Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 25

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 25
Ó Ð I N N 25 aði síðan smiðar í Reykjavík og víðar fram til ársins 1907, er hann rjeðst til þáverandi landsverk- fræðings, Jóns Þorlákssonar, og vann hjá honum við smíð F'njóskárbrúarinnar; er hún fyrsta stein- brúin, sem gerð hefur verið hjer á landi, og var þá lengsta brú á Norðurlöndum (um 87 metrar). Einar vann að brúargerðum víðsvegar um landið fram til ársins 1917, enda munu á þeim árum hafa veriðgerð- ar fleiri brýr hjer á landi en áður eða síðan á jafn- mörgum árum; hafði Einar jafnan verkstjórn á hendi, og mun hann þau árin hafa sjeð um smiði á einum 40 brúm. Þetta var erfitt verk og kald- samt bæði fyrir Einar og menn hans, því að ekki var aðbúnaður ætið sem bestur, og fór það eðlilega eftir staðháttum og veðráttufari, en Einar eigi svo skapi farinn, að hann hlitði sjer framar öðrum. Á árunum 1918—1919 gerði Einar 2 hafskipa- bryggjur, aðra á Siglufirði en hina á Oddeyri, en síðan og til þessa dags hefur hann stundað eingöngu húsasmíðar, og unnið mest í samn- ingsvinnu, einkum hin síðari árin. Hann hefur ásamt nokkrum mönnum öðrum tekið að sjer að reisa sum stærstu húsin, sem gerð hafa verið hjer á landi, svo sem Landsbankann nýja, kvik- myndaliúsið »Gamla Bíó«, hús skóverslunar Lárusar G. Lúðvíkssonar, verslunarhús Stefáns Gunnarssonar, og nú síðast Hótel Borg, sem er stærsta og vandaðasta gistihúsið, er reist hefur verið hjer til þessa dags. Hjer hefur þá í stuttu máli verið getið nokk- urra helstu bygginga, er Einar hefur sjeð um smíðar á, en þó er margt ótalið af smærri hús- um, sem hann hefur verið látinn reisa; eru þau svo mörg, að ógerlegt er að geta þeirra hjer allra. En það, sem þegar hefur verið talið, ætti að nægja til þess að sýna, að þar er ekki neinn hversdags- eða miðlungs-maður á ferð um starf- semi, sem Einar er. Bað er mála sannast, að hann er vikingur til allra verka, ósjerhlífmn og áhugasamur, og má kalla svo, að honum falli aldrei verk úr hendi. Eru slíkir kostir eigi al- gengari en svo nú á siðari tímum, að það mun mega telja happ hverju þjóðfjelagi að eiga marga Einars lika um dugnað og atorku. Eigi mun það mjög algengt um verkstjóra, sem eiga jafnmörgum mönnum að stjórna, sem Einar hefur haft um dagana, að þeir sjeu jafn vinsælir sem hann, en Einar er maður lipur í samvinnu og svo jafnlyndur, að sjaldan skiftir hann skapi, hjálpsamur mjög, vinfastur og gleði- maður mikill. Einar kvæntist haustið 1911 Sigrúnu M. Sigurðardóttur; eiga þau hjón 6 börn og eru þau öll í foreldrahúsum; hafa þau hjónin jafnan búið í Reykjavík. T. Kr. Pórðarson. m Kristín Ólafsdóttir frá Kálfholti. Kristin Ólafsdóltir. I. Jeg hnípinn stari’ og hef engin ráð, en hrópa’ út í myrkrið svarta: Hvar ertu, Drottinn, og öll þín náð, er ofreynt þitt föðurhjarta? Þú hirðir ekki um hróp nje vein. Þin höfuðregla er greypt í stein: »Þú hismið mátt kveina’ og kvartal« Það tjáir ei neitt að deila’ um dóm, sem dauðinn með valdi fremur. En alt verður þögn og auðn og tóm, er úrslita-merkið kemur. Því böndin sterkustu’ ’ann brýtur í tvent, og brotunum þeim er á tvistur hent. Þau lögin hann sjálfur semur. Jeg skil ekki hót þann skuggabald, er skelfir með ógn og kviða. Og lítil er huggun, þó vanans vald

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.