Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ HÁSTOFNA jólastjarna. JÓLASTJARNA - listi yfír blóm ársins ÞEGAR farið er að auglýsa að- ventusamkomur, búið er að skreyta götur og stræti og blómaverslanir auglýsa jólablóm og jólaskreytingar er mál að linni. Síðasta Blóm vikunnar birtist að minnsta kosti áður en farið verður að leika jólalögin. Það er reyndar auglýs- ingaskilti í verslun sem ræður vali á blómi vikunnar að þessu sinni. A dögun- um þegar ég kom inn í eina af stórverslun- um Reykjavíkur sá ég skilti, sem letrað var á stórum stöfum JÓLARÓSIR - að vísu stóð með litlu letri - gervi. Og viti menn - undir þessu stóð heill sægur af jólastjörnum. Eg hrökk við - er virkilega svo enn að íslendingar kalla falleg blóm annaðhvort rósir eða sól- eyjar - hvenær verður auglýst JOLASÓLEY. Það er svo annað mál að nafnið jólarós er frátekið á allt annarri plöntu. Jólarós heitir á latínu helleboris niger. Hún er þekkt úr ævintýrum vegna þess að hún er sögð blómstra úti í snjónum á jólanótt. Jólarós er hvít að lit, blómin nokkuð stór og nær upprétt. Hún hefur lítið eitt verið ræktuð hér- lendis, og Garðyrkjufélagið hefur stöku sinnum flutt inn jarð- stöngla hennar. En fyrst ég er far- in að tala um jólarós og jólastjörnu er best að fylgi þessum pisli nokkur orð um umhirðu JÓLA- STJÖRNU: Jólastjörnu þarf helst að velja bjart- an stað og hæfilega heitan. Forðast ber of mikla nálægð við hitagjafa og eins er dragsúgur óhollur. Hæfilegur hiti er 18- 21 gráða. Sé hitinn hærri fölnar blómlit- urinn - réttara há_- blaðaliturinn tiltölulega fljótt. A hinn bóginn þolir jólastjarna ekki öllu lægri hita en 15 gráður, þvi þá fellir hún neðstu þlöðin. Því telja margir slæmt fyrir heilsu plöntunnar að kaupa hana í miklu frosti. Best er að líta dag- lega eftir vökvun og nota ylvolgt vatn. Moldin þarf að haldast þokkalega rök til að plantan felli ekki lauf. Gleðileg jól. S.Hj. BLOM VIKUNMR 403. þáttur llmsjén ígústa Björnsdóttir Listi yfir greinar ársins nr. Fyrirsögn Höfundur Dags. 377 Meðferð vetrargræðlinga I Guðríður Helgadóttir 6.5. 378 Meðferð vetrargræðlinga II Guðríður Helgadðttir 13.5. 379 Stjörnulauf (synthyris stellata) Sigríður Hjartar 20.5. 380 Blðmgunartími sumarblóma Guðríður Helgadóttir 27.5. 381 Dalalilja (convallaria majalis) Sigríður Hjartar 6.6. 382 „Frönsk ilmfjðla" Guðríður Helgadóttir 10.6. 383 Fjölærar þekjuplöntur Guðríður Helgadóttir 14.6. 384 Vormura (potentilla neumaniana) Sigríður Hjartar 26.6. 385 Krummalilja (frit. camtschatcensis) Sigríður Hjartar 3.7. 386 Flatsðpur (cytisus decumbens) Sigríður Hjartar 7.7. 387 Eitraðar plöntur og ofnæmisvaldar Heiðrún Guðmundsd. 19.7. 388 Skuggahliðar tilverunnar Guðríður Helgadóttir 23.7. 389 Umhirða klifurplantna Heiðrún Guðmundsd. 31.7. 390 Blððhiti Guðríður Helgadóttir 8.8. 391 Sýrenur Sigríður Hjartar 14.8. 392 Að flytja stór tré I - undirbúningur Guðríður Helgadóttir 22.8. 393 Að flytja stðr tré II - flutn. og grððurs. Guðríður Helgadóttir 28.8. 394 Fræsöfnun Sigríður Iljartar 2.9. 395 Grððursetning plantna á haustin Guðríður Helgadóttir 9.9. 396 Kínavöndur (gentiana sinoornata) Sigríður Hjartar 16.9. 