Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 36

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 36
36 ÓÐINN Pjetur Pálsson skáld. Síðastliðið haust kom út eftir hann ljóðabókin »Burknar«r, og safnaði hann þá í fyrsta sinn Pjetur Pálsson. saman ljóðmælum sínum í bók, en mörg þeirra hafa áður birtst í blöðum og tímaritum, þar á meðal i Óðni. »Burknar« eru allfjölbreytt ljóða- safn og sýna, oftast í stuttum kvæðum eða vis- um, skoðun höf. á lífinu og náttúrunni, eða þá á ýmsum atburðum, á mönnum og málefnum. Höfundurinn hefur sjálfur kostað útgáfu bókar- innar. Kvæðin eru, eins og gerist, misjöfn að gæð- um, en öll eru þau vel ort og frágangur á bók- inni prýðilegur. Hefur höf. frá æsku hneigst mjög að bókmentastörfum og ritað ýmislegt, sem ekki er prentað, en fræðimenn, sem það hafa sjeð, hafa lokið lofsorði á. P. P. er fæddur 17. júní 1877, og skulu hjer til færð nokkur ummæli úr grein, sem Rikharður Jónsson myndhöggvari skrifaði um hann á fimtugsafmæli hans fyrir þremur árum: »Pjetur Pálsson er fæddur í Eiði í Hestfirði í Isafjarðarsýslu og er af góðu bergi brotinn. Pjet- ur er gáfaður maður, sjálfmentaður að mestu og fróður, hann er þjeltur á velli og þjeltur í lund, vinfastur; hann er hvorttveggja í senn, ungur i anda og þó æði forn í skapi, og er það glögt merki allra góðra íslendinga, enda er hann þjóðlegur í hvívetna. Pjetur er skáld gott, svo sem kunnugt er, og skrifar með afbrigðum, enda er hann i því nemandi Gröndals sjálfs, sem sennilega hefur verið mestur listamaður í skrift hjer á landi. Pjetur fluttist til Reykjavikur um aldamótin og lærði málaraiðn hjá Lárusi sál. Jörgensen, og hefur mikið stundað þá iðn, en auk þess hetur hann og skrifað og skraut- ritað feiknin öll af allskonar skjölum, kvæðum og ávörpum. Fróðleikur Pjeturs, kvæðasyrpur, skrifaðir fyrirleslrar, skrautritanir o. fl. sýna glögt, að hann er eljumaður mikill. Pjetur er mjög listhneigður og listfengur. Skrautritun hans er óvenjulega smekkleg, stílhrein og fimlega gerð, en laus við óþarfa pírumpár. Fyrstu skrautstafi sína dró hann á fölvuð svell með broddstaf sin- um. Pjetur er giftur mætri konu og eiga þau tvö mannvænleg börn á lífl«. byrjaði föstuna á laugardagskvöldið fyrir fyrsta sunnu- dag í adventu og hjelt hana til sunnudagsins næsta á eftir. Þrjá síðustu dagana þurfastaði jeg alveg. Fyrstu þrír dagarnir voru mjög strangir, en allan síðari tímann fann jeg ekki til sultar og fanst mjer aukast kraffur með hverjum degi. A sunnudaginn 2. í adventu, síðasta dag föstunnar, gekk jeg suður á Alfíanes og hjelt þar barnaguðsþjónustu í barnaskól- anum, ásamt með ]óni kennara Jónassyni, sem var að koma upp barnaguðsþjónustum í sambandi við barnaskólana á Nesinu. ]eg gekk heim um kvöldið og leið mjer mjög vel. Enginn vissi af þessari föstu nema heimilisfólkið, því jeg var hræddur um að mönnum þætti þetta of kaþólskt. ]eg held að ströng fasta við og við sje afar holl, bæði andlega og lík- amíega, svo hefur mjer reynst. — Það gladdi mig mjög þá um haustið, að fá mjög innilegt og upp- örfandi brjef frá stofnanda K. F. U. M., Sir George Williams, og mikla uppörfun fjekk jeg í brjefum frá Olf. Ricard og öðrum dönskum vinum.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.