Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 14. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ * Skapanorni gefa oldrei A A millistríðsárunum varð Ely Culbertson forríkur á því að semja sagnkerfí í brids. Þetta spil fór þá sem eldur um sinu í hin- um vestræna heimi og hefur orðið æ út- breiddara og þróaðra. Guðrún Guðlaugs- dóttir kynnti sér sögu Ely Culbertsons, sem vatt fram víða um heim og var afar viðburðarík og ævintýraleg. JTANDARD-sagnkerfið í brids hefiir átt miklum vin- sældum að fagna, ekki síst í Bandaríkjunum og er næst- um óhætt að fuliyrða að fjöl- margir spilarar sem nú „leiða saman hesta sína“ á Bridshá- tíð á Hótel Loftleiðum noti þetta sagnkerfi eða afbrigði af því. Upphafs þess má leita til óvenju- legs manns sem hlaut óvenjuleg ör- lög. Ely Culbertson hét hann og þróaði eigið sagnkerfi í brids og gaf út bækur um það í Bandaríkjunum á millistríðsárunum. Sú fyrsta, Bláa bókin, kom út árið 1930. t>á var höf- undur búinn að þróa kerfi sitt hátt í tíu ár. Ely Culbertson var sannar- lega enginn hversdagsmaður. Hann var afkomandi rússneskra kósakka í móðurætt en afi hans í föðurætt Eli Culbertson átti gistihús á Penn- sylvaníu-hálendinu á þá nýlega uppgötvuðu olíusvæði. Hann var forríkur um tíma en varð síðar blá- fátækur. Culbertson-ættin í Amer- íku er komin frá Skotlandi og strang-kirkjulega sinnuð. Margir karlar af þeirri ætt voru veiðimenn og íjárhættuspilarar, afkomendur þeirra urðu gjaman kaupmenn og stjómmálamenn. Ely var ekki illa úr ætt skotið, hann varð snemma mjög fær spilari og lenti jaftiframt í ■ margvíslegum og ótnílegum ævin- týram áður en hann varð frægur og forríkur á bridskerfinu sínu. Það var sumarkvöld eitt árið 1880 að Almon Elias Culbertson lagði leið sína til Ulskaya-þorpsins, en hann hafði skömmu áður farið frá Bandaríkjunum til Rússlands í olíuleit. Hann hitti þar hina fögru Xeniu, dóttur Illya Fedorovitch Rogozny, hún var ekkja og hafði misst ungan son sinn. Illya er sama nafnið og Elias svo hinir ólíku afar Ely Culbertsson vora nafnar. Eftir að hafa sýnt með eftirminnilegum hætti karlmennsku sína með því að drekka í botn tvö hom af fima sterkum rússneskum miði, blöndu af vodka og fleiri rússneskum vín- um, tókust ástir með Almon Eliasi Culbertson og Xeniu Rogozny sem leiddi til þess að Culbertson rændi konunni. Þau flýðu á hestum og faðir hennar sparaði hvorki menn né hesta í eftirreiðinni. En hann kom of seint til þess að hindra hjónabandið, presturinn hafði þeg- ar vígt þau Elias og Xeniu saman þegar kósakkamir þustu inn í hús- ið og að rússneskum hætti gat ekk- ert nema dauðinn einn rofið heilagt hjónaband. Culbertson-hjónin settust að í •' Kákasus þar sem Almon starfaði við ohuboranir. Erfiðlega gekk honum í upphafi að venja verka- mennina þar að háttbundinni vinnu. Næstu níu árin áttu hjónin þó mikilli hamingju að fagna, olíu- vinnslan gekk nokkuð vel og þeim fæddust þijú böm. En svo kom mótlætið - sonurinn og dæturnar tvær veiktust lífshættulega. Sonur- inn Eugene lifði af en dæturnar dóu á bamsaldri með tveggja daga millibili. I framhaldi af þessu gerð- ist Xenia iðrandi syndari, fór í píla- grímsfór og gerðist fráhverfari ást- aratlotum manns síns en áður var. Eigi að síður varð hún þunguð en á fjórða mánuði meðgöngutímans flutti fjölskyldan búferlum til Rúm- eníu, þar sem Almon varð yfirverk- fræðingur hjá bresku oliufélagi. Þar fæddist Illya (Ely) Culbertson hinn 22. júlí 1891. Vöggugjöfin f ævisögu sinni kemst Culberts- son svo að orði: „Eðli sitt og atgervi hljóta menn að mestu í vöggugjöf. Skapanomimar stokka og gefa spil erfðanna, og þær gefa aldrei upp. Spilahamingja okkar er undir for- feðranum komin. Háspilin og hund- amir eru frá þeim komnir, og við eigum aldrei neina völ á spilakaup- um. En misjafnlega er á spilunum haldið.