Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ konar algerlega aðskilin réttindi. Annars vegar væri í 5. grein lag- anna kveðið á um það sem kalla mætti almennt veiðileyfi. Skip þyrftu að hafa slíkt leyfi til að mega yfirleitt stunda veiðar í fiskveiðilög- sögunni. Þar gætu bæði komið til veiðar á kvótabundnum tegundum og einnig tegundum utan kvóta. í báðum tilvikunum þyi-ftu menn að hafa almennt veiðileyfi til að mega stunda veiðar. Menn gætu verið með slíkt leyfi án þess að eiga nokkurn kvóta og menn gætu átt kvóta án þess að vera með slíkt leyfi. Um þetta almenna leyfi væri fjallað í 5. grein laganna, en það kæmi í raun og veru kvótanum og kvótakerfinu sem slíku ekkert við. Jón Steinar sagði að í dómi Hæstaréttar væri farið yfir það að úthlutun þessarar almennu veiði- leyfa samkvæmt 5. grein hefðu ver- ið bundin við skip og við það miðuð að þau hefðu stundað veiðar á til- teknu tímabili á íslandsmiðum í for- tíðinni. „Dómurinn segir að það standist ekki og í því sé fólgið mis- rétti að því aðeins geti menn fengið almennt veiðileyfi í íslenskri fisk- veiðilögsögu að þeir hafi átt skip á einhverjum tíma í fortíðinni eða eigi skip sem hafi komið í staðinn fyrir slíkt skip. Þetta sé takmörkun á at- vinnufrelsi og jafnræði sem ekki standist stjórnarskrána. Ég get út af fyrir sig fallist á það að þetta sé ekki óeðlileg niðurstaða," sagði Jón Steinar. Hann sagði að dómurinn segði hins vegar ekki nokkum skapaðan hlut um kvótakerfið og lögmæti þess. „Það sem hins vegar veldur ofurlitlum ruglingi þegar menn lesa þennan dóm er það að í forsendun- um sýnist mér orðið veiðiheimild ranglega notað og látið taka til al- menns veiðileyfis samkvæmt 5. grein,“ sagði Jóns Steinar. Hann vísaði til eftirgreindra orða í dómnum: „Þótt tímabundnar að- gerðir af þessu tagi til varnar hruni fiskistofna kunni að hafa verið rétt- lætanlegar, en um það er ekki dæmt í málinu, verður ekki séð, að rökbundin nauðsyn hnígi til þess að lögbinda um ókomna tíð þá mis- munun, sem leiðir af reglu 5. gr. laga nr. 38/1990 um úthlutun veiði- heimilda." Jón Steinar sagði að 5. greinin fjallaði ekkert um úthlutun veiði- heimilda. Hún fjallaði um þessi al- mennu veiðileyfi. „En af þessum orðum í dómi Hæstaréttar er Ijóst að dómurinn notar orðið veiðiheim- ild um 5. greinar réttindin, þ.e.a.s. almenna veiðileyfíð, og þegar þetta er skilið þessum skilningi þá gengur þessi dómur alveg upp. Þá felst bara í honum það að það er órétt- mæt skerðing á atvinnufrelsi að binda leyfi samkvæmt 5. grein við það að menn hafi átt skip í fortíð- inni,“ sagði Jón Steinar ennfremur. Merkt skref í stjórnskipunar- sögu íslands Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður sagði að með dómi Hæstaréttar hefði verið stigið merkt skref í stjórnskipunarsögu Islands og stórt skref í átt til þess sem kallað hefði verið stjórnar- skrárríkið, sem mikið hefði verið til umræðu á undanfórnum árum um heim allan meðal lögfræðinga, stjórnmálafræðinga, heimspekinga og fleiri. „Ég tel að dómurinn hafi aukið gildi stjórnarskrárinnar fyrir allan almenning í