Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 30

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 30
30 ÓÐINN alvarlegir og ]ón Hermannsson frá Brekku, einn af mínum kærustu drengjum, sagði mjer síðar, að hann hefði alveg svitnað og titrað allur, meðan jeg las yfir óróaseggnum. Það gott kom af þessu atviki að upp frá því var drengjunum Ijóst, að hjer var alvörumál- efni á döfinni. Eftir að drengirnir voru farnir, höfðum vjer þrír prestaskólamenn bænarstund saman. ]eg skrifa svo ítarlega um þennan fund, því að þessi atburður er einn af merkustu atburðum lífs míns, þótt ekki vissi jeg það þá. Upp frá þessu er æfi mín og fjelagið svo sam- samgróið, að oft og einatt verður erfitt fyrir mig að greina, hvað heyri fjelaginu til og hvað mjer sjálfum. Um langt skeið er það í senn ein saga og þó í raun- inni tvær. I þessari sögu mun jeg samt reyna til að þræða það sem mjer sjálfum við kemur persónulega, og ganga lauslegar yfir það, sem fjelagssögunni við kemur einni. Samt get jeg ekki stilt mig um að til- færa hjer ofurlítinn kafla úr fjelagssögunni: »Nú hefst hin fagra vortíð fjelagsskaparins, þar sem alt er að verða, flest alt á reiki og engar fast- ar skorður komnar eða venjur. Alt er svo barnslegt og einfalt. Menn eru eins og að þreifa fyrir sjer og fálma sig áfram. Enginn veit, hvað úr þessu muni verða; flestir óviðkomandi halda að það hjaðni aftur niður eins og bóla. Það berst út um bæinn. Kristi- legt fjelag er stofnað fyrir drengi. Menn líta mis- jafnlega á það. Sumir halda að það sje aðeins leikur. Aðrir halda að í kristilegu fjelagi eigi aðeins að vera þeir, sem enginn blettur eða hrukka sje á. Þeir hafa nokkurskonar tröllatrú á því, að þeir, sem gengnir sjeu inn í slíkan fjelagsskap, sjeu þegar orðnir lausir við alla agnúa, lausir við alla illa vana á augabragði, og verða alveg forviða, ef þeir heyra fjelagsdreng blóta, þótt hann hafi aðeins verið nokkrar vikur í fjelaginu, eins og drengirnir hafi við inngönguna í fjelagið verið hnoðaðir í annað mót. Sumir koma til mín að benda á, að þessi eða þessi drengur sje arg- asta götufífl; slíkur drengur megi ómögulega vera í svona fjelagi: sje því aðeins til skammar. En margir eru þó, sem skilja, að þetta sje tilraun til að leiða þá á rjetta braut, og vita að ekki fellur eik við fyrsta högg. Sumir finna að því, að fjelagið tekur engin loforð af meðlimum sínum, og að allir sjeu velkomnir sem á vissu aldursskeiði eru. Nokkrir eru alveg undrandi yfir því, að unglingar geti unað sjer við guðsorð, sálmasöng og bænagjörðir. Fyrir drengjunum er þetta líka alt nýtt. Það er einnig undrun í sál þeirra, sem þeir gera sjer ekki grein fyrir. Nýjungin dregur þá. Það er tilbreyting og skemtun um leið. Bærinn er lítill og fátt er á boðstólum, sem dregur þá. Það er eitthvað frísklegt við fundina, alt einfalt og óbrotið. Þeir finna, að vel- ferð þeirra er borin fyrir brjósti og eru glaðir yfir því. Þeir finna að þeir eru í senn teknir sem sjálf- stæðir menn og þó sem börn; þeir eru leiddir og þó er reiknað með þeim. Þeir eru glaðir yfir því, að manngildi þeirra er viðurkent. Það er sem vor- blær hvíli yfir hinu unga fjelagslífi*. Fjelagið var nú stofnað, en hver úrræði átti jeg nú að hafa að sjá því farborða. ]eg ákvað þegar á fyrsta fundi að engin fjelagsgjöld skyldu greidd fyr en stofnendurnir yrðu 17 ára og aðaldeild stofnuð. En hvar átti jeg nú að fá fundarstað? Það varð út af því máli andvökunótt fyrir mjer. Þá var viðfangs- efnið um Ijós og hita talsvert ægilegt. ]eg lagði þetta alt í Guðs hönd og var sannfærður um að úr þessu mundi rætast ef svo væri, sem jeg trúði, að Guð hefði leitt mig að þessu verki. Það leið heldur ekki á löngu, að úr brýnustu þörf- unum bættist. Fyrir milligöngu lectors Þórhalls Bjarnar- sonar og Eiríks docents Briem lánaði bæjarstjórn mjer litla borgarasalinn í hegningarhúsinu. ]eg var mjög glaður yfir þessu og undirbjó alt til fundar næsta sunnudag. Bekki flutti jeg úr skólastofu minni á Geysi, og hafði Iampa að heiman. Svo var haldinn fyrsti fundur þar 8. janúar, og þaðan af á hverjum sunnudegi. ]eg mætti afarmiklum velvilja hjá Sigurði ]ónssyni fangaverði. Hafði jeg óttast, að honum mundi þykja þetta átroðningur, en hann og það fólk alt reyndist mjer bestu vinir ávalt. Það var gott og ljett að syngja í salnum og fjekk jeg seinna að vita, að fundir vorir voru fagnaðarefni fyrir fangana, sem inni voru, því hinn fjörmikli og kröftugi drengjasöngur barst niður til þeirra. Nú var fjelagið opnað fyrir öllum drengjum á aldrinum frá 14—17 ára, og fjölguðu fundarmenn á hverjum fundi. Á jeg þaðan miklar og góðar minn- ingar. ]eg minnist þess einnig með gleði, hve allir voru mjer góðir og hlýir í þessu máli. Margir góðir menn voru fúsir til að tala á fundum, bæði upp- byggilegt, fræðandi og skemtandi. Magnús Magnús- son frá Kambridge sýnir skuggamyndir. Lector talar um kristnisögu íslands, Indriði Einarsson segir frá kafla úr Sturlungu, Páll Egilsson og fröken Eufemía Indriðadóttir skemta með organleik og einhver vel- unnari lánar til þess gott hljóðfæri; því miður man jeg ekki nafn þessa velgerðamanns. Um vorið á upp- stigningardag höldum vjer fundinn í Framfarafjelags-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.