Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ > MANNLÍFSSTRAUMAR LÆKNISFRÆÐI/Z/^d skýrir brjóstsviða og nábít f Vélindabakflœði FLESTIR kannast við óþægindi eins og brjóstsviða, nábít og uppþembu, einkenni sem koma oft eftir máltíð og versna við að beygja sig fram eða liggja útaf. Slík óþægindi stafa oftast af því að magainnihald nær að renna upp í vélinda, en það er kallað vélindabakflæði. Hjá langflestum gerist þetta sjaldan, er alveg meinlaust og viðkomandi losnar við óþægindin áður en þau fara að valda honum áhyggjum. í slíkum tilfellum verða engar skemmdir á slímhúð vélindans. Þeir sem fá bakflæði upp í vélinda oft og ítrekað, geta að lokum fengið bólgu og skemmdir á slímhúð vélindans en við það versna óþægindin verulega. VÉLINDAÐ má m.a. skoða á röntgemnynd. Vélindað er pípa sem flytur fæð- una úr munni og niður í maga. Þar sem vélindað opnast inn í mag- ann er sterkur hringvöðvi sem hindrar að magainnihald geti flætt upp í vélindað. Vél- indabakflæði verð- ur þegar þessi hringvöðvi starfar ekki eðlilega. Þetta getur gerst ef hringvöðvinn hefur eftir Mognús skemmst eða Jóhonnsson slappast af ein- hverjum ástæðum eða ef þindarslit er til staðar. Þindin er vöðvi sem skilur brjósthol frá kviðarholi og við þindarslit gúlpast hluti af maganum upp í brjósthol en '* við það aukast líkur á bakflæði upp í vélinda. Algengustu óþægindi við vélindabakflæði eru brjóstsviði og nábítur eins og áður getur en einnig geta verið til staðar uppþemba, hæsi, þörf fyrir að ræskja sig, næt- urhósti og kyngingarörðugleikar en öll þessi einkenni versna eftir mál- tíðir og við að beygja sig niður eða liggja útaf. Sumar fæðutegundir auka sýrumyndun í maga og má þar nefna mikið kryddaðan og brasaðan mat en feitur matur hægir á maga- tæmingu og situr því lengur í mag- anum. Þetta eykur hættu á vélinda- bakflæði. Sumt veikir hringvöðvann og má þar nefna súkkulaði, pipar- myntu, kaffí, áfengi og þó sérstak- lega nikótín (úr tóbaki eða nikótín- lyfjum). Offita, og þá sérstaklega ístra, þrýstir á magann og sama gerist á meðgöngu en þá er hring- vöðvinn þar að auki kraftminni en annars. Við langvarandi bakflæði í vél- inda geta orðið skemmdir á slím- húðinni vegna þess að slímhúð vél- indans er ekki gerð til að þola súrt magainnihald. Þetta getur leitt til bólgu, sára og blæðinga og á löng- um tíma til örmyndunar sem þrengir vélindað og veldur kyng- ingarörðugleikum. Greiningin byggist mest á sjúkdómssögu, röntgenmyndatöku og speglun. Einnig eru stundum gerðar mæl- ingar á þrýstingi og sýrustigi í vél- indanu. Við röntgenmyndatöku er sjúklingurinn látinn gleypa skugga- efni og síðan eru teknar myndir. Speglun er gerð í deyfmgu með svipuðu tæki og notað er við maga- speglun, og þá er hægt að skoða út- lit slímhúðarinnar, taka sýni og oft er hægt að víkka út þrengingar ef þær eru til staðar. Þeir sem þjást af vélindabakflæði geta sjálfir gert ýmislegt til að bæta ástandið. Forðast ber að neyta fæðu í 3 klukkustundir áður en gengið er til náða, þeir sem reykja eiga að hætta því án tafar, forðast ber feit- an mat, mjólk, súkkulaði, pipar- myntu, koffein, sítrusávexti, tómat- vörur, pipar og áfengi (sérstaklega rauðvín eða hvítvín). Borða á minna í einu og forðast þröng föt. Gott er að ræða lyfjanotkun við lækni vegna þess að sum lyf auka hættu á bakflæði í vélinda. Hægt er að hækka höfðalag rúms um 10-20 cm, ekki er nóg að nota auka kodda vegna þess að það hækkar bara höf- uðið. Þeir sem eru of feitir ættu að megra sig, stundum er það allt sem þarf. Stundum hjálpar að nota lyf sem minnka sýrumyndun í maga eða sem flýta magatæmingu. Ef þindarslit er til staðar getur verið þörf fyrir að laga það með skurðað- gerð og einnig eru stundum gerðar annars konar aðgerðir til að draga úr vélindabakflæði. Þessi glæsilegi bill er nú til sölu, innfluttur nvr af umboði. Ekinn 50.000 km, árgerð 1997, einn eigandi. 