Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.1999, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. FEBRUAR 1999 Nánast nýr og sportlegur. ekinn aðeins 2.000 kni. árgerð 1998. Metallik lakk. silfurgrár. leðurinnrétt- ing. sóllúga. sjálfskiptur. álfelgur. hiti í sætum, Elegance og margt tleira. lipplýsingar í síma 575 1230 á vinnutíma. Ráðstefna um leiðir til árangursríkari sam- skipta auglýsenda og auglýsingastofa, haldin í Háskólabíói, 19. febrúar kl. 9.30-1 S.30. ÍS CS á'S Cí Ua|;©R>Paf Afhending ráðstefnugagna Ráðstefnan sett Ráðstefmistjóri, finar Sigurteon, fratnkremdasqón stefnumótunar- og stjórnunarsviðs Flugleiða, setur ráðstefnuna. Ingólfur Guðmundsson, formaður ÍHARK, opinberar niðurstöður könnunar um íslenska augtýsingamarkaðinn, sem Gallup hefur gert fyrir ÍHARK og SÍA. Trúlofun eða skyndikynni? Hvaða samskiptaaðferðir skila auglýsandanum bestum árangri? Leópold Sveinsson, framkvæmdasjóri AUK auglýsingastofu. Opið bréf til auglýsingastofa sem eru að leita að viðskiptavini Pétur Eiriksson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Flugleiða. Pallborðsumræður Pétur, Leópold, Ingólfur og Halldór Guðmundsson, formaður "t SÍA, sitja fyrir svörum. lt3D-K.EC 12.CC-13.CD 11CC1S.CC Fyrirtækjakynning og sýning í anddyri Háskólabíós Hádegisverður í Sunnusal Hótel Sögu Þórólfur Árnason, framkvæmdastjóri Tals, sem valið var Markaðsfyrirtæki ársins 1999 af ÍHARK, mun segja frá markaðsstarfi fyrirtækisins. Samstarf án tára - Uppbygging vörumerkjastefnu Nokia Timo Suokko, framkvæmdastjóri viðskiptamála hjá SEK 8 GREY i Finnlandi, segir frá markaðssetningu Nokia á alþjóðamarkaði. Tilbúið í gær! Sigurþór Gunnlaugsson, markaðsstjóri Kringlunnar og fyrrum kynningarstjóri Sjóvá-Almennra. Athyglisverðustu auglýsingar ársins Léttar veitingar í anddyri í boði Sól-Víking og Vífilfells. Sýning og fyrirtækjakynning. Þátttökugjald er 8.900 kr. fyrir félaga í IHARK og 12.900 kr. fyrir aðra Innifalið Léttur hádegisverður, kaffiveitingar og vegleg nafnspjaldamappa. Þátttökugjaldið má greiða með VISA eða EUR0. Til að fá aðgöngumiða á félagsverði þarf viðkomandi að hafa greitt félagsgjöld ÍHARK. Unnt er að greíða félagsgjöld við skráningu eða við innganginn. Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu ÍMARK í síma 511 4888 og 899 0689. Einnig má tilkynna þátttöku með því að skrá sig á heimasiðu: www.imark.is eða senda tölvupóst imark@mmedia.is. Athugið að tilkynna þátttöku sem fyrst þar sem sætafjöldi er takmarkaður. Ely lagði tíu þúsund dali undir á móti þúsund dölum frá keppinautunum. Spilamenn um landið allt fylgdust með styrjöldinni af miklum áhuga og brids- fréttir voru á forsíðum dagblaða. til New York, hann tók sér far með skipi og á skipsfjöl sá hann kanadíska fjölskyldu spila ein- kennilegt fjögurra manna spil. Þetta spil var kallað brids. Ely bar við að spila það, en leiddist það fyrst. Ely réð sig við skjalaröðun hjá hinum kanadíska kaupmanni en sá svo auglýst eftir mönnum í járnbrautarvinnu í norðanverðum Klettafjöllum. Hann sló til og lenti þar í vinnudeilum sem lauk með að Ely var gert að hverfa á braut. Hann fór ásamt fjórum félögum gangandi yfír fjöll og fimindi áleið- is til Edmonton. Þar sló hann í pókerspil