Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 41

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 41
ÓÐINN 41 mundi vera inflúensan, og var gramur yfir því, að jeg hafði ekki í tíma einhæft hugann á móti henni. Svo lá jeg í rúminu til kl. IIV2, en þá hafði jeg enga eirð í mjer. Jeg vissi að veikin var komin til Hafn- arfjarðar og átti að reyna að ferma áður en veikin næði algerðum tökum. Jeg fór svo á fætur og lagði af stað. Jeg fjekk pilt, sem hjet Ólafur Ólafsson, til að ganga með mjer. Jeg var svo máttlaus, að jeg varð að hvíla mig hjer um bil á hverjum stundar- fjórðungi. Kl. 3 komum við að Görðum, og var þá fólkið að koma úr kirkjunni. Sum börnin voru þegar orðin lasin. Sjera Jens Pálsson tók mjer mjög vel, og útbýtti brjefunum. Svo hvíldi jeg mig í klukku- tíma og gengum við svo heimleiðis. Jeg var hress- ari, svo að ferðin tók ekki nema 2V2 tíma. Þegar jeg kom heim, var alt fólkið að leggjast. Jeg var tals- vert slæmur um nóttina og næsta dag. Jeg háttaði fjórum sinnum þann dag, en hafði ekki eirð í mjer að liggja nema litla stund. Jeg fór niður í búð Gunn- ars Þorbjörnssonar kaupmanns, að kaupa 10 potta af steinolíu. Jeg mætti engum á leiðinni, mörgum búðum var lokað í Aðalstræti, og að eins einn piltur var á ferli í Gunnarsbúð. Það var tæplega að jeg ætlaði að komast heim, með olíuna, svo var jeg mátt- laus. Daginn eftir var jeg orðinn albata. I þessari hrynu dóu nokkrir af kunningjafólki mínu. Jeg varð að halda margar húskveðjur. Mjer fanst það alt af erfitt verk, því að jeg átti bágt með viðkvæmnina og varð að beita valdi við mig, að hún hvorki sæjist nje heyrðist á rómnum, því mjer fanst að syrgjendur hafa nóg af harmi, þótt hann væri ekki ýfður upp. Jeg náði svo fullkomnu valdi yfir mjer, meðan jeg talaði, en slepti tárunum, er lokið var, og aðstand- endurnir gátu ekki orðið þeirra varir. Meðal þeirra, sem dóu þá, var Björg gamla, afasystir mín í Doktorshúsinu. Hún var 88 ára gömul, eða því sem næst. Mjer þótti mjög vænt um hana, hún var mjer svo góð. Hún var eins og amma allrar Kjarnaættar- innar. Hún varð ætíð svo glöð, er systkinabörn hennar og börn þeirra komu til hennar, og hún mundi fram til hins síðasta ótrúlega mikið um niðja föður síns. Hún dó 1. júní. Um líkt leyti var skarlatsótt að stinga sjer niður og var reynt að hefta hana; var fengið Framfara- fjelagshúsið og gert að sóttvarnarhúsi. Hjeraðslæknir bannaði að nota leikfimissal Barna- skólans fyrir samkomur af nokkurri tegund Kom það hart niður á oss, því að salartæki voru þá lítil í bæn- um og fje vantaði til að borga í leigu, þótt fengist hefði. Um sumarið gerði það ekkert til, en jeg kveið fyrir komandi vetri. Þegar fyrri partinn í júní var fólki farið að batna inflúensan, og alt var að komast í samt lag í bænum. Mig minnir að júnímánuður þá væri mjög sólskins- ríkur mánuður og skemtilegur. Sjera Friðrik Hall- grímsson, spítalaprestur, fjekk þá rjett um afmæli sitt veitingu fyrir Utskálabrauði og rjeðist þangað suður. Varð jeg að lofa honum að heimsækja hann, og hlakkaði til þess. Nú leið meir og meir að hinum ægilegu prófdögum. Piltarnir, vinir mínir, voru enn kvíðafyllri en jeg; þeim fanst heiður fjelagsins liggja við, að jeg tæki sómasamlegt próf. Jón Hermanns- son frá Brekku sagði við mig rjett fyrir utan búð Brynjólfs H. Bjarnasonar: »Það eru nokkuð margir piltar, sem hafa tekið sig saman um, að biðja fyrir þjer«. Jeg sagði, að mjer þætti vænt um það, því þótt jeg ætti ekki skilið að mjer gengi vel, »þá verður mjer hjálpað vegna ykkar*. Jeg man ekki rjett vel hvaða mánaðardaga skrif- lega prófið stóð yfir, en það varð fyrir mjer sem æfintýri, sem jeg aldrei gleymi. Fyrsta prófgreinin var »Skýring Nýja testamentisins*. Jeg kveið fyrir því vegna grískunnar, sem jeg var svo ónýtur í. — Jeg var þreyttur um kvöldið áður og ætlaði að fara að sofa snemma. Þegar jeg var kominn upp í svefn- herbergi mitt, og tók biblíuna til kvöldbænar minnar, þá opnaðist hún í Rómv.brjefinu 8. kap., og mjer var litið á þetta vers: »Eftirvænting skepnunnar þráir opinberun Guðs barna*. Mjer datt í hug: Hvernig skyldi nú þetta vera á grísku. Jeg fór aftur ofan í stofu, og tók nýja testamentið gríska og fletti staðn- um upp og las yfir allan kaflan frá 18. versi og út, og leit yfir biblíuskýring eftir Godet, svissneskan biblíuskýranda frægan. Svo fór jeg að sofa. Um morguninn, er jeg kom niður á skóla og vjer læri- sveinarnir vorum að bíða eftir kennurunum, sagði einhver: »Hvað skyldum við nú fá?« Jeg sagði: »Ætli það verði ekki Róm. 3, 18.« Það fanst þeim ólíklegt. Svo á settum tíma kom spursmálið: Rómv. 8, 18—25. Þeir litu til mín allir. Jeg gerði mitt verk- efni í góðu meðallagi. — A eftir sagði jeg skóla- bræðrum mínum frá því, hvernig hefði staðið á til- gátu minni. Um kvöldið fjekk jeg á líkan hátt og áður ritningarkaflann í Filippibrjefinu og datt í hug, að ekki væri úr vegi að líta í trúfræðina, hvað þar sagt væri um samband guðlegs og mannlegs eðlis í Kristi, og las jeg yfir þann kafla. Um morguninn spurði Ólafur Briem mig í gamni, hvað við fengjum í dag. L

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.