Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 B 15*. „Fangaklefinn var háskóli, deild með sjö rússneskum byltingarmönnum er kepptust við að kenna einum amer- ískum nemanda speki lífsins áður en móða dauðans lyki um þá sjálfa,“ Nú bárur frelsis brotna á ströndum boða kúgun ragnarök... „í fyrsta skigti var ég barinn vegna annarra. I fáránlegri, næst- um munúðarkenndri hrifningu nýrrar hugsjónar lét ég mig einu gilda höggin. Eins og glampi af eldingu leiftraði um hrifinn, en óttasleginn hug minn: „Þú ert sleg- inn til riddara af reglu sjálfrar þjóðarinnar." I andrúmi þessara sviptinga allra átti Ely eitt sitt mesta ástarævintýri. Hann varð ástfanginn af ungri, fallegri, gáf- aðri og róttækri konu sem Nadya hét. Faðir hennar var læknir og hann batt um sár sem Ely hafði fengið í átökum við hermenn yfir- valda. Um fund þeirra Nadyu segir Culbertson: „Sumir dagar eiga undramátt, þótt árin h'ði, er ein stund þeirra voldugri en þúsundir annarra... Á þessari stuttu stund hafði ég flutt ást mína - andlega og jarðneska - frá mömmu til þessar- ar ókunnu konu.“ Nadya sveigði Ely undir strangan aga byltingar- sinna og hann var tekinn í flokkinn til reynslu. Ely gerðist atvinnuspil- ari til þess að safna fé íyrir flokk- inn. Hann tók að nýju að spila spil- ið tuttugu og eitt. Hann spilaði stundum alla nóttina og gróðinn gat komist upp í þrjú hundruð rúblur. Hann hætti kvennafari og predikaði ágæti byltingarinnar. Xenia, móðir Ely, íylgdist áhyggju- full með þróun mála. Hún brá á það ráð að ávarpa samkomu bylt- ingarsinna og átelja þá íyrir að ætla að selja Þjóðverjum heilagt fóðurlandið. Kápulausri, með hatt- inn í öðrum vanganum, hárið úfið og kjóhnn rifinn var henni bjargað úr greipum múgsins. Flumbruð í andliti grét hún vegna yfirvofandi hruns Rússaveldis. Ástmeyjarmissir og fangavist Ely tók að sér að fýlgja móður sinni og móðursystur sinni til lækninga til Karlsbad og átti að vera hjálparmaður byltingarmanna í þeirri ferð og taka sendibréf og bækur heim til Rússlands fyrir þá. Honum tókst þetta ætlunarverk en byltingin fyrri var að hjaðna niður. Ely og Nadyu dreymdi um að flytja til Ameríku, fara þar í há- skóla og styrkja sig til stórræða í Rússlandi síðar. En draumar þeirra fengu snöggan endi. Oeirð- armenn brutust inn á heimili Na- dyu, nauðguðu henni og kyrktu hana. Fóstra hennar var drepin hka. „Ég átti engan guð. Ég skammaðist mín íyrir sjálfan mig. Draumar mínir og hugsjónir voru mótaðir af Nadyu. Aðeins ein leið lá frá fullkominni örv'æntingu til viðunandi friðar og hugarhægðar. Það var leið hefndarinnar,“ segir Ely í æviminningum sínum. Þrátt íyrir tilraunir fóður Nadyu til þess að hamla hefndarþorsta Culbert- sons bauð hann sig fram til þess að ráða landshöfðingjann af dögum en boði hans var ekki tekið, m.a. af því hann var amerískur ríkisborgari. Ely var í hættu staddur og móðir hans ákvað að hann færi til fundar við fóður sinn í Prag. Hann var tekinn höndum á leiðinni og hf hans var í hættu en móðir hans reyndi allt hvað af tók að fá hann fluttan til Yekaterinodar á ný. Hann sat í fangelsi með nokkrum byltingarmönnum og af þeim öllum nam hann eitthvað. „Fangaklefinn var háskóli, deild með sjö rúss- neskum byltingarmönnum er kepptust við að kenna einum amer- ískum nemanda speki lífsins áður en móða dauðans lyki um þá sjálfa,“ segir Ely. Félagar hans voru sumir líflátnir en hann var fluttur heim og settist á skólabekk á ný. Hann var þó fastákveðinn í að ævistarf hans skyldi