Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MEYDROTTNINGIN Elísabet I. í túlkun Cate Blanchett í samnefndri kvikmynd. HIÐ fræga Armanda málverk af Elísabetu, málað af Georg Gower 1588/9 og í vörslu National Portrait Gallery í London. ÆSKUÁSTIN Robert Dudley lávarður er leikinn af Joseph Feinnes. Faðir hennar er best þekktur fyrir fjölda eiginkvenna sinna og hann sendi móður hennar á aftökupallinn þegar telpan var aðeins þriggja ára gömul. Sjálf fékk hún viðurnefnið meydrottningin þó að margar sögur spynnust um ástalíf hennar. Það var fyrir hennar tilstilli að enska biskupa- kirkjan var stofnuð og sjaldan, ef nokkurn tíma, stóð ensk menning í jafn miklum blóma. Anna Sigríður Einarsdóttir hefur tínt saman nokkra fróðleiksmola um þessa merkilegu konu. ELÍSABET Tudor, eða Elísabet I, var uppi 1533 til 1603, og var tuttugu og fimm ára gömul þegar hún tók við hlutverki Englandsdrottning- ar. Hún var þriðja og síðasta barn Hinriks áttunda til að taka við krún- unni þegar hún settist í sæti hálf- systur sinnar Mariu Tudor, öðni nafni Blóð-Maríu. Hinrik áttundi giftist alls sex sinn- um og var Elísabet dóttir hans og annarrar konu hans, Anne Boleyn. Skiptar skoðanir voru um lögmæti giftingarinnar, en hinn kaþólski Hin- rik gerði England mótmælendatrúar og rauf samband við Páfagarð í því skyni að fá skilið við fyrstu eigin- konu sína, Katrínu af Aragon. Eng- inn dró þó í efa að Elísabet væri í raun dóttir Hinriks, til þess voru þau of lík. Hún var aðlaðandi en engin fegurðardís, með hvasst nef, rautt hár og grannar, hvítar hendur sem hún var alla tíð mjög stolt af. Hún bjó engu að síður yfír góðum gáfum, kænsku og klassískri menntun sem, ásamt þeirri ákveðni sem líka hafði einkennt skaphöfn föður hennar, áttu eftir að nýtast henni vel í þjóð- höfðingjastarfinu. England rúið f valdatíð Blóð-Maríu Hinrik áttundi lést árið 1547 þegar Elísabet var fjórtán ára gömul. Anne Boleyn hafði hins vegar endaði ævi sína á aftökupallinum þegar Elísabet var þriggja ára. Að Hinrik látnum tók við stutt valdatíð sonar hans, hins unga Eðvarðs sjötta, og síðar Blóð-Maríu sem ofsótti mótmælend- ur fyrir trúvillu af kaþólskri sann- færingu. Þegar María lést barnlaus og óvinsæl var staða Englands slæm, bæði í alþóðamálum sem og heima fyrir. Ríkissjóður var félítill vegna kostnaðarsams stríðs við Frakkland, gjaldmiðillinn stóð veikum fótum og heima fyrir var almenningur sundr- aður í trúarskoðunum. Það ríkti því lítil sorg meðal þegna hennar við andlátið og segja má að almenningur hafí fagnað dauða Maríu meira en krýningu Elísabetar. Elísabet sjálf þekkti af eigin raun afleiðingar þess að lenda upp á kant við systur sína. Það var fyrir tilstilli Blóð-Maríu og e.t.v. ekki að ástæðu- lausu sem Elísabet var sökuð um að eiga aðild að uppreisnartilraun gegn drottningu. í framhaldi var Elísabet fangelsuð og send í Tower of London þar sem henni var, fyrir tilstilli Fil- ippusar annars Spánarkonungs, eig- inmanns Maríu, hlíft við dauðadómi fyrir landráð. í gegnum stjórnartíð Elísabetar áttu hún og Filippus síð- an oft eftir að elda grátt silfur saman og hikaði hann þá ekki við að benda henni á að hún ætti honum líf sitt að launa. Eftirsóttasta kvonfang hins vestræna heims Þegar Elísabet varð drottning Englands árið 1558 var hún ólofuð, nokkuð sem vakti mikinn áhuga þeirra sem hrærðust í milliríkjavið- skiptum. Varla