Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 B 7 GLÆSILEGT hús við Miðstræti og annað sem þyrfti upplyftingar við. í KRINGUM aldamótin voru byggðir rúmlega 100 steinbæir í Reykjavík. Nú eru innan við 20 eftir, meðal annarra þessi við Vesturgötu 50. „Mjög gaman er að verða vitni að því hvað fólk er tilbúið að leggja á sig til að endurgera húsin í upprunalegri mynd.“ Morgunblaðið/Golli STARF Nikulásar Ulfars Más- sonar felst meðal annars í sérfræðiráðgjöf og umsögn- um um endurgerð gamalla húsa. sjóð. Þau höfðu alls staðar komið sér mjög vel og það verið gert sem menn sögðust ætla að nota pening- ana til. Undantekningin var eitt hús, þar sem endurgerðin orkaði svolítið tvímælis." Endurnýjun húsa frá miðri öldinni Nikulás tekur fram, að nú sé komið að viðhaldi húsa frá miðri öldinni, svo sem í Norðurmýri, Hlíðum og Teigahverfi. „Fólk er byrjað að endumýja nokkurn hluta þeirra og þá oft þvert gegn stíl hússins. Þarna er við erfíða hluti að eiga eins og steyptar rennur, sem óneitanlega er dýrara að gera upp en brjóta niður og búa til timbur- kant, sem er gjörsamlega úr takt við þessi hús. Annað dæmi um að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað það er með í höndunum er þegar farið er að mála skeljasandshúsin. Aftur á móti hafa sum húsanna verið hraunuð upp á nýtt, sem er jákvætt. Stofnkostnaður er meiri í upphafi en þegar til lengri tíma er litið borgar þessi aðferð sig, því það hefur sýnt sig að hraunhúðin stendur að minnsta kosti í 50 ár. Húsin eru byggð í fúnkísstíl með homgluggum og stærri rúðum. Það sama á við hér og við töluðum áðan um varðandi timburhúsin, að það er mjög mikilvægt að breyta ekki gluggagerð þeirra.“ Landsbyggðín I framhaldi af þessu berst talið að gömlum húsum í nágranna- byggðarlögunum og úti á landi, þar sem byggingarnefndir á hverjum stað hafa ákvörðunai’valdið. Sé húsið aftur á móti byggt fyrir 1918 sker Húsafriðumefnd ríkisins úr um breytingai-nar eins og í Reykja- vík. Nikulás nefnir Seyðisfjörð og Akureyri sem dæmi, þar sem vel hefur verið staðið að endurgerð eldri húsakosts. „I gömlum bæjar- hlutum þessara staða hafa verið gerðir verulega skemmtilegir hlut- ir og þar er fólk mjög meðvitað um minjavörslu, sem sést kannski best á því að bæði Seyðisfjörður og Akureyri hafa látið gera húsarann- sóknir á gömlu bæjarhlutunum sín- um. Það hefur til dæmis Hafnar- fjörður ekki gert, enda er dálítið um að hús hafi verið gerð þar upp á vitlausan máta. Einnig er mikið um að jafnvel minnstu bæir séu að láta gera upp elsta húsið. Þegar Hofsósbúar gerðu upp pakkhús sitt má segja, að það hafi heldur betur komið bænum á kortið. Fólk tók krók frá hringveginum til þess að skoða húsið, sem var aftur grundvöllur fyrir því að settir voru upp fínir veitingastaðir og Vesturfarasetrið. Minjavarsla, sem er í góðu sam- bandi við almenna ferðamennsku í landinu, getur verið mikil lyfti- stöng fyrir bæina.“ Betra heima setið en af stað farið Nikulás segir að vilji menn gera upp hús sín sé meginreglan sú að reyna að nálgast upprunalega forniið. „Við sem vinnum að minja- vörslu höfum eina góða setningu sem ég tel mjög mikilvægt að hafa að leiðarljósi við endurgerð eldri húsa: Ef það á að gera betur en vel, þá getur farið verr en illa. Þetta skyldu menn hafa í huga,“ segir hann. HÚSIÐ Njálsgata 40 var byggt í kringum 1906. Bú- ið var að stækka húsið til vesturs þegar núverandi íbúar fluttu inn, en aðrar breytingar utanhúss hafa nýju íbúarnir séð um. Morgunblaðið/Golli Alltaf búið í miðbænum ÞEGAR Asgeir Ásgeirsson og Ardis Henriksdóttir keyptn neðri liæð og kjallara liússins nr. 40 við Njálsgötu árið 1990, höfðu