Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ GRJÓTAGATA 11 hét áður Tjarnargata 3C. Pað er sérstaklega gott dæmi um flutning húss LÍTIL hús verða reisuleg þegar þau hafa verið endurgerð eins og Grjótagata 12. og endurgerð þess á nýjum stað. Stöðugt færist í aukana að fólk kaupi gömul hús vegna þess að það sér mikla möguleika í breytingum á því. Nikulás Ulfar Másson lagði mikla áherslu á í sam- tali við Hildi Friðriksdóttur að menn gerðu sér grein fyrir hvað þeir væru með 1 höndunum, þannig að breytingar væru gerðar í samræmi við gerð hússins og uppruna þess. IN mælistika á menningarstig þjóðar er hvemig hún fer með menn- ingararfinn. Islend- ingar hafa gjarnan litið til bókmenntanna en eru dálít- ið langt á eftir öðrum þjóðum í varðveislu á byggingararfinum, að sögn Nikulásar Úlfars Mássonar, deildarstjóra húsadeildar Árbæjar- safns og sérfræðings um eldri byggðir. Hann segir hins vegar að alls staðar sé skilningur að glæðast á því að þessi menningararfur sé mjög mikilvægur, enda sé engin framtíð án fortíðar. Frá fæðingu og framan af aldri bjó Nikulás í gömlum húsum. Eftir að hann kom heim úr arkitekta- námi frá Bretlandi árið 1985 keypti hann gamalt hús, Hellisgötu 23 í Hafnarfirði, og gerði það upp. Nú býr fjölskyidan hins vegar í stein- húsi frá 1960. „Þegar börnin voru orðin fjögur var gamla húsið orðið alltof lítið og þá var eina hugsunin sú að fá nógu mörg herbergi. Ég er hins vegar harðákveðinn í því að kaupa mér gamalt hús í Þingholt- unum þegar börnin eru farin að heiman," segir hann svo bjartur á svip. Skrá yfir 5.558 hús Hann kveðst alla tíð hafa haft mikinn áhuga á gömlum húsum. Því sló hann til er honum bauðst starf á Árbæjarsafni árið 1991, sem hann gegnir ennþá, en í því felst að veita sérfræðiráðgjöf og gefa um- sagnir um eldri hús. „Það hefur orðið mikil vakning á undanfömum árum og mjög gaman að verða vitni að því hvað fólk er tilbúið að leggja á sig til að endurgera húsin í upp- runalegri mynd. Það er okkar hlut- verk að komast að upprunalegri gerð húsa fyrir fólk.“ Nikulás segir að margir átti sig ekki á því þegar þeir vilja endur- gera eða breyta gömlum húsum, að samkvæmt gildandi þjóðminja- lögum þurfi þeir fyrst að snúa sér til Árbæjarsafns með fullbúnar teikningar um væntanlegar breyt- ingar áður en þær eru lagðar fyrir byggingamefnd Reykjavíkurborg- ar. „Við eram búin að slá inn upp- lýsingar um 5.558 hús eða öll þau, sem byggð eru fyrir 1945, inn í Húsaskrá Reykjavíkur. Þar era meðal annars upplýsingar um byggingarár, fyrstu eigendur og uppranalega gerð hússins. Ef hús- ið er forskalað í dag eða með annarri greinilega yngri klæðn- ingu get ég flett því upp hvernig klæðning hússins var upphaflega. Oft er einnig hægt að sjá hvers konar timburklæðning þetta var, svo sem listasúð, reisifjöl eða liggj- andi panell. Árið 1874 komst Reykjavík inn í branatryggingakerfí Danmerkur og síðan þá hafa öll timburhús í Reykjavík verið brunavirt, þannig að við getum líka elt uppi allar breytingar á húsinu.