við sviksama náunga og flýði með næstu lest til Calgary. Þangað kominn sagðist hann vera óskilgetinn sonur rússneskrar konu af háum stigum og banda- rísks herforingja og fékk út á það samúð og vinnu hjá ekkju einni. Þannig flæktist Culbertson fram og aftur í hópi atvinnuleysingja, glæparoanna og loddara. Loks kom hann til Medford í Oregon sem honum fannst helst líkjast sam- komustað umrenninga. Þar veiktist hann og lá á sjúkrahúsi á vegum fátæktarstjómar. Þegar honum batnaði og fór aftur á stjá lenti hann í fangelsi vegna slagsmála. Hann losnaði út að viðlögðu dreng- skaparorði um að hafa sig á brott. Hann fór til Sacramento og réð sig þar til að spila póker fyrir spila- skála en missti þá vinnu af því hann vildi ekki gefa merkt spiL Þannig Ufði Culbertson lífí sínu við flakk og spilamennsku þar til hann fór að hugsa til þess að festa ráð sitt og finna sér góða konu. Hann átti sér draumakonu í hugan- um - sú kona átti að líkjast Nadyu en það var nú hægara sagt en gert að finna slíka konu aftur. Loks hugkvæmdist honum að reyna að ala upp góða eiginkonu. Hann vildi finna átján ára stúlku, menntaða og siðfágaða en með ómótaða skap- gerð. Hann auglýsti eftir ungri og fallegri konu með stór augu og reglulega andlitsdrætti. Hann fékk þrjú hundrað svör og Ely ákvað að hitta allar þessar konur. Engin þeirra kom þó heim og saman við hugmyndir hans og svo komst lög- regla í málið og vildi meina að Ely hygði á hvítt mansal. Ely tók þann kost að fara sem snarast til París- ar, þá var hann 24 ára gamall og fyrri heimsstyrjöldin var nýlega skollin á. Eugene, eldri bróðir Ely, gekk í frönsku útlendingaherdeildina en Ely hugðist enn á ný taka háskóla- próf. Hann talaði þá sex höfuð- tungumál og tók nú að hnýsast í kínversku en hafði sálarfræði sem aðalgrein. Jafnframt drógu spilin hann að sér eins og segull og hann tók að beita vísindalegum aðferð- um við spilarannsóknir. A önd- verðu ári 1917 fékk Ely illkynjaða kýlaveiki en verr var hann þó leik- inn til sálarinnar. „Eg hafði orðið fyrir ægilegu áfalli, er trú mín á mátt mannúðar í veröldinni brast,“ segir hann í minningum sínum. Hann ákvað að halla sér að heim- spekinni og tók jafnframt að drekka ótæpilega til að deyfa kvíðaköst sem sóttu að honum. En vín og spil eiga illa saman. Ekki bætti úr skák að hann tók upp samband við konu að nafni Elvína, hún var vændiskona sem bæði drakk og neytti eiturlyfja. Sam- bandi þeirra lauk þegar hún fékk þriggja ára dóm fyrir að stela þús- und frönkum frá auðugum Banda- ríkjamanni og kaupa sér eiturlyf. Ely var nú orðinn þunglyndur eftir öll þessi vandræði og skyldi engan kynja. Ailtaf hélt hann þó áfram að spila og leggja undir. Loks varð gæfan honum hliðholl, meðan hann fór út að slást við Rúmena einn höfðu tuttugu frankar sem hann lagði undir tvöfaldast ellefu sinnum og þannig sprengdu þeir bankann, eins og kallað var. Þessi atburður varð til þess að hann sneri við blað- inu og ákvað að byrja nýtt h'f - komast á réttan kjöl. Sigurgangan hefst Hann fór að spila til að græða og gat eftir tvo mánuði greitt allar skuldir sínar og átti þá nokkur þús- und franka eftir. Kunningi hans hvatti hann til að fara til London til að spila brids. Þar var hann í nokkra