Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.12.1998, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 t LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 47 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÓYISSA - ÖRYGGI DÓMUR Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannes- sonar gegn íslenzka ríkinu hefur skapað óvissuá- stand í atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar. Verð hluta- bréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum lækkaði í gær, stjórn- endur þeirra standa frammi fyrir því að fresta ákvörð- unum um fjárfestingar og aðra lykilþætti í rekstri. Bú- ast má við, að slík áhrif dómsins geti náð til fyrirtækja í öðrum greinum á næstu dögum, svo sem í fjármála- geiranum og víðar. Það er því augljóst, að það skiptir höfuðmáli að þessi óvissa verði ekki lengi til staðar. Dómur Hæstaréttar er í meginatriðum túlkaður á tvo vegu. Annars vegar er sú túlkun, sem flestum virð- ist blasa við og m.a. kom fram í forystugrein Morgun- blaðsins í gær, að löggjöfin, sem kvótakerfið byggist á, væri brot á stjórnarskránni og óhjákvæmilegt væri að breyta henni. í því felst ekki, að kvótakerfi geti ekki verið við lýði í fiskveiðum landsmanna, heldur hitt, að núverandi fyrirkomulag við úthlutun veiðiheimilda gangi gegn tveimur greinum stjórnarskrárinnar. Til eru þeir, sem líta svo á, að túlka beri niðurstöðu Hæstaréttar mjög þröngt og þá fyrst og fremst á þann veg, að lagagreinin um úthlutun veiðileyfa sé andstæð stjórnarskrárákvæðum en ekki úthlutun sjálfra veiði- heimildanna. Þegar litið er á texta dómsins er alveg ljóst, að slík þröng túlkun á dómnum mundi leiða til meiri háttar pólitískra átaka og að öllum líkindum leiða til nýrra málskota til Hæstaréttar. Meðan beðið væri eftir niðurstöðu nýrra málaferla mundi óvissan magn- ast en ekki minnka. Það er lítið vit í því fyrir sjávarút- veginn að leggja áherzlu á slíkan málflutning. Aður en dómur Hæstaréttar féll var smátt og smátt að skapast nokkuð víðtæk samstaða um að leita lausnar á deilunum um óbreytt kvótakerfi, sem byggðist á sanngjarnri málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða. Dómur Hæstaréttar hefur breytt vígstöðunni að veru- legu leyti. Gagnrýnendur núverandi kerfis, sem hafa lengi haft mikinn meirihluta þjóðarinnar að baki sér samkvæmt skoðanakönnunum, hafa nú mun sterkari stöðu en áður. Útgerðarmenn standa hins vegar frammi fyrir því, að nú er ekki lengur um annað að ræða en ganga til viðræðna um breytingar á kerfinu. Niðurstöðu Hæstaréttar um að ákveðnir þættir laga um fískveiðistjórnun gangi gegn ákvæðum stjórnar- skrár verður ekki vikið til hliðar. Þá niðurstöðu verða allir aðilar að virða. Dómur Hæstaréttar skapar hins vegar ný tækifæri í þessu máli fyrir stjórnmálamennina, alþingismenn og ráðherra. Þeir hafa fram að þessu legið undir miklum þrýstingi frá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi. Eftir að dómurinn liggur fyrir hafa þeir mun frjálsari hendur og eiga auðveldara með að taka nýjar ákvarðanir vegna þeirrar einföldu staðreyndar, að dómur Hæstaréttar verður ekki sniðgenginn. Þegar til þessa er litið er æskilegt að setja aukinn kraft í leit að lausn, sem allir geta verið sæmilega sátt- ir við og leiðir til þess, að þeirri óvissu, sem nú ríkir, verði aflétt. Það eru hagsmunir þjóðarinnar að sjávarútvegurinn blómstri og dafm og hann hefur alla burði til þess um þessar mundir. Á hinn bóginn hefur það lengi verið Ijóst, að