landinu. Þrískipting valdsins verður gleggri með þessum hætti og aukið jafnvægi milli valda- þáttanna og ég tel að þarna birtist áhrif þróunar sem hefur verið í al- þjóðlegri og evrópskri umræðu á undanförnum árum og áratugum um mannréttindi, lýðræði og réttar- ríkið. Ég tel að Hæstiréttur sé á réttri leið,“ sagði Ragnar. Hann sagði að þessi þróun kæmi ekki á óvart og það hefði verið tíma- spursmál hvenær svona dómur gengi í Hæstarétti. „Þetta gerir auðvitað auknar kröfur til stjóm- málamanna, einkum þeirra sem sitja á Alþingi, um að virða þær tak- markanir sem löggjafarvaldinu eru settar með stjórnarskránni, eins og hún er túlkuð með framsæknum DÓMUR HÆSTARÉTTAR hætti,“ sagði Ragnar ennfremur. Hann sagði að þarna væri um tvö mjög merk ákvæði stjómarskrár- innar að ræða. Annars vegar um jafnræði borgaranna og á bak við þá grundvallarreglu væri réttlætishug- myndin sem miklu máli skiptir. Hvað atvinnufrelsið snertir væri ljóst að því mætti setja skorður að vissu marki, en ætíð rneð almanna- hagsmuni í huga. „I þessu tilviki leggur Hæstiréttur mat á þessa al- mannahagsmuni, eins og ég skil dóminn, og það er auðvitað veruleg nýbreytni í því og er þáttur í þeirri þróun sem ég vék að fyrst,“ sagði Ragnar. Hann sagði aðspurður að Hæsti- réttur teldi að það væri ekki ein- göngu mat löggjafans hvað væru al- mannahagsmunir heldur heyrði það undir dómstólana að meta þessa hagsmuni og takmarka skorður við atvinnufrelsi með hliðsjón af því. Aðspurður sagði Ragnar að það hlyti að þurfa að taka fiskveiðilög- gjöfina upp. Hann reikni ekki með því að hér muni koma til stjómlaga- kreppu. „Ég geri því ekki skóna að framkvæmdavaldið og löggjafar- valdið muni ganga á svig við afstöðu dómsvaldsins. Ég er viss um að stjómskipunin er í þeim metum að til slíkrar kreppu komi ekki,“ sagði Ragnar. „Ég tel að þessi dómur sé í fullu samræmi við jákvæða réttar- þróun og nútímalegur að því leyti,“ sagði hann að lokum. Endalok gjafakvóta- kerfisins Lúðvík Kaaber, héraðsdómslög- maður sem flutti málið fyrir Valdi- mar Jóhannesson fyrir héraðsdómi, sagði að niðurstaða Hæstaréttar væri ekki önnur en sú sem blasað hefði við allan tímann „að tilhögun fiskveiðistjórnkerfisins byggir á því að veita einkarétt mönnum sem fyrir tilviljun voru í ákveðinni að- stöðu á ákveðnum tíma og sh'kt samrýmist ekki þeim gi-undvallar- reglum sem þjóðfélagið verður að lþta,“ sagði Lúðvík. Hann sagði að því hefði verið haldið fram í tilraun til að skilja og skýi’a gerðir Alþingis 1983 og 1984 að upphafleg tilkoma kvótakerfisins hefði hugsanlega verið réttlætanleg með sjónarmiðum í ætt við stjórn- skipunarlegan neyðarrétt. Sú neyð hefði að vísu bara stafað af því að Alþingi hefði ekki unnið sitt verk þá og stýrt samfélaginu út í þá neyð. Alþingi hefði brugðist við þessu með kvótakerfinu sem hefði verið pantað af hagsmunaaðilum, Landssambandi íslenskra útvegs- manna. Keifinu hefði síðan verið haldið við í einn og hálfan áratug án þess að Alþingi hefði gert nokkuð í málinu. Það gengi ekki og dómur Hæstaréttar væri staðfesting á því. Lúðvík sagði að sér virtist