Morgunblaðið - 05.12.1998, Síða 38

Morgunblaðið - 05.12.1998, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Glóðvolg brauð á Nýtt frá Ragnari bakara Stór tertubrauð og pinnarúllur morgnana Egilsstöðum - Brauðgerð KHB hefur flutt starfsemi sína til Fella- bæjar. Brauðgerðin er þá komin í stærra og rúmbetra húsnæði og hefur tekið í notkun enn frekari tækninýjungar. Hveitið er t.d. flutt í sérstökum bfl austur frá Reykjavík og blásið í þartilgerðan tank fyrir utan brauð- gerðina. Þaðan liggur leið þess í gegnum leiðslur og beint í þær vél- , ar sem taka við því, þannig að mannshöndin kemur hvergi nærri. Allt bökunarferlið er samkvæmt nýjustu tækni. Um 30 manns starfa hjá brauð- gerðinni, þar af 5 bakarar. Brauð- gerðin hefur einnig opnað brauð- búð, Fellabakarí, sem býður upp á ný og volg brauð í morgunsárið. Bakaríið er opnað kl. 7 á morgnana og er sjálfsagt kærkomin nýjung fyrir marga morgunhana. RAGNAR bakari er um þessar mundir að setja á markað nýjar gerðir veislubrauða. 1 frétt frá framleiðandanum Ai'- bak hf. segir að allt frá því að Ragnar bakari fann upp rúllutertu- brauðin árið 1970 hafi ekki verið mikið um nýjungar á sviði veislu- brauða, en nú komi fram tvær nýj- ungar á þessu sviði, stór tertu- brauð og pinna-nlllur. Pinna-rúllur eða kokkteilsnittu-rúllur, eins og mætti líka nefna þær, séu væntan- lega kærkomin nýjung fyrir bæði húsmæður og veisluþjónustur. Pinna-rúllurnar eru upprúllaðar og tilbúnar til að setja hinar ýmsu fyllingar inn í, síðan er þeim rúllað upp aftur og skornar í u.þ.b. 1—lVá cm sneiðar og skreyttar með vín- beri eða einhverju, sem passar við fyllinguna. I hverjum poka eru tvær rúllur, sem gera u.þ.b. 40 snittur. Stóri tertubrauðin eru 30x35 cm. og segir að fréttinni að þessa gerð af tertubrauði hafi vantað á markaðinn til þess að búa til stór tertubrauð, en fram að þessu hafi verið notað langskorið samloku- brauð og skorpan skorin utan af því og því svo raðað hlið við hlið. Nú komi þessi brauð í stærðinni 30x35 cm án skorpu og tilbúin til þess að móta hvort heldur er þrí- hyrnd tertubrauð, löng og mjórri, kringlótt, flöng eða bara í fullri stærð allt eftir því hvernig hús- móðirin vill skera sneiðarnar til. Framleiðandi er Árbak ehf. Gamlar hefðir við reyk- ingu jólahangiketsins Morgunblaðið/Steinunn Ó. Kolbeinsdóttir LEIFUR Þórsson verksmiðjustjóri og Ingólfur Baldvinsson við mynd- arleg hangilæri sem verða munu á diskum Islendinga um jólahátíðina. Hvolsvelli - Undirgúningur jólanna birtist með ýmsum hætti í atvinnu- rekstri eftir því hvað fengist er við. Hjá kjötvinnslu Sláturfélags Suð- urlands á Hvolsvelli er jólaundir- búningurinn nú að komast í fullan gang og reykofnamir malla allan sólarhringinn fram að jólum. Að sögn Leifs Þórssonar verk- smiðjustjóra er mikið að gera hjá þeim í desember vegna þess að að- almarkmiðið hjá þeim er að jóla- hangiketið komist sem ferskast á markað. „Það má því segja að við byrjum eins seint og hægt er að reykja og verka jólaketið og gömlu hefðimar eru í heiðri hafðar, með birki og taðreykingu og tendrað upp með saltpétri. Allt hangiketið er salt- mælt og þess gætt að saltmagn sé eins í hverju stykki. Það er mikil vinna að reykja og koma öllu því magni sem við seljum fyrir jólin á markað, en það tekst með sam- stilltu átaki allra starfsmanna hér. Hangiketið er langvinsælast íyrir jólin en við verkum einnig mikið af svínakjöti og léttreykt lambakjöt á einnig vaxandi vinsæludum að fagna.