þjóðin mundi aldrei sætta sig við óbreytt ástand. Nú er það ekki lengur bara pólitísk staða, sem stjórnmálaflokkarnir þurfa að horfast í augu við, held- ur liggur fyrir dómsniðurstaða frá Hæstarétti, sem ekki verður undan vikizt að bregðast við. Það eru líka almannahagsmunir, að stöðugleiki ríki á fjármálamörkuðum og að ekki verði miklar sveiflur á þeim vígstöðvum vegna óvissu um grundvallaratriði í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Það er þess vegna öll- um aðilum til hagsbóta að líta á dóm Hæstaréttar sem nýtt tilefni til að setja niður erfiðar deilur. Sjávarútvegurinn þarf nú fyrst og fremst frið og stöðugleika í rekstrarskilyrðum. Þann frið er hægt að skapa og þann stöðugleika er hægt að tryggja með því að forystumenn atvinnugreinarinnar gangi með opnum hug til þess að byggja fískveiðistjórnunarkerfíð upp á nýjum grunni, sem tekur mið af fenginni reynslu í einn og hálfan áratug. UNNT er að spara háar fjárhæðir með samein- ingu stóru sölusamtak- anna tveggja, Sölumið- stöðvar hraðfi-ystihús- anna og íslenskra sjávarafurða. Fyrirtækin eru með líka starfsemi, selja sömu vörurnar á sömu mörkuð- unum og oft á tiðum til sömu kaup- endanna. Unnt er að spara gríðar- legar fjárhæðir í yfirstjórn og höfuð- stöðvum í Reykjavík, með samein- ingu söluskrifstofa víða um heim og með sameiginlegri stjóm og jafnvel sölu einhverra fiskréttaverksmiðja. I sumum tilvikum yrði einnig unnt að fá hærra verð fyrir íslenskar sjávar- afurðir ef fyrirtækin hættu að keppa sín í milli. Sumir aðstandendur fé- laganna binda vonir við að samein- ing þeirra myndi skapa mikla mögu- leika til framþróunar hins nýja fé- lags í breyttu viðskiptaumhverfi á heimsmarkaði fyi'ir sjávarafurðir og benda ekki síður á sóknarmögleika en sparnað. Telja einnig að nýir möguleikar gætu skapast fyrir hag- ræðingu í útgerð og fískvinnslu þeg- ar gamla blokkamyndunin líður und- ir lok. Ljóst er að einhverjir gallar fylgja sameiningunni, en erfiðara er að koma auga á þá á þessari stundu en kostina og ekki víst að það gerist fyrr en í sameiningarferlinu, verði í það farið. Hugsanlegt er að kaup- endur snúi sér annað þegar íyrir- tækin renna saman, þótt bæði vöru- merkin verði áfram notuð. Sparnaður í sölukerfi og höfuðstöðvum Ef fyrst er litið á höfuðstöðvar íyrirtækjanna á Islandi má strax sjá mikla hagræðingarmöguleika. Rekstrargjöld móðurfélags SH, það er að segja laun og annar fastur kostnaður, námu á síðasta ári hátt í 800 milljónir kr. og móðurfélags IS rúmar 600 milljónir kr. Með því að sameina reksturinn á einum stað, fækka starfsfólki og draga úr öðrum fóstum kostnaði væri að mati við- mælenda blaðamanns unnt að spara að minnsta kosti 200 milljónir kr. á ári. Ef hægt yrði að minnka heildar- rekstrargjöldin um 30-40% mætti spara 400-500 milljónir kr. hjá móð- urfélaginu og þó ekki næðist að lækka rekstrarkostnaðinn um nema 20% myndi spamaðurinn nema 250- 300 milljónum kr. Þegar litið er á landakortið sem birt er með greininni og staðsetn- ingu söluskrifstofa fyrirtækjanna er- lendis sést að þau eru með söluskrif- stofur á sömu mörkuðum, stundum jafnvel við sömu götuna. Augljósir hagræðingarmöguleikar felast í því að sameina söluskrifstofurnar, því önnur skrifstofan getur í flestum til- vikum annað sölu beggja með lítilli viðbót. Skrifstofurnar era að vísu mismunandi stórar, allt frá því að hafa einn mann upp í einhverja tugi þar sem mest er. Ef maður gefur sér að rekstur meðalskrifstofu kosti 40- 60 