Morgunblaðið - 30.12.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.12.1998, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Heilbrigðisráðuneytið og Akureyrarbær Samningur um uppbyggingu heilsugæslustöðvarinnar Morgunblaðið/Björn Gíslason KRISTJAN Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra undirrituðu þrjá samninga í gær milli bæj- arins og ráðuneytisins. Norðurlandsdeild Blaðamannafélags íslands Háskólinn á Akureyri hlaut Fjölmiðlabikarinn Morgunblaðið/Björn Gíslason ARNAR Páll Hauksson, formaður Norðurlandsdeildar Blaða- mannafélags íslands, afhendir Þorsteini Gunnarssyni rektor HA Fjölmiðlabikarinn. INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, undinituðu í gær þrjá samninga milli heilbrigðisráðuneytisins og Akureyrarbæjar. Samningarnir era um framkvæmdir við Heilsugæslustöðina á Akureyri, sjúkraflutninga og heilbrigðisþjón- ustu við fanga. Samningurinn um uppbyggingu heilsugæslustöðvarinnar lýtur að endurbótum á húsnæði og búnaði stofnunarinnar fyrir um 80 milljón- ir króna á næstu þremur áram. Ríkið greiðir 85% af kostnaðinum og Akureyi-arbær 15%, eða um 12 milljónir króna. Kristján Þór Júlí- usson bæjarstjóri sagði að bærinn myndi leggja fram 14,5 milljónir til verksins á næsta ári og 9,3 milljón- ir króna árið 2000 en fengi um 12 milljónir króna endurgreiddar frá ríkinu árið 2002. Starfsmönnum Ijölgað á slökkvistöðinni Guðmundur Sigvaldason, fram- kvæmdastjóri heilsugæslu- stöðvarinnar, sagði mjög mikil- vægt að koma húsnæði stofnunar- innar í það form að hún þjóni sem heilsugæslustöð. Jafnframt að það skipti miklu máli fyrir rekst- urinn að umgjörðin sé góð. Heil- brigðisráðherra sagði að heilsugæslustöðin hafí verið vel rekin og að innan stofnunarinnar ríkti góður andi. Auk þess hafi Morgunblaðið/Björn Gíslason Vernharð íþróttamaður Akureyrar VERNHARÐ Þorleifsson, júdómaður úr KA, var í gær út- nefndur íþróttamaður Akureyr- ar 1998. Þetta er í fimmta skipti sem Vernharði hlotnast þessi nafnbót, hann var kjörin fjögur ár í röð, 1993-1996 en í fyrra varð Ómar Halldórsson, kylfing- ur, fyrir valinu. Vernharð varð m.a. Island- meistari í sínum þyngdarflokki á árinu og sigraði á opna skandin- avíska meistaramótinu. í öðru sæti í kjörinu varð Sigurpáll Geir Sveinsson, GA, Islandsmeistari í golfi, í þriðja sæti Baldur Ingv- arsson, skíðagöngumaður úr SRA, Halldór Sigfússon, hand- knattleiksmaður úr KA varð Ijórði og Orri F. Hjaltalín, körfuknattleiksmaður úr Þór varð í fimmta sæti. stofnunin verið í fararbroddi á ýmsum sviðum. Með samningi ráðuneytisins og bæjarins um sjúkraflutninga mun starfsmönnum á slökkvistöðinni fjölga um fjóra, eða um einn á hverri vakt. Jafnframt munu sjúkraflutningamenn eiga kost á neyðarflutningsmenntun. Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri sagði að með fjölgun starfsmanna og aukinni menntun þeirra væra menn betur í stakk búnir að leysa þau verkefni sem þeirra bíða. Birg- ir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði stefnt að því að auglýsa nýju stöðurnar fljótlega og ráða í þær sem fyrst á nýju ári. Fangar fái sömu þjónustu Ingibjörg Pálmadóttir sagði að með samningi um heilbrigðisþjón- ustu við fanga væri verið að festa í sessi þá þjónustu sem fyrir er og um leið að styrkja hana. Ólafur H. Oddsson, héraðslæknir á Norður- landi eystra, sagði að kjarni samn- ingins sneri að því að refsifangar fengju sömu læknisþjónustu og aðrir landsmenn. Samkvæmt samningi við heilsugæslustöðina mun læknir koma í heimsókn í fangelsið aðra hverja viku, auk þess sem fangar munu koma í skoðun á stofnunina eftir því sem þörf er á hverju sinni. Þá verður leitað til FSA vegna sérhæfðrar þjónustu. FJÖLMIÐLABIKARINN var af- hentur í fyrsta sinn í gær, en það var Háskólinn á Akureyri sem grip- inn hlaut fyi'ir framlag til byggðaáætlunar og fjarkennslu. Það er Norðurlandsdeild Blaða- mannafélags íslands sem stendur að því að afhenda bikarinn og var starfsfólki fjölmiðla á Akureyri gef- inn kostur á að kjósa eitt af átta fyr- irtækjum og stofnunum á Norður- landi sem tilnefnd vora. Araar Páll Hauksson, for- stöðumaður Ríkisútvarpsins á Ak- ureyri og formaður Norðurlands- deildar BÍ, sagði að Háskólinn á Akureyri hefði unnið mikið og stórt verk varðandi byggðastefnu og það verk sem Rannsóknarstofnun HA vann fyrir Byggðastofnun er megin uppistaðan í þingsályktunartillögu forsætisráðherra um byggðastefnu næstu árin. „Hvað snertir fjarkennslu er það ótvírætt að Háskólinn, með Þor- stein Gunnarsson rektor í farar- broddi, hefur komið því rækilega til skila að ýmsar leiðir era færar í háskólanámi, sérstaklega hvað varðar stöðu nemenda í strjálbýl- inu. Það er hins vegar mitt mat að með þessari viðurkenningu sé verið að staðfesta að Háskólinn er orðinn fullorðinn. Hann er reyndar aðeins 10 ára, sem er ekki mikill aldur. Byrjendaárin eru að baki og alvar- an tekin við,“ sagði Arnar Páll. Viðurkenningin mikils virði Þorsteinn Gunnarsson rektor tók við Fjölmiðlabikarnum fyrir hönd skólans og hann sagði þessa viður- kenningu vera mikils virði fyrir hið unga háskólasamfélag. Þorsteinn sagði þetta viðurkenningu til allra þeirra sem starfa og hafa lært í háskólanum og eru að byggja upp atvinnulíf á landsbyggðinni. Hann sagði mikið verk hafa verið unnið fyrir Byggðastofnun og um leið hafi verið lögð vinna í að lyfta umræðu um byggðamál upp á vitrænt plan. Varðandi fjarkennsluna sagði Þor- steinn að þar hafi með stuttum fyr- irvara tekist að koma upp fyrstu kennslunni á háskólastigi, þar sem kennt er með fjarbúnaði til Isafjarð- ar. Þau fyrirtæki og stofnanii' sem tilnefnd voru í kjörinu auk háskól- ans eru; Aldin, Húsavík, vegna nýj- unga í atvinnustarfsemi. Hesta- mannafélögin í Eyjafirði, vegna skipulags Landsmóts hestamanna, Hvalasafnið á Húsavík, vegna upp- byggingar ferðaþjónustu og hvala- safnsins, Kaupfélag Eyfii'ðinga, vegna skipulagsbreytinga og útþenslustefnu, Landsbjörg, vegna björgunarstarfa og þá sérstaklega þegar sleðamenn á Dalvík týndust. Verkmenntaskólinn á Akureyri, vegna frumherjastarfs í fjarkennslu og Vesturfarasafnið á Hofsósi, vegna framlags til varðveiðslu á sögu landsins. Sjómannafélag