“ Spilin sem nomimar stokk- uðu við vöggu Elys litla og gáfu honum á höndina vora að hans mati næsta fágæt. Skiptingin var hvorki þessi algenga 5-3-3-2 né 4-4-4-1, sem oftast er veik, heldur hin sterka, en vandmeðfama 7-4-1-1. „Sjö spila liturinn var skoskur, erfð- ir úr föðurætt, sá með fjórum spil- unum úr Kákasus, en einspilin und- arlegar kenjar liðinna forfeðra." Með þessi spil settist Ely litli að bridsborði ævinnar. í æsku Ely söng móðir hans fyr- ir hann vögguvísuna Baioushki- baiu: Sofðu, litli vinur, sofðu vært ogrótt. Ljóti Tartarinn er á hnotskóg héma fyrir utan, en pabbi þinn, Kósakkinn, verndar þig, barnið sitt. Sofðu, vinur, sofðu. Baioushki-baiu. Baioushki-baiu. Og faðir hans kom stundum inn og lék fyrir hann á fíðluna sína. Alexander, bróðir Ely, var tveimur árum yngri en hann. Nokkra eftir fæðingu hans kom bréf frá ELY og Jo Culbertson. Ég var staddur mitt í hringiðu fyrri rússnesku byltingarinnar, en þó einangraður og umkringdur af smámunum daglegs lífs,“ Kákasus sem boðaði lát móður Xeniu, en faðir hennar var þá lát- inn. I annað sinn hélt fjölskyldan í langa og hættulega ferð yfir Svartahafið og fluttist til Illskaya á ný. Þegar Eli var sex ára gamall flutti fjölskyldan sig enn um set og nú alla leið til Pennsylvaníu. Þrátt fyrir olíu Rússaveldis vildi Elias Culbertson komast á heimaslóðir. En dvölin þar varð skammvinn, þau snera aftur til Rússlands mán- uði síðar. Faðir Ely réð sig sem yf- irverkfræðing hjá Spæiess-olíufé- laginu, við nýfundnar olíulindir í Grozny. I Grozny settu Culbertson-hjón- in á laggimar vestrænt heimili en Xenia hafði áhyggjur af að hurð- imar í húsinu þeirra væru of þunn- ar, hún óttaðist ræningja og vildi láta stálgrind fyrir gluggana. Þetta þótti manni hennar óþarfi. Hann gaf sig ekki fyrr en nágrannar þeirra fundust skornir á háls. Ely litli sá líkin og sú sjón leið honum aldrei úr minni. Faðir hans sneri nú við blaðinu og kom sér upp öfl- ugri varðsveit. Enginn óviðkom- andi mátti koma inn á námasvæðið og meðal verkamanna var komið á fót sveit sjálfboðaliða. Þetta dugði, öll þau ár sem fjölskyldan bjó í Grozny var aldrei gerð árás á heimih hennar eða vinnustöðvar. Elias Culbertson fann síðar hinar þekktu olíulindir við Neklepatef- sky, sem gerðu Grozny að mestu olíuborg Rússaveldis. En hann naut þess ekki mjög lengi. Hann sagði við börn sín: „Hér í Rúss- landi safna ég auði, og hér ætla ég að ávaxta hann. Ekkert ykkar á að fá of mikið, en öll eigið þið að fá nóg til að njóta frjálsræðis alla ykkar ævi. Og auðurinn mun end- ast jafnlengi og rússneska keisara- dæmið.“ Því miður urðu þetta áhrínsorð. Fjárhættuspil og byltingar- draumar Ely Culbertson var settur til mennta en í skólanámi hans í Rostov við Don gekk á ýmsu. Ung- ur að árum komst hann í kynni við sér eldri pilta sem drakku mikið og spiluðu fjárhættuspil og einnig draumóramenn sem hugðust bylta rássnesku stjórnarfari. Ely sökkti sér líka niður í líkindareikning og skaraði brátt fram úr bekkjar- bræðrum sínum í reikningi. „Eg lærði hann til þess að verða betri spilamaður," sagði hann síðar. Ely fór til Yekaterinodar með móður sinni árið 1907, þá sextán ára gam- all. Þar slarkaði hann talsvert með liðsforingjum í Kósakkahernum, háskólastúdentum og slæpingjum í borginni. Og þar krækti hann sér í fylgikonu. „Það kostaði að vísu nokkum skilding, en til mikils var að vinna, því þetta var ósvikin, frönsk leikkona." Fundir þeirra hlutu þann dramatíska endi að Xenia, móðir Ely, gerði þeim rám- rask á hóteli og rak son sinn út en barði leikkonuna þar til hún baðst vægðar. Þá borgaði Xenia henni drjúga upphæð fyrir að láta hinn unga Ely sigla sinn sjó. Um þetta leyti skall á fyrri ráss- neska byltingin. „Mér fór eins og milljónum annarra manna nú á dögum. Mestu viðburðir veraldar- sögunnar gerast umhverfis þá, en þeir hafast á meðan rólegir við inni í íbúðinni sinni, í skrifstofunni eða jafnvel inni á baðherberginu. Eg var staddur mitt í hringiðu fyrri rássnesku þyltingarinnar, en þó einangraður og umkringdur af smámunum daglegs lífs,“ segir Ely um þennan tíma. Unglingar frá göfugum og ríkum heimilum slitu sig skyndilega úr tengslum við ætt og óðal. Þeir fleygðu skjaldar- merkjunum og auðæfum um frá sér með fyrirlitningu. Samúð þeirra var öll hjá bændum og verkamönnum og þeir vildu bæta fyrir syndir feðra sinna í þeirra garð. Ely var í þessum hópi. Hann tók þátt í kröfugöngum og átökum og söng með hundraðum og þús- undum: Fram þjóðir menn í þúsund löndum, sem þekkið skortsins glímutök.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.