milljónir kr. á ári og unnt yrði að fækka þeim um til dæmis sjö, fæst sú niðurstaða að mögulegur sparn- aður í sölukerfinu nemi 300-400 milljónum kr. á ári. Unnt að fækka verksmiðjum? SH og ÍS reka fiskréttaverksmið- ur í Bandaríkjunum, undir merkjum Coldwater Seafood og Ieeland Seafood, SH rekur tvær verkmiðjur í Englandi og ÍS eina í Frakklandi. Mönnum úr hluthafahópi fyrirtækj- anna ber ekki saman um það hvort unnt yrði að fækka verksmiðjum með sameiningu félaganna. IS á glænýja verksmiðju í Bandaríkjun- um sem hefur mikla van- __________ nýtta framleiðslugetu. Eins og fram hefur komið áður hefur ÍS lent í mikl- um hremmingum á fyrsta ári verksmiðjunnar og taprekstur hennar hefur nærri móðurfélaginu. SÖLUNET SH og IS w. 1—i---r / < f /< > __y □ Höfuðstöðvar SH Fiskréttaverksmiðja SH □ Höfuðstöðvar ÍS ( Fiskréttaverksmiðja ÍS Söluskrifstofa ÍS f. r-'Xj" K3 Söluskrifstofa SH □ \A(s Cambridge Rowatyon "X X (Coldwater Seafood) (Coldwater Seafood) ; t>—1 K3 O Everett (Boston) (Birgöastöb C)þklwater) / . L, u. ,-r Akureyri } Revkiavík rn ISLAND ---N,—X O Þrándheimur (IFP Norwáy, innkaupafyrirfaeki) \n K V ' n\ ) Moskva K3 (IFPC Russia) (Viðskiptafulltrúi ÍS) I M Newport News (lceland Seafood) / ASIU TokyoX3 Tokyo fO (lcelandic Freezing Plants) (lceland Seafood) Shanghai SO (IFPC, innkaupa- og söluskrifstofa SH) Stærðarhlutföll Sala (1997) Seldar frystar afurðir (1997) Selt mjöl Fjöldi starfsmanna(i997) Heildareignir (30. júní 1997) Eigið fé (30. júní 1997) 42 milljarðar kr. 176 þús. tonn 1.430 18 milljarðar kr. 3,3 milljarðar kr. 25 milljarðar kr. 91 þús. tonn 38 þús. tonn 800 12 milljarðar kr. 1,2 milljarðar kr. Grimsby (oaj\ ' .. |C“Í3*, K3 Hamborg Lincoln iX3* Oostende (lcelandic Be.nelux) (lcelandic UK) K3 , . SSbi Boulogne sur Mer / L-—1 (Gelmer-lceiand Seafood) ,J> 5x3 i jJ> \ - V . Evry(París) r X (lcelandic France).y..X... \J \ K3 Barcelona ^3 > (lcelandic Iberica) Madrid (lceland Seafood) \ j U /1 > # Þreifíngar hluthafa SH og IS um samstarf eða samruna standa yfír Spamaður við sameiningu áætlaður á annan milljarð Talið er unnt að spara eitthvað á annan milljarð kr. á ári með sameiningu sölusam- -----------------7------------------------ takanna SH og IS. Að mati viðmælenda Helga Bjarnasonar geta jafnframt skapast möguleikar til að efla starfsemina á erlend- um mörkuðum og til frekari hagræðingar í ----------------7------——----------------- sjávarútvegi á Islandi. Full alvara virðist vera í þreifíngum um samruna félaganna og •-------------------------------------7--- það skýrist væntanlega á stjórnarfundi IS á mánudag hvort gengið verður til formlegra viðræðna við SH eða umræðum hætt. Hluthafar 30. janúar 1998 Hlutafé, nafnverð Eignartiluti, % 1 Útgerðarf. Akureyringa hf. m. kr. 233,2 15,58 tr: ,7- 2 Þormóður rammi - Sæberg hf.* 159,2 10.64 r 1 3 Haraldur Böðvarsson hf. 119,7 8.001-' ' 1 4 Grandi hf. 118,4 7,91 □ i 5 Sigurður Ágústsson ehf. 113,6 7.59 r - l 1 6 Síldarvinnslan hf. 110,8 7.40 r~i ! 7 Kristján Guðmundsson hf. 82,8 5,53 H 1 8 Hraðfrystihús Eskifjarðar hf.