Morgunblaðið - 30.12.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 30.12.1998, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Náttúrulaust nornabrugg Morgunblaðið/Anna Ingólfs Fluttu Jólaóratoríu Bachs Egilsstöðum. Morgunblaðið. KAMMERKOR Austurlands flutti Jdlaóratoríu Bachs undir stjórn Keiths Reeds í Egilsstaðakirkju fyrir fullu húsi. Fluttar voru þijár fyrstu af sex kantötum í Jólaóratoríunni og tóku þijátíu söngvarar þátt í uppfærslunni, hljómsveitarmeðlimir voru einnig um þrjátíu en bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar komu víða að. Einsöngvarar voru Laufey Geirs- dóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Muff Warden og Manfred Lemke. Haldnir voru tvennir tónleikar og var uppselt á báða. KVIKMYMHR Kringlubfó, SAM- bíóin, Álfubukku „PRACTICAL MAGIC“ ★★ Leikstjóri Griffin Dunne. Handrits- höfundar Robin Swicord, Akiva Goldsman, Adam Brooks. Kvik- myndatökustjdri Andrew Dunn. Tónskáld Alan Silvestri. Aðalleikend- ur Sandra Bullock, Nicole Kidman, Dianne Wiest, Stockard Channing, Aidan Quinn, Goran Visjnic. 104 mfn. Bandarísk. Warner Bros 1998. SYSTURNAR Sally- (Sandra Bullock) og Gillian (Nicole Kidman), eru yngsta kynslóð afkomenda galdranornar sem á öldum áður lagði þau álög á afkomendur sína í kvenlegg, að menn þeirra mættu ekki njóta þeirra til langframa. Stúlkumar alast upp hjá frænkum sínum, Jet (Dianne Wiest) og Frances (Stockard Channing), held- ur friðsömum nornum sem haida þó uppi heiðri ættarhefðarinnar. Syst- urnar vaxa úr grasi; álögin bitna á Sally en Gillian valsai- í karlpen- ingnum uns hún strandar á Jimmy nokkrum Angelov (Goran Visjnic). Þegar til kemur reynist hann svo kolraglaður, að systur verða að grípa til ættarmeðalanna og kveða hann niður. Kauði hvílir ekki lengi í gröfinni. í flesta staði mislukkuð mynd. Allt púður vantar í nornirnar Bull- ock og Kidman, þær eru ósköp sæt- ar og fínar en ósköp pasturslitlar galdrakerlingar. Höfundarnir klúðra einnig sögunni sem tekur góðan sprett um miðbikið og verður um sinn sú svarta gamanmynd sem sjálfsagt hefur verið ætlunin. Þegar síðan Aidan Quinn kemur til sög- unnar, svona einsog hálfgerð aftur- ganga af James Dean, verður gam- anið að óspennandi vellu sem koðn- ar niður í ekki neitt, neitt. Griffm Dunne var afleitur leikari en er ífíð skárri leikstjóri, ekki við hann að sakast að kuklið rennur gjörsam- lega út í sandinn við geysifagra Kyrrahafsströnd Washingtonfylkis. Efnið býðui- upp á fanta góða mynd en heykist niður í Hollywood happ- í-endi, eina lífsmarkið að fínna í Channing og Wiest og tónlistinni hans Silvestri. Sæbjörn Valdimarsson TVEIR GÓÐIR SAMAN KVIKMYNÐIR Laugarásbfð, Stjörnu- bfó, Regnboginn, IVýja bíó í Kellavfk „RUSH HOUR“ irk'k Leiksljóri: Brett Ratner. Handrit: Jim Kouf og Ross Lamanna. Kvik- myndataka: Adam Greenberg. Tón- list: Lalo Schifrin. Aðalhlutverk: Chris Tucker, Jackie Chan, Tom Wilkinson, Philip Baker Hall og Mark Rolston. New Line Cinema. 