er ofsögum sagt að enska hirðin hafi á einni nóttu fyllst af sendiherrum sem biðluðu ákaft til meydrottningarinnar fyrir hönd er- lendra prinsa og þjóðhöfðingja. Full- yrða má að á sextándu öld hafí hún efalítið verið eftirsóttasta kvonfang hins vestræna heims. Ráðgjafar Elísabetar gerðu að sjálfsögðu fast- lega ráð fyrir að hún myndi fljótlega velja sér eiginmann, en sú varð ekki raunin og notfærði drottning sér ástandið af mikilli kænsku. Á meðan Elísabet var ólofuð gat hún notað giftingarvonina sem tálbeitu í milli- ríkjaviðskiptum og þannig komið í veg fyrir ógnir sem Englandi hefði annars geta stafað af óvinveittum ríkjabandalögum. Hún hélt til að mynda Filippusi Spánarkonungi og samskiptum við Spán í óvissu í marga mánuði á meðan hún velti fyr- ir sér bónorði hans. Önnur og e.t.v. ekki síðri ástæða þess hve treg hún var að veita vil- yrði sitt til hjónabands var einfald- lega að hún hafði lítinn áhuga á að deila völdum með eiginmanni. Eða eins og skoski sendiherrann komst svo skemmtilega að orði: „Ef þér væruð giftar þá væruð þér bara drottning Englands, en nú eruð þér bæði kóngur og drottning. Þér meg- ið ekki sætta yður við annan stjórn- anda.“ Leicester og Essex Sagan sýnir þó að gifting var Elísabetu ekki alfarið á móti skapi. Hún komst til að mynda nærri því að giftast Robert Dudley, hertoganum af Leicester. En hann var þegar gift- ur og þó að þeirri hindrun væri rutt úr vegi þegar kona hans, Amy Robs- art, fannst látin á heimili sínu árið 1560 þá var orðrómurinn um aðild Dudleys sjálfs að dauða hennar of sterkur til að Elísabet gæti horft fram hjá slíkum grunsemdum. Hug- ur Elísabetar til Dudleys kemur þó skýrt í ljós þegar hún lá fárveik af bólusótt og var vart hugað líf tveim- ur árum síðar, en þá mælti hún með honum sem verndara ríkisins. Annar maður sem einnig virðist hafa náð ástum drottningar var ætt- ingi hennar, jarlinn af Essex. Hann var u.þ.b. helmingi yngri en drottn- ingin og í miklu uppáhaldi, sem sýndi sig einna best í þeirri ósvífni sem hún leyfði honum að komast upp með er hann gekk þvert á ýmsar skipanir hennar. Essex var aftur á móti ákveðinn í að ná nokkrum völd- um í skjóli drottningar og nýtti sér aðstöðu sína til hins ýtrasta. Til að mynda reyndi hann að koma vinum sínum, á borð við stjómmálamann- inn, rithöfundinn og heimspekinginn Francis Bacon, í áhrifastöður. Ekki er þó vitað með vissu hversu náið samband Elísabetar og Essex var. Ein saga segir m.a. að hún hafði boð- ið honum ást sína og verið hafnað og jarlinn þar með uppskorið dauða sinn að launum. Tryggari heimildir gefa þó til kynna að Essex hafi hvatt til uppþots í því skyni að bæta valda- stöðu sína innan hirðarinnar og með því reynt að fá drottningu til að velja sér nýja ráðgjafa - ráðgjafa sem væru honum hliðhollari. í kjölfarið var jarlinn handtekinn og líflátinn árið 1601. Nær sínu fram jafn afdráttar- laust og faðir hennar gerði Á stjórnartíð sinni sýndi Elísabet margsinnis fram á stjórnkænsku sem lýsti sér ekki síst í þeirri hæfni að nýta sér þjónustu og ráðleggingar manna sem á sínum tíma voru annál- aðir fyrir visku. En ráðgjafar drottn- ingar voru til að mynda menn á borð við Willian Cecil lávarð af Burleigh, Walter Raleigh og Walshingham. Hún fór engu að síður sínar eigin leiðii- og hafði spænski ræðismaður- inn við ensku hirðina þau orð um hana í bréfi til Filippusar