Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MINNINGAR MOBGUNBLAÐIÐ BJORGVIN GUÐNASON + Björgvin Hilmar Guðnason fædd- ist í Vestmannaeyj- um 11. nóvember 1935. Hann lést á heimili sínu 27. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Svava Björnsdóttir frá Haga í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu, f. 29.11. 1904, d. 14.2. 1973, og Guðni Kristófersson frá Stóra-Dal í Vestur- Eyjaijöllum, f. 4.11. 1903, d. 5.5. 1996. Systkini Björgvins voru Auðbjörg, f. 1.3. 1931, d. 17.5. 1933, Nína Kristín, f. 21.4. 1944, og Kristinn Vignir, f. 30.7. 1946. Hinn 25. desember 1961 kvæntist Björgvin eftirlifandi eiginkonu sinni, Ernu Alfreðs- dóttur, f. 22. nóvember 1942 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar eru Alfreð Einarsson, fyrrverandi verkstjóri, f. 6.12. 1921, og Sigfríður Runólfsdóttir, húsmóðir, f. 8.3. 1920. Börn Björgvins og Ernu eru: 1) Auð- björg Svava f. 8. september 1959, maki Helgi Þór Gunnarsson, og eiga þau tvö börn. 2) Aðalheiður, f. 31. október 1963, maki Ómar Reynisson, og eiga þau þrjú börn. 3) Guðný, f. 10. sept- ember 1966, maki Georg Skæringsson, og eiga þau þijú börn. 4) Sigfríð, f. 10. september 1966, maki Hallgrímur Gísli Njálsson, og eiga þau tvo syni. 5) Harpa, f. 15. október 1973, maki Olafur Vestmann Þórsson, og eiga þau einn son. Björgvin ólst upp á Fögruvöll- um í Vestmannaeyjum. Starfaði hann m.a. hjá Fiskiðjunni og Flugfélagi fslands. Síðastliðin fjörutíu ár var hann vörubíl- stjóri við Bifreiðastöðina í Vest- mannaeyjum. Utför Björgvins fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Oft vonir bregðast vilja oss veitir þungt að skilja Guðs voldugt vísdómsráð. Pú Guð, sem gleði vekur þúgefurogþútekur en öll þín stjóm er einskær náð. Oft falla fljótt að jörðu í frosti og veðri hörðu hér fíngerð, fógur blóm. Þú forsjón Guðs ert falinn ogfegristaðurvalinn, vér skiljum ei vorn skapa dóm. (Guðríður Þóroddsdóttir.) Eins og hendi væri veifað varstu kallaður á brott frá okkur öllum. Þú sem varst búinn að vera svo hress undanfarnar vikur, héldum við því að þú værir að ná betri heilsu. Ekki hvarflaði að okkur síðast er við hitt- um þig, að samverustundirnar yrðu ekki fleiri. Á meðan heilsan leyfði leið varla sá dagur að þú hugaðir ekki að bflnum og heimili. Vörubfllinn var þitt at- vinnutæki stóran part ævi þinnar, og varst þú boðinn og búinn að keyra, hvort sem var að nóttu eða degi. Þú varst einn af þeim sem alltaf þurftu að hafa eitthvað fyrir stafni. Þegar þið mamma voruð uppi í sum- arbústaðnum okkar, fylltist þú ein- hverri ótrúlegri orku, og var þar margt framkvæmt á stuttum tíma, inni sem úti. Til dæmis sást þú fram á það, að enginn villtur skógur myndi rísa á jörðinni okkar nema með þínu einkaframtaki, sökum þess hvað mamma var ofvirk með klipp- umar. Hófst þú því handa við að gróðursetja þinn eigin skóg fyrir of- an bústaðinn og þar fá engar klippur aðgang! Ar hvert, þegar líða fór að Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrh- tvíverknað. Auð- veldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefnd- ar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Ástkær faðir, tengdafaðir og bróðir okkar, GUNNLAUGUR GUÐMUNDUR DANÍELSSON, Safamýri 53, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu- daginn 7. desember kl. 14.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Óskar Þór Gunnlaugsson, Hákon Hreiðarsson, Valgerður Guðjónsdóttir og systkini hins látna. þjóðhátíð og undirbúningur hófst, varst þú með fyrstu mönnum að mæta í dalinn og aðstoða við það sem þurfti. Þegar komið var að þjóðhátíðinni og flytja átti búslóðina í hústjaldið okkar í dalnum, fengum við stelpurnar að vera uppi á palli á vörabflnum og var það tilhlökkunar- efni, jafnvel margar vikur fyrir þjóðhátíð. En eftir að við urðum eldri, tóku börnin okkar við. Nú er skarð fyrir skildi hjá þeim sem sjá um jólaundirbúninginn á 111- ugagötunni og erfítt verður að fylla það, því þú hafðir svo gaman að jól- unum og tókst alltaf virkan þátt í undirbúningnum. Það var til dæmis fastur liður fyrir öll jól að koma jóla- ljósunum í lag og koma þeim út í glugga á sinn stað, og hjálpa mömmu að skreyta jólatréð. Elsku mamma, megi Guð gefa þér styrk í þessari miklu sorg. Elsku pabbi, við kveðjum þig með söknuð í hjarta og þakklæti í huga. Guð blessi þig. Þínar dætur, Auðbjörg Svava, Aðalheið- ur, Guðný, Sigfríð og Harpa. Elsku afi. Okkur langar að kveðja þig í síðasta sinn og þakka þér fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum með þér. