Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ GRINDARLOS Á MEÐGÖNGU Skilninginn hefur vantað Grindarlos hjá konum á meðgöngu getur valdið verkjum og óþægindum þannig að þær eru ekki færar um að sinna daglegum ---------------------------------------7- störfum sínum á heimili eða utan þess. I viðtali við Ernu Kristjánsdóttur sjúkra- þjálfara, sem er ein þeirra sem hafa unnið að gerð fræðslubæklings um þetta efni, komst Hildur Einarsdóttir að því að mikil- vægt er að konur leiti sér hjálpar áður en í óefni er komið. Hægt er að draga úr áhrif- um grindarloss með því að læra að beita líkamanum rétt og gera sérhæfðar æfíngar. AMEÐGÖNGUTÍMA mýkj- ast liðbönd líkamans vegna hormónabreytinga og liðir mjaðmagrindar geta því gefíð betur eftir. Pannig býr náttúr- an konuna undir væntanlega fæð- ingu. Pessar breytingar verða hjá öllum barnshafandi konum og valda yfirleitt litlum eða engum óþægind- um. Þegar liðböndin mýkjast getur konan fengið verki sem orsakast af því að liðböndin styðja ekki eins vel við mjaðmagrindina og áður auk þess sem þau þola minna álag. Fái kona verki við einföldustu athafnir getur það bent til þess að hún sé með grindarlos. Þessar upplýsingar er meðal annars að fínna í nýútgefn- um fræðslubæklingi faghóps sjúkra- þjálfara sem vinnur að bættu heilsu- fari kvenna við meðgöngu og fæð- ingu. Erna sem starfar í Mætti, - sjúkraþjálfun og líkamsræktarstöð- inni Hreyfingu, hefur lengi hjálpað konum með grindarlos með góðum árangri. Erna segir að það fari eftir niðurstöðu skoðunar hvort konan þurfí liðlosun, mjúkvefjameðferð eða á annarri verkjameðferð að halda. Oft nægi fræðslan og að kenna ákveðna líkamsbeitingu. Einnig segir hún það í verkahring sjúkraþjálfarans að gefa hugmyndir um hjálpartæki ef með þarf og kenna sérhæfðar æfingar. Hún vill þó árétta að bæklingurinn kemur ekki í staðinn fyrir sjúkraþjálfun heldur sem viðbót og fyrsta hjálp. „Grindarlos hefur sjálfsagt alltaf verið til,“ segir hún, þegar við spyrj- um um tíðni grindarloss hér á landi en engar tölur eru til hér um hversu algengt það er. „í Noregi er tíðni grindarloss um 30% og má ætla að hún sé svipuð hér á landi. Við teljum okkur hafa orðið vör við aukna tíðni grindarloss á undanförnum áratug- um en hugsanlegt er að P-pillan hafi eitthvað að segja hjá nútímakonunni því að pillan mýkir upp liðböndin að einhverju leyti eins og um þungun sé að ræða. Ekkert hefur þó verið sannað í þessum efnum. Það segir sig líka sjálft að með aukinni þekk- ingu og bættum greiningaraðferðum hafa uppgötvast fleiri tilfelli. Hér áður fyrr töldu konur það vera eðli- legt að finna til á meðan á meðgöngu stóð. Heilbrigðisstéttir og almenn- ingur voru sér þá lítt meðvitandi um hvað var að gerast. En það er mikil- vægt að greina grindarlos sem fyrst í mæðraskoðun til að fyrirbyggja að vandinn verði stærri og meiri.“ Erna segir að það sem hafi einnig Morgunblaðið/Kristinn FRÆÐSLA er stór þáttur í meðhöndlun á grindarlosi. MIKILVÆGT er að gera sérhæfðar æfingar til að viðhalda stöðug- leika mjaðmagrindar. breyst sé að áður fyrr hafi konur verið meira heimavinnandi sem þýddi að þær gátu meira ráðið sínum vinnudegi og höfðu tækifæri til að hvíla sig þegar þær þurftu þess með. Utivinnandi konur þurfi hins vegar að skila ákveðnu verkefni til dæmis í standandi stöðu við búðarborðið eða í sitjandi stöðu á skrifstofunni. „Eitt hið versta sem kona með grindarlos gerir er að vera í sömu stöðu í lengri tíma. Hún verður að geta skipt um stöður eins og henni hentar hverju sinni,“ segir hún. „Aðalatriðið er að hlusta á sinn eigin líkama, forðast sársauka og hreyfa sig eftir því. Og þegar að fæðingunni kemur er nauð- synlegt að kona með grindarverki fái sérstaka aðstoð við að finna bestu fæðingarstellinguna en þá þarf að vera búið að fræða hana um hvaða möguleika hún hafi. Hin hefðbundna, gamla fæðingarstelling að liggja á baki með fætur í sundur upp í loft er sú staða sem kona með grindarlos þolir verst því að þrýstingurinn á mjaðmagrindina verður þá mestur." Það kemur fram í máli Ernu að orðið grindarios gefi ekki alveg rétta mynd af ástandinu. Frekar mætti líkja einkennunum við togn- un, til dæmis í ökkla. „Ökklann þarf að hvíla og honum þarf að hlífa. Það á einnig við um mjaðmagrindina þegar um grindarlos er að ræða,“ segir hún. -En hvernig lýsa verkirnir sér? „Verkir geta komið frá lífbeini og spjaldliðum. Þá leiðir gjarnan yfir í mjaðmir og niður í læri eða upp eftir baki. Þeir geta verið breytilegir frá degi til dags og ekki eins allan sólar- hringinn. Verkimir eru álagstengdir og aukast við hreyfingar þar sem ójafnt álag kemur á mjaðmagrindina tH dæmis þegar konan gengur, snýr sér í rúmi, gengur í stiga, fer inn og út úr bíl eða þrífur gólf. Oft koma verkimir ekki fyrr en efth-á, jafnvel daginn eftir álagið.