Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ponkarar Þegar lagið Pretty Fly (For a White Guy) með Offspring skaust beint á toppinn á breska vinsældalistanum spurðu margir Bretar í forundran hver þessi Offspring ----? ■ — - - ■ ■ ■ ■ væri. Islenskir rokkvinir þekkja betur til sveitarinnar en breskir, því fyrir nokkrum árum var sveitin vel vinsæl hér á landi með skífuna Smash. OFFSPRING er sprottin úr pönkbylgju níunda áratugarins vestur í Kalifomíu. Þá var mik- il gróska í hörðu, hröðu rokki í Bandaríkjunum, sérstaklega á Vesturströndinni. Hljómsveitiraar voru óteljandi og entust sjaldnast lengi. Olíkt breska pönkinu voru bandarískir pönkarar yfirleitt að skemmta sér, þeir höfðu meiri áhuga á að komast af utan kerfisins en rífa það niður líkt og var alsiða í Bretlandi. Fyrir vikið var samasem- merki á milli pönkarans og utan- garðsmannsins. Bryan Holland, sem síðar varð söngvari og aðalsprauta Offspring, var þó langt í frá utan- garðsmaður, hann var fyrirmyndar- nemandi og íþróttamaður og stefndi að því leynt og ljóst að verða læknir. Viðurnefnið Dexter, sem festist við hann, fékk hann meðal annars fyrir framúrskarandi frammistöðu í námi. Hann hlustaði á tónlist þó ekki hafi áhuginn verið nema miðlungs mikill, en þegar bróðir hans gaf honum safnplötu með pönktónlist kviknaði áhuginn fyrir alvöru og eftir það komst ekkert annað að. Helstu sveitir þeirra tíma á vestur- ströndinni voru T.S.O.L., The Ado- lescents og Agent Orange, en þær vora nokkuð vel kynntar hér á landi á sínum tíma, sérstaklega rokksveitin T.S.O.L., sem hélt eina mögnuðustu tónleika sem hér hafa verið haldnir fyrir margt löngu. Félagi Hollands í íþróttaiðkan, Greg Kriesel, varð einnig félagi hans í pönkinu, þó hann hafi ekki komið eins snemma inn í tónlistina. Saman sóttu þeir alla tón- leika sem þeir gátu, en eitt sinn þegar þeir komust ekki á tónleika með upp- áhaldssveitinni Social Distortion ákváðu þeir að stofna eigin pönksveit og þurfa þá ekki að elta aðrar. Manic Subsidal verður til Hvorugur kunni á hljóðfæri, sem kom ekki að sök að þeirra sögn, enda lærðu þeir það sem þurfti til að byrja, eftir æfingar sumarið 1984 gátu þeir spilað einföld lög og voru komnir í alvöru hljómsveit, Manic Subsidal, með tveimur félögum sín- um úr víðavangshlaupsveit skólans. Þó Holland væri búinn að stíga fyrstu skrefin í átt að því að verða pönkari hélt hann áfram náminu; hóf fomám í læknisfræði um haust- ið. Hann hefur reyndar haldið sínu striki meðfram rokkinu alla tíð; vinnur nú að doktorsritgerð sinni í sameindalíffræði. Kriesel hélt einnig áfram námi, er með BA-próf í við- skiptafræði og hyggur á laganám, og fyrir vikið gat sveitin ekki æft nema um helgar. Holland samdi lög- in fyrir þá félaga og texta sem upp fullir voru með háði og beiskri ádeilu á bandarískt samfélag og bandaríska drauminn þó ekki hafi hann verið eins pólitískur og margar vesturstrandarsveitir aðrar. Gítarleikari heltist úr lestinni um veturinn og í hans stað var valinn maður sem hefði aldur til að kaupa bjór handa þeim félögum, Kevin Wasserman, kallaður Noodles. Noodles var húsvörður í skólan- um sem þeir félagar sóttu og segist hafa orðið furðu lostinn þegar hann mætti á fyrstu æfinguna og sá Hol- land, skólaséníið, í leðurbuxum og rifnum bol. Fjórða hjól undir vagn- inn var svo sextán ára ungmenni, Ron Welty, sem sótti það fast að fá að vera með eftir að trymbillinn sem var fyrir hætti til að helga sig lækn- isfræðináminu. Manic Subsidal var orðin að Off- spring þegar sveitin fór í hljóðver 1987 og tók upp lög á sjötommu sem gefin var út í 1.000 eintökum. Sagan hermir að þeir félagar hafi ekki átt nóga peninga til að láta líma um- slögin svo þeir héldu vinum sínum bjórveislu og umslög voru límd fram á nótt. Það tók þá félaga á þriðja ár að koma plötunum 1.000 út, meðal annars vegna þess að umslögin voru alltaf að detta í sundur. Ellefu milljón eintök af Smash Af ofangreindu má ráða að smáskíf- an vakti ekki mikla athygli á sveitinni og við tók hark til að reyna að komast á útgáfusamning. Pönkútgáfan