Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR eru oft válynd á íslensk- um fjöllum. Það vita þeir sem reynt hafa, að ekkert grín er að festast í bíl sínum í snjóskafli á heiði uppi eða öræfavegi, komast hvorki lönd né strönd, og veðrið úti snælduvitlaust. Þá eru það gjarnan menn eins og Sigurður Jónsson, snjóruðningsmaður á Egilsstöðum, sem koma til hjálpar. Aðalstarf Sigurður og starfsbræðra hans er vitaskuld að halda vegum opnum, eins og það er kallað; að ryðja snjó í því skyni að þörfustu þjónar mann- anna nú til dags - blikkbeljurnar - kom- ist leiðar sinnar, en fyrir kemur að þeir aðstoði ferðalanga sem sitja fastir. Sigurður fer um á fjögurra öxla Benz vörubifreið, og skellir snjóplóg framan á hana áður en haldið er af stað til ruðnings. „Það er mjög gott að moka á þessum bíl. Hann stendur miklu betur í snjónum en ella, fyrst hann er með tveimur hásinkum að framan. Og það er léttara að koma honum upp á veg- inn fyrir vikið, ef maður lendir eitthvað út fyrir kantinn." Það kemur oft fyrir, segir Sigurður, en kveðst þó aldrei hafa lent í neinni hættu vegna þessa. „Þeir eru svo misjafnir og krókóttir, þessir veg- ir. Og svo er oft mjög blint vegna birtunnar, þannig að maður fer stundum aðeins út fyrir. En það skiptir varla neinu máli á svona bíl.“ Vinnudagurinn hjá Sigurði er iðulega þrettán til fjórtán tímar, frá því hann fer að heiman á Egils- stöðum þangað til heim kemur á ný. Hann mokar fyrst veginn upp Jökuldal, fer stundum inn Hrafn- kelsdalinn - þar sem eru tveir bæ- ir, Vaðbrekka og Aðalból - og síð- an upp á Möðrudalsöræfi og alla leið að Grímsstöðum á Fjöllum. Aðrir sjá svo um að moka frá Mý- vatni að Grímsstöðum. Fyrirtækið sem Sigurður starfar hjá sér einnig um að moka Fjarð- arheiðina niður á Seyðisfjörð, Vatnsskarðið út á Borgai’fjörð eystri og síðan uppsveitir Fljóts- dalshéraðs, eftir því sem óskað er. Hann segir birtuna oft hvim- leiða. „Það er albest að moka í myrkri við ljós frá bílnum; að fara af stað snemma morguns og svo að moka fram á kvöld,“ segir Sigurð- ur. „Þegar mjög bjart er og snjó- birtan mikil í ofanálag getur verið erfitt að athafna sig. Það er mjög þreytandi." En þrátt fyrir erfið skilyrði reynir Sigurður alltaf að halda sínu striki. Einstaka daga er reyndar einfaldlega ekki hægt að moka vegna veðurs, en hann segir þá ekki hafa verið marga í vetur. „Við reynum alltaf að ryðja; reyn- um að fylgja umferðinni. Oft er þannig veður að við gerum lítið annað en íylgja umferðinni fram og til baka. Þá fennir jafnharðan og við höfum skafið, eins og til dæmis í dag,“ sagði Sigurður þeg- ar Morgunblaðið spjallaði við hann eitt kvöldið um miðja vikuna; þá þurfti ég að fara látlaust fram og til baka því það skóf alltaf jafn- harðan. Þó var ekki hríð og ekki einu sinni mikill snjór. En á fáein- um stöðum skóf aftur og aftur í skafla.“ En skyldi Sigurði aldrei þykja einmana- legt, svona einum í bílnum? „Nei, ekki finnst mér það nú,“ svarar hann. „Eg finn ekki fyrir því. Eg hef símann og svo er nú yfirleitt einhver um- ferð. Það er helst ef umferðin er lítil að manni fínnst kannski svolítið einmanalegt, einn í heiðinni. En þegar maður er á ferð- inni eru dagarnir yfir- leitt fljótir að líða - þegar mikið er að gera. Eg held að manni leiðist helst ef það er rólegt. Best er að hafa nóg að gera; það er líklega sama í hvaða starfi það er. Eg held það hljóti alltaf að vera best þegar nóg er við að vera í vinnunni." Hann segist latur við að stytta sér stundirnar á fjöllum með því að hlusta á útvarpið. Er nánast aldrei með það á eða músík á segulbandi. Finnst betra að njóta þagnarinnar í bílnum. Hann segir umferð töluvert meiri á Fjarðarheiðinni en öðram svæðum þar sem fyrirtækið sér um mokstur. „Þar af leiðandi lendir maður oft í því að draga bíla þar, þegar veðrið er leiðinlegt. í svo- leiðis veðri má auðvitað ekkert út af bera, þá stendur allt fast.“ Og TALSVERT hafði snjóað á Biskupshálsinum, eins og sjá má. Aðeins helmingur SIGURÐUR fylgist grannt með veðurfregnum í sjónvarpi. Hér er hann heima í í Kristjánsdóttur og sonunum. Jón Benedikt, 5 ára, er í fangi föður síns en Krií

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.