Óðinn - 01.01.1930, Qupperneq 2

Óðinn - 01.01.1930, Qupperneq 2
2 ÓÐINN Fyrsta iðnráð íslcndinga var stofnað 23. des. 1928 og er það myndað þannig, að hver iðnaðargrein kýs þangað einn fulltrúa. E/sta röð (talið frá vinstri): 1. Ágúst Markússon fyrir veggfóðrara. 2. Árni Einarsson fyrir klæðskera. 3. Hafliði Hafliðason fyrir skipasmiði. 4. Jón Helgason fyrir húsgagnafóðrara. 5. Björn Björnsson fyrir kökugerðarmenn. 6. Jón Magnússon fyrir beykira. Stefán Sandholt fyrir bakara. Sigurður Guðmundsson fyrir ljósrayndara. Miðröð: 1. Porvarður Porvarðsson fyrir prentara. 2. Magnús Guðnason fyrir steinsmiði. 3. Guðmundur Eiriks- son fyrir húsasmiði. 4. Þorleifur Gunnarsson fyrir bókbindara. 5. Einar Bjarnason fyrir járnsmiði. 6. Hallgrímur Bachmann fyrir rafvirkja. 7. Árni B. Bjórnsson fyrir gullsmiði. 8. Samúel Ólafsson fyrir söðlasmiði. 8. Sigurður Ólafsson fyrir rakara. Fremsta röð: 1. Einar Gíslason fyrir málara, fundaritari ráðsins. 2. Guttormur Andrjesson fyrir múrara, ritari ráðsins. 3. Margrjet Leví fyrir kvenhattara. 4. Helgi H. Eiriksson fyrir Iðnskólann, formaður ráðsins. 5. Magnús Benjaminsson fyrir úrsmiði, gjaldkeri ráðsins. 6. Jón Halldórsson fyrir húsgagnasmiði, varaformaður ráðsins. 7. Ársæll Árnason fyrir Iðnaðarmannafjelagið. Tvo menn vantar á myndina: Jón Lárusson, fyrir skósmiði, og Þorkel Þ. Clementz, fyrir hita- og gaslagninga- menn, sem báðir voru erlendis þegar myndin var tekin. Gísli var gáfaður maður, tungumálamaður góður og fjölfróður. Hann ritaði ýmislegt, eink- um um fræðigrein sina. Mjólkurfræði kom út eftir hann 1918 og 1921, allstórt rit. Hann starf- aði og mikið í ýmsum gagnlegum fjelagsskap, var um eitt skeið formaður Framfarafjelags Seltirninga og hjelt þar m. a. uppi söngflokki. Síðustu æíiár sín, frá 24. febr. 1925, var hann formaður Iðnaðarmannafjelags Ileykjavikur og þar forgöngumaður ýmsra nýmæla. Má þar iil nefna iðnaðarlögin, stofnun Timarits fjelagsins, sem hann sá um útgáfu á, og svo hina svo- kölluðu »Baðstofu« fjelagsins, sem mynd er af hjer í blaðinu, en hún er nú fundasalur fje- lagsmanna. Vildi hann í öllum greinum hefja sem mest veg iðnaðarmannastjettarinnar og fjekk þar líka miklu á orkað. Árið 1812 kvæntist Gísli Halldóru Þórðardóttur

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.