Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 20

Óðinn - 01.01.1930, Blaðsíða 20
20 ÓÐINN finninganna hjá öllum þorra danskra kenni- manna og safnaða þeirra, og get jeg eigi betur sjeð eða fundið en að þeir sýni sæmilega »trú sína af verkunum«. Mjer finst að m. k. alt ann- að en að trúin þeirra sje dauð og dáðlaus eða aðeins andvana, kvöld, stirðnuð og blind bók- stafstrú, eða úrelt meiningarlaus varajátning, og fæ ekki sannar sjeð en að allar framannefndar framkvæmdir og fleiri ótaldar sjeu vel »sam- boðnar betruðu hugarfari« og hinni bestu og sönnustu trú, heims- og lífsskoðun. Mjer finst líka ótvírætt, að »gamla guðfræðin« og trúin samkvæmt henni hjá hinum sjeðu og heyrðu dönsku prestum væri þeim mjög heilög og hjartanleg, og enganveginn uppgerðarleg eða með hræsnisblæ. Og alveg eins hjá öðru trúuðu fólki, sem jeg kyntist. Ekki gat jeg heldur sjeð eða fundið á eða hjá þessum dönsku prestum »þessa helgislepju«, sem talað hefur verið um. Mjer sýndist og fanst þeir allir vera einstaklega látlausir og blátt áfram, bæði utankirkju og innan. Annað mál er það, að ytra útlit manna alment og enda framkoma þeirra mótast oft eða fær blæ eða svip af »innra manni« þeirra, eða sálarásigkomulagi, alveg ósjálfrátt og þeim óvitandi. Því er og ekkert ólíklegt eða óeðlilegt, að sumir þeirra kunni að bera prestinn einnig »utan á sjer«; en slíkt ætti síst að teljast til lasts eða lýta, að hið ytra samsvari hinu innra, þegar það er eðlisgróið og engin uppgerð eða látalæti. En hvað sem þessu líður, þá hef jeg lært betur en áður og sannfærst um í þessari ferð, að sú guðfræðin er sönnust og best, sem fræðir og uppelur til li/andi trúar, ávaxtarsamrar í góðum verkum til uppbyggingar og blessunar lýðum og löndum. Og ef það er rjett, sem sagt hefur verið, að »af ávextinum þekkist trjeð«, og jafnframt litið til kirkju- og trúarlifs fram- kvæmda kristins fólks i Kaupmannahöfn, og liklega yfirleitt meðal Dana, sem vissulega eru bæði margar og góðar, þá hlýfur líka rótin að þessum framkvæmdum að dæmast góð; en sú rót er kristna trúin og trúarlífið hjá þorra þjóð- arinnar. Svo dæmi jeg ekki frekar um þetta eða ann- að, en segi aðeins það, að óskandi væri, að við, islenskir prestar og söfnuðir okkar, ættum nú, og ef ekki nú, þá síðar og sem fyrst, að tiltölu jafnmörg og merkileg, fögur og blessunarvænleg merki og verk lifandi kristilegrar trúar, guðs- elsku og mannkærleiks, eins og jeg hef sjeð og heyrt um hjá dönskum söfnuðum, og þá líka, að álíka vel væri fyrir þeim staðið og um þau hirt hjer eins og þar. Mun nú vera rjettast að láta hjer við lenda frásögn þessarar farar, þótt fleira hafi jeg krítað mjer til minnis og gamans. Jeg þakka svo guði og góðum mönnum fyrir þessa ferð, sem að öllu leyti varð mjer til gleði og gagns, án nokk- urs allra minsta óhapps, nema þó þeirrar ó- hepni, að jeg var oft illa haldinn af kvefi, hósta og hæsi, nær allan tímann, og var stund- um miklu ver haldinn en jeg vildi uppi láta, því mig langaði ekki til að komast undir læknis- skoðun og skipun um að liggja. En þetta dró þó úr og deyfði fyrir mjer marga ánægjustund og gerði mjer erfiðara um flest. Munu ýmsir hafa veitt þessu eftirtekt, auk fjelaga minna, og þar á meðal blessað fólkið í Lúkasarheimilinu; því að bæði forstöðukonan og þjónustan mín töluðu um það við mig og ljetu ekki sitja við orðin tóm. Var mjer öll síðustu kvöldin, um háttatíma, gefið eitt staup af einhverju meðali, sem átti að vera afbragð við þessu. Það var gott og þægilegt fyrir bijóstið, en náði ekki tilgangi sínum. — Batnaði mjer ekki fyr en viku eftir heimkomuna. í jan. 1930. 0 Guðjón Gamalíelsson og María Guðmundsdóttir. Þegar jeg minnist Guðjóns heitins Gamalíels- sonar byggingameistara, er andaðist 26. des. 1929, þá minnist jeg einnig hinnar ágætu konu hans, frú Maríu Guðmundsdóttur, og fyrirmyndar heimilis þeirra. En heimilisvinur þeirra góðu hjóna hef jeg verið um langt árabil. En jafnframt hefur mjer þá og komið í hug, að myndir þeirra og minning þyrfti að geymast ókomnum tímum í »óðni« meðal margra ann- ara ágætis- manna og kvenna þessa lands. Guðjóni Gamalíelssyni kyntist jeg fyrst á þeim árunum, er íslandsbanki og safnahúsið voru reist hjer í bænum.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.