Morgunblaðið - 30.12.1998, Page 26

Morgunblaðið - 30.12.1998, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þögnin rofin / Leikhópurinn A senunni frumsýnir leikritið Hinn fullkomni jafningi eftir Felix --------r ... . --- ----— . ... Bergsson í Islensku óperunni sunnudaginn 3. janúar. Höfundur er eini leikarinn í sýn- ingunni. Orri Páll Ormarsson fór á æfingu á verkinu sem segir sögu fimm íslenskra karlmanna sem eiga það sameiginlegt að vera samkynhneigðir. Morgunblaðið/Árni Sæberg FELIX Bergsson bregður sér í gervi fimm manna í leikriti sínu Hinn fullkomni jafningi, bæði á sviðinu og á tjaldinu í bakgrunni. Hér gefur „Asta frænka“ vini sínum holl ráð í gegnum símann. KVEIKJAN að þessari sýn- ingu er sú að mig langaði að skrifa verk um líf samkyn- hneigðra karlmanna, verk sem sprottið er úr okkar eigin veruleika og veitir fólki sýn inn í heim homma í Reykjavík nútímans. Segja má að markmiðið sé tvíþætt, að gera góða leiksýningu og vekja umræður um málefnið, samkynhneigð," segir Fel- ix Bergsson um leikrit sitt, Hinn full- komni jafningi. Fimmmenningarnir sem Felix leikur í sýningunni eru hver öði-um ólíkari - eiga það eitt sameiginlegt að vera samkynhneigðir. Aðalsögu- hetjan er Ari Finnsson, fertugur kennari í Hafnarfirði, sem í upphafi verks er að undirbúa matarboð sem hann bindur verulegar vonir við. Hann veltir vöngum, rabbar við fjar- statt fólk, þessa heims og annai’s, móður sína, son sinn á unglingsaldri og poppstirnið Madonnu, á milli þess sem vinir hans hringja. Þeir eru Steinþór, framagjarn lögfræðingur um þrítugt, sem er með „allt á hreinu“ og Asgeir, HlV-smitaður hommi um sextugt, sem alla jafna er kallaður Ásta frænka. Inn í líf þess- ara manna er skyggnst en auk þess koma við sögu Máni, ungur hommi sem yfirgefur „þetta ógeðslega ís- land“ og heldur á vit ævintýra í Lundúnum og Kpben, og matargest- urinn, Albert, sem Ari væntir svo mikils af. Hann heldur upp á Walt Whitman, eins og Ari, en að öðru leyti er h'tið um hann vitað. Og, eins og Asta frænka segir, allir hafa eitt- hvað að fela! Á sínum forsendum Þessir menn eru að berjast við að lifa lífinu á sínum forsendum, óháð duttlungum, fáfræði og fordómum annarra. Þeir þurfa að kljást við þögnina, í öllum sínum myndum, en bera höfuðið um leið hátt, sætta sig við hverjir þeir eru. I sýningunni er komið inn á málefni sem brenna á þjóðinni, svo sem sjálfsvíg ungra manna, sem rekja má til samkyn- hneigðar, ný fjölskylduform, þar sem fjölskyldan samanstendur af bömum og tveimur pöbbum eða börnum og tveimur mömmum. Þá ber sitthvað fleira á góma, svo sem „skápadrottn- ingar“ og „hómófóbíu". Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og dramatúrg, vonar að sýningin eigi eftir að ýta undir umi-æðu um sam- kynhneigð á íslandi. Hún hafi legið of lengi í láginni. „Þessi leiksýning gæti orðið einskonai1 ljósmóðir - komið vit- rænni umræðu á rekspöl. Auðvitað hefur töluvert verið rætt um samkyn- hneigð og samkynhneigða á íslandi hin síðari misseri en því miður hefur ekki alltaf tekist nógu vel til, nefni ég kirkjuna í því samhengi. Þarna kem- ur leikhúsið til skjalanna en það er að minni hyggju ákjósanlegt tæki til að taka á svona heitu málefni." Og ekki nóg með það. „Ég er h'ka sannfærð um að Felix sé rétti maður- inn til að gera þetta, hann er svo ein- læg og heiðarieg manneskja - mann- eskja sem þorir að tala tæpitungu- laust, án þess þó að gera það með lát- um og offorsi. Felix er maður sem fer hægt en örugglega í sakirnar, treður skoðunum sínum ekki upp á fólk.