* 80,0 5,34 E3 ; 9 Gunnvör hf. 63,9 4,27 [1 ' 10 Hraðfrystihúsið hf., Hnífsdal 62,8 4,20 □ 1 Ekki fékkst nýr hluthafa- listi SH. Þær breytingar hafa m.a. orðið á árinu að Þormóður rammi hefur keypt 5% hlut til viðbótar, að mestu leyti af Hrað- frystihúsi Eskifjarðar, og er orðinn stærsti hluthafinn með 15,64% eignarhlut. Aðrir (292) SAMTALS 352.,1 23,53 | 1.496,4 100,00 Rætt um verð- mat eigna og vörumerkja gengið Verksmiðja SH er að stofni til þrjátíu ára gömul en mikið endurnýjuð. Umtalsvert meira magn fer í gegn um verk- smiðju SH og þar eru tvöfalt fleiri starfsmenn en hjá IS. Viðmælandi úr hluthafahópi IS telur vandalaust að framleiða allt það sem nú fer í gegn um báðar verksmiðjurnar í hinni nýju verk- smiðju ÍS. Það mætti gera strax. Hina verksmiðjuna yrði þá unnt að selja. Sérfræðingur á verðbréfa- markaði lýsir sömu skoðun eftir at- hugun á málinu. Aðrir viðmælendur eru ekki vissir um möguleika fisk- réttaverksmiðju ÍS. Hluthafi í SH bendir á að starfsemi verksmiðjanna sé ekki fyllilega sambærileg. Á með- an Coldwater hafi lagt áherslu á að framleiða aðeins undir eigin vöru- merki, Icelandic, hafi Iceland Seafood farið meira í að framleiða undir merkjum dreifingarfyrirtækj- anna. Telur viðkomandi ekki sjálf- gefið að dótturfélögin sem reka fisk- réttaverksmiðjurnar verði sameinuð þótt ákveðið yi’ði að renna saman móðurfélögunum. Sama óvissa um möguleika sparnaðar á við um verksmiðju- reksturinn í Evrópu. Coldwater Seafood í Bretlandi, fyrirtæki sem SH á meirihlutann í á móti Færey- _________ ingum, rekur tvær verk- smiðjur í Englandi. IS keypti franska fyrirtækið Gelmer á síðasta ári, þegar viðræður SH og eigenda félagsins voru á lokastigi eins og margsinnis hefur komið fram, og sameinaði sölufyi’ir- tæki sínu í landinu. Gelmer - Iceland Seafood rekur því verk- smiðju í Frakklandi. Þessi tvö fyrir- tæki framleiða ekki nema að litlu leyti vörur fyrir sömu markaði. Bretland er meginmarkaður SH- verksmiðjanna þótt eitthvað sé einnig selt til meginlandsins. Frakkland og nágrenni er með sama hætti meginsölusvæði Gelm- er. Þótt niðurstaðan yrði sú að ekki borgaði sig að fækka verksmiðjum er ljóst að verulegir hagræðingar- möguleikar felast eigi að síður í verksmiðjurekstrinum. Yfh’stjórnin gæti verið ein og unnt yrði að sér- hæfa verksmiðjurnar og hagræða með margvíslegum hætti. Hundruð milljóna yrðu fljótar að verða til með þeim hætti. Einn viðmælandi sem gefur sér þær forsendur að unnt yrði að fækka verksmiðjum með sameiningu félaganna telur mögu- legt að spara milljarð kr. á ári í rekstri fiskréttaverksmiðjanna í Bandaríkjunum og Evrópu. Meginmálið að efla starfsemina Með samtölum við nokkra menn úr hluthafahópum félaganna og ut- anaðkomandi, sem þekkja vel til þessa reksturs, má áætla að mögu- legt sé að spara milljarð eða jafnvel eitthvað á annan milljarð með sam- einingu félaganna. Sá sem hæst fer telur unnt að spara 1,7 til 1,8 millj- arða kr. á ári. Samanlögð rekstrar- gjöld á samstæðureikningum IS og SH á síðasta ári námu 7 milljörðum króna. Sparnaður upp á milljarð kr. er því ekki nema 15% þar af. Fram kom í viðtölum við verð- bréfamiðlara í Morgunblaðinu í vik- unni að þeir vilja taka Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, SIF hf., inn í sameininguna. I því sambandi má benda á að SÍF er að meginhluta Hluthafar 4. desember 1998 Hlutafé, nafnverð Eignarhluti, % 1 Framleiðendur ehf. m. kr. 200,0 18,2 I 2 Mundill ehf. 119,8 10.9 r 3 Samvinnulífeyrissjóðurinn 82,8 7,5 imii 4 Kaupfélag Eyfirðinga 60,1 5,5 KBJ 5 Samvinnusjóður íslands hf. 52,0 4,7 E 6 Vátryggingafélag íslands hf. 42,3 3,8 E3 7 Kaupf. A-Skaftfellinga 40,4 3,7(1 8 Kaupf. Fáskrúðsfirðinga 23,1 2,1 1 9 Hraðfrystistöð Þorshafnar hf. 21,9 2,0 0 10 Lífeyrissjóður Austurlands 21,8 2,0 0 Aðrir 435,8 39.6 — SAMTALS 1.100,0 100,0 í eigu eigenda ÍS og SH og á SH m.a. stóran hlut í félaginu. I nokkur