Nem- esis ákvað að gefa þeim félögum tæki- færi og með upptökstjóra T.S.O.L. sér til halds og trausts tóku þeir félagar upp aðra sjötommu, Baghdad, og síð- an breiðskífu samnefnda sveitinni. Með tímanum komust þeir félagar í kynni við Brett Gurewitz, eiganda Epitaph-útgáfunnar, og þó hann segist ekki hafa verið spenntur fyrir sveitinni framan af leist honum vel á kynningarupptökur sem sveitin gerði fyrir næstu breiðskífu. Sú plata, Ignition, kom og út á vegum Epitaph, sem var þá helsta pönkút- gáfa vestan hafs, meðal annars með Rancid and NOFX á sínum snærum. Ignition kom út 1993 og seldist bráðvel meðal pönkáhugamanna, nógu vel til að þeir fengu tæknifæri á að gera aðra skífu. Sú kom út 1994, hét Smash og er mest selda breiðskífa óháðrar útgáfu til þessa; hefur selst í ellefu milljónum eintaka fram til dagsins í dag. Fyrsta smáskífan af þeirri skífu, Come out and Play, varð gríðarlega vinsæl sumarið 1994 og fram á haust, og næsta lag, Self Esteem, enn vinsælla. Metsala Smash kveikti einnig áhuga á Ignition, sem tók að seljast eins og heitar lummur, og þeir félagar gáfu aftur út fyrstu plöt- una, Offspring, á eigin merki, Nitro. Enn komst lag með sveitinni ofar- lega á lista, Gotta Get Away, snemma árs 1995, en um vorið náði mikilli hylli útgáfa sveitarinnar á Smash It Up eftir The Damned og notað var í kvikmyndinni Batman Forever. Vinsældir sveitarinnar gerðu að verkum að öll helstu útgáfufyrir- tæki Bandarfkjanna reyndu að fá þá Offspring-menn til liðs við sig og eftir milljónatilboð ákváðu þeir fé- lagar að taka tilboði Columbia. Þetta fór mjög fyrir brjóstið á pönk- vinum, sem töldu, og telja, þá félaga hafa svikið málstaðinn. Meðal þeirra sem gagnrýndu sveitina harðlega voru útgefandi þeirra, Brett Gurewitz, og liðsmenn rokksveitarinnar Pennywise. Hol- land hefur svarað þeirri gagnrýni harðlega og meðal annars bent á að Gurewitz hafi sjálfur verið að reyna að selja samninginn við sveitina til stórfyrirtækis; þeir hafi viljað ráða ferðinni sjálfír. Niðursveifla og aftur upp Ekki er gott að segja hvort það hafi haft áhrif á þá liðsmenn Off- spring hversu fækkaði í vinahópn- um, en fyrsta skífan á nýju merki, Ixnay on the Hombre, sem kom út snemma árs 1997, seldist fráleitt eins vel og Smash, þó hún hafi fengið mjög góða dóma og náð þremur milljónum eintaka. Það er mál manna að þann árangur megi helst skrifa á það hversu þeir Off- spring-menn voru iðnir við tón- leikahald um heim allan til að fylgja plötunni eftir, fóru meðal annars um lönd Asíu, Suður-Ameríku, Evr- ópu og Eyjaálfu. Hvað viðtökur sktfunnar varðar má ekki gleyma því að málaferli vegna viðskilnaðar- ins við Epitaph tók sinn tíma og þegar þeim loks lauk var pönkið bandaríska sem Offspring er sprottin úr að mestu búið að leggja upp laupana; nýjar sveitir teknar við sem fóru nýjar leiðir, Korn þeirra fremst og síðan Limp Bizkit, Snot og fleiri krafmiklar sveitir sem hrærðu saman rokki og hiphop. Eftir tónleikaferðina löngu kom stutt hlé meðan þeir Holland og Kriesel sinntu náminu, en Holland var að semja á fullu. Platan nýja var svo tekin upp snemmsumars á síð- asta ári, heitir Americana og kom út í nóvember. Lagið sem allir þekkja, Pretty Fly (For a White Guy) sló þegar í gegn vestan hafs og hefur glumið mikið í útvarpi hér á landi aukinheldur sem myndband við lag- ið er mikið spilað. Á Americana eru þeir Offspring- félagar að þretfa fyrir sér með nýja stíla og stefnur og heyra má á plöt- unni 'skaáhrif og meira að segja mexíkósk í bland við rokkið sem er aðal sveitarinnar. Forsprakki Off- spring, Dexter Holland, lét þau orð falla í viðtali á vefsíðu sveitarinnar að textamir á Americana dragi dám af því sem hann sér vera að gerast í kringum sig: „Einu sinni var fátt bandarískara en grillveislur, stórir bflar og úthverfaltf á sjötta áratugn- um. í dag eru Bandaríkin aftur á móti orðin gríðarstór óskepasýning; mig langaði til að draga athygli manna að þvi að hversdagslegt líf í Bandaríkjunum er ekki hversdags- legt lengur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.