“ Feiix og Kolbrún hafa unnið að Hinum fullkomna jafningja í tvö ár. I upphafi var verkið hugsað íyrá' fimm leikara en breyttist í einleik. Felix skrifaði leikritið að mestu úti í Lund- únum síðastliðinn vetur en var í reglulegu tölvusambandi við Kol- brúnu. „Verkið varð eiginlega til á Netinu," segir Kolbrún og hlær en fyiir tilstilii þess komst textinn einmitt í hendumar á henni. Kolbrún brást jafn óðum við skrifunum, sem í fyrstu voru í söguformi, og smám saman röðuðust brotin saman - saga breyttist í sjónarspil. Kolbrán segir það athyglisverða lífsreynslu að hafa fengið að skyggn- ast með þessum hætti inn í líf sam- kynhneigðra. „Ég hef auðvitað reynt að setja mig eftir bestu getu í spor samkynhneigðra. Litrófið er auðvitað jafn fjölbreytt í þessum heimi og í heimi okkar sem erum gagnkyn- hneigð en ég er ekki í vafa um að það er mun erfiðara að vera samkyn- hneigður í Reykjavík, að ég tali ekki um í smærri samfélögum á íslandi, en í stórborgum úti í heimi. Þar eiga hommar og lesbíur griðastaði sem þau eiga ekki hérna.“ Leikhópurinn Á senunni lagði áherslu á að fá til samstarfs við sig aðila sem fjalla gjarnan um málefni samkynhneigðra. Má þar nefna fræðsluyfirvöld í Reykjavík, Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar, íþrótta- og tómstundaráð og Land- læknisembættið. Segja Felix og Kol- brán að hvarvetna hafí þeim verið vel tekið og munu þessir aðilar senda fagfólk á sínum vegum á sýninguna. Verða þær sýningar auglýstar sér- staklega og að þeim loknum verður boðið upp á umræður um sýninguna og málefni samkynhneigðra í sam- vinnu við Samtökin 78. Þess má geta að Samtökin 78 hafa veg og vanda af gerð leikskrár fyrir sýninguna, þar sem saga samtakanna er rakin. Aðeins eru fyrirhugaðar tólf sýn- ingar að svo stöddu í íslensku óper- unni en þá hefjast aðstandendur handa við að æfa ensku útgáfuna, The Peifect Equal, sem fyrirhugað er að frumsýna í Lundúnum á sumri komanda. Með nýstárlegu sniði Óhætt er að segja að sýningin sé með nýstárlegu sniði. Tækni leik- hússins er teygð til hins ýtrasta. Þannig er hljóðmyndin óvenju flókin og kvikmynd gegnir veigamiklu hlut- verki. Höfundur hennar er Kristófer D. Pétursson sem þreytir nú frumraun sína í leikhúsi. „Það er alltaf gaman að læra nýja siði og venjur," segir Kiástófer sem tekið hefur þátt í gerð tíu kvikmynda. „Leikhúsið er ekki eins njörvað nið- ur og kvikmyndin og fyrir vikið er hægt að prófa sig meira áfram. Það hefur verið vnkilega skemmtileg reynsla að taka þátt í að raða þessari sýningu saman.“ Kristófer fór um víðan völl til að taka myndina, meðal annars til Kaupmannahafnar og Lundúna. Lætur hann vel af samstarfinu við Felix. „Myndavélin dýrkar hann, eins og við segjum. Hann er frábær kvikmyndaleikari og hlýtur að eiga eftir að fá fleiri hiutverk á þeim vett- vangi í framtíðinni.