1998. GAMANSPENNUMYNDIN „Rush Hour“, sem sýnd er í þrem- ur kvikmyndahúsum í Reykjavík og Nýja bíói í Keflavík einnig, er byggð á gamalli og mikið notaðri formúlu löggufélagamyndanna þar sem tveir gerólíkir einstaklingar eru látnir starfa saman og svo eiga áhorfendur að skemmta sér yfír átökunum á milli þeirra. Myndir þessar eiga mikið undir því að tak- ist að fínna tvo ólíka menn til þess að skapa þessi átök og það hefur tekist með miklum ágætum í „Rush Hour“. Hún er á köflum þrælskemmtileg og fyndin og miklu meiri gamanmynd en hasar- mynd enda plottið með eindæmum þunnt. Lögguteymið er leikið af Chris Tucker, sem minnir mjög á Eddie 30% afsl. mán.-mið. kl. 9-13 Andlitsbað............kr. 4.980 Litun og plokkun .....kr. 1.690 Fótsnyrting m/lakki ... kr. 2.690 samtals...............kr. 9.360 30% afsl.....kr. 6.S52 SNYRTI & NUDDST0FA Hönnu Krístínar Didriksen Laugavegi 40, sími 561 8677 Murphy ungan, og sparkfræðingn- um frá Hong Kong, Jackie Chan. Tucker er síblaðrandi og uppfullur af stælum þess sem þykist vera hinn svaii og sjóaði götustrákur. Vitleysan sem vellur upp úr honum getur verið mjög fyndin; það er ekki eins og hann fari eftir handriti heldur búi til brandarana á staðn- um. Chan er algjör andstæða hans, fámáll og íhugull og alinn upp í ströngum aga og fær um að dauðrota eins og dúsín af óþokkum á meðan hinn er að reyna að finna byssuna sína. Saman mynda þeir ákaflega spaugilegt par sem ber myndina uppi. Söguþráðurinn er heldur ómerkilegur enda algjört aukaat- riði en hann snýst um mannrán, mafíuna í Hong Kong og mikla listaverkasýningu í Los Angeles á fornum kínverskum munum. Tucker blaðrar sig í gegnum hverja klípuna á fætur annarri á meðan Chan sparkar sig í gegnum þær í ágætlega útfærðum slags- málasenum. Aðrir leikarar hafa ekki mikið að bíta og brenna nema þá helst breski leikarinn Tom Wilkinson, sem er óvæntur bónus. Allt í allt er hér um fína afþrey- ingu að ræða sem eflaust á eftir að njóta heilmikilla vinsælda. Arnaldur Indriðason Gíróseðlar tiggja frammi f öllum bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum. SSl wSSSÍ' Þú getur þakkað fyrir þitt hlutskipti Gefum bágstöddum von Tdnar frá vorsins hörpu BÆKUR Ævintýri JÓLASÓLARKÖTTURINN Teikningar: Unnar Kart Halldórsson. Prenntvinnsta: Prentmiðlun, Isafirði. Kápa og bókband: Grafík hf. Útgefandi: Vestfirska forlagið. 1998 - 95 síður. SLÍKT ævintýri gleður mig, því auk þess að vera sagt af fími sagnaþular, þá er efni og mál leiðandi í þroskafjallið. Víst hafa fleiri komizt að sömu niðurstöðu, því sagan var valin til flutnings á þessu ári í Morgunstund barnanna hjá Ríkisútvarpinu. A sjávarkambi kúrir þoi'p. Þar alast upp Freyja, átta ára hnáta, og bróðir hennar Sveinn, börn sjó- manns og fiskverkakonu. Nú margir fleiri era nefndir til sögu, böm og aldnir, en skáldið Sigfínn- ur uppi á súlum varð mér minnis- stæðastur við lesturinn, fræðandi, skilningsrík sál, sem gaman var að kynnast, og ekki bregður ljósi á, fyiT en í lok sögu, því Oddur, faðir barnanna, var annars sinnis. Inn á sviðið ryðst köttur, - svart- ur, óhrjálegur, og Sveinn dregur þegar þá ályktun, að þar sé jólakötturinn mættur. Slíkt vekur ungum snáða ógn, - vissara að hafa fulla gát á óargadýri í dulargervi. Freyja hins vegar sér í kettinum aðeins vannærðan vesaling, - nú væri hann eitthvað annað, og kynni ekki góða siðu, þá var aðeins að kenna honum þá. I leit að nafni á köttinn fræðist hún um eigið nafn, að það var sótt allt aftur til þess tíma, er goðafræðin lýsir, Freyja er nafn gyðju, það líka, að tveir kettir drógu vagn nöfnu telpunnar