Morgunblaðið - 14.08.1997, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 14.08.1997, Qupperneq 48
. 48 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fundur íslenskulekt- ora erlendis TUTTUGASTI og þriðji fundur sendikennara í íslensku erlendis verður haldinn í Norræna húsinu dagana 15. og 16. ágúst nk. Stofn- un Sigurðar Nordals, sem annast sendikennslu í íslensku af hálfu íslenskra stjómvalda, hefur séð um undirbúning fundarins að þessu sinni. Á fundinum verður rætt um ís- lenskukennslu fyrir útlendinga, al- þjóðasamskipti á sviðum tungu- málakennslu og menningar og lekt- oramir gera grein fyrir íslensku- kennslu í þeim löndum sem þeir starfa. 14 æíslenskulektorar starfa við erlenda háskóla, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi og á Bretlandi. HVALASKOÐUNARSKIPIÐ Andrea Hnúfu- bakaslóðir kannaðar HNÚFUBAKAR hafa lónað skammt út frá Reykja- nesi síðustu daga. Mikið líf hefur verið á þessum slóðum og eru þeir þar í samneyti við höfrunga. Nú um helgina mun hvalaskoðunar- og sjó- stangaveiðibáturinn Andrea fara tvær ferðir þar sem dýrin verða leituð uppi. Ferðirnar verða farn- ar á laugardag og sunnudag kl. 12 frá Keflavíkur- höfn og er þeim sem hafa áhuga á að koma með bent á að skrá sig þjá Daða Péturssyni í Hafnar- firði. Námskeið í kántrý- dönsum NÝTT námskeið í kántrý-línudöns- um hefst í Dansmiðju Hermanns Ragnars, Skipholti 25, fimmtudag- inn 14. ágúst. Boðið verður upp á námskeið fyrir byijendur kl. 20 og lengra kpmna kl. 21. Kennari er Jóhann Öm Ólafsson. Nú eru liðin tvö ár síðan Jóhann var með fyrsta námskeiðið í kántrýdönsum, síðan þá hafa ná- lægt tvö þúsund íslendingar lært fyrstu sporin hjá Jóhanni, segir í fréttatilkynningu. Námskeiðið nú í ágúst er næstu þijá fímmtudaga og endar með balli um mánaðamótin. Óþarft er að skrá sig á námskeiðið, nóg er að mæta á staðinn. Verð fyrir nám- skeiðið er 2.000 kr. sem greiðist á staðnum. BLAÐAUKI \ AÐLÆRA MEIRA Frambod á námi og tómstundaidju af ýmsu tagi er margvíslegt og fer vaxandi og sífellt íleiri sjá naudsyn þess að auka menntun sína bœði til gagns og gamans. í blaðaukanum Ad læra meira verður m.a. hugað að íjölbreyttum möguleikum þeirra sem vilja bœta mennt- un sína, strmda starfstengt nám eða læra eitthvað alveg nýtt og eignast nýja kvrnn- ingja mn leið. Fyrrverandi nemendur skýra frá reynslu sinni og kexmarar og ráðgjafar segja frá því sem í boði er. Meðal efiiis: • Gildi sí- og endurmenntunar • Tungumálanám • Stjómun, samskipti og fjármál • Tölvunám • Matur og vínmenning • Listir og bókmenntir • fþróttir og dans • Afþreying • Viðtöl o.fl. Sunnudaginn 24. ágúst Skilafrestur augtýsingapantana er til ld. 12.00 mánudaginn 18. ágúst. Allar nánaxi upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar í sima 569 1111 eða í bréfasíma 569 1110. - kjami málsins! Ljósmyndamaraþon Kodak og Canon UÓSMYNDAMARAÞON Kodak og Canon verður haldið í tengslum við Menningamótt í Reykjavík 16. ágúst nk. Maraþonið hefst kl. 10 og stend- ur í 12 klst. Skráning fer fram í verslunum Hans Petersen hf. í Kringlunni og Bankastræti og lýkur kl. 16 föstudaginn 15. ágúst. Þátt- tökugjald er það sama og síðasta ár þ.e. 700 kr. fyrir hvert lið og greiðist við skráningu. Hámarks- fjöldi verður 100 lið en fjöldi liðs- manna er fijáls. Keppendur fá afhenta 12 mynda filmu sem þeir skulu mynda 12 verk- efni á. Einungis má taka eina mynd fyrir hvert verkefni og skulu mynd- irnar teknar í sömu röð og verkefna- númerin segja til um. Keppendur fá þijú verkefni afhent í einu og skulu