Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 47

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 47
Ó;Ð I N N 47 fjelagar, sem voru óvanir, fengu um 40 kr. Samt var tekinn eftir þá fullur hlutur. Eftir vertíð rjeð- ust þeir í vinnu við byggingu Alþingishússins í Reykjavík og ætlaði Sigurður að verða stein- höggvari en Þórður múrari. En það slys vildi þeim til, að Þórður meiddi sig í hendi og varð að hætta vinnu um hrið. Bald, forstöðumaður byggingarinnar, bauð honum fría læknishjálp og fæðispeninga og 1 kr. á dag, þar til hann væri gróinn, og gerði ráð fyrir að það yrði hálfur mánuður. En Þórður vildi ekki bíða og fjekk Sigurð til að fara með sjer. — Þeir voru 30 við grjóthöggið, í 3 flokkum, í Skólavörðuholtinu, skamt frá Skálholtskoti. Bald var kröfuharður um stundvísi, en ábyggilegur. Vinnulaun voru borguð í peningum um hver vikulok. Gerði Bald það sjálfur og var þá i skrúðhúsi dómkirkjunnar, sat þar við langt borð með peningana í litlum strigapoka. Eitt sinn spurði hann mann, hvort hann hefði unnið alla vikuna, og játaði maður- inn því. »Ekki satt«, sagði Bald. »Þjer komuð ekki fyr en eftir kl. 10 á mánudaginn. Hjerna er kaupið, og svo komið þjer ekki aftur«. Einn af steinhöggvurunum, sem þarna unnu, var Júlíus Schou, sem lengi dvaldi hjer, og var hann þá nýkominn hingað. Þegar norður kom, fór Sigurður aftur til Jóns ríka, sem það vor fluttist að Brúsastöðum. En vorið 1881 fór Sigurður aftur suður og settist að í Reykjavík. Hann rjeðist nokkru síðar há- seti hjá Jóni Jónssyni í Mýrarhúsum, siðar í Melshúsum, á þilskipið Klarínu, sem þá þótti stórt skip, um 20 tonn, og var gert út af ýms- um Seltirningum. Síðan var hann um tíma hjá Jóni á Njáli, stærra skipi, 34 tonn, sem Seltirn- ingar keyptu, og er það skip enn við líði á Arnarfirði. 1884 fluttist Sigurður með Jóni Gunnlaugssyni vitaverði suður á Reykjanes og var 10 ár að- stoðarmaður hans við vitagætsluna, en reri á vertíðum í Höfnum, eða var á þilskipum frá Reykjavík. — 5. júní 1891 kvæntist hann Krist- ínu Jóhannesdóttur frá Miðhvammi í Þingeyjar- sýslu, hálfsystur konu Jóns vitavarðar, sem var Þingeyingur. Voru þau eitt ár í Grindavik, svo tvö ár í Höfnum, en fluttist til Reykjavíkur 1898 og hafa verið hjer siðan. Sigurður stundaði sjó á þilskipum. Varð fyrst stýrimaður á þilskipinu Lilja, eign Þorsteins Egilsen í Hafnarfirði og Friðfinns Friðfinnssonar á Óttarsstöðum, sem var skipstjórinn. Siðan var Sigurður stýrimaður á mörgum þilskipum i Rvík í 14 útgerðartíma og fjekk að halda rjettindum eftir að farmanna- lögin komu í gildi. Var hann við sjómensku til 1918. Einu sinni varð hann i strandi. Það var 29. okt. 1916 á Hjeraðsflóa, og var hann þá að flytja dekkbátinn »LitIa Steina«, fyrir Þorstein Jónsson útgerðarmann, að Skálum á Langanesi. Menn björguðust allir, en skipið fórst. Sigurður var stýrimaður á Svaninum, er frönsk skonnorta sigldi á hann í stórviðri í Eyrarbakkabugt 14. april 1912 og sökti honum. Fórust þar 14 menn, en 12 komust af. Er nákvæm frásögn af því slysi í Lögrjeltu. Enn var Sigurður með nafna sínum Simonarsyni i hrakningum þeim á Stóra Geir, sem Bogi ólafsson kennari hefur lýst í Eimreiðinni ekki als fyrir löngu. Kristín kona Sigurðar er mesta myndarkona. Hún á sextugsafmæli 18. ág. í sumar. Börn þeirra eru: Jóhannes, forstöðumaður Sjómannastofunn- ar í Rvík, kvæntur Ragnhildi Sigurðardóttur, af Kjalarnesi; Páll, prentari i Acta, kvæntur Mar- grjeti Þorkelsdóltur, úr Rvík; Svandís, heima hjá foreldrum sínum; Anna Þorbjörg, gift Þor- keli Sigurðssvni vjelstjóra, og Jón Stefán hús- gagnasmiður. Eina dóttur, sem Svandís bjet, mistu þau unga. Drot úr hjeraðssögu Borgarfjarðar. Eftir Kristleif Þorsteinsson á Kroppi. Um Hvítársíðu og Hvítsíðinga um og eftir 1870. — — — Þegar jeg var lítill drenghnokki hjá foreldrum mínum á Húsafelli, þólti mjer það mjög leitt, að jeg skyldi ekki vera Hvitsiðingur. Þá var talað um Hvítársíðuna og Hvítsiðinga með svo miklu meiri aðdáun og virðingu heldur en aðrar sveitir nærliggjandi og bændur, sem þar bjuggu. Samt virtist mjer þó enn þá meiri vegur að vera Norðlingur, eins og það var orðað. Yfir því nafni var svo mikill ljómi í mínum augum, að jeg öfundaði menn af þeirri hamingju, sem fengu að nefnast því nafni. Einkum voru það Vatnsdælir og Skagfirðingar, sem mjer þótti

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.