ár hafa reyndar verið uppi hug- myndir um sameiningu IS og SIF, en þær hafa ekki leitt til neinna að- gerða. Gunnar Örn Ki’istjánsson, forstjóri SÍF, bendir í þessu sam- bandi á að SÍF hafi sérhæft sig í út- flutningi kældra sjávarafurða og því séu ekki sömu samlegðaráhrif af sameiningu þess við sölusamtök frystra afurða og hjá þeim innbyrð- is. Einn þeiraa sem vinnur að því að koma sameiningarviðræðunum á leggur á það áherslu að þótt augljós- lega felist miklir hagi-æðingaijnögu- leikar í sameiningu SH og IS séu I sparnaðarhugmyndirnar ekki drif- kraftur þeiraai’ vinnu sem hafin er. Meginmálið sé að efla starfsemina, sækja fram á hinum alþjóðlega markaði. Annar viðmælandi bendir á að sameinað fyrirtæki yrði eitt af stærri dreifingarfyrirtækjum sjáv- arafurða á alþjóðlegum markaði. Það gæti notað styi’k sinn og pen- inga í að auka rannsóknir og vöru- þróun og til að sækja lengra inn á markaðina og skapa með því meiri verðmæti. I þessu sambandi bendir hann á nauðsyn gagngerra breyt- inga á fyrirkomulagi sjávarafurða- viðskipta hér á landi, það er að segja að sölusamtökin kaupi afurðirnar í auknum mæli af framleiðendum og selji aftur fyrir eigin reikning, í stað hins hefðbundna umboðssölukerfis. SÍF hefur gengið í gegn um þessar breytingar, að því er virðist með góðum árangri, og í nýrri stefnu- mörkun ÍS er stefnt að því sama. Ef hluthafar og framleiðendur vilja virðist eðlilegt að stíga þetta skref um leið og félögin eru sameinuð og endurskipuleggja rekstur hins nýja félags frá grunni. Þótt augljóst hagræði sé af sam- einingu SH og ÍS er það annað mál hvernig gengur að framkvæma sam- einingu, ef hún þá á annað borð verðm- ákveðin. Unnt er að ganga í verkið með mismunandi hætti, þannig að árangurinn komi fljótt fram eða sé sársaukaminni í upphafi. Stjórnandi fyrirtækis í þessari at- vinnugi’ein telur skynsamlegt að sameina fyi’irtækin með einu áhlaupi. Það sé erfitt, einkanlega uppsagnir starfsfólks, en það sé mun heiðarlegra og skili heilbrigðara fyr- irtæki en ef farið yrði hægar í sak- irnar. Skynsemin ræður ekki alltaf Tilkynning stjórnarformanna Sölumiðstöðvarinnar og íslenskra sjávarafurða síðastliðinn miðviku- dag þess efnis að hafnar væru þreif- ingar um hugsanlega samvinnu fé- laganna kom verulega á óvart, þrátt fyrir að Aibert Jónsson forstöðu- maður hjá Fjáraangi hafi vakið máls á þessum möguleika fyrir mánuði. Fyrirtækin eru slíkir risar í íslensku viðskiptalífi og hafa verið mikilvæg- ir veggir í blokkaskiptingu atvinnu- lífsins, að sameining þein-a hefur ekki þótt líkleg, þótt kostirnir fyrir framleiðendur sjávarafurða, hlut- hafa og þjóðfélagið í heild virðist nú augljósir eins og hér hefur verið far- ið yfir. Ekki hefur fengist staðfest hver kveikjan að umræðunum er, en það mun vera rétt sem fram kom í frétt- um Stöðvar 2 á fimmtudagskvöld, að Axel Gíslason, forstjóri VIS, sem er hluthafí í IS, og Landsbankinn, sem aðalviðskiptabanki beggja sölusam- takanna, eigi þar hlut að máli. Jafn- framt er ljóst að fjárhagserfiðleikar ÍS og kröfur stórra hluthafa SH um breytingar á fyrirtækinu hafa ratt brautina. í framhaldinu fóru hlut- hafar að ræða saman. Þegar málið var tekið upp í stjómum félaganna í vikunni kom fram ákveðin andstaða innan stjórnai’ IS. Formaður og varaformaður IS, Her- ____________ mann Hansson á Höfn í Hornafirði og Gísli Jónatansson á Fáskrúðs- firði, voru samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ““““““ ins tregir til að stíga það