Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 74
* .Jt 74 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór FREYSVERJAR útbúa jóladagatöl í húsi björgunarsveitarinnar Alberts við Suðurströnd á Seltjarnarnesi. SVERRIR Helgason og Egill Ingólfsson með úrlausn barna og verðlaun fyrir hana. Þeir eru félagar Freys í tannverndarnefndinni og senda út í febrúar tæplega fimm þúsund tannbursta og tannkremstúbur. Freyr dreifír jóladagatölum LIONSKLÚBBURINN Freyr hefúr hafið sölu og dreifingu á jóladaga- tölum fyrir 1998 þar sem Ieiðbein- ingar um tannvernd og tann- kremstúba fylgir hverju dagatali. Freyr hefur m.a. lagt áherslu á tannvernd barna í starfi sínu og hafa félagsmenn afhent öllum 6 ára börnum í grunnskólum lands- ins tannbursta og tannkremstúbu. Samhliða hafa börnin fengið get- raun til að spreyta sig á og hafa verðlaun verið dregið út úr réttum lausnum og er verið að senda þau til bama þessa dagana fyrir bæði árin 1997 og 1998. Verðlaunin eru Sharp-reikni- tölvur frá Bræðrunum Ormsson- um, sem hafa stutt þetta tann- verndarstarf Freys. Vinnumálastofnun hefur engin loforð gefíð MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Vinnumálastofnun: „Vegna yfirlýsinga Verkalýðsfé- lags Húsavíkur um þjónustu Svæð- isvinnumiðlunar Norðurlands eystra og birtst hafa í fjölmiðlum að undanförnu vill Vinnumálastofnun taka eftirfarandi fram. Engin skilyrðislaus loforð hafa nokkurn tímann verið gefin af hálfu Vinnumálastofnunar um að ráðinn verði starfsráðgjafi hjá svæðis- vinnumiðluninni með aðetur á Húsavík. Við skipulag vinnumiðlun- arstarfsins í umdæminu kom fram að slíkt gæti verið hentugt ef þörf krefði. Enn hefur sú þörf ekki skap- ast að verkefni séu næg lýrir sér- stakan starfsmann á Húsavík, enda verið lítið atvinnuleysi á Húsavík t.a.m. í samanburði við Akureyri. Síðustu mánuði hafa verið 10-20 einstaklingar á atvinnuleysisski-á á Húsavík en um 300 á Akureyri. Vinnumálastofnun hefur enga heim- ild til að ráðstafa almannafjármun- um í þarflausar ráðningar á starfs- fólki. Yfirlýsingai- verkalýðsfélagsins um að atvinnulaust fólk í Þingeyjar- sýslum þurfi að sækja alla þjónustu til Akureyrar eru fráleitar. Frá því er gengið að allt atvinnulaust fólk geti skráð sig og notið þjónustu á sérstökum skráningarstöðum í tengslum við viðkomandi svæðis- vinnumjðlun, ýmist á skrifstofum sveitarfélaga eða verkalýðsfélaga í sinni heimabyggð og Húsavík er þar engin undantekning. Þar er þessi þjónusta einmitt veitt á skrif- stofu Verkalýðsfélags Húsavíkur og svo hefur verið um árabil. Hafi þjónustan þar versnað til muna á síðustu misserum þá hefur þessi þjónustuaðili Vinnumálastofnunar brugðist skyldum sínum og hlýtur það verða sérstakt athugunarefni hjá Vinnumiðlun. Verkefni starfsráðgjafanna sem starfa hjá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra er m.a. að vinna starfsleitaráætlanir með þeim einstaklingum sem hafa verið atvinnulausir í tíu vikur eða lengur. Við þá vinnu þurfa starfsráðgjaf- arnir að fara um umdæmið með reglubundnum hætti, hitta ein- stklinga í sinni heimabyggð og það munu þeir gera. Svæðisvinnumiðlunin tók til starfa 1. apríl sl. og hefur því starf- að í aðeins rúma átta mánuði. Starf- ið er því enn í mótun og það færi betur á því að Verkalýðsfélag Húsa- víkur tæki þátt í því mótunarstarfi en að standa fyrir marklitlum upp- hrópunum af því tagi sem birst hafa af þess hálfu að undanförnu.