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar ömmu á Illó í heimsókn. Að fá að fara með þér í vörubílinn var eitt af því skemmtilegasta sem við gerð- um. Eitt sinn fengum við að fara með ykkur í sveitina, án fylgdar foreldra okkar, með flugi upp á Bakka. Þar beið sveitabfllinn okkar tilbúinn að keyra okkur upp í Efsta-Dal. Þar gerðum við ýmis- legt skemmtilegt. Þú fórst með okkur í fjósið að sækja mjólk í brúsa og skoðuðum við beljurnar í leiðinni. Svo fórum við líka að veiða í ánni í sveitinni, með alvöru veiðistöngum sem þið amma lán- uðuð okkur í mikilli óþökk feðra okkar, því þeir voru víst eigendur að þessum stöngum. Elsku afí, vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Guð blessi þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt (Þýð. S. Egilsson) Barnabörnin. Elsku afí. Nú kveðjum við þig í hinsta sinn með mikinn söknuð í hjarta. Okkur langar að þakka þér fyrir allar samverastundirnar sem við áttum og allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þú varst alltaf svo góð- ur við okkur og eigum við eftir að sakna þín mikið. Við munum geyma minningarnar um þig í hjarta okkar. Við vonum að þér líði vel þar sem þú ert núna, hjá foreldrum þínum og systur. Guð blessi þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, rinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs'er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku amma, við vottum þér samúð okkar og munum styðja þig í þessari miklu sorg. Eva Björk, Bjarki og Fanndís. í dag er til moldar borinn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum Björgvin Guðnason vörabifreiða- stjóri. Björgvin varð bráðkvaddur á heimili sínu stuttu eftir að hann ók bifreið sinni heim frá Bif- reiðastöðinni. Slíkar fregnir af and- láti vekja mann til umhugsunar og minna á hverfulleika lífsins. Við sem þekktum Björgvin vissum að hann gekk ekki heill til skógar eftir að hann fékk áfall fyrir tveimur árum. Hann náði sér ótrúlega fljótt og hóf störf að nýju, en gat ekki beitt sér að fullu. Hann átti góða að sem leystu hann af þegar hann tók þátt í loðnulöndum, sem var nú að mestu hans síðasta verk. Björgvin var einn af þeim mönn- um sem settu mikinn svip á okkar litla bæjarfélag og mikil eftirsjá þegar slíkir menn eru hrifnir á brott fyrirvaralaust. Vegna atvinnu sinnar kom hann víða og var jafnan viðræðugóður, enda fátt sem fór fram í Eyjum sem Björgvin vissi ekki um. Björgvin var traustur bif- reiðastjóri og góður félagi. Hann fór ekki varhluta af eyði- leggingu eldgossins 1973 er nýtt íbúðarhús fjölskyldunnar fór undir hraun. Björgvin var með þeim fyrstu er hófu uppbyggingu eftir gosið og fjölskyldan flutti til baka BERTA SIGRIÐUR STEFÁNSDÓTTIR + Berta Sigríður Stefánsdóttir fæddist á Hóli í Stöðvarfirði 13. nóvember 1931. Hún lést á Sólheim- um í Grímsnesi 13. nóvember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 23. nóvember. Kveðja frá Gautaborg Þegar ég frétti lát vinkonu minnar og frænku, Bertu, datt mér í hug að nú væri sannar- lega „vík milli vina“. Berta hefði þó átt skilið að ég sýndi henni þann heiður að fylgja henni síðasta spöl- inn. Oft var hún búin að líta inn til okkar meðan við bjuggum í Kaup- félaginu á Stöðvarfirði, um leið og hún færði pabba sínum eftirmið- dagskaffið, en hann var þar starfs- maður. Það fylgdi henni hressandi andblær, sem kom öllum í gott skap. Börnin mín bæði stór og smá urðu alltaf jafn glöð þegar hún kom en hún hafði lag á að hampa þeim og leika við þau. Berta átti líka stundum til að læðast fram á skrifstofu og gera smáat í skrifstofu- manninum og varð þar strax glaumur og gleði. Við höfðum báðar lúm- skt gaman af. Nanna mín og hún gátu setið tímunum saman við að sauma brúðuföt. Þau vora bæði fín og falleg, öll saumuð í höndun- um. Eg sé eftir því að þau hafa glatast, þau voru eiginlega lista- verk. Fyrstu æviárin var Berta mjög heilsutæp en með góðri