Morgunblaðið - 14.08.1997, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.08.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1997 41 r -1“ HM-punktar ► Jón Friðriksson bóndi í Vatnsleysu og fjöiskylda hans hafði öðrum fremur ástæðu til að fagna á mótinu því tveir heimsmeistarahestarnir eru af hans meiði að stórum hluta. Þyrill hestur Vignis er fæddur Jóni undan Albínu frá Vatns- leysu og Þyti frá Enni. Boði frá Gerðum, hestur Styrmis, er undan Bylgju frá Vatns- leysu sem er fædd Jóni og Ófeigi frá Flugumýri. Lék Jón að vonum á als oddi mótsdag- ana af þessum sökum og kát- astur var hann þegar titlarnir tveir voru í höfn. ► Svíar voru orðnir heldur niðurlútir á sunnudagsmorgni, höfðu aðeins unnið eitt silfur í 250 metra skeiði sem var lak- ari niðurstaða en þeir höfðu gert ráð fyrir. Heldur léttist brúnin eftir glæsilegan sigur Ylvu Hagander í slaktauma- töltinu og hærra fór hún þegar Sveinn Hauksson hafnaði í þriðja sæti í fjórgangi en hann keppti fyrir Svíþjóð. ► íslenska landsliðið stóð í fyrsta skipti að blaðamanna- fundi þar sem Iögð var áhersla á að fá erlenda blaðamenn. Tókst fundurinn með ágætum en um tuttugu blaðamenn mættu. Var meðal annars spurt hvort ástæða væri fyrir íslendinga að hafa fyrir því að senda lið á mótið og hvort ekki væri einfaldara og fyrir- hafnarminna að senda þeim bara lungann af gullinu, þeir ynnu þetta hvort sem væri. ► Spurt hvernig á því stæði að engin kona væri í liðinu og svaraði Sigurður Sæmundsson liðsljóri á þá leið að íslending- ar vildu hafa konurnar heima við húsmóðurstörfin en sagði þó að athuguðu máli að kannski væri betra að hafa stúlkur í liðinu því hann kynni því betur að hafa kvenfólk í kringum sig. ► Norðmenn fóru að dæmi Islendinga og héldu samskon- ar blaðamannafund við litlar undirtektir. Fáir mættu og umræðan lítilfjörleg. Búist er við að farið verði að bjóða upp á slíka fundi í framtíðinni og verði umræðan og spurningar beinskeyttari og fjörlegri þegar menn fara að kunna á hlutina. ► íslensku áhorfendurnir þóttu afspyrnu slappir að þessu sinni. Voru þeir dreifðir um áhorf- endastæðin og heyrðist lítið í þeim. Er það af sem áður var þegar íslendingarnir voru fyrir- ferðarmestir allra í áhorfenda- stúkunni en þá var líka enginn stúkubragur á þeim. ► Áfengismál voru nyög sér- stök í Sejjord. Fá þurfti sérstaka undanþágu til að selja áfenga drykki á svæðinu meðan á mót- inu stóð. Varð blaðamál úr því og birtist á forsíðu eins dag- blaðsins að HM gæti ekki verið án áfengis. þ Leyfið til áfengissölunnar, sem var þá aðallega bjór, fékkst með þeim skilyrðum að aðeins mætti drekka áfengið inni í veit- ingasölunum eða á afmörkuðu svæði fyrir utan þar sem voru borð og bekkir. Stranglega var bannað að fara með áfengi inn á áhorfendabekkina. Ströng gæsla var á svæðinu og ekki annað að sjá en tekist hefði að framfylgja þessum nýstárlegu reglum út í æsar. þ Árangurinn varð sá að vart sást vín á nokkrum manni og þótt heimsmeistaramótin hafi síður en svo verið einhveijar drykkjumannasamkomur setti þetta nokkuð sérstakan brag á mótið. Þess má geta að í Seljord ríkir mikil íhaldssemi í áfengis- málum og í bænum, þar sem búa um þrjú þúsund manns, er ein bjórútsala en ekki er selt þar sterkt áfengi. Það fæst í næsta bæ í nokkurra kílómetra fjar- lægð. ► Eins og fram kom í fréttum keppti fyrrverandi heimsmeist- ari í tölti og fjórgangi, Jolly Schrenk. ekki þar sem hestur hennar Ófeigur hafði helst eftir náneglingu. Var hún mætt á staðinn með klárinn í þeirri von að hann yrði góður áður en keppni hæfist. Ekki gekk það eftir en hann