“ ... - ; Jólakort Lionsklúbbs- ins Kaldár LIONSKLÚBBURINN Kaldá í Hafnarfirði er að heíja árlega jólakortasölu sína og mun allur ágóði renna til líknarmála. Kort- ið prýðir teikning eftir Ingi- björgu Eldon Logadóttur. Upplýsingar um kortið er hægt að fá hjá Guðrúnu Sigurð- ardóttur, Hraunbrún 47, Elísa- betu Guðmundsdóttur, Vallar- barði 4, og Margréti Svavars- dóttur, Hlíðarbraut 1. Starfsmenn Dímons kynna Tímaflakkarann í verslun Skífunnar í Kringlunni sunnudaginn 6. desember frá 14.00 til 17.00 WW vWi^STi aflakkarinn.is iSÍ! ! !' . ' Góðærið hefur far- ið fram hjá ein- stæðum foreldrum FÉLAG einstæðra foreldra fjallaði um aðstöðu og afkomu einstæðra foreldra á aðalfundi sem haldinn var 29. nóvember sl. og ályktaði fundur- inn eftirfarandi: „Að stjórnvöld leggi áherslu á að- gerðir til að bæta aðstöðu einstæðra foreldra en fjölskyldur þeirra eru lakast settu barnafjölskyldur á ís- landi. Einstæðir foreldrar hafa lægri laun en hjón. Árið 1997 voru meðal- tekjur einstæðra foreldra 93.600 meðan atvinnutekjur hjóna voru að meðaltali 281 þúsund krónur. Ein- stæðir foreldrai- hafa því að meðal- tali þriðjung launa hjónafólks. Laun einstæðra foreldra hækka minna en laun hjónafólks. Á mihi áranna 1996 og 1997 hækkuðu laun hjóna um 7,05% en á sama tíma ekki nema um 5,66% hjá einstæðum for- eldrum. Bilið er því enn að aukast milli einstæðra foreldra og hjóna. 54% allra þeirra sem töldu fram til skatts árið 1997 skulduðu meira á árinu en þeir áttu en það eru allt einstæðir foreldrai- á meðan 18% hjóna búa við svipaðar aðstæður. Einstæðir foreldrar eru 30,1% allra þeirra sem þiggja fjárhagsað- stoð hjá Reykjavíkurborg. í góðær- inu hefur einstæðum foreldrum sem þiggja fjárhagsaðstoð fjölgað um 7% á síðustu 2-3 árum. Árið 1996 voru einstæðir foreldrar 23% þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð árið 1997 fjölgaði einstæðum foreldrum í 28,5% og nú eru þeir orðnir 30,1%. Mikill meirihluti einstæðra for- eldra hefur ekki bolmagn til að kaupa eigin húsnæði og eru félags- þegar leiguíbúðir eina úrræðið. Ástandið í Reykjavík er nú þannig að 700 umsóknir eftir leiguíbúðum eru á biðlista og þar af eru tæplega 500 í brýnum forgangi. Fundurinn ki’efst þess að stjórn- völd beiti sér fyrir því að kjör ein- stæðra foreldra og barna þeirra verði leiðrétt. Einstæðir foreldrar eru nú 8.666 með 12.500 börn á framfæri sínu. Fundurinn leggur áherslu á að skattlagning á húsa- leigubætur verði afnumin og þar með verði komið í veg fyrir að skatturinn skerði barnabætur og námslán. Þá leggur fundurinn áherslu á að einstæðum foreldrum verði heimilað að nýta ónýttan per- sónufrádrátt barna sinna á aldrin- um 16-19 ára.“ Jólatréð á Austurvelli LJÓSIN á jólatrénu á Austurvelli verða tendruð sunnudagiim 6. des- ember nk. kl. 16. Tréð er að venju gjöf Óslóborgar til Reykvíkinga, en Oslóborg hefur nú í 47 ár sýnt borgarbúum vinar- bragð með þessum hætti. Athöfnin á Austurvelli liefst kl. 15.30 með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur. Klukkan 16 afliendir forseti borgarstjórnar Óslóborgar, Fritz Huitfeldt, tréð fyrir hönd Óslóborgar og forseti borgarsljórn- ar, Guðrún Ágústsdóttir, mun veita trénu viðtöku, fyrir hönd Reykvík- inga, í forfóllum borgarsljóra. Á eftir syngur Dómkórinn jóla- sálma og jólasveinar koma í heim- sókn og skemmta yngstu borgurun- um á Austurvelli, undir öryggri sljórn foringja jólasveinanna, Askasleikis. Stutt helgistund með helgileik og söngvum verður í Dómkirkjunni kl. 15 en kirkjan verður opin þar til dagskrá lýkur á Austurvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.