397 Oðruvísi haustlaukar - Iris Sigríður Hjartar 30.9. 398 Öðruvísi haustlaukar - LAUKAR Sigríður Hjartar 7.10. 399 Vetrargarðurinn I Guðríður Helgadóttir 14.10. 400 Vetrargarðurinn II Guðríður Helgadóttir 21.10. 401 Runnamura (potentilla fructicosa) Sigríður Hjartar 31.10. 402 Vetrarskýling Guðríður Helgadóttir 17.11. 403 Jólastjarna - listi yfir blóm ársins Sigríður Hjartar 5.12. Aðventa Aðventu- söngvar kórs Hjallakirkju HIN ái'lega aðventuhátíð kórs Hjallakirkju verður sunnudaginn 6. desember kl. 20.30 í Hjallakirkju. Eldri kór Snælandsskóla syngur ásamt kór kirkjunnar undir stjórn Heiðrúnai’ Hákonardóttur. Einsöng með kórnum syngja Björney Inga Björnsdóttir, Elín Ama Aspelund, Erna Niluka Njálsdóttir, Öddrún Ólafsdóttir, Sigrún Edda Halldórs- dóttir og Reynir Guðsteinsson. Kór- arnú koma fram hvor í sínu lagi og einnig saman. Kóramir flytja hefð- bundin aðventu- og jólalög í ýmsum útsetningum og má þar nefna hinar sívinsælu útsetningar eftir sænska kórstjórann Anders Öhrwall. Einnig má nefna mótettuna „0 magnum misterium“ eftir franska tónskáldið Francis Poulenc og Maríukvæði Halldórs Kiljans Laxness við lag Atla Heimis Sveinssonar. Kórunum til aðstoðar verða Kári Þormar, orgelleikari, þverflautuleik- aramir Guðrún Birgisdóttir og Ing- unn Jónsdóttir og Kiástín Lárusdótt- ir sellóleikari. Sigríður Gröndal syngur lög eftir J.S. Bach við undir- leik organista kirkjunnar. Þess er vænst að kirkjugestir taki hressilega undir með kórunum í nokkrum lag- anna. Organisti og söngstjóri Hjalla- kirkju er Jón Ólafur Sigurðsson. Að tónleikunum loknum er boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur. Allir era að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir. Aðventukvöld í Fríkirkjunni í Reykjavík AÐVENTUKVÖLD Fríkirkjunnar í Reykjavík verður annan sunnudag í aðventu, 6. desember, kl. 21. Komið verður saman í kirkjunni en þrátt fyrir að miklar framkvæmdh- og endurbætur eigi sér nú stað í kirkj- unni þá verður hún tekin í notkun á aðventu og fram yfir áramót. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina en ræðumaður kvöldsins verður- Össur Skarphéðinsson al- þingismaður. Boðið verður upp á fjölbreytta tónlistardagskrá í umsjón Guðmundar Sigurðssonar organista. Hjálmar P. Pétursson og Elma Atla- dóttir syngja einsöng, kór Fríkirkj- unnar í Reykjavík kemur fram og Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautu. Fjölskylduguðsþjónusta verður í kirkjunni um morguninn kl. 11. Organisti og fríkirkjuprestur. Hjörtur Magni Jóhannsson. Jólasveifla í Keflavíkurkirkju JÓLASVEIFLA verður að venju sunnudagskvöldið 6. desember í Keflavíkurkirkju. Söngvarar verða Birta Rós Sigurjónsdottir, Ólöf Ein- arsdóttir, Einar Júlíusson og Rúnar Júlíusson. Unglingar ílytja leikþátt undir stjórn Mörtu Eiríksdóttur og sr. Sigfúsar B. Ingvasonar, þá mun Kór Keílavíkurkirkju syngja nokkur lög. Poppband Keflavíkurkirkju leikm- undir, en það skipa Guðmundur Ing- ólfsson, Þórólfur Ingi Þórsson, Bald- ur Jósepsson, Arnór Vilbergsson og Einar Örn Einarsson. Einnig koma fram Þórir Baldursson og Baldur Þórir Guðmundsson. Stjórnandi tón- leikanna er Einar Örn Einarsson organisti. I lokin