umönnun móður hennar og fjöl- skyldu náði hún þeim þroska sem entist henni vel. Hún varð dugnað- arstúlka, lagvirk og síðast en ekki síst afar viljasterk. Eftir að systkini hennar fluttu að heiman var hún sem önnur hönd móður sinnar. Einnig gekk Berta í vinnu í frysti- húsinu, langaði að vera eins og hin- ar stúlkurnar í þorpinu. Verkstjór- inn þar hafði sagt að hún væri ekki sísti vinnukrafturinn, bæði vandvirk og samviskusöm. Berta var mikill dýravinur. Hundur var á heimilinu sem fylgdi eftir að þau festu kaup á húseign við Illugagötu 16. Við Björgvin urðum samstarfs- menn þegar hann gerðist meðlimur í Bifreiðastöð Vestmannaeyja 1 febrúar 1960 og höfum við starfað saman á fjórða áratug. Undirritaður hefur gegnt formennsku í stétt- arfélagi bifreiðastjóra og einnig í hlutafélaginu BSV um þrjá áratugi og hef ég átt gott samstarf við Björgvin. Samstarfið var ekki alltaf árekstralaust, en út kom þó oftast það sem best var. Fyrir það er ég þakklátur. Miðað við félagssvæði okkar vor- um við félagsmenn ótrúlega margir eða 35 að tölu þegar við vorum flest- ir. Þess var full þöi-f er við sáum um landanir og þjónustu á 80-100 físki- skipum. Á ótrúlega fáum árum hef- ur þessum skipum fækkað mikið og þjónusta vörubifreiðastjóra er að líða undir lok. Björgvin var einn af fímm sem veittu þjónustu frá Bif- reiðastöðinni er kallið kom. Er við voram flestir héldum við árlega ársfagnað fyrir félagsmenn, maka, starfsfólk og gesti og tókst okkur að halda þeim þætti þar til vinnan fór að mestu úr höndum okkar. Björgvin tók ætíð þátt í skemmtanahaldinu og jafnan marg- ir gestir með honum. Eitt sinn var hann í skemmtinefnd og fengum við lánaða eldunaraðstöðu í Hraðfryst- stöðinni. Til halds og trausts feng- um við Steindór Hjartarson fyrr- verandi starfsmann okkar til að elda veislumatinn fyrir 115-120 manns. Steindór lét okkur Adolf og Björgvin fara í að skræla kartöflur. Þá bifltist í eldhúsinu tengdafaðir Björgvins, er þá var verkstjóri í Hraðfrystistöðinni, og segir. „Er það rétt sem ég sé, er Björgvin far- inn að skræla kartöflur, þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hefur þessa atviks oft verið minnst síðan. Það var háttur skemmtinefndar að vera með leikþætti er bifreiða- stjórar léku, en margir þeiiTa voru ágætum leikhæfíleikum gæddir. Reynt var að tína til eitthvað hnytt- ið um bílstjórana og þess jafnan gætt að láta Björgvin ekki sleppa við að fá eitthvað „kryddað". Hann kunni að taka því. Fáir hiógu hærra og jafnan heyrðist hann segja: „Helvítis kvikindin." Fyrir nokkrum dögúm kom Björgvin til mín þar sem ég var að vinna vegna viðviks sem hann gerði fyrir félagssamtök okkar. Ekki granaði mig að þar færi fram okkar síðasta samtal. Að leiðarlokum þakka ég sam- vinnu liðinna ára og votta fjölskyldu Björgvins samúð mína og bið Guð að blessa minningu hans. Magnús Guðjónsson. henni hvert sem hún fór. Þau léku sér mikið saman og var unun að fylgjast með þeim. Þar sá ég í fyrsta sinn hund borinn á háhesti. Það var alveg sérstök sýn enda var seppi hinn ánægðasti. Eftir að Stefán fað- ir Bertu féll frá höfðu hún og móðir hennar skamma dvöl á Hóli. Berta dvaldi á Sólheimum í Grímsnesi um áratugaskeið. Þar undi hún hag sínum vel. Eg heyrði hana segja að þaðan ætlaði hún alls ekki að fara, þar væri svo gott að vera. Berta kom oftast í sumarfrí austur á Breiðdalsvík til bróður síns og mágkonu. Þá kom hún með þeim heim að Hóli á æskustöðvarnar. Eitt sinn dvaldi hún hjá mér í nokkra daga. Þá voram við orðnar lífsreyndar konur, höfðum gaman af hittast eftir langan aðskilnað. Við spjölluðum margt saman og suðum uppáhaldsmatinn okkar. Eitt sinn varð Berta djúpt hugsi. Henni hlýt- ur að leiðast, flaug í gegnum huga minn. Eftir nokkra þögn segir hún: „Ef allar þessar sprautur hefðu ver- ið til þegar ég var lítil, væri ég ekki svona skritin." Mér brá, en sagði að mér fyndist hún ekkert öðruvísi en aðrir. Allir væru eitthvað skrítnir. Eftir nokkrar umræður tók hún aft- ur gleði sína, því hún var léttlynd að eðlisfari. Eg og börnin mín kveðjum Bertu með djúpri virðingu, hún var hluti af lífi okkar og ógleymanleg. í Guðs friði. Þorbjörg Einarsdóttir frá Ekru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.