Morgunblaðið - 05.12.1998, Page 64

Morgunblaðið - 05.12.1998, Page 64
A64 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ NÝTTU ÞÍR DREIFINGARSTYRK MORGUNRLAÐSINS Innskot er auglýsinga- og kynningarefni sem er dreift með Morgunblaðinu. Með innskoti er hægt að ná til mikils fjölda fólks í einu á öruggan og hagkvæman hátt og nýta þannig dreifingarstyrk Morgunblaðsir um land allt. Efni af ýmsu tagi er hægt að stinga inn í blaðið og jafnframt er hægt að velja það dreifingarsvæði sem hentar hverju sinni. Morgunblaðið er mest lesna dagblað á fslandi og samkvæmt fjölmiðlakönnunum lesa 60% þjóðarinnar blaðið að meðaltali á hverjum degi og 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins. Morgunblaðið er eina dagblaðið í Upplagseftirliti og samkvæmt síðustu mælingu er meðaltalssalan á dag 53.198 eintök. Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 og fáðu nánari upplýsingar um þá möguleika sem þér standa til boða með innskoti í Morgunblaðið. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is KRAFTBIRTINGARHLJOMUR GUÐDÓMSINS UNNENDUR HEIMSLJÓSS HALLDÓRS L A X N E S S Æ T T U E K K I A Ð L Á T A ÞESSA BÓK FRAM HJÁ SÉR FARA LÍF OG DAGBÆKUR MAGNÚSAR HJ. MAGNÚSSONAR ER VIÐFANGSEFNI ÞESSARAR BÓKAR, EN HANN ER FYRIRMYND HALLDÓRS LAXNESS AÐ ÓLAFl KÁRASYNI LJÓSVÍKING HANS HEIMSLJÓSI. H SKIPTI BIRT S SIGURÐUR GYLFI TÓK RITIÐ EINELTI OG ÁSTÆÐUR ÞESS UNDANFARIÐ hefui’ töluverð opinber umræða átt sér stað um hörmulegar afleið- ingar eineltis. Fullorð- in fómarlömb eineltis, er átti sér stað í barna- og unglingaskóla, hafa tjáð sig um þau sál- rænu meiðsl sem ein- eltið orsakaði í lífl þeirra. Hér má nefna kvíða og þunglyndi, minnimáttarkennd og lélega sjálfsmynd. Slíkt djúpstætt tilfinninga- legt óöryggi og vánlíð- an veldur skertri getu til að takast á við að- stæður í lífinu, sem að öðru jöfnu vefjast ekki fyrir fólki. Astæða þess að ég sting niður penna er hversu lítil málefnaleg umræða hefur verið um raunveru- legar ástæður eineltis hjá gerand- anum; ástæður þess að börn og unglingar (sem og fullorðnir) finna hjá sér knýjandi þörf til að beita aðra stöðugu tilfinningalegu og lík- amlegu ofbeldi. Eg tel einnig nauð- synlegt að leita svara við hvaða að- stæður í umhverfi og uppeldi barna og unglinga era líklegar til að fóstra og næra þörfina fyrir ofbeldi. Ennfremur hvaða aðgerðir eru lík- legar til góðs árangurs í baráttunni gegn einelti. Hvað er einelti og hverjir verða fyrir því? Einelti felur í sér líkamlegt og/eða tilfinningalegt ofbeldi og er birtingarmynd þess eins marg- breytheg og gerendur og aðstæður era mismunandi. Stundum er ein- eltið vel dulið en í öðram tilfellum öllum augljóst. Gerendur eineltis leita gjarnan uppi þá einstaklinga sem ekki eiga auðvelt með að verja sig og era að einhverju leyti nokk- uð frábrugðnir öðram hvað varðar t.d. úttlit, sérkenni, tilfinningavið- brögð, þroska og félagslega hæfni. Með öðram orðum, þeir sem „liggja vel við höggi“ verða margir hverjir fórnarlömb eineltis. Persónulegar ástæður gerenda virðast eins margbreytilegar og þeir era margir, en þó er nokkuð ljóst að rekja má undirrót ofbeldis- og eineltisþarfa gerenda til sál- rænna meiðsla sem þeir hafa sjálfir orðið fyrir. Annar áhrifaþáttur, sem þó virðist að miklu leyti sam- þættur þeim fyrri, er slæm og óskýr sjálfsmynd er veldur skertri getu til að setja sig í annarra spor og skilja tilfinningar þeirra. Sálræn meiðsl Sálræn meiðsl era oft afleiðing þess að alast upp við aðstæður sem vinna gegn vellíðan og hamla eðli- legri