mánuði en fór þá til Þýska- lands og fleiri landa í Evrópu. Sumarið 1921 sneri hann aftur til Bandaríkjanna til fundar við föður sinn og yngri bróður og hélt áfram að spila brids og fór að setja saman Culbertson-sagnkerfið. Það kerfi reyndist honum svo vel að hann tapaði nánast aldrei. Hann komst í samband við konu sem kenndi brids og gerðist aðstoðarmaður hennar jafnframt því sem hann spiiaði við valið fólk. I einu slíku samkvæmi hitti hann Josephine Dillon sem einnig var bridskennari og slyngur spilari. Hún var ekkja, aðeins rösklega tvítug að aldri og afar fógur. Nú vom örlög Ely Cul- bertson ráðin. Hann unni sér ekki hvíldar, sífellt reyndi hann að telja hinn fagra mótspilara sinn, Jo, á að giftast sér, en hún vildi það ekld. Hann kenndi henni sagnkerfi sitt og þau æfðu sig vel og rækilega að spila eftir því og bám það saman við önnur kerfi á nánast vísindaleg- an hátt. Og nú hófst sigurganga Ely Cul- bertsons. Þau Jo spiluðu og reyndu kerfið hans og vöktu fram á nætur við nýjar og nýjar gátur sem aldrei þrýtur í brids. Oft lýsti Jo því yfir að hún væri hætt að spila við Ely - en hélt því þó áfram. Svo kom að því að þau tóku að spila við mjög sterka spilara og unnu þá. „Ennþá hafði mér ekki tekist að vinna í höf- uðspili lífs míns. Þar dugði ekkert kerfi. Ég þreytti þar leik við and- stæðing, sem var mér ofjarl, það var efinn sem tekið hafði huga Jo fastatökum, þó ég einn ætti hjart- að,“ segir hann í minningum sín- um. Loks kom þó að því að Jo gaf sig og þau giftust. Vinum Jo leist ekki á þetta hjónaband og spáðu því skammlífi - en það entist furðu lengi. Þau hjón eignuðust tvö böm, Bláa bókin kom út og þau urðu rík í kölfar þess. I samfleytt fjögur ár hafði spila- gæfan leikið við Culbertson þegar þeirri mislyndu dömu snerist hug- ur og óheppnin tók að elta hann þar til hann varð algerlega pen- ingalaus. Jo kenndi brids og rak mikinn áróður fyrir því að Ely færi að kenna líka, fuUyrti að þá fæm þau að efnast. Hann vildi það ekki og hún sá íyrir þeim meðan óheppnin varði og einnig í veikind- um Elys. Þegar hann fór að skríða saman veiktist hún og var nærri dáin. Sú lífsreynsla varð til þess að enn sneri Ely við blaðinu og ákvað nú að leggja næstu tíu árin stund á kennslu í brids. Þau hjón kenndu eftir Culbertson-kerfinu og það kallaði aftur á nauðsyn þess að endurskoða kerfið, gera það ein- faldara og láta það sanna yfirburði sína. Auk þess sem þau Jo skomðu á helstu bridsspilara heimsins að mæta sér og ynnu oftast stofnuðu þau fjögurra manna sveit með tveimur öðrum mjög sterkum spil- umm, þeim Waldemar von Zed- twitz og Theodore Lightner. Jafn- framt því að kenna spilaði Culbert- son í spilaklúbbum. Fyrsti stórsig- ur hjónanna var í Los Angeles, mikið var lagt undir og eftir það einvígi gat Jo fengið sér ný föt og Ely keypti sér bíl, sem honum gekk ekki vel að aka í fyrstu. Arið 1927 fæddist dóttir þeh-ra, Joyce Nadya. Gamli Elias Culbertson lést skömmu síðar og í apríl 1929 fæddist þeim hjónum sonurinn Brace. Meðan á öllu þessu stóð hélt Ely áfram að þróa kerfið sitt og loks í framhaldi af öllu saman skrifaði Culbertson eins og fyrr kom fram hina frægu Bláu bók - kennslubók í kerfínu hans, sem síð- ar varð undirstaða að