Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 B W* DÆGURTÓNLIST Southpark- gengið á Beat- slóðin fetuð MEÐAL skemmtilegri danssveita Bretlandseyja er dúóið Wiseguys, sem sendi frá sér bráðgóða skífu seinnihluta síðasta árs. Þeii- Wiseguys-menn feta Big Beat-slóðina af fimi og íþrótt eins og hejTa niá á ný- legri skifu þeiira. Theo Keating, sem kallai- sig Touché, og Paul J. Eve, sem kallar sig Regal voru miklir áhugamenn um veggjakrot og danstónlist hvor fyrir sig. Þeir voru báðir aó þreifa fyrii- sér sem plötusnúðar þegar þeir kynntust í listaskóla í Clm-kenwell og ákváðu að vinna saman. Regal var innundir hjá útgáfu og þeir félagai- sendu frá sér fyrstu skífuna, tólftommuna Keep In Step, 1990 og fengu prýðilegar viðtökur. Touché segir að þeim félögum hafi sýnst sjálfgefið að bara að flétta saman bútunum sem þeir sönkuðu að sér sem plötusnúðar. Með tímanum fóru þeir félagar að semja tónlist fyrir aðra og útgefandinn Rene Gelston, sem átti útgáfuna Blaekmarket Intejmational, bauð þeim að setja saman plötu fyrir sig. Sú skífa, Lailies say Ow! kom út vorið 1994 og þá undir heitinu The Wiseguys, sem þeir hafa notað upj) frá því. Wall of Sound-útgáfan virta hafði nýtt sér lag með Nýr þjóð- ararfur BRESKT þjóðlagapopp á sér marg- ar ólíkar birtingarmyndir. Sumar sveitanna sem það stunda sækja stíft í þjóðararfinn, en aðrar eru að skapa nýjan arf með grípandi lág- stemmdum lögum. Á síðasta ári kom út plata með sveitinni Belle & Sebastian, bráðskemmtileg plata með sérkennilegu inntaki í textum. Saga Belle & Sebastian hefst þar sem skoski rokkáhugamaðurinn Stuart Murdoch hélt í pflagi-ímsferð til Lundúna að leita að leiðtoga rokksveitarinnar Felt. Leitin varð árangurslaus, en þegar hann kom aftur heim til Glagow fór hann í háskóla og um leið að skrifa sögur og semja lög. Belle & eftirÁrna Sebastian varð síð- Mattfiíasson an til á kaffibar i Glasgow í janúar fyrir þremur árum. Murdoch og bassaleikarinn Stuart David ákváðu að stofna hljómsveit eftir að hafa seU ið alla nóttina og talað um tónlist. I kaffihúsinu fann Murdoch síðan aðra liðsmenn í sveitina, sem er sjö manna. Sarah Martin leikur á fiðlu, Stevie Jackson á gítar, Chris Geddes á hljómborð, Richard Colburn á trommur og Isobel Campbell á selló. Með þeim Murdoch og David var hópurinn því sjö manna og sammælt- ist um að hafa sveitina sem hliðarbú- skap, hún átti aldrei að stjórna lífi þeirra og frítíma. Reyndar var altalað innan sveitarinnai- að ekki myndi hún gefa út nema tvær plötur. Ekki ber mönnum saman um hvaðan nafnið sé komið, en flestir eru þó sammála um að það sé fengið úr franskri sögu, síðar teiknimynd, um drenginn Sebastian og Belle hundinn hans. Þegar sveitin varð til voru þeir Murdoch og David á námskeiði fyrir atvinnulausa en eftir að því lauk brá sveitin sér í hljóðver, tók upp prufur af nokkrum lögum og hóf að leita að útgefanda. Starfsmaður Jeepster-út- gáfunnar heyrði upptökumar og taldi Murdoch og félaga á að taka upp breiðskífu sem þátt í námi hans í tólistarviðskiptafræðum í háskóla í Glasgow. Liður í náminu er að taka upp og gefa út plötu, yfirleitt smáskífu, en hjá Belle & Sebastian varð niðurstaðan breiðskífa, tekin upp á þremur dögum og gefin út í 1.000 eintökum. Sú er vitanlega löngu ófáanleg og eftirsótt af söfnurum. I kjölfai’ útgáfunnar gerði Belle & Sebastian samning við Jeepster og fyrsta breiðskífan, If You’re Feeling Sinister, kom út í nóvember við góð- ar undirtektir. Eftir stíft tónleika- hald um veturinn eyddi sveitin næsta sumri síðan í útgáfu á smáskífum, sú fyrsta, Dog On Wheels, komst á vinsældahsta í Bretlandi, önnur, Lazy Line Painter Jane, var við það að komast inn, en sú þriðja, 3..6..9 Seconds Of Light, var valin smáskífa vikunnar af Melody Maker og NME og komst inn á lista. Næstu mánuðir fóru í að taka upp þriðju breiðskíf- Theo „Touché" Keating og Paul J. „Regal“ Eve. sveitinni á safnplötuna frægu Give ‘Em Enough Dope og vildi meira. Um vorið 1995 kom svo út tólftomma með þeim félögum Nil by Mouth / To Easy og var ekki síður tekið en því sem á undan var komið. í kjölfar smáskífanna fengu þeir Touché og Regal ýmsar beiðnir um enriurhljóðblanrianir