“ Kvikmynd Kristófers er varpað á stóran skjá af öflugri sýningarvél sem notuð var á heimssýningunni í Portúgal. Af öðrum listamönnum sem að sýningunni koma má nefna Magnús Sigurðarson leikmyndahönnuð, Jó- hann Páimason ljósahönnuð, Maríu Ólafsdóttur, sem gerir búninga, Ástu Hafþórsdóttur, sem hannai- gerfi og Karl Olgeirsson sem hefur veg og vanda af tónlist og leikhljóðum. „Við höfum unnið þessa sýningu í smiðju, einum stórum potti, sem við vitum ekki enn nákvæmlega hvað kemur upp úr,“ segir Kolbrún. „í þessu felst sérstaða leikhússins, það nær til allra listgreina og hér eru menn að fram á síðustu stundu. Segja má að við séum að vissu marki upp á Guð og lukkuna komin en ég trúi aftur á móti á kraftaverkin - ég hef svo oft séð þau gerast!“ Heilagur sjónvarpssali KVIIvHIYMUIt Bfiíiio rgin „HOLY MAN“ ★★ Leikstjóri: Stephen Herek. Handrit: Tom Schulinan. Kvikmyndataka: Adrian Biddle. Tónlist: Alan Silvestri. Aðalhlutverk: Eddie Murphy, Jeff Goldblum, Kelly Preston, Robert Loggia. Touchstone Pictures 1998. FYRIR þá sem ætla að sjá ærslafulla og alvöralausa Eddie Murphy gamanmynd gæti háðs- ádeilan „Holy Man“ komið nokkuð á óvart. Um er að ræða óvenjulega alvarlega gamanmynd með miklum boðskap til bandaríska neytenda- samfélagsins þar sem Murphy gegnir lykilhlutverki andlegs leið- toga sem hirtur er upp af götunni og komið fyrir í sjónvarpssöluþátt- um. Þar selur hann fánýti um leið og hann predikar nýaldarspeki sína íklæddur hvítum serk, nauða- sköllóttur og skælbrosandi af innri friði. Það er ekki að sökum að spyrja, salan margfaldast. Reyndar er „Holy Man“ miklu meira Jeff Goldblum mynd en Eddie Murphy mynd. Goldblum er í hlutverki framkvæmdastjóra einskonar Sjónvarpsmarkaðar sem gerir Murphy að nýjum guði neyslusamfélagsins og það eru fyrst og fremst hans raunir og áhyggjur sem myndin fjallar um. Goldblum er að missa starfið vegna lélegrar afkomu af sjónvarpssöl- unni þegar hin andlega vera bjarg- ar honum og áhorfandanum er kannski meira í mun að vita hvað verður um Goldblum en það sem Murphy hefur að segja heims- byggðinni, enda er mest af því gamlar tuggur. Tilgangurinn með myndinni, boðskapur hennar um verðmætara og einfaldara líf en gæðakapp- hlaupið snýst um, er virðingarverð- ur og á kannski sérstaklega vel við hér á landi þar sem biðraðir mynd- ast um leið og opnuð er raftækja- verslun. En myndin hefur í raun- inni ekkert nýtt fram að færa í háðslegri ádeilu sinni og getur alls ekki notfært sér þá miklu hæfíleika sem Eddie Muiphy hefur til þess að koma áhorfendum til þess að hlæja. Hann er bæði væminn og óvenjulega sviplaus í hlutverki ný- aldarspekingsins og hefði eflaust gert stólpagrín að slíku hlutverki fyrir ekki svo iöngu. Goldblum stendur sig vel sem áhyggjufullur framkvæmdastjóri og Robert Loggia er skemmtilega hvass sem eigandi sjónvarpsstöðv- arinnar. Einstaka brandarar í handriti Tom Schulmans hitta í mark en það skortir frumleika. Arnaldur Indriðason OR.NSXqNXCeiRsXUN Fornsagnagetraun Morgunblaðsins birtist í blaðinu 31. desember. Getraunin byggist á spurningum úr köflum og kvæðum íslenskra fornbókmennta. ivmi vérjx mm vrðl\un:I Minningabækur Halldórs Laxness: I túninu heima, tíngur eg var, Grikklandsárið og Sjömeistarasagan. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Eddukvæði. Útgefandi er Mál og menning. Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16.00 mánudaginn 18. janúar. Biskupasögur III. Útgefandi er Hið íslenska fomritafélag. Dreifing: Hið íslenska bókmenntafélag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.