Standard- kerfinu. Fleiri eintök seldust af Bláu bókinni en dæmi vom til áður um nokkra bók í Bandaríkjunum. Önnur bók hans kom um sama leyti úr prentun og seldist líka fá- dæma vel. Jo skrifaði svo útdrátt úr Bláu bókinni sem einnig seldist afar vel. Kerfisstríðið Ekki fór hjá því að öll þessi vel- gengni aflaði Ely Culbertson óvina. Ymsar rógsögur komust á kreik um hann. Ein þeirra var á þá leið að eitt sinn hefði hann spil- að póker við nokkrar konur í heimboði í Pasadena. Ein frúin átti að hafa tapað miklu og ekki haft handbært fé svo Ely átti að hafa tekið af henni alla skartgrip- ina hennar. Daginn eftir átti eigin- maður frúarinnar að hafa miðað á Ely skammbyssu og kúgað hann til þess að láta gimsteinana af hendi. I sögunum var Ely talinn viðsjárverður útlendingur, allt var þetta mjög rómantískt og konum- ar bundu unnvörpum tryggð við kerfið hans. Keppinautar þróuðu upp kerfi sem þeir nefndu Opin- bera kerfið og töldu það hafa ým- islegt fram yfir kerfi Culbertsons. Það dró til styrjaldar - kerfis- stríðsins - og allt útlit var fyrir að það stríð yrði langt. Allir forvígis- menn um brids í landinu höfðu bundist samtökum um hið nýja kerfí. Culbertson svaraði með því að skora í Herald Tribune á flokk frægra bridsmanna sem tekið höfðu upp hið nýja Opinbera sagn- kerfi að þreyta við sig þrásetu. Ely lagði tíu þúsund dali undir á móti þúsund dölum frá keppinaut- unum. Spilamenn um landið allt fylgdust með styrjöldinni af mikl- um áhuga og bridsfréttir voru á forsíðum dagblaða. Loks kom að úrslitaormstunni. Einvígið skyldi háð 7. desember 1931. Spila átti 150 rúbertur eða um þúsund spil. Þetta einvígi var talið stórfengleg- ur íþróttaviðburður. Leiknum lauk með sigri Ely og Jo og orðstír þeirra fór um allan heim - en þau vom peningalega illa stödd eftir mótið. Salan á bókum Cul- bertsons hafði dottið niður en eftir sigurinn jókst hún á ný og nokkru síðar var gerð kvikmynd eftir handriti Ely. Hann og Jo hugðust hvíla sig en sá draumur rættist ekki - erfiðara virtist að njóta sig- ursins en ná honum. Hins vegar tókst Ely að græða óhemju mikla peninga á kerfi sínu og í framhaldi af því keypti hann glæsihúsnæði fyrir konu sína og börn. Frægðin og auðurinn tók eigi að síður sinn toll. Þau Ely og Jo fjarlægðust og það leiddi til skilnaðar þeirra. Jo kenndi taumlausum metnaði hans um. Þau bjuggu þó áfram í húsi sínu en hvort á sinni hæðinni. Um eigur sínar, sem vora miklar, stofnuðu þau hlutafélagið Culbert- son hf. en skiptu hlutum og tekj- um til helminga. Börn þeirra vora níu og tíu ára þegar þetta gerðist. Niðurstaða Ely var að hann hefði bmgðist - alls staðar nema í fjár- málunum. Síðar giftist Culbertson á ný mun yngri konu og sneri sér að þjóðmálum. Hann andaðist árið 1955, ári á undan Jo, en sagnkerf- ið sem hann smíðaði og þau spil- uðu eftir, lifir góðu lífi enn í dag - að vísu nokkuð breytt. Culbertson var óvenjulegur maður sem lifði óvenjulegu lífi en hann bjó til sagnkerfi sem gerði mögulegt fyr- ir venjulegt fólk að segja á spil sín af mun meiri nákvæmni en áður var gerlegt. Fyrir þann grandvöll sem Ely Culbertson lagði með kerfinu sínu er hann eitt af allra stærstu nöfnum bridssögunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.