um himinhvolfið, sólarkettir, og þeim eins og gyðjunni fylgdi mátt- ur til ástar og hamingju á jörðu. Bráðsnjallar lýsingar, er höfundur lætur telpuna, í tvígang, læðast með köttinn til að reyna á þetta. Hið fyrra sinnið til vina, er feimni hamlaði að fanga tilfinningar S orð, - hið síðara til að færa kæram skólastjóra heilsu. Frásögnin af berjaferðinni er skemmtilega gerð; fólk fínnur ekki aðeins ber, heldur kynnist dulmögnum þess lands, er elur það og nærir. Freyja er boðberi hins kærleiks- ríka skilnings, sannkallaður vor- geisli. Þannig spinnst líka úr sögu, að henni tekst að reka myrkur og kul af sviði, töfra fram sumar. Já, þrátt fyi'ir allt tornæmi kattarins, dráp hans á hana ömmu og afa; heimsóknir hans til eðalborinnar kisulóra; nú blíðusöngva eða stríðsöskur í húsagörðum þorps- búa, þá sannaði hann að lokum, að hann var sannkallaður sólarköttur, - bjargar barni úr klóm arnar. Kærleikurinn umvefur þessa sögu alla, gerir hana að kjörgrip í hendur ömmu og afa, - mömmu og pabba, sem eiga ungviði í stofu að leik, og vilja rétta þeim gull úr arfa-sjóði kynslóðanna. Myndir era ekki íbornar, en sterkar, - áhrifaríkar. Prentvillur örfáai', leiðust á blaðsíðu 21. Bók öllum þeim er að unnu til sóma, og gleymum ekki, að gott ævintýri er hvorki háð aldri les- anda né stundum ársins. Kærar þakkir. Sig. Haukur Með reynslu að baki BÆKUR Ritgerðir NÝTT OG GAMALT eftir dr. Benjamín H.J. Eiríksson. 307 bls. Útg. höf. Reykjavík, 1998. DR. BENJAMÍN er hagfræðing- ur. I bankastjóratíð sinni á áram áð- ur varð hann einkum kunnur vegna skrifa sinna um efnahagsmál. Á síð- ari árum hefur hann þar að auki skrifað um stjómmál, menningar- mál og jafnvel dægui'mál ýmis. Minnisstæðustu ski'if hans eru þó endurminningarnar. í bók þessari eru þær enn á dagskrá. Meðal ann- ars skrifar dr. Benjamín hér stuttan þátt um foreldra sína. Sérstaklega minnist hann móður sinnar sem ein- stæðrar atorkukonu sem hafí borið höfuðið hátt í fátækt sinni og ekki látið baslið smækka sig. Þá eru hér minningar frá Sovétríkjunum á fjórða tug aldarinnar þar sem höfundur nam rússnesku og stjórnmálafræði. Hann hafði þá þegar gengið til liðs við kommúnista. En menntamenn, sem tekið höfðu trú á kommúnismann, lögðu á þeim áram ofurkapp á að komast til Sovétríkjanna þar sem verið væri að gera til- raun með stéttlaust og fullkomlega réttlátt þjóðfélag, hið fyrsta í mannkynssög- unni. En ástandið í Sovétríkjunum reyndist vera allt annað og verra en hann hafði búist við. »Eg upp- götvaði fljótlega,« segir hann, »að oi'ðið kommúnisti hafði fengið nokkuð aðra merkingu þarna en fyrir vestan. Þarna merkti það ekki endilega mann með ákveðnar skoðan- ir eða hugsjónir, held- ur ílokksmeðlim sem hafði forgang að stöð- um eða embættum, mann undir aga, trúnaðarmann.«' Uppistaða bókai- þessarar er að öðra leyti blaðagreinar mest, sem birst hafa í blöðum á seinni áram, ennfremur viðtöl sem blaðamenn hafa átt við höfundinn. Þar sem það á allt að vera í fersku minni telst óþarft að fjölyrða um það efni hér og nú. Dr. Benjamín býi’ yfir mikilli þekkingu. Lífs- reynsla sú, sem hann á að baki, er líka fjölþættari og sögulegri en flestra núlifandi íslendinga. Erlendur Jónsson Dr. Benjamín H.J. Eiríksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.