mæta á tilteknum stöðum á ákveðn- um tíma til þess að fá verkefnin. Verðlaun fyrir bestu filmu keppn- innar er Canon Ixus Z-90 myndavél að verðmæti 42.100 kr. Fyrir bestu mynd keppninnar er Canon Ixus myndavél að verðmæti 29.900 kr. Viðurkenningar fyrir bestu mynd hvers verkefnis eru Kodak bakpok- ar. Sjúkrahús Suðurnesja Allar stöður fullmannaðar MORGUNBLAÐINU heur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Sjúkra- húsi Suðumesja og Heilsugæslu- stöð Suðurnesja: „Stjórnendur Sjúkrahúss Suður- nesja og Heilsugæslustöðvar Suður- nesja lýsa undrun sinni á frétta- flutningi Ríkissjónvarpsins þann 10. ágúst sl. þar sem haft er viðtal við fyrrverandi yfirlækni sjúkrahússins og látið að því liggja að vegna dug- leysis stjórnar stofnananna sé fiótti lækna frá þeim. Fyrir þessu eru engin rök enda allar stöður lækna við heilsugæslustofnun fullmannað- ar og hjá sjúkrahúsinu em umsókn- ir um lausar læknastöður í meðferð hjá stjórninni. Þá verður nú á dög- um kynnt nýtt starfsskipulag fyrir stofnanirnar sem mun leggja traustari gmnn að þeirri þjónustu sem fyrir er í dag og jafnvel auka hana. Að lokum vill stjórnin lýsa undrun sinni yfir að ekki skuli á þeim degi er viðtalið er tekið við fyrrverandi yfirlækni jafnframt rætt við stjórnendur stofnananna." Götumarkaður í Kringlunni GÖTUMARKAÐUR er í Kringlunni fimmtudag, föstudag og laugardag. Hann er haldinn í tilefni af því að útsölum er að ljúka hjá verslunum í Kringlunni og munu yfír fimmtíu verslanir slá sameiginlega botninn í útsölutímabilið með götumarkaði. „Á útsölulokum í Kringlunni ríkir ósvikin götumarkaðsstemmning. Vörurnar eru á borðum úti á götu og verðið fært niður úr öllu valdi. Viðskiptavinir geta rótað í vörustöfl- um þar sem margt er á ótrúlega lágu verði, sölufólk kallandi og jafn- vel hægt að prútta,“ segir í frétt frá Kringlunni. I Ævintýra-Kringlunni á þriðju hæð í Kringlunni er barnagæsla opin virka daga frá kl. 14 til 18.30 og laugardaga kl. 10-16. Te&kaffi flytur FYRIRTÆKIÐ Te & Kaffi sem stofnað var árið 1984 rekur kaffí- brennslu og tvær verslanir. Verslunin á Laugavegi 24 sem hefur verið í bakhúsi til margra ára hefur nú flutt sig að Laugavegi 27 eftir miklar endurbætur á því hús- næði og verður opnuð í dag, fimmtudag, eftir hádegi. ■ BERTIL Ekström heldur kynn- ingarfyrirlestur um Heimsmynd- ina eilífu fimmtudaginn 14. ágúst í húsnæði Sjálfeflis Nýbýlavegi 30 (gengið inn Dalbrekkumegin). Fyrirlesturinn fer fram á dönsku og hefst kl. 20. Hann mun einnig halda annan fyrirlestur miðviku- daginn 27. ágúst á sama stað kl. 20. Efni: Hver er Guð? Bertil Ekström hefur verið viðriðinn Mart- inus Institut í Kaupmannahöfn í 40 ár og hefur haldið fyrirlestra og leshópa. Þetta er í fimmta skipti sem hann kemur hingað til lands. Aðgangseyrir 300 kr. ■ MÁLFUNDAFÉLAG alþjóða- sinna sem starfar í tengslum við vikublaðið Militant og Ungir sós- íalistar standa að málfundi föstu- daginn 15. ágúst kl. 18 að Klappar- stíg 26, 2. hæð. Titill fundarins er: Að loknum heræfingum NATO. LEIÐRÉTT Aurar en ekki krónur VERÐ á hreinsiefni í bensínlítran- um er á bilinu 25 til 35 aurar á lítrann en ekki krónur eins og stóð í frétt blaðsins í gær um hreinsiefni í bensíni og er beðist velvirðingar á misrituninni. Dró umsóknina til baka í FRÉTT um nýjan aðstoðarprest Grafarvogssóknar í blaðinu í gær var ranghermt að Bára Friðriks- dóttir hefði verið meðal umsækj- enda. Bára hafði dregið umsókn sína til baka og er byijuð störf á öðrum vettvangi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.