýslumanns hins prúða, Jónssonar frá Svalbarði, systur Ara sýslumanns frá Ögri (ý 1652) og þeirra systkina. Er þessi ætt stórmerk, Svalbarðsœtt. lJau Eiríkur á Laugarbökkum og Ingibjörg kona hans, alsystir Ivatrínar konu Magnúsar alþm. Andréssonar í Syðra-Langholti, voru syst- kinabörn, því að Þorsteinn í Kýlhrauni faðir Eiríks og Ingunn móðir Ingibjargar voru systkin. Eirikur í Miðbýli, sonur þeirra, og Guðríður Vigfúsdóttir, kona hans, voru einnig systkina- börn, því að móðir Guðríðar var Valgerður Þor- steinsdóttir frá Kýlhrauni, systir Eiríks á Laug- arbökkum, en faðir Guðríðar var Vigfús bóndi í Arnarbæli í Grímsnesi, Guðmundssonar bónda á Ormsstöðum Guðmundssonar á Hömrum, Jónssonar ólafssonar. Kona Guðmundará Hömr- um var Hallgerður Magnúsdóttir spítalahaldara i Kaldaðarnesi, Guðmundssonar spítalahaldara 1 Klausturhólum, Magnússonar, og nefnist það Misersætt, komin frá móðursystur Odds biskups Einarssonar. Meðal systkina Ilallgerðar voru sjera Nikulás Magnússon í Berufirði (ý 1772) og Þuríður móðir sjera Sæmundar Einarssonar á Útskálum (ý 1820). Eins og ofansluifað ber með sjer, stóðu að þessum hjónum góðir stofnar. Enda hlutu þau í vöggugjöf kjark, hygni, víðsýni og frábært starfsþrek. Allir þessir kostir urðu til þess, að þrátt fyrir mikla vanheilsu, er Jón sál. varð að stríða við alla sína starfstíð, gáfust þau aldrei upp og náðu loks því takmarki, er þau höfðu setl sjer þegar í æsku, að verða sjálfstæðir menn og óháð öðrum. Skal nú stuttlega drepið á æfistarf þeirra. Eftir lát Bjarna heitins í Nesi, föður Jóns, giftist móðir hans, Ingveldur Gísladóttir, Eyjólfi Bjarnasyni frá Björnskoti á Skeiðum, og ólst Jón upp hjá móður sinni og stjúpa þar til hann var 15 ára, en fluttist með þeim til Hafnar- fjarðar, er þau brugðu búi í Nesi árið 1873. Gekk Jón þá um þriggja ára skeið í þjónustu Kristcnsens kaupmanns i Hafnarfirði, en brátt þótti lionum slíkt verksvið umfangslítið og tók þá að stunda sjómensku. Gerðist brátt orð á, hve góður sjómaður hann var og aflasæll. Enda var þar strax gengið til verks með sömu fest- unni og örygginu, er slðar einkendi alt líf hans. Þau hjónin giftust i Hafnarfirði 11. október 1888 og eignuðust þrjár dætur: Guðriði Júlíönu, Magneu Ingibjörgu og Petrínu Guðrúnu. Iíru tvær þær fyrst töldu á 1 fi og búa i Reykjavík, en Petrínu mistu þau í æsku 1907. Auk þess átti Jón sál. son áður en hann gift- ist, Guðmund að nafni. Var hann talinn atkvæða- sjómaður og skipsijóri, en Ijest árið 1905 í Hafn- firði úr taugaveiki. Harmaði Jón sál. þann missi mjög, þó hann Ijeti lítið á því bera. Pe im var víst bjart í huga, ungu hjónunum, er þau byrjuðu lniskapinn i Hafnarfirði, en brált dró upp ský á hamingjuhimin þeirra, því af þeim tíu árum, sem þau voru búsett i Hafnar- firði, lá Jón heitinn sjö árin rúmfastur, og er slikt mikil þrekraun fyrir jafnmikinn athafna- mann og hann var. Sigldi hann þó á þeim ár- um til Englands sjer til lækninga, en fjekk litla bót. Þetta sýnir best framtak hans og dug, að brjótast í því stórræði, sem þá þótti vera, að sigla sjer til lækninga, sárfátækur, og um leið og það sýnir stórhug mannsins, ber það þess IJós- an vott, að hann vildi ekki verða undir í lífs- baráttunni. Er orð á því gerf, hve Guðríði sál. tókst þá að framfleyta heimilinu, hjálparlaust, öll þessi veikindaár hans, með tvö kornung börn að auki, en þreytt mun hún þá hafa lagst til hvildar á kvöldin. Árið 1898 fluttust þau til Reykjavikur. Var Jón þá nýkominn á fætur, en tæplega vinnu- fær. En þá var hamingjusól þeirra heiði næst, því þótt Jón yrði aldrei heilsuhraustur og langt frá því, byrjaði nú hið eiginlega æfistarf hans. Stóð hugur hans mest á sjóinn; gerðist hann skipstjóri fram til 1907 að hann byrjaði verslun sína. Var hann talinn aflasæll og glöggur og gætinn í besta lagi og hlektist aldrei á; var hann þó ólæiður og sýnir það best, hve upp- lagið var gott. Verslun sína rak hann í 20 ár eða þar til hann dó 21 sept. 1927. Var hann eignalítill, er

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.