“ Leifur var spurður að því hvort Sláturfélagið væri með einhverjar nýungar fyrir jólin. „Við verðum með kálfa- og villigæsapaté en það sem er markverðasta nýjungin er þurrkað hangilæri sem selt er í stórmörkuðum og einnig hunangs- soðin jólaskinka Svo verðum við með tvær nýjar helgarsteikur og nokkra nýja rétti í 1944 réttunum". Hjá kjötvinnslu SS starfa nú 140 manns og er unnið frá 5 á morgn- ana og til 5 á daginn, sex daga vik- unnar og er reykofninn eins og áð- ur segir í gangi alla daga vikunnar allan sólarhringinn, þannig að lykt- in af reyktu hangiketi fer ekki fram hjá Hvolsvellingum þessa dagana og er fyrir löngu orðinn hluti af stemmingu jólaundirbún- ingsins. Komdu ióhpökkunum öruggletja til skila! Slatilboð á smápökkum 0-20 kg Aðeins 300 kr. pakkinn - hvert á land sem er! - Opið alla laugardaga til jóla kl. 10-14. - AÐM FLUTNINGAR HÉDINSGÖTU 2 S: 581 3030 Kevrum á ivrt eftirtaida staði: Se' Neskaupstað • Varmahlíð • Sauðárþók Patreksfjörð • Bíldudal • Tálknafjörð • Isafjörð Súðavfk • Flateyri • Þingeyri • Suðureyri Bolungarvík • Hellu • Hvolsvöll Þykkvabæ • Akureyri • Hvammstanga Vik • Klaustur • Hólmavík • Drangsnes Síminn GSM út úr frumskóginum SÍMINN GSM hefur komið upp reiknivél á heimasíðu sinni, http:// www.gsm.is. Geta notendur GSM- síma nú reiknað út hvaða tegund af áskrift hentar þeim best miðað við fyrirhugaða notkun símans. Notendur geta slegið inn hversu oft þeir gera ráð fyrir að hringja á dag, hversu löng símtölin eru að meðaltali, í hvernig símanúmer yf- irleitt er hringt og á hvaða tíma sólarhrings. Reiknivélin fer þá af stað og reiknar út líklega upphæð símreiknings, miðað við mismun- andi áskriftarflokka, þ.e. almenna áski’ift, frístundaráskrift og stómotendaáskrift. A heimasíðunni er einnig að finna upplýsingar um sparnaðarleiðir, þ.e. Vini og vanda- menn og GSM-par. I fréttatilkynningu frá upplýs- inga- og_ kynningarstjóra Lands- símans, Olafi Þ. Stephensen, kem- ur fram að upplýsingar þessar á heimasíðunni, svo og þjónusta sú sem í boði er hjá fyrirtækinu, sé þannig upp sett, að fyrirtækið sé undanskilið þegar „forsvarsmenn Neytendasamtakanna hafi á orði að tilboð símafyrirtækja á GSM- þjónustu séu að verða framskógi líkust", eins og komist er að orði og að „Síminn GSM bjóði viðskipta- vinum sínum skýra kosti“. Nýtt fjöltengi liður í forvarnarstarfí BLÓMAVAL býður í ár upp á fjöltengi sem eiga að veita mun meira öryggi heldur en hefðbundin rafmagns- fjöltengi, að sögn Kristins Einarssonar sölustjóra. Um er að ræða fjöltengi með gaum- ljósi sem lýsir þegar straumur er á og sér- stökum straumrofa sem rýfur allan raf- magnsstraum. „Blómaval hefur þróað þessa dreifingu í sam- starfi við Landssam- band slökkviliðsmanna og tekur með þeim hætti þátt í árlegu brunavarnarátaki sambandsins. Við seljum þessi tengi mjög ódýrt og hafa talsmenn slökkviliðs- manna lýst yfir ánægju sinni. Þetta sé framlag í brýnu forvarn- FRÁ verslun H og M í IIúsi verslunarinnar. H og M stækkar VERSLUN Hennes og Mauritz í Húsi verslunarinnar hefur verið stækkuð úr 300 fermetrum í 400 fermetra og húsnæði fyrirtækisins er þar með orðið alls 700 fermetr- ar. „Við erum með barna-, dömu- og herradeild og allar fá nú aukið rými. Við getum með þessu aukið verulega úrvalið í búðinni og er það liður í aukinni þjónustu. Eftir sem áður erum við með umfangsmikla póstverslun," sagði Baldur Dag- bjartsson framkvæmdastjóri H og M í samtali við Morgunblaðið. arkerfi sem miðar að því að hvetja almenning til að rjúfa straum af rafmagnstækjum þegar það er ekki heimavið eða í fasta svefni," bætti Kristinn við. 13 milljón smákökur FYRIR þessi jól verða eigi færri en 13 milljón smákökur bakaðar á vegum Kexverk- smiðjunnar Fróns í Reykja- vík. Um er að ræða níu teg- undir, makkarónur, piparkök- ur, piparstafi, pipardropa, vanilluhringi, súkkulaðibita- kökur, kókoskökur, loftkökur og svo nýjungina, amerískar súkkulaðibitakökur. Helsta nýbreytnin í fram- leiðslunni, að sögn sölu- og markaðsdeildar Frónverja, fyrir utan að bæta við einni tegund, er að búið er að end- urbæta umbúðirnar þannig að nú eru eingöngu innsigluð box og öskjur notaðar, sem er mjög mikilvægt fyrir bæði vöruna og neytandann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.