“ Erna er spurð að því hvort ein- hver hópur kvenna sé líklegri til að fá grindarlos en annar? Hún segir svo ekki vera. Einkenni séu óháð aldri, líkamsþyngd og virkni fyrir meðgöngu en þættir eins og mis- langir fótleggir, skakkir fætur og áverki á mjaðmagrind geti aukið álagið. Það kemur fram í máli Ernu að hjá flestum konum minnki einkenni eða hverfi fljótlega eftir fæðingu. Sumar fái þó verki við ákveðið álag eða við egglos og blæðingar. Aðrar finni fyrir verkjum daglega löngu eftir fæðingu, jafnvel alla tíð. „Margar ástæður geta verið fyrir því að verkir em enn til staðar. Má þar nefna skaða í liðböndum, brjóski, sinum eða taugum. Vöðvar og liðbönd geta orðið fyrir of miklu álagi vegna hormónabreytinga, lé- legrar líkamsstöðu eða rangrar lík- amsbeitingar. Hafi konan fengið Sjá næstu síðu. Lykilatriði að beita líkamanum rétt Morgunblaðið/Kristinn KRISTÍN Ilalla ásamt dótturinni Helenu Ósk. G A eitt barn fyrir og þeg- ar ég gekk með það fyrir níu árum fann ég ekki fyrir neinum óþægindum eða verkjum," segir Kristín Ilalla þegar hún byrjar frásögn sína. „Þegar ég var komin þrjá mánuði á leið með ann- að barnið fór ég að finna fyrir verkjum neðst í spjaldhryggnum sem þýddi að ég átti mjög erfitt með að beygja mig. Eg var á þess- um tíma að vinna á leikskóla og þurfti því oft að beygja mig niður þegar ég var að sinna börnunum. Eg áttaði mig ekki strax á hvað var á ferðinni og tók mér veik- indafrí. Heimilisstörfin reyndust mér einnig erfið svo ég þurfti að fá móður mína til að hjálpa mér. Skömmu síðar fór ég í meðferð til sjúkraþjálfara en fékk engan bata. Það var ekki fyrr en ég heyrði af góðum árangri Ernu Krisljáns- dóttur sjúkraþjálfara við að með- höndla grindarlos og fór í með- ferð til hennar að mér fór að líða betur. Eg fór til hennar í sjúkra- Kristín Halla Þóris- dóttir á fímm mánaða gamla dóttur. Þegar hún var komin þrjá mánuði á leið með dótt- urina fór hún að fínna fyrir sárum verkjum neðst í spjaldhryggnum - hún var komin með grindarlos. Kristín Halla leitaði sér hjálpar með góðum árangri. þjálfun þrisvar sinnum og var þá orðin verkjalaus. Vegna þess hve ég kom fljótt í þjálfun var þetta viðráðanlegra. Erna byrjaði á því að laga skekkju á mjaðmagrindinni og kenndi mér æfingar til að halda mér við. Einnig kenndi hún mér hvernig ég átti að beita líkaman- um. Eg var koinin í vinnuna viku síðar og vann fulla vinnu þangað til mánuði áður en ég átti að eiga barnið. Ég mætti miklum skilningi á minum vinnustað og var hlíft af samstarfsfólkinu. Eg er grunnkóla- kennari að mennt og vann með elstu börnin og auðveldaði það mér starfið. Ég skal játa að það var mér mikið áfall að verða veik á þennan hátt, en mér hefur sjaldan orðið misdægurt. Ég var líka svo glöð yf- ir að vera orðin ófrísk aftur en þegar ég áttaði mig á hvað var að þyrmdi yfír mig því ég hélt að ég þyrfti að hætta að vinna. Fæðingin hjá mér var sársauka- full. Ég hafði misst af fræðslutima hjá Ernu þar sem hún lagði á það áherslu við konurnar að þær fyndu sér fæðingaraðferð sem minnkaði álagið á mjaðmagrind- ina og drægi úr sársaukanum. Ég fæddi því í hefðbundinni stellingu og án þess að fá deyfingu og var fæðingin því erfið. Eftir fæðinguna fann ég ekkert fyrir verkjum. Ég hélt áfram að gera þær grunnæfingar sem Erna hafði kennt mér og höfðu reynst mér vel. En eftir þijá mánuði fékk ég skyndilega aftur svipuð ein- kenni og ég hafði fengið á með- göngunni. Ég hafði sofnað á verð- inum og borið mig rangt að við verk sem ég var að vinna. Þegar ég leitaði til Ernu aftur gat ég ekki rétt úr hryggnum og hafði mikla verki. Aftur var komin skekkja á mjaðmagrindina. Eins og áður rétti hún grindina. Sem betur fer hef ég ekki fúndið til síðan. Engu að síður veit ég að veikleikinn er ennþá fyrir hendi svo hræðslan við að það sama hendi mig aftur er áfram til staðar. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir mig að halda áfram þjálfun til að fyrirbyggja að nokkuð svipað endurtaki sig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.