Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 11
:ORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 B 11 VEGIR liggja til allra átta! Koraið upp Múlann, upp úr Jökuldal. KLAKABRYNJA hlóðst utan á bflinn meðan veðrið var sem verst. Bíllinn sat alveg gíf- urlega fastur og það slitnaði allt aftan úr honumíVið festum í hásinkuna á honum og hún kom bara undan. En hann var nú orðinn eitthvað þreyttur, bíllinn! itofu ásamt eiginkonunni Þorstínu Hörpu stján Þór, eins árs, í faðmi móðurinnar. L Ég held það væri nú í góðu lagi að hér færi að snjóa svolít- ið almennilega; það hefur ekki komið hér snjór í mörg ár sem hægt er að kalla. símastauranna stendur upp úr snjónum. Það er auðvitað miklu betra að halda kyrru fyrir einhvers staðar en að vaða út í óvissu. Það er betra að bíða eftir ruðningstæki, sem opnar leiðina, frekar en æða af stað og göslast í einhverjum sköflum. SIGURÐUR segist aðeins nota keðjur þegar brýn nauðsyn krefur. SIGURÐI finnst gott að starfa í myrkri; birtan geri honum erfitt fyrir. Á BRÚNNI við Brú á Jökuldal, á leið inn í Hrafnkelsdal. Eins gott er að aka varlega þarna yfir enda segir Sigurður aðeins nokkurra sentí- metra bil sitt hvorum megin plógsins út í grindverkið á brúnni. r við slíkar aðstæður er oft um keðjuverkun að ræða, segir Sigurð- ur. Þegar einn festist stöðvast sá næsti og þannig koll af kolli. „Menn eru á misjöfnum bílum og misjafnlega góðir við akstur. Það er bara eins og gerist og gengur. Það gerist oft að menn reikna ein- hverra hluta vegna alls ekki með vondu veðri. Þeir leggja upp í blíð- skaparveðri, sól og logni eins og var til dæmis í dag, en átta sig ekki á því hve veðrið getur breyst snögglega. Það eru til dæmis ekki nema 25 kílómetrar héðan frá Egilsstöðum yfir á Seyðisfjörð, en samt getur verið brjálað veður á Fjarðarheiðinni þó það sé mjög gott á Egilsstöðum. Veðrið er allt annað uppi á heiðum eða öræfum en niðri í byggð.“ Hann segist aðspurður aldrei hafa lent í neinum háska sjálfur. „Nei, aldrei í neinu stórkostlegu tjóni, aldrei keyrt á bíl í skafli eða þess háttar. Það er nú mesta hætt- an í þessu, þegar búið er að ryðja göng og maður kemur aftur í vit- lausu veðri sér maður náttúrlega mjög takmarkað. Það er því eins gott að hafa hugann við það sem maður er að gera. Vera einbeittur við aksturinn. Það er auðvitað bara eins og hver önnur heppni að hafa ekki lent í neinu óhappi. En það er sérstaklega á Fjarðarheiðinni sem þeir hafa lent í því að keyra á bíla sem eru fastir. Umferðin er svo miklu minni þar sem ég er aðallega að ryðja,“ segir Sigurður, en hans „umráðasvæði" er yfirleitt Jök- uldalurinn og öræfin, sem fyrr seg- ir. „Aðstæður geta verið mjög slæmar þó snjórinn sé ekki mikill. Núna er til dæmis bara fól sem kom daginn eftir blotann, en það er alveg nóg til að gera allt saman ófært. Ég var uppi á öræfum í allan dag og hafði varla undan á tíma- bili,“ sagði Sigurður í samtalinu við blaðið. „Það var reyndar bara smákafli sem lokaðist, en stað- reyndin er sú að magnið þarf ekki að vera mikið til að gera ástandið verulega slæmt. Oft, sérstaklega í kringum páskana og jólin, er um- ferðin mikil en þá er veðrið líka oft slæmt. Hretin eru vel kunn. A þessum tímum er lögð meiri áhersla en annars á að hafa vegina opna. I verri veðram en það er reynt ella. Þá er mikið um ferða- menn og mikið um fólk sem er greinilega ekki vant að vera á ferð- inni við þær aðstæður." Og hann svarar því játandi að álagið geti verið töluvert á ruðn- ingsmönnunum á þessum álagstím- um. „Það er allur gangur á þvi _ hvernig menn eru til fara, en yfir- leitt held ég fólk sé nú sæmilega búið. Aðalvandamálið er hins vegar að fólk keyrir oft of hratt miðað við aðstæður og er líklega ekki nógu þolinmótt. Það er auðvitað miklu betra að halda kyrra fyrir einhvei's staðar en að vaða út í óvissu. Það er betra að bíða eftir ruðningstæki, sem opnar leiðina, frekar en æða af stað og göslast í einhverjum sköfl- um.“ Leiðinni milli Egilsstaða og Mý- vatns er haldið opinni alla virka daga nema þriðjudaga. „Það eru aðallega flutningabílar á þessari leið þó auðvitað sé alltaf nokkuð um aðra. En flutningar hafa aukist mikið á landi síðustu ár. Það eru miklu stærri bílar orðnir í flutning- um en fyrir svona tveimur, þremur árum. Fiskur er til dæmis fluttur mikið landleiðina og þá í stóram dráttarbílum með tengivögnum og þá er eins gott að þeir hafi nóg pláss! Því era meiri kröfur um að vegirnir séu opnaðir betur nú en var áður; nú þarf að moka alveg í fulla breidd. Það þýðir ekki að fara bara eina breidd með plóginn vegna þess hve mikið er um stóra bíla á ferðinni. Og við ráðum stund- um ekki alveg einir við verkið. Ef við komum snjónum ekki almenni- lega frá okkur kemur snjóblásari á staðinn og blæs honum lengra burt.“ Sigurður segir eftirlitsmenn á öræfunum láta Vegagerðina vita á hverjum morgni hvort þurfi að ryðja veginn. „Venni í Möðradal og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.