Spánar- konungs, um það bil hálfum mánuði eftir að hún tók við völdum, að hon- um sýndist hún „njóta ólíkt meiri virðingar en systir hennar gerði“. Hann hélt svo áfram og sagði „hún nær sínu fram jafn afdráttarlaust og faðir hennar gerði“. Elísabet sýndi sig ekki síður ein- þykka þegar hún, svo árum skipti, neitaði að fyrirskipa aftöku frænku sinnar, Maríu Stuart Skotadrottn- ingar og ekkju Frakkakonungs. Á þeim átján árum sem María sat fangelsuð í enskum kastala voru mörg launráð brugguð til að koma henni í sæti Elísabetar. María var að lokum tekin af lífi, en tímann þangað til hafði Elísabet notað til að koma á tuttugu og fimm ára friði við Spán sem mátti ekki til þess hugsa að enskt-franskt bandalag myndaðist með Maríu Stuart í hlutverki Breta- drottningar. Stofnun ensku biskupakirkjunnar Samskipti Elísabetar við Filippus Spánarkonung bera stjórnkænsku drottningar ekki síður vitni. Hún lét hann svo mánuðum skipti bíða svars við bónorði sínu, en ein ástæða bón- orðs þessa voldugasta konungs Evr- ópu voru vaxandi áhyggjur hans af ótryggri stöðu kaþólskrar ti-úar á Englandi. í sama mánuði og Elísa- bet neitaði bónorði Filippusar end- anlega gekkst hún fyrir stofnun ensku biskupakirkjunnai-. Henni var illa við þá gjá sem myndast hafði milli þegna sinna fyrir tilstilli trúar- bragða og var fullviss um að þjóð- kirkja myndi sameina menn undir nýjum formerkjum. Ekki voru þó allir sáttir við þetta fyrirkomulag og voru kaþólskir þeirrar skoðunar að um villutrú væri að ræða á meðan púrítönum fannst haldið um of í kaþ- ólska siði. Ýmislegt bendir þó til að Elísabet sjálf hafi haft vissa samúð með kaþ- ólskri trú, en ályktað engu að síður að ekki bæri að sýna linkind í þess- um efnum. Frá Spáni var sendur fjöldi jesúíta til að snúa Bretum aft- ur til kaþólskrar trúar og gaf páfinn út bréf sem ógilti tilkall þessa trú- leysingja til bresku krúnunnar. Ekki ber þó á öðru en að Elísabet hafi talið ákveðna kvöð felast í því að fyr- irskipa ofsóknir á hendur kaþólikk- um og var hún fyrst þjóðhöfðingja Englands til að kveða upp úr með að trúarágreiningur fæli ekki sjálfkrafa í sér dauðadóm. Hjarta konungs Orðheppni Elísabetar var annáluð sem og ræður hennar og hvöss og hnyttin tilsvör. Þegar Englendingar sigruðu Armadan, öflugan flota Spánarkonungs, árið 1588, lét Elísa- bet ein fleygustu orð sín falla: „Ég veit að ég hef einungis líkama veik- burða konu, en, ég hef hjarta kon- ungs.“ Segja má að með sigrinum á spænska flotanum hafi valdatíð Elísabetar náð hápunkti. Valdastaða Englands var tryggð. Meydrottning- in hafði gegnt hlutverki sínu, en síð- ustu ár ævi sinnar varð hún æ þung- lyndari og missti tengsl við þegna sína. Engu að síður virðist hún hafa haldið aðdáun og virðingu almenn- ings jafnt sem aðals þó að hún bæði blekkti þá og storkaði. Jafnvel sín síðustu ár þegar æskublóminn hafði yfirgefið hana og hún reyndi stífmál- uð að halda ástum sér mun yngri manna, eins og jarlsins af Essex, naut hún engu að síður virðingar þegna sinna. Hún gat verið kaldlynd, útsmogin og harðsvíruð en var einnig yrkisefni skálda. Sagt hefur verið að hún elskaði ekkert og engan nema England. Á spjöldum sögunn- ar verður hennar þó best minnst sem einstakrar konu og drottningar ensku endurreisnarinnar. Höfundur er nemi i Imgnýtri ijölmiölun við Háskóln ískmds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.