skref að hefja formlega athugun á málinu. Fullyrt er að meirihluti sé fyrir mál- inu en því var þó frestað til næsta fundar, sem verður á mánudags- morgun. Þá ætti það að skýrast hvort óskað verður eftir formlegum viðræðum við SH eða málinu ýtt út af borðinu. Fulltrúar stórra hluthafa hafa haldið áfram þreifingum en stjómir félaganna standa formlega séð utan við málið, enn sem komið er. Þar hafa meðal annars komið við sögu fulltrúar stærstu hluthafanna í SH og IS, Róbert Guðfinnsson, stjórnar- foranaður Þormóðs ramma-Sæbergs hf. og Einar Svansson, stjórnarfor- maður Framleiðenda ehf., sem eiga mest í IS. „Þetta er ekkert kaffibollaspjall," segir einn úr innsta hring. Ánnar viðmælandi sem stendur utan við segir löngu tímabært að þessar um- ræður hæfust en óttast að það vanti nauðsynlegt traust á milli manna og tiltrú á alvöru málsins og að innri erfiðleikar beggja félaganna gætu tafið það eða stöðvað. En miðað við að þær upplýsingar séu réttar að framleiðendur og stærstu hluthafar beggja félaganna séu hlynntir því að hafnar verði formlegar viðræður um samstarf verða að teljast meiri líkur en minni á að það skref verði stigið eftir helgina. Um hitt er ómögulegt að segja, til hvers við- ræðurnar síðan leiða. „Ef skynsem- in ræður eru 99% möguleikar á að af þessu verði _ en skynsemin ræð- ur ekki alltaf,“ segir stjórnandi sj ávarútvegsfyrirtækis. Nú stendur yfir forathugun á við- kvæmum málum, meðal annars á aðferðum við verðmat á vörumerkj- um félaganna, starfsmannamálum og því hvernig meta eigi eignarhluti eigenda hvors félags um sig. Þess er vænst að þeir sem standa í þreifing- unum leggi einhverjar grunnhug- myndir um þetta efni fyrir stjórnar- fundina eftir helgi. Hins vegar er búist við að val á leiðtoga fyrirtæk- isins, forstjói’a þess, bíði seinni tíma. Ljóst er fjöldi fólks mun missa vinnuna, verði af sameiningu IS og SH og þess vegna eru starfsmanna- málin afar viðkvæm. Því er haldið fram að varfæmi Hermanns Hans- sonar í málinu stafi meðal annars af því að hann sé í svo nánu sambandi við starfsfólk fyrirtækisins í starfi sínu sem stjómarformaður IS. Blokkamyndun á undanhaldi Fullyrt er úr röðum beggja fyrir- tækjanna að tilfinningar hluthafa og framleiðenda til sölusamtaka á forsendum hinnar gömlu tvískipt- ingar atvinnulífsins, milli SIS og einkaframtaksins, fari hraðminnk- andi og sé forsendan fyrir því að málið sé þó komið þetta langt. Blokkamynduninni hefur ekki síst verið viðhaldið af þjónustufyi’ir- tækjum sem hafa talið sig tryggja viðskiptahagsmuni sína með þeim hætti og nægir að nefna skipafélög, olíufélög og tryggingafélög í því sambandi. Fullyrt er að forstjórar Vátryggingafélagsins og Olíufélags- ins hf., en bæði þessi félög eiga mik- illa hagsmuna að gæta hjá framleið- endum á vegum IS, séu hlynntir sameiningartilraunum. Því vekur það athygli að á meðan á þessum þreifingum stendur kaupir Mundili ehf., félag í 85% eigu Sam- skipa, tæplega 11% hlut í ÍS. Á þess- ari stundu liggur ekki fyrir hver til- gangur Samskipa er með þessum kaupum, en væntanlega eru þau tengd flutningahagsmunum. Félagið flytur allt fyrir ÍS. Viðmælendur úr röðum frysti- húsamanna telja að endanlegt afnám múranna, með sameiningu stóru fisksölufyrirtækjanna, myndi skapa verulega hagi’æðingarmöguleika í útgerð, fiskvinnslu og þjónustu við sjávarútveginn. Auknir möguleikar sköpuðust til að sameina sjávarút- vegsfyrirtæki milli gömlu blokkanna _________ og í því sambandi er bent á fjölda