verður sungið við kertaljós. Aðventuhátíð s Arbæj arsafnaðar AÐVENTUSAMKOMA verður haldin sunnudaginn 6. desember, annan sunnudag í aðventu, í Árbæj- arkirkju og hefst kl. 20.30. Dagskrá aðventusamkomunnar verður á þessa leið: Jóhann Bjöms- son, formaður sóknarnefndar, setur samkomuna. Pavel Smid organleik- ari leikur einleik á orgel. Barnakór Arbæjarkirkju syngur undir stjórn Margrétar Dannheim. Sr. Þór Hauksson flytur ávarp. Kirkjukór Árbæjarkirkju syngur tvö jólalög og kafla úr Gloríu Vivaldis. Guðrán Agnai'sdóttir læknir flytur hátíðar- ræðu. Gospelkór Árbæjarkirkju svngur undir stjórn Pavel Smid. Kristín R. Sigurðardóttir syngur ásamt kirkjukór Ave Mariu Kalda- lóns. Helgistund í umsjá sóknar- prests. Ritningarlestur í umsjá fermingarbarna, hugleiðing, sálmur sunginn. Aðventuljósin tendruð. Eftir aðventusamkomuna er boðið upp á súkkulaði og meðlæti í safnað- arheimili kirkjunnar. RARIK-kórinn undir stjórn Violetu Smid syngur jólalög í tuttugu mínútur áður en að- ventusamkoman hefst. Sóknarnefnd og prestar Árbæjarsafnaðar. Aðventusam- koma í Bessa- staðakirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 6. desem- ber kl. 20.30 verður efnt til aðventu- samkomu í Bessastaðakirkju. Ljós verða tendrað á aðventukransi. Álftaneskórinn syngur jólalög undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar, org- anista. Nanna Guðrún, djákni safn- aðarins les jólasögu. Börn úr Tónlist- arskóla Bessastaðahrepps leika á hljóðfæri. Soffía Sæmundsdóttir, myndlistai-maður, flytur hugleið- ingu. Fermingarbörn bera ljós frá altari til allra í kirkjunni. Prestur sr. Bjarni Þór Bjarnason. Aðventa í Seljakirkju ANNAN sunnudag í aðventu eins og aðra sunnudaga aðventunnar verður fjölbreytt dagskrá frá morgni til kvölds í Seljakirkju. Að morgni, kl. 11, er barnaguðsþjónusta með fræðslu og miklum söng. Annað kerti aðventukransins verður tendrað í bamaguðsþjónustunni. Kl. 14 er almenn guðsþjónusta. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Blokk- flautu- og gítarnemendur úr Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar flytja tónlist og stúlkur úr KFUK sýna helgileik. Að lokinni guðsþjón- ustunni er kökubasar á vegum KFUK-starfsins í Seljakirkju til styrktar munaðai'lausri stúlku á Fil- ippseyjum. Að kvöldi sunnudagsins verða tónleikar í kirkjunni kl. 20.30. Þar mun Kammerkór Hafnarfjarðar flytja aðventutónlist frá ýmsum löndum. Stjórnandi kórsins er Helgi Bragason. Jólafastan í Digraneskirkju LÍKT og gert var í fyrra mun jólafastan í Digraneskirkju einkenn- ast af fómarvilja og líknarstarfí. Þess vegna ætlum við að tengja mannúðarmál við allar helgistundir jólafóstunnar á sunnudagskvöldum. Þeir sem vilja leggja lið eru hvatth' til að hafa samband við sóknarprest eða kirkjuvörð á opnunartíma kirkj- unnar. Okkur vantar kökur og með- læti til stuðnings góðum málefnum. Allir gefa framlag sitt og hvað sem inn kemur rennur óskipt til þeirra málefna sem kynnt eru hvern sunnu- dag. Sjálfboðaliðar væru sömuleiðis vel þegnir í starfið. Helgistundimar eru allar í höndum leikmanna. Við sem höfum staðið í undirbúningi að- ventunnar finnum að heilagur andi er að leiða okkur