6 cvl.. sjálfskiptur, grænsansaður. ABS bremsur, spólvörn, loftpúðar og m.fl. Upplýsingar í síma 575 1230 á vinnutíma. liXEHÐ' P»C-n!o/.. HAND CREAM Nýjung! Þýsk gæðavara lr{Ei>ID Með því að nota TREND naglanæringuna færðu þínar eigin neglur sterkar og heiibrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. TREND handáburðurinn með Duo-liposomes. Ný tækni í framleiðslu |j húðsnyrtivara, fallegi i 1 1 teygjanlegri, þéttari húð. Sérstaklega græðandi. íiÉjlIÉ EINSTÖK GÆÐAVARA \ li\E!SD Fást i apótekum og snyrti- vöruverslunum um land allt. _______j Ath. naglalökk frá Trend fást í tveimur stærðum Áth. Ándlitskremin frá Trend fást i tilboðspakkningum. Leitið upplýsinga. Útsölustaðir: Ingólfsapótek, Kringlunni, Rima Apótek, Grafarvogi. Ekta augnahára- og augnabrúnalit- ur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í ein- um pakka. Mjög auðveldur í notk- un, fæst í þremur litum og gefur frábæran árangur. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone. Þessi (svarti) gamli góði með stóra _______burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum. TANA Cosmetics Einkaumboó: S. Gunnbjörnsson ehf., s. 565 6317 ÞfÓDLÍFSÞANKAR/Mi ekki líta á sorphirðu sem samfé- lagslegt vandamálf * Abyrg umhvetfisstefna FYRIR skömmu hitti ég frænda minn á ættarmóti og hóf hann umsvifalaust máls á „ábyrgri umhverfisstefnu", sem hann nefndi svo og var mikið niðri fyr- ir. „Við sátum við eldhúsborðið hjónakomin að sötra morgunkaffi,“ sagði hann. „Við vorum að fletta Mogganum og ósköp lítið ft-amundan nema að horfa í gaupnir sér, enda við orðin ellilífeyrisþegar. Small þá ekki í bréfalúgunni - sem venjulega þýðir að hið opinbera hafi ekki alveg gleymt okkur. I glugga- póstinum, sem lá á víð og dreif um forstofugólfíð, lá innan um bréfm saman- brotinn upplýsingableðill, stansaður á köntum til þess að fylgja útlínum ný- tískulegs sorpbfls sem skreytti bleðilinn framanvert. Ég tók hann upp og sá að hann var prentaður á gæðapappír og vandað tfl hans í hvívetna - verldð enda unnið á viðurkenndri auglýsingastofu. Væntanlega hefm- þetta verkefni verið unnið eftir tilboðsreglum lýðræðisins og undir mottóinu „betri nýting, meiri spamaðm-“. Bleðillinn reyndist vera frá borgarstjóranum sjálfum í Reykjavík." Og frændi hélt áfram: „í bleðlin- um talar borgarstjórinn, frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrir hönd hreinsunardeildar gatnamála- stjóra og virðist helst vera að bjóða upp á nýtt þjón- ustugjald á niður- greiddu verði.“ Nú gerði frændi minn andhlé og tautaði síðan lágt: „Þetta ætti Helgi Hjörvar að kynna sér.“ Svo sótti hann í sig veðrið á ný. „Sam- eflir Guðrúnu Guðlaugsdóttur kvæmt bleðlinum eigum við hjónin sem sé að greiða gjald sem heitir sorphirðugjald - en við fáum það víst frítt vegna þess að borgaryfirvöld ætla að lækka fasteignaskattinn að sama skapi - eða svona hérumbil. Þetta skilgreinist í bleðlinum sem breyting á fyrirkomulagi sorphirðu eða sem ÁBYRG UMHVERFIS- STEFNA. Samkvæmt bleðlinum virðast þeir sem vinna í sorpinu eiga að fá meiri peninga fyrir minni vinnu til þess að geta sparað meira og geta víst helst ekki unnið sitt starf nema eitthvað sé til sem heitir sorphirðu- gjald,“ og nú glotti frændi minn. En þetta ólíkindalega bros hvarf þegar hann minntist á Gunnu frænku okkar sem býr í blokk. Sam- kvæmt bleðlinum virtist hún sem sé „liggja illa í því“. í umræddum bleðli er að sögn frænda rætt um sambýli þar sem allir eru sameigin- lega um einn gám, en þannig háttar einmitt til í blokk Gunnu frænku. „Borgarstjórinn hefur fundið út að réttlætið felist í að láta fólk í sam- býlishúsum borga sorphirðugjald eftir rúmmetrafjölda íbúðanna. Og Gunna á endaíbúðina í blokkinni, sú íbúð er stærst og hún býr þar ein eftir að maðurinn hennar dó og börnin fóru. Hún hendir svo sem einni mjólkurfernu á viku og kannski einhverju af kartöfluhýði meðan sex manna fjölskyldan í næstu íbúð, sem er mun minni færri rúmmetrar, kastar mörgum pokum af rusli og umbúðum nánast daglega - líklega hendir sú fjölskylda a.m.k. sexfalt meira rusli en Gunna í hverri viku en á nú samkvæmt bleðlinum að borga mun lægra sorphirðugjald en Gunna.