smári’a og meðal- stóraa útgerðarfélaga svo og veika fjárhagsstöðu nokkuraa af stærstu framleiðendum IS. Þá myndu menn ekki sniðganga þjón- ustufyi-irtæki hvor annars með sama hætti og viðgengist hefur. „I því harða samkeppnisumhverfi sem sjávarútvegurinn er kominn í heldur þú ekki gangandi fyrirtæki sem þarf að greiða meira fyrir þjónustuna en önnur. Þú verður einfaldlega undii’,“ segir stjómandi stórs sjávarútvegs- fyrirtækis. Skynsemin ræður ekki alltaf Virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal saman Orkugeta á við Blöndu- virkjun tapaðist SAMTENGING virkjana Jök- ulsár á Brú og Jökulsár í Fljóts- dal með nýtingu miðlunar við Kárahnúka í stað Eyjabakka- svæðisins að einhverjum hluta hefði það í för með sér, að mati Landsvirkjunar, að orkugeta á stærð við Blönduvirkjun myndi tapast. Samtengingin myndi þýða að ráðast yrði í byggingu Kárahnúkavirkjunar fyrst en stærð hennar væri slík að hún þyrfti mun stærai orkukaup- anda en nú væri inni í myndinni. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær er í niðurstöðum Samvinnunefndar um svæðis- skipulag á miðhálendinu til Skipulagsstjóra gert ráð fyrir að skoðaðir verði til hlítar mögu- leikar á að virkja saman Jökulsá á Brú og Jökuslá í Fljótsdal með þeim hætti að Kárahnúkalón geti nýst sem miðlun fyrir bæði vatnasvæðin. Þorsteinn Hilmarsson upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að sú virkjun sem rætt hefði ver- ið um í Fljótsdal væri talsvert minni en virkjun við Kárahnúka, sem væri reyndar stærsta ein- staka vatnsaflsyirkjun sem hægt er að byggja á íslandi. „Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ef horft er til hagkvæmni þá ræðst hún ekki eingöngu af því hvað þarf að fjárfesta mikið til að framleiða orkuna heldur líka af því hvern- ig gengur að selja hana. Mjög stór virkjun krefst því mjög stórs orkukaupanda frá upphafi til þess að það sé fýsilegt að byggja hana. Því þyrfti mjög stóran stóriðjukost, sæstreng eða eitthvað slíkt sem tæki við orku frá svona stórri virkjun. Kárahnúkar krefjast því miklu stærai orkukaupanda en þau einstöku stóriðjuverkefni sem hafa verið í gangi núna á undan- förnum misserum. Fljótsdals- virkjun eins og hún hefur verið í umræðunni er aftur á móti af þeirai stærðargráðu að hún passar fyrir álverið í Reyðarfirði sem menn eru að tala um, en Kárahnúkavirkjun er of stór fyrir slíkt álver,“ sagði Þor- steinn. Kostur þegar horft er ein- göugu til umhverfismála Hann sagði að þegar rætt væri um að samtengja þessar virkjan- ir og nýta miðlunina við Kára- hnúka í stað Eyjabakkanna að einhverjum hluta þá hefði það í för með sér að ákveðin orkugeta á svæðinu myndi tapast því sleppa yi’ði því að nýta þar vatns- magn sem væri sambærilegt við virkjun á stærð við Blönduvirkj- un. Þar að auki myndu tapast möguleikar á ft-ekari virkjunar- kostum á hraunasvæðinu sem rætt hefði verið um. „Þetta má því telja ókost ef menn eru að horfa til orkunnar, en vissulega má telja þetta kost ef horft er einungis til umhverf- ismálanna, því þá er einungis um að ræða lítið lón sem fer ekki inn á hið eiginlega Eyja- bakkasvæði í Fljótsdal. Annar ókostur er svo sá að þetta yrði ekki gert öðruvísi en að byggja Kárahnúkavirkjun fyrst þar sem miðlunin yrði þar sem stóra lónið á að vera og stóra stíflan. Þá eru menn aftur komnir að því að það þurfi einhverja mjög stóra orkuþörf til þess að geta hagað málunum þannig,“ sagði Þorsteinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.