í þessu starfi. Allir sem koma að verki era fórnfúsir og ganga glaðir til verks. Biðjum fyrir þessu verkefni og væntum góðrar uppskera í lifandi trú með glöðu hjarta. Annan sunnudag í aðventu (6. des.) beinum við sjónum okkar að okkar minnsta bróður og systur í fjarlægum löndum. Hjálpai-starf Kirkjunnar meðal barna verður kynnt í helgistundinni af Önnu Mar- gréti Þ. Olafsdóttur og Skólakór Kársnesskóla undir stjóm Þórunnar Bjömsdóttur sér um að halda okkur í jólaskapi með söng á jólalögum. Efth' helgistund er hægt að kaupa kaffi og friðarljós Hjálparstarfsins í safnaðarsal til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Umsjón og undirbúning- ur er í höndum KFUM&K. Aðventutón- listarguðsþjón- usta í Hafnar- fjarðarkirkju Á ÖÐRUM sunnudegi í aðventu verður haldin sérstök tónlistarguðs- þjónusta í Hafnarfjarðarkirkju, helguð aðventunni. Hefst guðsþjón- ustan kl. 17 og ætti að vera öllum kærkomið tækifæri til þess að njóta helgi og góðrai' tónlistar í jólaundir- búningnum. Eins og nafnið gefur til kynna er lögð áhersla á tónlist og söng í tónlistarguðsþjónustum. Að þessu sinni leika þrír nemendur Tón- listarskóla Hafnarfjarðar einleik á fiðlu og flytur hvert og eitt þeirra verk eftir Bach. Kór Hafnarfjarðar- kirkju leiðir almennan söng og sungnir verða sálmar tengdir að- ventunni. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson. Flytur hann hugleiðingu um endurkomu Jesú á hinum efsta degi. Hefðbundin messa fer fram í kirkjunni kl. 11. Prestur þá er sr. Þórhildur Ólafs. Aðventuhátíð í Bústaðakirkju KÓR Átthagafélags Strandamanna heldur aðventuhátíð í Bústaðakirkju sunnudaginn 6. desember kl. 16.30. Þar mun kórinn ásamt barnakór flytja jólalög við píanóundirleik Laufeyjar Kristinsdóttur. Einsöngv- ari er Órn Arnarson. Stjórnandi kór- anna er Þóra Vigdís Guðmundsdóttir og flutning jólahugvekju annast Bjöm Jónsson. Að dagskrá lokinni verður hefðbundið kaffihlaðborð í safnaðarheimilinu. Aðventukvöld á Akranesi AÐVENTUHÁTÍÐ verður haldin í Safnaðarheimilinu Vinaminni á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Fjöl- breytt dagskrá verður í tali og tón- um. Kirkjukór Akraness syngur nokkra sálma, m.a. sálminn Hátíð ljóssins - eftir Inga Steinar Gunn- laugsson, skólastjóra Brekkubæjar- skóla á Akranesi. Stjórnandi kórsins er Katalin Lörincz en hún mun jafn- framt leika einleik á píanó. Guðrún Ellertsdóttir og Unnur Ai'nardóttir syngja tvísöng. Almennur söngur verður. Barnakór Brekkubæjarskóla syngur þrjú lög. Sigríður Indriða- dóttir kennari les jólasögu. Ræðu- maðui' kvöldsins verður Guðrún Vil- hjálmsdóttir. I lok samverunnar verður kveikt á kertum og sunginn sálmur. Akurnesingar eru hvattir til þess að fjölmenna á aðventuhátíðina og njóta þess sem þar verður flutt. Aðventutónleik- ar í Hvamms- tangakirkju GUNNAR Kvaran, sellóleikari og Haukur Guðlaugsson, oragnisti og söngmálastjóri halda tónleika í Hvammstangakirkju á morgun, sunnudag kl. 16. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir J.S. Bach, L. Boccerini, G.F. Handel, F. Chopin o.fl. Tónleikai'nir era á vegum Tónlist- arfélags V-Hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.