og viðvik fyrir aðra og tóku sér því drjúgan tíma til að vinna sína eigin skífu sem kom út 1996, sú hét Executive Suite. Seinni- hluta síðasta árs kom svo út önnur breiðskífan, The Antidote, hræringur af fönki, triphop og almennu stuði. Arfur Hluti sjömenninganna í Belle & Sebastian. una. Hún kom svo út haustið 1997, heitir If You’re Feeling Sinister og vakti á sveitinni mikla athygi, sér- staklega vestan hafs. Skömmu fyrir jól kom svo út platan The Boy With the Ai-ab Strap, sem notið hefur tals- verðrar hylli, ekki síst hér á landi. Ein af kvíslum í bresku poppi er upp full með trega og súrrealískri naflaskoðun; einskonar þjóðlagatón- list fyrir þunglynda. Felt, átrúnaðar- sveit Murdochs, eins og áður er rakið, dró mjög dám af þessu, og einnig má minna á Donovan og Nick Drake. Þær eru legíó bresku hljómsveitirnar sem fetað hafa álíka slóð. Þar eru þó víða tæp einstigi þar sem táradalurinn blasir við á aðra hönd og allmargar falla í þá gryfju að vera bara væmnar og yfirþyrm- andi. Belle & Sebastian hefur aftur á móti fyrirtaks lagasmið innan sinna vébanda sem gerir gæfumuninn. Lostafullur Chef, sem Isaak Hayes leggur til rödd. MEÐ geggjaðasta efni sem gefur að líta í sjónvarpi er þáttaröðin um félagana í South Park, Kenny, Cartman, Kyle og Stan. Ýmsir fleiri koma við sögu í þáttunum og þar á meðal tónlistarmenn enda er mikið um tónlist í þeim. Fyrir skemmstu kom út diskur með tón- list tengdri South Park. South Park er smábær í Colorado upp fullur af sérkennilegu fólki og furðufuglum. Rödd skynseminnar f bænum er rödd mat- sveinsins í skólaeldhúsinu, en oftar en ekki er það sem hann hef- ur fram að færa svo litað af óbeislaðri eðlunarfýsn að lítið er á því að græða. Hann syngur nánast í hveijum þætti og þá oftar en ekki lostafulla mansöngva. Dylst engum sem heyrir að þar fer Isaac Hayes og undanfarið hefur hann átt Iag á vinsældalistum víða um heim, Chocolate Sal- ty Balls sem er einmitt að finna á skífunni. Hayes syngur þijú lög til á plöt- unni sem Chef, þar af eitt með Meat Loaf, en aðrir sem koma við sögu eru t.d. Ozzy Osbourne, Master P, sem rappar/syngur Kenny’s Dead og vísar í frægt lag Curtis Mayfi- eld, Puffy Coombs, Ma- se, Primus, Elton John, Devo, Ween Rancid og Joe Strummer, en ekki má gleyma Eric Cartman sem syngur á sinn sérkennilega en þó heillandi hátt Come Sail Away. TRYGGVI Hansen kvaddi sér hljóðs á síðasta ári með geisla- disknum Vúbbið erakoma, disk með tónlist sem hann samdi sjálfur og flutti að mestu einn, en hann gaf diskinn einnig út og framleiddi sjálfur heima í stofu, aukinheldur sem hann handlitaði umslögin. Fyrir stuttu kom út annar diskur frá Tryggva, Inuals dansai’, sem eins er farið með. Tfyggvi Hansen segir að hann sé sífellt að fást við tónlist. „Ég er að syngja alla daga og þá er ég með segulbandið í gangi svo þetta dettur inn ... það verður ekki hjá því kom- ist,“ segii’ hann og kímir. Það kostar mikið umstang að gera allt sjálfur, að ekki sé talað um þegar menn eru fai’nir að framleiða disk- ana sjálfir heima í stofu. Tryggvi segist og sjá fram á að annaðhvort þurfí hann að setja upp verksmiðju Nútíma- leg blanda Framleiðandi Tryggvi Hansen. með fjölda manns á launum eða þá að leita til útgáfu með næstu plötu. Sú gæti reyndar komið fyrr en varir því hann segist vera með tvær plötur í deiglunni, aðra þjóðlega en hina með meira rafmagni. Á Vúbbið erakoma var sam- bland af þjóðlegri tónlist, hringdönsum og kvæðasöng, og rafeindatónlist og Ti-yggvi seg- ist reyndar kunna því mjög vel að blanda þessu saman og gerir það á Inuals dönsum. I framtíðinni segist hann þó langa til að skilja bet- ur á milli á plötum og meðal annars verði plöturnar í vor þannig. Ti-yggvi hefur lítið gert af því að spila tónlist sína opinberlega, en hann segir að það sé ekki vegna skorts á áhuga. „Ég hef ekki fengið mig í það að spila á öldurhúsum og kirkjur finnst mér of formlegar þótt góður hljómburður sé í þeim mörg- um. Kannski ég reyni að finna mér gott skot niðri í bæ eða sund til að spila í eða úti í náttúrunni, ég fer reyndar oft út í náttúruna og spila og syng með vinum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.