Morgunblaðið - 30.12.1998, Page 66

Morgunblaðið - 30.12.1998, Page 66
66 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens i VfíZa? zzu 2=/aFÐ \ Pýe./N S£M HAFA k HÚQTuesH/zo/cJaJz m allan stxx>Kk/NNi\ Grettir Hundalíf Sxl, Fía— b?i R ÆÆL li-.q J Ljóska Ferdinand Smáfólk Já, frú ... ég er kominn til að endurnýja hundaleyfið hans ... Hann sagði þér að hafa engar áhyggjur ... þú þarft ekki að fara í augnpróf... Ég hafði engar áhyggjur .. þetta auga er jafnvel betra BREF TIL BLAÐSINS Kringlan I 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Til hvers var barist? Frá Daníel Sigurbjörnssyni: KANNSKI. eru flestir búnir að gleyma því þegar Islendingar börð- ust við Breta í 200 mílna þorska- stríðinu 1975-1976, kannski em líka komnar kynslóðir sem ekki vita hvað það var sem öðru fremur tryggði sjálfstæði íslensku þjóðar- innar og lagði gi'unn að því, að hún yrði raunverulega sjálfstæð. Raunverulega sjálfstæð, já, því að ef ekki kemur til efnahagslegt sjálf- stæði, þá er ekkert sjálfstæði, hvorki hjá þjóð né einstaklingum. Þegar Bretar voru reknir út úr 200 mílna landhelginni vorið 1976 og íslendingar fengu full og óskor- uð yfírráð yfir fiskimiðunum, þá vann íslensk þjóð einhvern stærsta sigur sem unninn hefur verið frá stofnun lýðveldisins á Þingvöllum 1944. Mér er 200 mílna deilan í fersku minni, þá fylgdist ég agndofa með baráttu íslensku varðskipanna og breska flotans í fjölmiðlum, ég var þá ungur drengur og þetta hafði mikil áhrif á mig. Áhrif sem enn vara. Það var með ólíkindum hvern- ig áhafnir íslensku varðskipanna komust heilar í gegnum þau átök sem varðskipin lentu í við margfalt stærri og öflugri freigátur og drátt- arbáta Breta. Réttara væri að segja að það hijóti að hafa verið einstakt lán að varðskipunum skyldi ekki vera sökkt í heiftarlegum ásigling- um og þjösnaskap Breta. Ef íslendingar hafa á síðari tím- um eignast þjóðhetjur, þá voru það skipherrar íslensku varðskipanna og áhafnir þeirra. Þessir menn hættu lífi sinu til að íslendingar gætu sjálfir veitt á sínum fískimið- um og höfðu sigur með ótrálegum dugnaði og hugdirfsku. Mér finnst að þessi þáttur í Islandssögunni hafi verið settur til hliðar og er það mið- ur. Nafn Guðmundar Kjæmested, og fleiri skipherra sem voru á varð- skipunum á þessum árum, ætti að standa stómm stöfum í íslandssög- unni. I dag er skammariega búið að Landhelgisgæslunni, skipakostur- inn orðinn vel við aldur, svo ekki sé kveðið fastara að orði, og fjárveit- ingar svo naumt skornar að það er varla hægt að halda varðskipunum úti. En aðrir og verri hlutir hafa gerst, þjóðin sjálf hefur ekki raun- verulegt forræði lengur yfir fiski- miðunum. Það hafa örfáir útvaldir kvótaeigendur. Engir aðrir skulu komast að og þannig skal það vera, hvað sem tautar og raular. Kannski var kvótafyrirkomulagið nauðsynlegt á sínum tíma, til að koma í veg fyrir hrun fiskistofn- anna, en um svona stór mál verður að vera sátt í þjóðfélaginu. Kannski leysist allur vandi íslenskra stjóm- málamanna við það að ganga í Evr- ópusambandið, eins og sumir þeirra hafa haft orð á, að rétt væri að gera. Evrópusambandið myndi þá senda fiskveiðiflota sinn á íslandsmið og ekki þyrfti þá að hafa meiri áhyggj- ur af deilum um kvótamál. Þá eru blessaðir stjórnmálamennimir komnir í næði frá þeim málum öll- um, og gætu haldið áfram að þjarka á Alþingi um virkjanir, og einka- væðingu á öllu mögulegu. En til hvers var þá barist fyrir 200 mílunum og öll hin þorskastríð- in háð? Til hvers fengu þá íslend- ingar sjálfstæði 1944? Til að verða lítil og áhrifalaus baun í hinum nýju Sovétríkjum, Evrópusambandinu, sem með endalausum tilskipunum og stöðlum um alla mögulega hluti, er á góðri leið með að leysa Sovét- ríkin gömlu af hólmi. í sögunni hafa svo sem þjóðir áð- ur barist fyrir sjálfstæði, öðlast það og svO misst það. Vonandi fer ekki svo fyrir Islendingum. DANÍEL SIGURBJÖRNSSON, Kársnesbraut 135, Kópavogi. Gullinbrú og aðrar vegaframkvæmdir borgarinnar Frá Jóni Th. Friðþjófssyni: NÚ þegar eru framkvæmdir við Gullinbrú langt á veg komnar og skýr mynd af breytingunni að koma í ljós. En þá verður manni á að spyrja. Hver hannaði þessar breyt- ingar á brúnni og því, sem henni fylgir? Eg hef sjaldan séð ljótari og klúðurslegri vegaframkvæmd en þarna er. Það er svo auðvelt hverj- um manni að sjá, sem hefur eitt- hvert verksvit, að breikkun vegar- ins hefði átt að koma inn í beygjuna og á snið við brúna, sem hefði við það breikkað í báðar áttir og lega vegarins þá verið öllu skaplegri. Eg minnist þess að fyrir nokkr- um árum var deilt um staðsetningu barnaheimilisins þarna við brúna og vildu þá mai'gir íbúar hverfisins hafa það annars staðar, enda mun skynsamlegra miðað við aðgengi, en þrákálfarnir í borgarstjórn vildu ekki hlusta á íbúana í það sinnið. I Morgunblaðinu í dag birtist teikning af fyrirhugaðri tilfærslu Hringbrautar fyrir sunnan Land- spítalann. Sýnist mér sú fram- kvæmd vera bæði kostnaðarsöm og til lítilla bóta. Þá hefur Miklabrautin verið nokkuð í umræðu vegna mikils ónæðis fyrir íbúana af völdum um- ferðarinnar. í staðinn fyrir að grafa brautina niður, eins og komið hefur til tals, mætti athuga þann mögu- leika að kaupa upp öll húsin sunn- anmegin og skapa þannig gott rými fyrir brautina alveg að mótum Bú- staðavegar. Þá tel ég það vel athug- andi að byggja frekar bílastæðahús fyrir sunnan Hringbrautina og setja síðan undirgöng undir hana til teng- ingar við Landspitalalóðina. Þá mætti nýta núverandi bílastæði undir aðrar byggingar í framtíðinni. Eg tel þetta einfaldari lausn og ódýrari fyrir okkur skattgreiðend- ur. Þá þarf færri krónur að heimta með hinni hendinni. JÓN TH. FRIÐÞJÓFSSON, Garðhúsum 24, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að Iútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.