vera unnið í þágu byltingarinnar og rithöfund- ur ætlaði hann að verða líka. Hann afréð að hætta við ferð til Evrópu en hverfa á vit rússneskrar alþýðu og deila kjörum með henni. Því æv- intýri lauk með því að bróðir hans sótti hann og fór með hann heim til Yekaterinodar. Þar var afráðið að Ely héldi til háskólanáms í Yale- háskóla í Bandaríkjunum ásamt eldri bróður sínum. Rótleysi og ruslaralýður Ely Culbertson féll ekki vel inn í stúdentalífið í Yale. Smám saman fékk hann æ meiri löngun til þess að kynnast lífi lægri stétta í Banda- ríkjunum. Hann leigði sér herbergi í Bowery, sem var einna mest um- ferðargata í New York um þær mundir, og hafði aðeins fáeina dali í vasanum. Námsstyrk frá fóður sínum afsalaði hann sér í hendur bróður síns. Þegar Ely var orðinn nær félaus leigði hann sér rúm í al- menningsskála fyrir síðasta dollar- ann. Hann reyndi að fá sér vinnu en fékk enga. Hann lagði lag sitt við slæpingja og komst upp á lag með að krækja sér í morgunverð fyrir fimm sent. Ekki leið á löngu þar til hann var kominn í kynni við alls kyns ruslaralýð. Þegar hann svo þáði kaffi og brauðbita á veg- um borgarinnar varð hann að strita við grjótnám daginn eftir. Síðan var honum komið fyrir á stofhun fyrir unga umkomuleysingja. Þar var hann í mánuð og lærði að eigin sögn margt og eignaðist vini. Þar fór hann að tefla og lagðist í heim- spekilegar hugleiðingar, einkum var hann hrifinn af Spencer. Félag- ar hans voru smáglæpamenn sem síðar urðu voldugir í undirheimum New York á bannárunum. Ely var óðum að kynnast Ameríku með öll- um sínum undarlegu, örsmáu ver- öldum. Hann kynntist m.a. eitur- lyfjaneytanda og konu hans þegar hann vann á veitingahúsi um tíma og bjó hjá þeim þangað til móðir hans kom frá Rússlandi. Xania, móðir Ely, var komin með sykursýki og smám saman varð hún veikari þar til hún lést eftir að hafa drukkið heillaskál að rúss- neskum hætti í kampavíni, sonum sínum til heiðurs. Hún tæmdi glas- ið í botn og varpaði því á gólfið að rússneskri venju, svo féll hún í svefn og vaknaði ekki aftur til lífs- ins. Bróðir Ely tók þetta svo nærri sér að hann reyndi að fyrirfara sér en Ely bjargaði honum á síðustu stundu. Þeir bræður keyptu fjöl- skyldugrafreit og sömdu um sálu- messur í rússnesku dómkirkjunni í New York. Ekkert grafletur lét Ely setja á leiði móður sinnar. Eft- ir lát Xeniu hóf Ely á ný háskóla- nám en hætti þvi aftur og hélt til Ítalíu til fundar við föður sinn og yngri bróður, sem var orðinn þekktur fiðluleikari. Faðir Elys gaf honum enn kost á háskólanámi og hækkaði námsstyrk hans og bauð honum jafnframt að dvelja hjá sér til að ná kröftum. Dvölin meðalt ruslaralýðsins hafði tekið sinn toll. Þegar leið að hausti fór Ely aftur^ GSM sími Þessi skilur íslensku -ilveg! tslensk valmynd Ending rafhlöðu allt að li tímar í tali og i35tímaribið* SMS skiiaboð Rciknivél • 15 hringitónar • 15 númera endurval • 9 númera skammval • Þyngd 153 g (með léttri rafhlöðu) * miðað vid Powftr-raíhlóðu Wk. Fyrsti GSM síminn með íslenskri stafsetningu í valmynd Betra samband Benefon IO notar sérstaka loftnetstækni til að bæta sambandið og næst þess vegna betra samband á svæðum sem annars er erfitt að ná sambandi á. Fyrir hörðustu skilyrði Benefon IO er hannaður til að duga. Hver Benefon 10 er prófaður við mismunandi hitastig og tryggir það öruggt samband við allar aðstæður. Tilboðsverð aðeins 29.980 Listaverð 34.980 stgr. ' ; SIMINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.