var þó kominn undir hnakk í verðlaunaafhend- ingunni undir lok mótsins og var gaman að sjá þennan stæðilega höfðingja sem Ófeigur er. Valdimar Kristinsson is þarf með öllum tiltækum ráðum að bæta stöðuna í löndum eins og Danmörku, Svíþjóð og Noregi til að jafna keppnina. í þessum löndum vantar herslumuninn til að standa í Þjóðveijum og íslendingum. Víst má telja að öllum sé fyrir bestu með hagsmuni íslenska hestsins í huga að keppnin sé sem jöfnust og fleiri eigi möguleika á sigri. Með þessum orðum er ekki verið að gera lítið úr afrekum íslendinga nú þar sem svo sannarlega þurfti að beij- ast fyrir hveiju stigi og hverri sek- úndu. Styrkur mótanna liggur í þátttöku sem flestra aðildarþjóða FEIF og spumingin er; hversu lengi hafa þjóðir sem lakar standa þolin- mæði í að tapa? Þessu verður ekki breytt með því að setja þak á þá bestu heldur verður að hysja hina lakari upp og auka breiddina með þeim hætti. Og þá er að víkja að dýra- verndarmálum. Þrátt fyrir giæsileg töltúrslit mátti öllum ljóst vera sem með fylgdust að keyrslan á yfír- ferðinni gekk of langt. Þegar keppnin fór fram var um 30 stiga hiti og samkvæmt reglum á að ríða tvo hringi á hvora hönd í hveiju dómsatriði sem eru þijú. Þetta seg- ir að riðnir em þrír kílómetrar lág- mark, undir miklu álagi og þar af einn kílómetri á yfirferð. Undir lok- in voru hestarnir búnir að fá nóg og þurftu knapar að juða þeim áfram með Ijótri reiðmennsku. Þarna er ekki við knapana eina að sakast heldur miklu frekar þá sem stjóma keppninni og ófullkomnum reglum. Knaparnir þora ekki af skiljanlegum ástæðum að stöðva hesta sína fyrr en þulur gefur merki. Svipuð staða kom upp á landsmóti ’96 í úrslitum B-flokks gæðinga og hefur reglum verið breytt þannig að þeir hlutir sem þar gerðust endurtaki sig ekki. Kröfur til hrossanna verða að vera innan þeirra marka að þau sýni fimi og fegurð en séu ekki rekin áfram í afskræmingu. Óþarft er að leita að einhveijum sérstökum sökudólgum í málum sem þessum, aðalatriðið er að breyta reglum á þann veg að ekki sé hætta á yfir- keyrslu. Þótt minnst sé á þennan leiða endi á keppninni var hér að- eins um örstutta stund að ræða sem þetta varaði. Að öðru leyti buðu töltúrslitin upp á allt það besta sem slík keppni á að gera, æsispenn- andi keppni hágengra fagurra tölt- ara og vísast hafa allir hestamir komist óskaddaðir frá leiknum. Valdimar Kristinsson UTSALAIM HEFST í DAG SUMARVÖRUR, HAUSTVÖRUR, VETRARVÖRUR ALLT AÐ 80% AFSLATTUR Verðdæmi: ULPUR Barnaúlpur____........... óðurJit-SrMtT nú kr. 3.400. Nevica herraúlpur---áðurju<fc79lf nú kt 6.800. Morgans dömuúlpur... óður jn-4ffcÓ?í nú kt 7.490. Skila dömujakkar........ óður JaJ*69S nú kr. 9.500. ÍÞRÓTTASKÓR. GÖTUSKÓR. GÖNGUSKÓR LA. Gear íþróttaskór f. börn ..... úðurJff-8á9lT nú kt 2.500. IÞROTTAVORUR (Skóla)bakpokar .......................... óður allt aðJur3r89lTnú kt 500. Matinbleu íþróttagallar fró ••••••••••••••••••••••• kt 6.900. Sundbolir og leikfimibolir fró-------------------kt 990. kt 990. Bómullarpeysur fró Og margt, margt fleira., •••••••••••••••••••••••••■•••••••••• ••••••••••••••••••••••••••••< Adidas All Turf íþróttaskór .................................... áður>*75lT nu kt 4.700. Fila Grant Hill................áður Jjt-M9lT nú kt 6.990. Simple íþróttaskór frá................................ kt 2.900. Götuskór frá ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• kt 3.900. Gönguskór úr rúskinni m. Gore-tex. áður J(t4£80O nú kt 8.960. NYTT KORTATIMABIL UTILIF ^ i Glæsibæ, sími 581 2922
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.