Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ Líkur taldar á að Gaul hafi sokkið eftir árekstur við skip STÓR dæld, fjöldi rispa og gat á kinnungi flaks breska togarans Gaul hafa orðið til þess að gefa kenningum um að hann hafi ekki bara farist af völdum óveðurs byr undir báða vængi. Gaul fórst með allri áhöfn, 36 manns, í fárviðri í Barentshafi 8. febrúar 1974 og í næstu viku verða því 25 ár liðin frá slysinu. Ekkert neyðarkall barst frá togaranum á sínum tíma og óvissa var sögð um slysstaðinn. Fannst flakið ekki fyrr en í leiðangri breskra sjónvarps- manna sumarið 1997. Opinber rannsóknarleiðangur var sendur á vettvang í fyrrasumar og námu neðansjávarmyndarvélar þá alls um 40 stundir af kvikmyndum af flakinu. Rannsóknir á þeim hafa leitt skemmdir á skipsskrokknum í ljós og hafa þær vakið mikla athygli HJÓNIN Bob og Elisabeth Dole hafa að sögn bandarískra fjöl- miðla augastað á íbúðinni við hlið- ina á sinni í Watergate-bygging- unni í Washington, en hún er í eigu fjölskyldu Monicu Lewinsky. Bob Dole bauð sig fram gegn Bill Clinton í forsetakosningun- um árið 1996 og talið er líklegt að Elisabeth Dole muni sækjast eft- ir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosning- unum á næsta ári. í heimahöfn skipsins í Hull á Englandi. Að sögn breska blaðsins Hull Daily-Mail er dældin á kinnungnum fimm til sex fetum yfir sjólínu og gat er á stálbyrðingi, sem var þó sérstaklega styrktur til siglinga í ís. Ljóst þykir að skipið hafi lent í árekstri en hvort það var við kafbát, annars konar skip eða eitthvað ann- að er óljóst. Ættingjar áhafnar Gaul höfðu vonast til að lík þeirra væri að finna í flakinu, en engar líkamsleifar er að finna á myndböndunum. Hefur það orðið til að kynda undir kenn- ingar um að áhöfnin hafi verið tekin föst og flutt til Rússlands en grun- ur hefur lengi verið um að Gaul hafi ekki verið að veiðum í Barentshafi, heldur í einhvers konar njósnaleið- angri. Dole hefur til þessa yfirleitt hent gaman að því þegar fjöl- miðlar hafa spurt hann að því hvernig honum þætti að vera ná- granni Monicu Lewinsky. Pegar Lewinsky-málið stóð sem hæst á síðasta ári sagði hann eitt sinn að hann myndi í framtíðinni ganga mjög hratt fram hjá íbúð hennar til að koma í veg fyrir að hann gengi i flasið á henni, en slíkt mætti hæglega mistúlka. Læknar sanni hæfni sína London. The Daily Telegraph. SÉRFRÆÐINGUM á sjúkrahús- um og heimilislæknum verður gert að sanna hæfni sína reglu- lega og sýna að þeir hafi fylgst með þróuninni f læknavisindum, samkvæmt reglum sem bresk heilbrigðisyfirvöld hafa lagt til. Læknar sem standast ekki kröfurnar eiga á hættu að missa starfsleyfið, jafnvel þótt þeir hafi lokið endurmenntun, sam- kvæmt tillögunni. Stofna á sér- staka nefnd sem á að skera úr um hvort læknarnir séu enn hæfir til að gegna störfum sín- um. Ekki hefur verið gengið frá reglunum í smáatriðum, en Iík- legt er að endurmatið á hæfni læknanna fari fram á fimm ára fresti. Gert er ráð fyrir því að reglurnar taki gildi eftir tvö ár og stefnt er að því að þær nái síðar til allra lækna í Bretlandi. Samkvæmt núgildandi reglum þurfa sérfræðingar á breskum sjúkrahúsum ekki að sanna hæfni sína formlega eftir að þeir fá starfsleyfið. ÆMast er til að þeir fylgist með þróuninni í læknavísindum en mál nokkurra vanhæfra skurðlækna hafa orðið til að yfirvöld telja nú þörf á strangari reglum. Breskur hjartaskurðlæknir var t.a.m. sviptur starfsleyfinu í júní eftir að 29 börn, sem hann skar upp, höfðu dáið, eða um helmingi fleiri en sérfræðingar telja eðli- legt. Öðrum hjartaskurðlækni var bannað að skera upp börn í þijú ár vegna sama máls. Kaupir Dole íbúð Lewinsky? SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 B 13 , Holl og bragðgód jurtakœfa Þrjár liúffengar bragðtegundir! Fæst í flestum matvöruverslunum Dreifing: Heilsa ehf. S:5B3 3232 Fyrir öskudaglnn! Vsrslanlr tg IpSiMci Mikið úrval af góðu gotti fyrir káta krakka Mllii PÓRÐUR SVEINSSON & CO. ehf. sími: 525 2660 Nú getur þú pantað sendingu heillaskeyta á Intemetinu. Þú ferð einfaldlega inn á heimasíðu Símans, á slóðina www.simi.is/ritsiminn, skrifar viðeigandi texta og velur mynd sem þú vilt hafa á heillaskeytinu. Síðan sér Síminn um að koma skeytinu til viðtakanda. SÍMINN Heillaskeyti Símans eru skemmtileg leið til að gleðja vini eða skyldmenni á afmælisdögum eða öðrum merkisdögum. Lífís Lífeyrissöfnun Tvöfalt öryggi tvöföld ástæða Lífís Lífeyrissöfnun tvinnar saman á hagkvæman hátt 2,2% lífeyrissparnað og tryggingar tengdar lífi og heilsu. Lífís Fjárhagsvernd fyrir lífið Hafðu samband og'kynntu þér málið. Lífís Lífeyrissöfnun. Sími 560 5000. I íinthbanki ívlamK flí w LANDSBRÉF HF. vAimUWCllfLtt ISAWS Bt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.