Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ > RUTT í rökkurró. Oft er erfitt að athafna sig í mikilli birtu en þeim mun betra snemma morguns eða síðla kvölds. Þá nýtur Sigurður myrkursins og athafnar sig í ljósum bflsins. FUNDAÐ á fjöllum. Sigurður í símauum, en Emil á Vopnafjarðarleiðnni bíður átekta. KEÐJUNUM skellt undir, þegar færðin var orðin leiðinleg uppi á öræfum, ÁFANGANUM náð enn einu sinni. Búið að opna veginn, og bflalestin brunar hjá. Bragi á Grímsstöðum meta að- stæður; hvort þurfi að opna og hvaða tæki þurfi að nota. Hvaða plóg við þurfum. Ef snjór er lítill og veður ekki slæmt sér Vegagerð- in um þetta sjálf. Hún er með pall- bíla til þess.“ En yfirleitt er leitað til Sigurðar. „Það kemur fyrir að veðrið er svo brjálað að við förum ekki einu sinni af stað til að reyna að moka, já, já. Einhverjir slíkir dagar hafa komið í vetur, en það hefur nú ekki verið voðalega mikið. En það er svolítið erfitt að draga mörkin; meta hvenær veðrið er það brjálað að ekki þýði að fara af stað. Það eru sjálfvirkar veðurathugun- arstöðvar á austari fjallgarðinum og maður sér alltaf upplýsingar frá þeim á textavarpinu; vindstigin og hvaða vindátt er. En þær upplýs- ingar segja ekki alltaf allt sem þarf. Það geta verið mörg vindstig þó ekki sé mjög erfitt að keyra í sjálfu sér. Þess vegna er yfirleitt _ best að fara af stað og meta ástandið, þegar á staðinn er komið; hvort borgi sig að ryðja eða ekki.“ Hann nefnir Fjarðarheiðina sem dæmi: „Það geta til dæmis verið tiltölulega fá vindstig hérna, sam- kvæmt textavarpinu, þó veðrið sé alveg vitlaust hinum megin í heið- inni.“ Sigurður segist kunna starfi sínu vel; það sé nokkuð skemmtilegt. „Það er reyndar stopult. Það mætti vera meiri rúntur á þessu, við mættum fara oftar. Það væri ekki verra að hafa enn meiri snjó og þar af leiðandi ennþá meira að gera!“ Sigurður játar því þar af leiðandi að þeir dansi frekar snjódans en regndans - ruðningsmennirnir austur þar! „Við viljum hafa snjó. Og ég held það væri nú í góðu lagi að hér færi að snjóa svolítið al- mennilega; það hefur ekki komið hér snjór í mörg ár sem hægt er að kalla. Segja má að hér í Egilsstaða- þorpi hafi verið fólksbílafært marga síðustu vetur og það er frekar óvenjulegt.“ Og Sigurður segir starfið mjög þakklátt. „Maður finnur fyrir því. Sumh- keyra mann meira að segja uppi þegar maður er kominn hér í Egilsstaði til að þakka fyrir og aðrir hringja. Oftast eru það þeir sem lent hafa í vandræðum. Þegar fólk er ekki vant svona ferðum getur það verið alveg hryllilegt að ferðast á fjöllum í vondu veðri. Sumir ei*u nú hálfskelkaðir að fara þetta, fólk sem jafnvel er að fara í fyrsta skipti og í vondum veðrum verða menn nokkuð oft fyrir því að lenda aðeins út fyrir veg og fest- ast. En það er ekki mikið mál að draga þá upp á veginn aftur á svona bíl eins ógég er á. Aðalmálið er að passa sig, ef þeir eru vel fast- ir, að slíta þá ekki í sundur!“ segir Sigurður og hláturinn kraumar oní honum. Fjandakornið; ekki hefurðu lent í því, segir blaðamaður vantrúaður. En svei mér þá. Sigurður getui- nefnt dæmi um þetta: „Hann sat alveg gífurlega fastur og það slitn- aði allt aftan úr honum! Við festum í hásinkuna á honum og hún kom bara undan. En hann var nú orðinn eitthvað þreyttur, bfllinn!" segir hann og skellihlær. „Bflstjórinn sat eftir í bílnum í skaflinum, eftir að ég var kominn upp á veg. Hann hló nú bara að þessu. Hafði víst grun um að bíll- inn væri orðinn hálflélegur!" sagði Sigurður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.