“ Öðruvísi hugsun nú en hjá ‘68-kynslóðinni Nikulás telur að upphaf þeirrar vakningar að gömul hús séu ein- hvers virði megi rekja tO sigurs Bernhöftstorfunnar í byrjun átt- unda áratugarins. „Það komst í tísku hjá ‘68-kynslóðinni að búa í gömlum húsum í Þingholtunum. Hins vegar gerði þessi kynslóð ekki upp húsin sín samkvæmt þeim kröfum sem gerðar era í dag. Hugsunin var önnur. Núna er fólk spennt fyrir að gera húsin sín upp í uppranalegri mynd. Ég hef oft orðið undrandi á því hvað það gerir sjálft miklar kröfur, jafnvel umfram það sem arkitektamir fara fram á. Þetta á ekki við bara um ytra útlit heldur einnig efnisnotkun og liti, sem skipta líka máli. Fólk er meira að segja farið að láta strekkja striga og veggfóðra í þeim húsum, sem það á við. Einnig að halda í gamla kúlupanelinn, sem yfírleitt er undir gömlu veggfóðri. Allt er þetta part- ur af sál hússins.“ Gluggar skipta sköpum Hér á landi era fáir arkitektar sérhæfðir í endurgerð gamalla húsa. Nikulás segir, að því miður virðist arkitekta oft skorta þá hugsun sem þurfi til slíkra verka. Þeir hafi margir hverjir tilhneig- ingu til að gera húsin of nýtískuleg og þannig vinni þeir á móti upp- runalegri gerð. „Það þarf allt aðra hugsun þegar gömul hús era gerð upp en við nýbyggingar. I íyrsta lagi þarf að skoða aldur hússins og upphaflega gerð og því næst varð- veislugildið. Við höfum til dæmis séð alltof mörg tilvik þar sem hús hafa verið augnstungin sem kallað er, þ.e. að í stað lítilla glugga hafa verið sett eitt eða tvö stór gler. Gluggar skipta öllu máli við endur- gerð húsa, því að þeir era augu hússins. Við höfum svolítið reynt að fara inn á þessa braut í sambandi við fræðslu. Undanfarin fjögur ár höf- um við í samvinnu við Húsafriðun- arnefnd ríkisins og Menntafélag byggingariðnaðarins haldið nám- skeið fyrir iðnaðarmenn sem vilja sérhæfa sig í endurgerð gamalla húsa. Þau hafa almennt verið mjög vel sótt.“ Hverfisgatan þarfn- ast upplyftingar Spurður hvaða hverfi hafi helst tekið breytingum á undanförnum árum segir Nikulás erfitt að nefna einhver einstök. „Við Miðstræti er búið að gera gífurlega skemmtilega hluti. Einnig er sú staðreynd, að Þingholtin og Vesturgatan era smám saman að fá á sig upphaflega mynd, mjög spennandi fyrir okkur sem vinnum að minjavörslu. Þessa mynd var gjörsamlega búið að eyðileggja í gegnum árin.“ Þegar spurt er um eitthvert sér- stakt svæði, þar sem virkilega þyrfti að taka til hendinni, nefnir Nikulás Hverfisgötuna. „Hún er ótrúlega ijót. Þar eru hins vegar mörg fín hús á bak við þá skram- skælingu sem þama hefur orðið." í framhaldi af því nefnir hann, að á næstunni verði auglýstir styrkir Húsvemdarsjóðs og nú sé ætluniirað leggja áherslu á mið- borgina og þá einkum Laugaveg og Hverfisgötu. „í fyrra lögðum við áherslu á Miðstræti, því þar era mörg stór og mikil hús, sem dýrt er að endurgera. Það er aldrei að vita nema Húsvemdunarsjóðurinn einbeiti sér að vesturbænum á næsta ári, því þannig ætlum við að reyna að stýra því, að þessi styrkur nýtist heilum götum í einu en ekki bara einu og einu húsi. Fyrir tveimur árum skoðaði ég ÖU hús sem fengið höfðu lán áður en sjóðnum var breytt í styrktar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.