Morgunblaðið - 24.01.1999, Page 35

Morgunblaðið - 24.01.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir í erindi Varar við einkavæð- ingu heilbrigðisgeirans ÓLAFUR Ólafsson fyrrverandi landlæknir varaði við einkavæð- ingu heilbrigðisgeirans í lokaerindi á fagráð- stefnu Læknafélags ís- lands á Hótel Loftleið- um á föstudag. Sagði hann jafnframt að framtíð __ heilbrigðis- geirans á Islandi væri björt, ef nægilegt fjár- magn væri fyrir hendi. „Arangur okkar hér á landi í baráttu við helstu sjúkdóma hefur verið mjög góður. Við eigum vel menntað fólk í heilbrigðisgeiranum og ef fjár- mögnun verður viðunandi þurfum við engu að kvíða varðandi framtíð- ina,“ sagði Ólafur í erindi sínu, Heilsufar um aldamót. Ólafur segir að hvort sem litið sé á árangur í baráttu við hjarta- og æðasjúkdóma eða slys, þá hafí náðst mjög góð- ur árangur. Segir hann að þegar tengsl félags- legra og efnahagslegra þátta við heilsufar séu skoðaðir komi nokkrir óvæntir hlutir í ljós. Ævi íslendinga hef- ur lengst verulega „Ævilengd kvenna hefur hefur síðustu 30 ár lengst um 4 ár að meðaltali, en ævilengd karla á sama tímabili hefur lengst um 5,5 ár. Það sem er athyglis- vert er hins vegar að ævilengd kvenna síðustu 20 ár hefur sáralítið lengst, en hins vegar hefur ævi- lengd karla á því tímabili lengst mjög mikið,“ segir Ólafur. Segir hann skýringuna á þessum mun ekki ljósa og fara þurfi fram rann- sóknir til að nálgast áreiðanleg svör. „Hins vegar má ætla að mikil lenging á vinnutíma kvenna, aukin tíðni streitu meðal þeirra og aukin líkamsfíta hafí þar áhrif á. En þetta þarf að skoða sérstaklega," segir Ólafur. Hann bendir á að þótt ein besta heilbrigðisþjónusta í heiminum sé á íslandi, samkvæmt alþjóðlegum at- hugunum, sé ýmislegt hægt að bæta. „Biðlistar eru of langir og í fyrsta skipti í langan tíma höfum við fjölda fólks sem kveðst ekki hafa efni á að leita til læknis. Eg vara því við tillögum um einkavæðingu í heil- brigðisþjónustunni. I þeim löndum sem heilbrigðisþjónusta er einka- vædd, er hún dýrari. Það hefur komið skýrt fram í tölum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Þjónustan verður dýi'ari við einka- væðingu auk þess sem ýmsir hópar verða útundan.“ Ólafur Ólafsson Tveir fslendingar á leið til Kosovo TVEIR Islendingar munu á næstu vikum fara til starfa í Kosovo í Serbíu á vegum Öryggis- og samvinnustofnun- ar Evrópu. Urður Gunnarsdóttir blaða- maður mun starfa í bænum Mitrovica sem blaðafulltrúi ÖSE en auk hennar er áform- að að hjúkrunrfræðingur fari til starfa í héraðshöfuðborg- inni Pristina. íslendingarnir munu starfa í Kosovo í hálft ár en þegar er á níunda hundrað starfs- manna á vegum ÖSE í Kosovo. Kosningaskrifstofa Hafnarstræti 20, 3. hæð v/Lækjartorg símar 562 4116, 562 4117, 562 4118, netf. aths@ismennt.is HEFÖR ÞU EKKI 5GLEGA FENGIÐ BLÁU SENDINGUNA? Greiddu 2% viðbótariðgjald af launum þínum í Frjálsa lífeyrissjóðinn, elsta og stœrsta séreignarlífeyrissjóð landsins Það er einfalt að hefja sparnað í Frjálsa Iffeyrissjóðnum. Veldu þér leið. 1. Þú sendir svarseðil bláa bréfsins sem þú fékkst i pósti. 2. Þú hringir í síma 540 5000. 3. Þú notar Internetið WWW. fjarvangur.is. 4. Þú ferð í Fjárvang Laugavegi 170, eða næsta útibú VÍS. FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN - tilaðnjóta Uj'sins Frjálsi lífeyrissjóöurinn er í vörslu Fjárvangs hf. SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 85 , Viðræður við Icegold um afnot af Skjaldarvík BÆJARRAÐ Akureyrar hefur heimilað bæjarstjóra að ganga til áframhaldandi viðræðna við fyrir- tækið Icegold um afnot húseigna í Skjaldarvík. Icegold er fyrirtæki sem sérhæf- ir sig í viðskiptum á Netinu og hafa forsvarsmenn þess verið að leita að hentugu húsnæði á Eyjafjarðar- svæðinu undir starfsemi sína. St- arfsemi Skjaldarvíkur, þar sem rekið var dvalarheimili aldraðra, var flutt í Kjamalund við Kjama- skóg í lok síðasta árs, þannig að húsnæðið er autt og ónotað. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar sagði að forsvarsmenn Icegold ^ hefðu stofnað fyrirtæki sitt á íslandi því þar vildu þeir starfa m.a. til að vera nær Evrópumarkaðnum, en fyrirtækið er í eigu Banda- ríkjamanna. Leist þeim, að sögn Sigurðar, vel á Eyjafjarðarsvæð- ið og hefur bæjarráð lýst yfir vilja til að lána fyrirtækinu hús- næði í Skjaldarvík endurgjalds- laust í ákveðinn tíma gegn því að Icegold standi straum af kostn- aði við rekstur þess. Samfylking jafnaöarmanna verður að auka fylgi sitt meðal ungs fólks. Magnús Árna í 3. sætið! Setjum fulltrúa ungu kynslóðarinnar í öruagt þingsæti í prófkjöri Samfyikingarinnar í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.