Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ BORNIN tóku vel undir sönginn. Morgunblaðið/Anna Ingólfs STEFÁN Bragason bæjarritari og Björn Hafþór Guðmundsson bæjar- stjóri sungu með börnunum. í hátíðar- skapi 1. desember Egilsstöðum - í Egilsstaðaskóla var brugðið út af vananum 1. des- ember. Að þessu sinni var haldin stutt dagskrá í tilefni dagsins. Hákon Aðalsteinsson kom í heimsókn og las fyrir börnin ljóð og sagði m.a. prakkarasögu frá Jökuldal sem gerðist á hans skólaárum. Bæjar- sfjóri og bæjarritari komu og sungu með börnunum, sem tóku vel undir. Bæði nemendur og kennarar komu í sínum betri föt- um þennan dag. Minningarreitur um frumkvöðla Sleðbrjótskirkju Vaðbrekku, Jökuldal - Félag um gerð minningarreits um fimm bændur og konur þein-a er byggðu Sleðbrjótskirku í Hlíð árið 1926 var stofnað nú í upphafi aðventunnar í Hótel Svartaskógi. Það eru afkom- endur þessara frumkvöðla er stofna þetta félag nú, mest þriðji ættliður frá þeim. Félagið er opið öllum þeim er áhuga hafa á að hlúa að umhverfi Sleðbrjótskirkju auk af- komenda og tengdafólks bændanna fimm. Markmið félagsins er að gróður- settur verði trjálundur í tæplega eins hektara blett umhverfis kirkj- una á Sleðbrjót til minningar um þessa fimm bændur. Þennan blett hafa landeigendur Sleðbrjóts, þeir feðgar Eysteinn Geirsson og Geir Stefánsson, gefið kirkjunni til þessara nota og mun félagið er nú var stofnað sjá um framkvæmd- ina. Geir er sonur Stefáns Sigurðs- sonar bónda á Sleðbrjót sem var einn fimmmenninganna er stóð að byggingu kh-kjunnar árið 1926 ásamt konu sinni Björgu Sig- mundsdóttur. Hinir bændurnir voru Björn Guðmundsson og Guð- ríður Guðmundsdóttir, Sleðbrjóts- seli, Björn Sigbjörnsson og Sigrún Jóhannesdóttir, Surtsstöðum, Elías Jónsson og Auðbjörg Sigurðardótt- ir, Hallgeirsstöðum, og Gunnar Jónsson og Ragnheiður Stefáns- dóttir, Fossvöllum. Þegar var farið að ræða að byggja nýja kirkju á Sleðbrjót náð- ist ekki samstaða með Hlíðarmönn- um hvernig standa ætti að bygging- unni, en Hlíðarmenn áttu fram að þessu sókn að Kirkjubæ í Hróars- tungu sem var erfitt vegna sam- gangna enda yfir Jökulsá á Dal að fara, en fara ella inná Fossvallabrú sem lengdi leiðina til muna. Samstaða náðist ekki og bændur tóku af skarið Fundur var haldinn um málið þar sem samstaða náðist ekki og gengu þessir bændur afsíðis litla stund og ákváðu að gangast fyrir byggingu kirkjunnar, komu síðan aftur inná fundinn og tilkynntu að þeir ætluðu að sjá um kirkjubygg- inguna á eigin ábyrgð. Það gekk eftir og var kirkjan á Sleðbrjót byggð árið 1926. Félagsstofnunin nú er til að minnast frumkvæðis þessara manna en án þeirra forgöngu væri óvíst að kirkjan hefði nokkurn tím- ann verið byggð. Milli tuttugu og þrjátíu manns mættu á stofnfund- inn þar sem félag um gerð minning- arreits um þessa fimm bændur var stofnað. Orri Hrafnkelsson kynnti tilgang félagsstofnunarinnar og samþykkt voru lög íyrir félagið. Geir Stefánsson sagði frá hvað ráð- ið hefði mestu um að þessir fimm bændur tóku fmmkvæði í þessu máli, og sagði frá byggingunni sjálfri sem hann man vel. Eftir fundarstofnunina var kvöldvaka með sögum, söng, upplestri og sýn- ingu gamalla mynda úr Hlíðinni. VIÐ söf*'** heilwm ’L/rvfiuH RAUÐI KROSS ISLANDS Við söfnum: Buxum, vestum, brókum og skóm, teppum, gardínum, lökum, sængurverum, dúkum, ull, leðri, silki, næloni, draloni, bómull o.s.frv. Við tökum við þessu öllu hreinu, heilu, rifnu eða stöguðu Losaðu þig við öll fötin úr geymslunni beint í söfnunargám við bensínstöðvar Olís á höfuðborgarsvæðinu og Rauði kross íslands ytir þeim í lyf og lífsbjörg fyrir fórnarlömb fellibylsins Mitch. Saman getum við fyrirhafnar- lítið blásið von í líf þessa fólks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.