þau þegar reynslu af því að gera upp gamla íbúð. Nýja húsið freistaði Ásgeirs, og hann sá mikla möguieika á að gera það upp. Ardis viðurkennir að sér hafi í fyrstu ekkert lit- ist á húsið. Það hafi þurft að tala hana til, því mik- ið verk var fyrir liöndum. Meðal annars var kjall- arinn algjörlega ófrágenginn og í viðbyggingunni hafði verið ýmiss konar starfsemi svo sem fiskbúð, bókabúð, bíiasala og fleira. „Við bjuggum ekki í risíbúðinni á meðan við gerðum hana upp, svo það tók aðeins hálft ár. Hér vorum við að rífa gamla bárujárnið af húsinu um leið og við fluttum inn og endurgerð þessa húss hefur verið það mikið verk að við erum enn að,“ segir hún. Gífurlegar breytingar hafa orðið á húsinu bæði utan og innan og vart gerlegt fyrir þann sem hef- ur ekki séð umskiptin að gera sér þau í hugarlund. Ný klæðning hefur verið sett utanhúss, skipt hefur verið um glugga og minni gluggar settir í ásamt gluggafaldi. Þá var pípulögn og rafmagn tekið f gegn, herbergjaskipan breytt, húsið gert íbúðar- hæft í kjallara, þar sem allir milliveggir voi-u brotnir niður og búin voru til þrjú svefnherbergi auk baðherbergis og gangs. Sameiginlegur inn- gangur var með risi, sem breytt hefúr verið í sér- inngang. Einnig færðu þau tií stigann úr fbúðinni niður í kjallara og breyttu honum. Sömuleiðis fékk eldhúsið algjörlega nýja ásýnd. Allt hefur þetta kostað sitt. en þau hafa ckki haldið utan uni kostnaðinn. „Ég held að við viljum ekki vita það,“ segir Ardis og bætir við að allir peningar, sem þau hafi getað séð af, hafi farið í húsið. í fyrra fengu þau 100 þúsund króna styrk úr Húsverndarsjóði, sem var notaður við lokafrá- gang að utan eins og að niála húsið, ganga frá rennum og múra. Þekking sem er að hverfa? Morgunblaðið/Ásdís HEIMILISFAÐIRINN Ásgeir Ásgeirsson hefur lagt þúsundir vinnustunda í húsið. Sjá má hversu stórir gluggarnir voru áður en húsinu var breytt. SJÖ lög veggfóðurs voru á einu herberginu og þar á meðal Morgunblaðið frá 1948, sem Ardis Henriksdóttir heldur á. Einnig mátti sjá bút af sérútgáfu af dagblaðinu Dispatch. deyja út, því þessar gömiu aðferðir eru hvergi kenndar, svo ég viti til,“ segir Ásgeir. í framhaldi af því nefnir liann að mjög mikil- vægt sé, að fólk sem geri breytingar á húsum sín- uin leiti til fagmanna og þeirra sem sérþekkinguna liafa í stað þess að gera bara einhveijar breyting- ar. „Það er synd að fá ekki menn sem kunna til verka. Það þýðir jafnvel tvíverknað. Það þyrfti líka að vera eitthvert eftirlit með breytiiigunum, svo að fólk sé ekki að gera einhverja vitleysu," segir hann. Tveir smiðir, Guðmundur Hjörleifsson og Bern- harð Guðuason, hafa verið stoð og stytta þeirra Ásgeirs og Ardisar hvað varðar hugmyndir og vinnu. Auk þess hafa ættingjar og vinir veitt ómet- anlega aðstoð og nefnir Ásgeir sérstaklega bróður sinn, Krislján Ásgeirsson arkitekt og föður þeirra bræðra, Ásgeir Sigurðsson. „Það eru langt frá því allir sem kunna að setja bárujárn rétt á hús. Þeir Guðmundur og Bernharð, sem báðir eru komnir á efri ár, lærðu af sér eldri mönnuni. Maður óttast að þessi þekking fari að Nýtt hús - kannski Þegar Ásgeir og Ardis eru í lokin spurð hvort þau geti einhvern timann liugsað sér að gera upp annað hús, ef þeim byðist það, svarar Ásgeir: „Ég myndi ekki segja nei strax ...“ Og Ardis bætir við: „Ef þetta hús verður of lítið þá myndi ég tíma að selja það. Við mundum þó öruggleg kaupa annað hús hér í kring, því við höfum alltaf búið í miðbæn- um. Það er allt annar andi í göinlum húsum, það gerir allt þetta brak og marr. Við gætum ekki ver- ið án þess.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.