Eyjafjarðar Alþingi breyti lögum um stjórn veiða AÐALFUNDUR Sjómannafélags Eyjafjarðar, sem haldinn var þriðju- daginn 29. desember sl., telur að í nýgengnum dómi Hæstaréttar í málinu nr. 145/1998 sé augljóst að Hæstiréttur sé að benda á að það sé brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar að aðrir aðilar en þeir sem áttu skip við upphaf kvótakei'fisins skuli ekki eiga þess kost að fá út- hlutað veiðiheimildum, þ.e. afla- marki og aflahlutdeild. Hvergi verði lesið úr dómnum að nægilegt sé að úthluta nýjum skip- um veiðileyfi til að uppfylla jafn- ræðisreglu stjórnarskrárinnar. Því síður verður það lesið út úr dómnum að þeir sem fá veiðileyfi en ekki veiðiheimildir eigi að vera háðir því, að þeir sem fengu úthlutað veiði- heimildum í öndverðu, séu tilbúnir að selja þeim aflamark eða aflahlut- deild úr sameign þjóðarinnar. Aðalfundurinn bendir á að Alþingi geti ekki horft aðgerðarlaust á það lengur að útvalinn hópur útgerðar- manna efnist á braski með sameign þjóðarinnar. Framlagt framvarp ríkisstjórnarinnar hafi ekkert með dóm Hæstaréttar að gera og skorar fundurinn á Alþingi að gera þær breytingar á lögunum um stjórn fiskveiða sem duga til að fullnægja dómi Hæstaréttar. Þá telur fundurinn það mikinn misskilning að sjálft stjómkerfi veiðanna sé í uppnámi þó farið sé að dómi Hæstaréttar og allar slíkar vangaveltur séu áróður og ekkert annað. ------♦-*-*.--- Iþróttamaður Dalvfkurbyggð- ar útnefndur ÚRSLIT í kjöri íþróttamanns Dalvík- urbyggðar verða kunngjörð í hófi í Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju í dag, miðvikudaginn 30. desember kl. 17. Alls eru 6 íþróttamenn tilnefndh' að þessu sinni en þeir eru; Björgvin Björgvinsson skíðamaður, Jóhannes Bjarni Skarphéðinsson körfuknatt- leiksmaður, Ómar Freyr Sævarsson frjálsíþróttamaður, Stefán Frið- geirsson hestaíþróttamaður, Steinn Símonarson knattspyi'numaður og Þorgerður J. Sveinbjörnsdóttir sundkona. --------------- Kirkjustarf um áramot AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta á Hlíð á gamlársdag kl. 16.00. Kór aldraðra syngur undir stjórn Birgis Helgasonar. Aft- ansöngur í Akureyrarkirkju kl. 18.00 á gamlársdag, útvarpsmessa. Óskar Pétursson syngur einsöng. Hátíðarmessa í kirkjunni á nýjárs- dag kl. 14.00. Ekki verður messað í kirkjunni sunnudaginn 3. janúar. GLERÁRKIRKJA: Aftansöngur á gamlársdag kl. 18.00. Erlingur Sigurðarson forstöðumaður Sigui'- hæða - Húss skáldsins - flytur hug- leiðingu. Hátíðarmessa á nýjársdag kl. 16.00. LAUGALANDSPRESTAKALL: Síðasta messa ársins verður sungin í Kaupangskirkju á gamlársdag kl. 13.30. Ræðumaður verður Tómas Ingi Olrich alþingismaður. HVÍTASUNNUKIRJAN: Hátíð- arsamkoma á nýjársdag kl. 14.00. G. Theodór Birgisson predikar. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Aftansöngur kl. 16.00 á gamlársdag í Stærri-Arskógskirkju. LAUFÁSPRESTAKALL: Aft- ansöngur í Grenivíkurkirkju kl. 18.00 á gamlársdag. KFUM og K: Hátíðarsamkoma á kl. 20.30 á nýjársdag. Ræðumaður verður Víðir Benediktsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.