sem enginn alþingismaður hafi neitt íhugað það að svona skipun fisk- veiðistjórnunar bryti í bága við þær tvær greinar stjórnarskrárinnar sem Valdimar hefði borið fyrir sig, sem væru jafnræðisreglan og at- vinnufr elsisr eglan. „Dómurinn fjallar um það eins og Valdimar hefur sagt að ef tak- marka verður aðgang landsmanna að fískimiðum við ísland þá verður að gera það á þann hátt að menn hafi jafnan kost á að uppfylla þau skilyrði sem sett eru og það verður ekki gert með því að greiða einka- aðilum kaup eða leigugjald fyrir að mega stunda atvinnu. Þar bregst hið opinbera sínu hlutverki," sagði Lúðvík. Hann sagði að dómurinn markaði endalok gjafakvótakerfisins. Ef að- gangur væri takmarkaður að auð- lindinni yrði auðvitað að vera ein- hver kvóti fyrir hendi „en það verð- ur ekki gert með því að gefa ein- stökum mönnum sem eru fyrir til- viljun í einhverri aðstöðu einkaað- gang að fiskimiðunum. Það er stjórnarskrárbrot og hefur alltaf verið,“ sagði Lúðvík. Hann sagðist vera afskaplega ánægður með þennan dóm, en að sama skapi væri hann sleginn yfir því að íslenskir stjórnmálamenn og það fólk sem væri á Alþingi skyldi vinna sín störf á þann hátt sem það gerði. Utgerðarmenn eru á einu máli um að dómur Hæstaréttar hafi skapað óvissu innan atvinnugreinarinnar og erfitt sé að henda reiður á hvaða afleiðingar dómurinn hafí. Guðjón Guðmundsson heyrði hljóðið í útgerðarmönnum. Þorsteinn Már Baidvinsson Skapar óvissu ÞORSTEINN Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja á Akureyri, segir að dómur Hæsta- réttar hafi skapað óvissu og mál- ið snúist nú um hvernig eigi að stjórna veiðunum. Þorsteinn Már segir að niður- staða Hæstaréttar hafi komið sér á óvart. Hann kveðst ekki gera sér grein fyrir afleiðingum dóms- ins við fyrstu sýn. Hann bendir á að fiskveiðistjórnunarkerfið sé að sínu mati tvíþætt, þ.e. tak- markanir á innflutningi á skipum til landsins, sem hafi í raun orðið til fyrir daga kvótakerfisins, og hins vegar úthlutun veiðiheim- ilda og stjórnun veiðanna. _ „Þessu er öllu ósvarað. Ég held að það sé alveg ljóst að veiðunum hefur verið stjórnað með tilliti til ástands fiskstofna og engir fisk- stofnar þola frjálsa sókn. Spurn- ingin snýst því fyrst og fremst um hvernig eigi að stjórn veiðun- um í framhaldi af dómi Hæsta- réttar. Ég held að menn verði líka að fá ráðrúm til að meta málið í framhaldi af dómnum. Það verður að viðurkennast að það er ákveðin óvissa í kringum túlkun dómsins en ég lít svo á að hann fjalli frekar um sjálft veiði- leyfið frekar en annað,“ segir Þorsteinn Már. Hann rekur lækkun á liluta- bréfum í sjávarútvegsfyrirtækj- um til þessarar óvissu. „Það er ljóst að hlutabréf í sjávarútvegs- fyrirtækjum hafa lækkað í dag [í gær] og það er vegna óvissunnar. En málið snýst ekki einvörðungu um sjávarútvegsfyrirtæki. Ég reikna með því að verði þessi óvissa viðvarandi hljóti það að koma niður á atvinnulífí íslend- inga, hvort sem það er í Ijár- málastarfsemi, útgerð eða ein- hverju öðru. Fyrir mér er þetta allt saman samtvinnað. Ástæðan fyrir því að vel hefur árað í efna- hagslífi