Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ • B 0 l t A • DAGBÓK FRÁ DAMASKUS Forsetinn var kjörinn, kóngur jarðsett- ur og ég flaug á töfrateppi til Beirút Liðin vika hefur verið dálítið sérstæð hérna, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir. I stað þess að fögnuður forsetakosninga væri allsráðandi, var kosn- ingum frestað um nokkra daga og ráða- maðurinn hér í landi arsystur - sem er stundum dáb'tið sér á parti - fannst þetta fullmikið af því góða að þurfa að gefa skýrslu á hverjum degi um gerðir sínar. Og sagði umbúðalaust að það væri hennar mál. Jæja, sagði dr. Hazem rólega. Hvemig væri þá að heyra hvað Jó- hanna hefur gert í gær. Og ég gat ekki verið þekkt fyrir annað en bulla dálítið til að kveða niður efasemdir hinnar banda- rísku. Eg sagðist hafa farið á markaðinn og keypti mér blátt töfrateppi og flogið á því til Beirút og fengið mér sundsprett í sjónum. Síðan hefði ég farið á Kentucky Fried Chicken á leiðinni heim. SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 B 17*- og þeir næsthæstráð- endur þustu til Amman að vera við útför Jórdaníukonungs. Það varð einhver „anti- klimax“ í þessu öllu, þó áfram væri dansað á götum Damaskus og síðan færu kosning- arnar fram með glæsibrag. ÞAÐ hefur verið svali í veðrinu undanfarna daga og rignt heilan helling en um tíma leit út fyrir að veturinn væri á undanhaldi og vor- ið í nánd. En þá sviptist yfir okkur ískalt loft frá Tyrklandi og má segja að Tyrkir séu samir við sig: Þeir ræna ekki bara frá okkur vatninu úr Efrat heldur hella þeir yfir okkur kuldakasti. En síðar í febrúar fer nokk að hlýna og flís- peysan mín fer í frí inn í skáp. Eins og mig grunaði: forsetinn fékk glæsilega kosningu svo að allt í Sovétríkjunum gömlu blikn- ar. Mér er ekki alveg ljóst af hverju þurfti að hafa málverk og myndir af honum hvarvetna fyrst það var nokkurn veginn öruggt að hann næði kosningu. Kannski til að auka á stemmninguna. Því óneitanlega datt hún dálítið niður þegar ákveðið var - af virðingu við nýlátinn Jórdaníukonung - að fresta kosningunum um þrjá daga. Forsetinn og utanríkisráðherrann fóru í jarðarförina og fóru fögrum orðum um Hussein þó allir viti að það hafa ekki verið neinir teljandi dáleikar milli valdamanna í þess- um tveimur löndum. Ég er samt ekki að draga í efa að ákveðin virðing hafi ríkt þarna í millum og kurteisi og mannasiðir eru aðal Araba. Þegar menn komu á kjörstaði máttu kjósendur í heyranda hljóði velja milli tveggja seðla: fá seðil sem á stóð já eða hinn sem á var prentað la - nei. Þeir sem tóku fyrri seðilinn fengu í kaupbæti sér- stakan miða með stimpli sem mér skilst að komi sér ágætlega að ganga með á sér árið um kring ef einhver skyldi fara að draga holl- ustu viðkomandi í efa. En það var ekkert frí í skólan- um, hvorki á jarðarfarardaginn né á kosningadag og hefði einhvem tíma verið minna tilefni til að gefa frí. Við í bekknum mínum erum að ná okkur eftir fríið og eftir nokkra rósemdardaga meðan dr., Hazem gaf nemendum tækifæri til að rifja upp er hann nú kominn á fullt skrið aftur. Hann leggur meiri áherslu á talæfingar en fyrir jólin og við komumst ekki hjá því að gera grein fyrir því á hverjum degi hvað við gerðum eftir skóla daginn áður. Eg hef ekki litið svo á að dr. Hazem sé að hnýsast í okkar einkamál heldur að fá okkur til að nota sem flest orð og æfa okkur í þátíð sagna en bandarískri bekkj- CISCO NETLRUSNIR - RUKIÐ ÖRYGGI Cisco Systems CISCO LflUSNIR TRYGGJfl ÖRYGGI Cisco sérfræðingar Tæknivals eru með viðamikla reynslu og þekkingu á lausnum frá Cisco Systems. Leitaðu ráða, þeir finna lausnina fyrir þig. Cisco er leiðandi afl í framleiðslu og þróun netbúnaðar fyrir fyrirtæki. Lausnir frá Cisco Systems tengja fyrirtæki við Internetið og tengja dreifð staðarnet fyrirtækja saman á hraðvirkan og öruggan hátt. Flest stórfyrirtæki um heim allan treysta rekstraröryggi Cisco lausnanna og hér á landi eru þær m.a. notaðar af Landssimanum, Islandia Internet, Margmiðlun, Tryggingamiðstöðinni, Islenska álfélaginu, Ríkisspítölum og Intis. Cisco og Tæknival - leiðandi afl í netlausnum Tæknival

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.