tjáningu tilfinninga. Yfirleitt era þau börn, sem seinna meir verða gerendur eineltis, alin upp í „óheilbrigðum" (dysfunctional) fjöl- skyldum er fóstra þrúgandi ótta, kvíða og óöryggi í samskiptum. Sem dæmi má nefna aðstæður þar sem heimilisfaðirinn beitir líkam- legu og/eða tilfinningalegu ofbeldi. Allir á heimilinu forðast af bestu getu að vekja reiði hans. Það er hins vegar mjög vandasamt, því reiðiköstin gera ekki boð á undan sér sökum hvatrænnar og tilviljun- arkenndrar hegðunar hans. Börn úr fjölskyldum sem þessum verða að bæla niður eigin vanlíðan, heift, reiði og særða réttlætiskennd til að komast hjá frekari árekstrum og vandræðum. Þetta vinnur gegn eðlilegum tilfinninga- og félags- þroska og getu til að mynda heil- brigða sjálfsmynd. Ofbeldið í slíkum fjölskyldum þarf ekki að vera sýnilegt. Stund- um er um að ræða dulið ofbeldi, af tiifinningalegum toga, sem birst getur á marga ólíka vegu. Dæmi um slíkt era fjölskyldur þar sem lít- ið sem ekkert svigrúm er gefið fyrir heil- brigða útrás nei- kvæðra tilfinninga vegna „ólæsis" for- eldra á eigin tilfinning- ar sem og annarra. Einlæg tjáning fellur því í grýttan jarðveg. Innan slíkra fjöl- skyldna er tjáningu neikvæðra tilfinninga gjaman mætt t.d. með gagnrýni, kulda, höfn- un, reiði og/eða áhugaleysi. Þannig fjölskylduaðstæður verða að sjálf- sögðu þess valdandi að barnið neyðist til að bæla niður tilfinning- ar sínar; réttmæta reiði og þörf fyr- ir leiðréttingu og samhygð. Langvarandi aðstæður sem þessar valda því, eins og áður segir, að ein- Lítil umræða hefur verið um ástæður eineltis hjá ger- andanum. Marteinn Steinar Jónsson fjallar hér um hvaða aðstæður í umhverfí og uppeldi barna og unglinga eru líklegar til að fóstra og næra þörfína fyrir ofbeldi. staklingurinn nær ekki að þroska með sér hæfni til uppbyggilegrar úrvinnslu eigin tilfinninga. Sjálfs- myndin verður óskýr, sem síðan stuðlar að lakri félagshæfni og van- getu til að skilja aðra og setja sig í þeirra spor. Margar aðrar aðstæður geta stuðlað að djúpstæðri tilfinninga- legri vanlíðan hjá börnum og ung- lingum. Nefna má erfíðleika á heimili er tengjast áfengis- og fíkni- efnamisnotkun, geðrænum vanda- málum og kynferðislegri misnotk- un. Ahrifaþættir sem þessir eru efniviður í langa umfjöllun en verða ekki gerð nánari skil að þessu sinni. Góð og slæm sjálfsmynd Góð sjálfsmynd er afrakstur þroskaferils góðra samskipta við aðra - samskiptin við foreldra/for- ráðamenn era sérstaklega mikil- væg í þessu tilliti. Þegar samskipti einkennast að staðaldri af jákvæð- um og skýrum boðskiptum sam- þykkis, umhyggju, ástúðar, sveigj- anleika, virðingar, samúðar, góðrar hlustunar, o.s.frv. gera þau barninu fært að mynda innra með sér skýr- ar og jákvæðar leiðsagnarreglur um hvernig aðrir skynja hver þau eru. Barnið notar annað fólk (áhrif foreldra vega einna þyngst) sem spegil til að mynda sér skoðanir um hver þau eru. Þegar jákvæðar að- stæður eru fyrir hendi í umhverfinu uppsker barnið góða sjálfsmynd og öryggi í félagslegum aðstæðum. Viðleitninni til að kynnast öðram náið verður ekki hamlað af ótta og óöryggi. Af þessum sökum verður félagsþroski barnsins í réttu sam- ræmi við gæði sjálfsmyndar. Þegar börn búa við heimilisað- stæður er einkennast af langvar- andi spennu og ruglingslegum skilaboðum (t.d. sökum tilviljunar- kenndra tilfinningaviðbragða for- eldra, ófullnægjandi tjáningar- hæfni, óskýrra væntinga um hegð- un, o.s.frv.) vinna aðstæðurnar Marteinn Steinar Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.