Islendinga er sú að við höfum búið við fiskveiðistjórnun- arkerfi sem hefur verið okkur hagstætt,“ segir Þorsteinn Már. Sigurður Einarsson Ruglar umræðuna SIGURÐUR Einarsson, forstjóri ísfélagsins í Vestmannaeyjum, kveðst vera undrandi á niður- stöðu Hæstaréttar. Hann segist bera þá von í bijósti að staðinn verði vörður um skynsamlega fiskveiðistjórnun. Það sé vilji sjávarútvegsins. „Það lá alveg ljóst fyrir að veiðiréttindunum var úthlutað til þeirra sem höfðu veitt á ákveðnu árabili til að tryggja hagkvæmni og sanngirni. En ég átta mig ekki á afleiðingum dóms Hæsta- réttar, hvort hann þýði að gera þurfí einhveijar breytingar eða ekki. Við sem erum í sjávarút- vegi höfum viljað hafa þetta kerfi sem hefur verið en menn hefur greint á um ágæti þess. Minn vilji stendur til þess að núverandi kerfi verði áfram við lýði og mér finnst dómur Hæsta- réttar ekki hníga í þá átt að svo geti ekki orðið því hann tekur ekki afstöðu til úthlutunar á veiðiheimildum. Hann fjallar ekkert efnislega um það en það er samt greinilegt að hann rugl- ar umræðuna," segir Sigurður. Um verðlækkun á hlutabréfum í sjávarútvegsfyrirtækjum í kjöl- far dómsins segir Sigurður að líklega meti sumir óvissu í stöð- unni. „Ég get ekki metið það svo. Ég sé ekki að það þjóni liags- inunum þjóðarinnar að fara að úthluta fleiri þúsund skipum veiðileyfum. Það er ljóst að við kvótasetninguna á sínum tíma voru sett höft á greinina. Menn voru í frjálsari veiði áður en þetta kerfi var sett á,“ segir Sig- urður. Emil Thorarensen S Avísun á öngþveiti EMIL Thorarensen útgerðar- stjóri Hraðfrystihúss Eskiíjarðar, segir það koma illa við sig að fiskveiðistjórnunarkerfið sé kom- ið í uppnám eftir dóm Hæstarétt- ar. Hann sagði að það væri ávísun á öngþveiti og hrun í kerfinu ef staðreyndin yrði sú að allir gætu fengið aflahlutdeild og leiddi það jafnframt til gjaldþrota fyrir- tækja. Hann kveðst þó enga trú hafa á því að dómur Hæstaréttar feli þetta í sér. „Dómur Hæstaréttar þjónar ekki íslendingum, útgerðunum, sjómönnum eða landsmönnum. Þetta er sigur niðurbrotsaflanna og þeirra sem vilja upplausn, óstjórn, óhagræði og lakari lífs- kjör þjóðarinnar. Ég tel að það séu almannahagsmunir sem krefjast þess að það sé stjórnun á fiskveiðunum. Þetta eru leikregl- ur sem við höfum búið við síðan 1983 með þokkalegri sátt. Fisk- veiðistjórnunarkerfið hefur breytt hlutum til batnaðar. Ha- græðingin hefur aldrei verið meiri í sjávarútvegi og ég tel að það megi þakka fískveiðisfjórn- unarkerfinu það og þjóðin öll nýtur þess á einn eða annan hátt,“ segir Emil. Gunnar Tómasson Fiskveiði- stjórnunin verði tryggð GUNNAR Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjarnar í Gr- indavík, segir að sér lítist illa á það ef ekki verður hægt að stjórna fiskveiðum eftir því kerfi sem unnið hafi verið eftir síðustu ár. Hann telur að sömu sjónar- mið og koma fram í dómi Hæsta- réttar eigi við um fleiri atvinnu- greinar, þar á meðal landbúnað- inn._ „Ég trúi ekki öðru en að menn fínni leið til að tryggja það því ekki líst mér á að menn fari í þessar ólympísku