“ Frændi sagði að sér kæmi þetta spánskt fyrir sjónir - ekki síst með tilliti til þess að dómsvaldið hafi nýlega áréttað að ekki megi hafa þjónustu- gjöld hærri en nemur raunveruleg- um kostnaði fólks og ekki megi mis- muna því hvað þjónustugjald varði. „Ljósi punkturinn í þessu öllu er að um næstu aldamót lagast þetta sennilega - eða þannig. Þá stendur til að vigta sorp og hirðu þess á svo að greiða í samræmi við þyngd þess. En skyldi þá eiga að leggja sorp- hirðugjaldið niður eða fær þá íbúð- areigandi, sem leigir öðrum íbúð, að greiða áfram sorphirðugaldið ásamt með fasteignagjaldinu meðan leigj- andi hans greiðir sorphirðuna eftir vigt? Ef svo er gæti svo farið að ein- hver teldi sig vera að spara með því að fara ekki með ruslið út í tunnu. Það verður þá líka vissara fyrir fólk að hafa auga með ruslatunnunni sinni, það gæti nefnilega orðið ein- hverjum mikil freisting að láta frá sér sorp í tunnu nágrannans - eða jafnvel í pappírsgáma - svona óvart. Kannski verður þá jafnvel vissara að kippa öskutunnunni inn í stofu yfir nóttina svo tunnueigandinn geti óhræddur notið lágmarkshvfldar." Frændi minn þekkir til í Þýska- landi og hvernig háttar sorphirðu þar. „í litlum bæ nálægt Frankfurt þurfa menn samkvæmt reglugerð að flokka rusl í minnst fímm ruslapoka innanhúss og það liggur nánast dauðarefsing við því að setja eitt- hvað gler- eða málmkyns í öskutunnur eftir kl. 9 á kvöldin og eftir hádegi á sunnudögum vegna þess mögulega hávaða sem af þvi gæti hlotist," sagði frændi. Hann kvað þó fátt vera svo með öllu illt. „Ef brugðið verður á hið þýska ráð öðlast ellilífeyrisþegar nýja lífsfyll- ingu, líf þeirra mun þá snúast um að flokka sorp og verður það líklega ær- inn starfi - nema þá að maður láti setja arin í stofuna hjá sér og brenni sínu sorpi sjálfur en moki svo ösk- unni út í garð sem umhverfisvænum áburði." - Nú hló frændi hátt. Sagan varð ekki öllu lengri nema hvað frændi „spekúleraði" í hvort þetta mál hefði verið lengi í „nefnd“ hjá borginni. Og sé þetta í raun og veru alvara borgarstjóra þá áleit frændi að fróðlegt væri að vita hvað borgarstjóri teldi vinnast með þessu sorphirðugjaldi? Líka taldi hann að fróðlegt væri fyrh’ fólk að fá að vita hvort þeir einir ættu að borga sorp- hirðugjald sem eiga þak yfir höfuðið. „Er ekki sjálfsagt að líta á sorphirðu frá heimilum sem samfélagslegt vandamál?" sagði hann. „Væri ekki eðlilegt að hafa sömu afstöðu til sorphirðu eins og t.d. vandamála þeirra sem verða fyrir slysum eða verða fórnardýr sjúkdóma? Varla förum við að skattleggja þá meira sem af illri nauðsyn nýta sér Trygg- ingastofnun umfram aðra? Ég sé ekki að það gangi upp að fara að vigta upp úr ruslatunnum hjá al- menningi - öðru máli gegnir kannski með fyrirtæki." Prændi klykkti út með því að segja í hæðnisrómi að meira samræmi hefði að sínum dómi verið í að prenta þessar upplýsingar á ómerkilegan tölvupappír í sparnað- arskyni. „Eða bara að prenta þær alls ekki. Svona plagg - þótt vel hannað sé - það eykur bara við ruslahrúguna." Og með það sneri frændi sér að þorramatnum. Og það má segja honum til hróss að ekki , jók hann á ruslahrúguna" með nein- um leifum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.