veiðar sem hafa alls staðar reynst illa og aukið fjárfestingu stórkostlega og kostnað við veiðarnar. Með ólympískum veiðum á ég við þeg- ar settur er hámarksafli og allir fá að sækja óhindrað. Þetta er því nokkurs konar sóknarmark," segir Gunnar. Hann kveðst reikna með að menn finni skynsamlegustu leið- ina út úr málinu en hann segir Ijóst að niðurstaða dóms Hæsta- réttar sé sú að fimmta grein laga um sfjórn fiskveiða fái ekki stað- ist. Hann kveðst ekki átta sig á því hver sé útgönguleiðin í mál- inu enda dómurinn nýlega fallinn og menn varla farnir að melta niðurstöðuna nægilega vel. „Ég tel þessi tíðindi þó ekki stærri en gengur og gerist frá því að þetta kerfi var sett á. Það hafa margar ábendingar komið fram sem menn hafa lagfært og mér finnst þetta vera ein af þeim.“ Gunnar kveðst líta svo á að það séu ákveðin atvinnuréttindi fólgin í störfum í sjávarútvegi, livort sem þau eru áunnin eða á annan hátt tilkomin. Þetta á líka við um önnur störf í þjóðfélag- inu. Sjónarmið þessi eiga við fleiri greinar en sjávarútveg því landbúnaðurinn byggist að veru- legu leyti á svipuðu kerfi. I land- búnaði ávinna menn sér ákveðin réttindi og kvóta og niðurgreiðsl- ur. Sigurbjörn Svavarsson Afellis- dómur yfir Alþingi SIGURBJÖRN Svavarsson, út- gerðarstjóri Granda og formað- ur Útvegsmannafélags Reykja- víkur, sagði að sér þætti mest um vert að vita hvernig Alþingi hygðist bregðast við dómi Hæstaréttar. Alþingi setji leikreglur og dómur Hæstaréttar sé áfellis- dómur yfír störfum Alþingis, að mati Sigurbjörns. „Hæstiréttur telur að Alþingi hafi ekki gætt jafnræðis við lagasetninguna. Nú snýst málið um það hvort leik- reglunum verði breytt að ein- hveiju verulegu ráði í kjölfar dómsins. Búast má við verulegri umræðu um með hvaða hætti lögunum verði breytt,“ segir Sigurbjörn. Hann segir að þegar úthlutun á aflahlutdeild fór fram hafi í raun verið um skömmtun að ræða svo menn gætu fallist á þá skerðinguna sem þeir urðu fyrir við gildistöku fiskveiðistjórnun- arlaganna. Frá 1983 til 1990 hafí lögin gilt til eins eða tveggja ára í senn en ótímabundið eftir það. „Nú telur Hæstiréttur að eðli stjórnkerfisins hafi breyst við það. Þá snýr málið að því hvern- ig löggjafínn bregðist við því. Stjórnvöld takmarka ennþá veið- ina í dag miðað við meðalveiði siðustu 30 ára,“ segir Sigurbjörn. Hann rekur umrót á fjármála- markaði til óvissu sem hafi skap- ast í kjölfar dóms Hæstaréttar. „Sum fyrirtæki hafa keypt mikl- ar aflaheimildir og eru skuldug þess vegna en önnur ekki. Óviss- an kemur því þeim verr sem hafa fjárfest rnikið í aflaheimildum. Almennt er það einnig svo að þróunin hefur verið á þann veg að fyrirtækin eru metin út frá kvótaeign í þorskígildum sem markaðurinn hefur sjálfur verð- metið. Nú óttast menn að mark- aðsverðmætið minnki en ég sé ekki rökin fyrir því.“ Sigurbjörn segir að það þurfi að fara fram umræða um málið á Alþingi og að stjórnvöld þurfi að hafa frumkvæði að því að koma fram sem allra fyrst með þær breytingar sem þau telja að þurfi að verða á lögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.